Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 22
t Sunnlenskir bændur kynntu sér sauOfjárrækt í Skoflandi Búnaðarsamband Suðurlands gekkst á dögunum fyrir fræðslu- ferð til Skotlands, þar sem sunn- lenskum bændum var gefínn kostur á að kynna sér sauðfjár- rækt. Þátttaka varð mjög góð og það var glaðbeittur 30 manna hópur sem lagði af stað til Skotlands snemma morguns hinn 6. apríl. Við vorum svo heppin að Sigur- geir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna, hafði tekið að sér fararstjóm og var á heimavelli í Skotlandi þar sem hann stundaði háskólanám í bú- fjárfræðum á árum áður. Lent var í Glasgow og fljótlega ekið til Edinborgar. Borgarstæði Edinborgar er sérlega fallegt, mis- hæðótt og opið. Yfir borginni gnæfir kastalinn frægi og bjuggum við á góðu hóteli stutt frá honum. Fararstjórinn var öllum hnútum kunnugur í Edinborg. Hann fræddi okkur meðal annars á því að 2000 fjár var beitt innan borgarmark- anna allt fram til 1974 til að halda gróðri í skefjum! 7. apríl. Við tókum daginn snemma og lögðum af stað í fyrstu skoðunar- ferðina. Ekið var í norðvestur frá Edinborg og stefnt upp í Hálöndin. Skoskur leiðsögumaður var með í för og lýsti því sem fyrir augu bar. Okkur varð einnig starsýnt á hann, þar sem hann stóð fremst í rútunni í dæmigerðu köflóttu Skotapilsi og háum sokkum í stíl. Einnig bar hann skinnpyngju mikla, og hníf í slíðrum. Karlmennimir vorkenndu honum að vera svona fáklæddur í gjólunni en hann kvað sér ekki vorkunn, í svona pilsi væru 8 metr- ar af úrvals ullarefni. 1 pungnum geymdu menn nesti sitt hér áður fyrr, en er nú vinsæll geymslustað- ur fyrir GSM-símann. Tilraunabú Skoska landbúnað- arháskólans (SAC) í Crianlarich í Perthshire er á okkar mælikvarða stór jörð. Hæð yfir sjó er frá 200 upp í 1025 metrar og er mjög lítill hluti þess ræktaður og áburðar- notkun lítil. Grasfræi var síðast sáð í jörð árið 1982, enda ræktunar- land erfitt og úrkomusamt veður- far, rignir allt upp í 3 metra á ári. Aftur á móti eru sjaldan jarðbönn af snjó. Á þessu búi er eingöngu skoskt Svarthöfðafé, sem er mjög fallegt og gerðarlegt fé, allt hymt. Því er skipt í hópa, og hefur hver hópur sína ákveðnu heimahaga. Hrútunum er sleppt í hólfin til ánna á fengitíma. Æmar eru skannaðar á miðjum meðgöngu- tíma og flokkaðar eftir frjósemi. Sauðburður byrjar upp úr 20. aprfl. Lömbin em mörkuð - hver heima- hagi hefur sitt mark, ær og lömb em einnig með merki í eyra. Einlembumar em látnar ganga úti allt árið og lítið sinnt. Farið er um hólfið einu sinni á dag um burðinn. Þær fá kraftfóður og steinefni í haganum að vorinu, en í takmörkuðu magni. Mjög sjald- gæft er að hjálpa þurfi ám að bera. Lömbin em ekki stór fædd, lík- lega þar sem eldi er ekki að gagni á meðgöngu. Á tilraunabúinu hafa verið gerðar samanburðartilraunir með mismunandi meðferð tvflembanna og kom þá í ljós að væri þeim ekki sinnt, misstu þær oft annað lambið. Tví- og þrflembur em því látnar bera inni undir eftirliti, og ef allt er í lagi fara þær út eftir sólarhring, en em á ábomu landi allt sumarið. Hér áður fyrr var ekki ætlast til að þessar ær kæmu upp nema einu lambi, landið er afar harðbýlt, og ef æmar voru tvflembdar, skar bóndinn annað lambið strax, þar sem það þótti feykinóg fyrir ána að hafa eitt. Skoskt Svarthöfðafé er í eðli sínu nokkuð frjósamt sé vel við það gert, en í Hálöndunum, þar sem það er látið bjarga sér að mestu eru um 10% ánna tvílembdar og 5% geldar. Á tilraunabúinu skilar hver ær að meðaltali um 0,7-1 lambi. Lömbin ganga undir ánum fram í ágúst. Þá eru tvflembingamir um 30 kg en einlembingarnir um 28 kg. Þeim lömbum sem ekki er slátrað þegar tekið er undan eru seld niður á láglendið og þau bötuð á grasi þar til þau hafa náð ca. 16,5 kg falli í október til desember. Flest lömbin fara í R-vöðvaflokkinn. Kjöt- prósenta er 40-45%. Eldislömbin úr Hálöndunum seljast vel þar sem þau em harðgerð og laus við hina og þessa sjúkdóma sem hrjá láglendisféð. Ánum er ýmist slátr- að 6 vetra eða þær seldar í mildari hémð ef þær eru enn hraustar. Mikið var lagt upp úr að þetta fé safnaði mör, til forða í vondu árferði, eins og var raunar algengt hér. 8. apríl. Nú var förinni heitið í Rann- sóknamiðstöð SAC í Skoska land- búnaðarháskólanum í Bush, rétt sunnan Edinborgar. Þetta hérað er mjög búsældarlegt og víða mátti sjá komakra sem vom að byija að lifna. Yfirmaður kjötrannsóknanna tók á móti okkur. Þama em stund- aðar rannsóknir, kennsla og leið- beiningaþjónusta. Tvö fyrirtæki koma að sauðfjárkynbótum í tengslum við skólann. Annars vegar fyrirtæki sem vinnur að sæð- ingum og erfðatækni, hins vegar fyrirtæki sem veitir skýrsluhalds- þjónustu. Kynbótastarfið miðar að sjálfsögðu að því að auka vöðva- söfnun og minnka beinahlutfall og fitu. Góður árangur hefur náðst í þessu starfi innan Suffolk fjár- kynsins, þar sem á níu ára tímabili hafa lömbin þyngst um 6 kfló að meðaltali við 5 mánaða aldur, fita á bakvöðva hefur minnkað um 1 mm. og vöðvi þykknað um 3 mm. Flokkun lambanna í ræktaða hópn- um var einnig mun betri þar sem 70% þeirra fóm í eftirsóttustu verðflokkana á móti 40% í við- miðunarhópnum. Mestu munaði þar um hve viðmiðunarlömbin vom feitari. Sæðingar em nær eingöngu stundaðar með frosnu sæði. Æmar em sæddar með kviðstunguaðferð inn í legið. Fanghlutfall þá er um 70%. í Skotlandi em um 4 millj. áa, þar af 3 millj. í Hálöndunum. Um 40 þús. ær em sæddar á rækt- unarbúum. Stuðst er við kynbóta- einkunnir í ræktunarstarfinu, sem byggja á 7 mældum eiginleikum. Sneiðmyndatæki er notað við rannsóknir í skólanum. Það var keypt gamalt frá sjúkrahúsi sem var að endumýja. Þetta tæki nýtist mjög vel og gefur nýja möguleika við samanburð í hinum ýmsu til- raunum, þar sem alltaf er gengið út frá sömu punktum í skrokknum við mælingu. Með því að taka sneiðmynd á þremur stöðum gefur það 96% öryggi á vefjasamsetn- ingu gripsins, á móti 65% með ómmælingu. Þetta tæki verður þó aldrei notað hjá hinum almenna bónda, heldur er það staðsett í skólanum, en einstakir ræktendur em famir að nota sér í auknum mæli að fá skepnur mældar gegn greiðslu, einkum til að velja hrúta til sæðinga. Sauðfé er deyft svo það liggi kyrrt, en svínin svæfð á meðan á mælingu stendur! Myndataka hvers dýrs tekur um 20 mínútur. Um markaðinn er það að segja að slátrað er næstum allt árið. Breskar verslanakeðjur vilja 18- 20 kg. skrokka, en léttustu lömbin niður í 12 kg fara á markað við Miðjarðarhaf. Þyngstu lömbin allt að 30 kg. fara í vinnslu.. Ekki er marktækur bragðmunur milli kynja, en fer eftir meðferð og fóðmn. Nokkrir gerðu sér það til gamans að skoða glæsilegt kjöt- borð í stórverslun og eins litum við inn í litla kjötbúð í þorpi sem við fómm um. Lambakjötið er nokkuð dýrt, en undantekningar- laust mjög falleg vara. Sérstakir ræktendur framleiða kynbótahrúta í Skotlandi sem þeir selja dým verði. Allt að 5-6 millj. króna verð (þetta er ekki prent- villa) þekkist í slíkum viðskiptum, en þá er oftast um einskonar „gerfiverðlagningu“ að ræða, þar sem ræktendur skiptast á hrútum. Algengt er hins vegar að vetur- gamlir kynbótahrútar séu seldir á 100-240 þús. kr. Þennan dag heimsóttum við Tom Stewart sem býr á sögufræg- um stað rétt hjá Kelso, með bland- aðan búskap, 180 svartskjöldóttar kýr og einnar milljónar lítra kvóta. Kýr ganga úti frá byrjun maí til 15. okt. Afurðir um 5.800 lítrar eftir kúna með 1000 kg kjamfóðurgjöf. Kýmar eru mjög hraustar að eðlis- fari og þarf sjaldan að fá dýra- læknahjálp. Kvígumar bera um 30 mán. aldur. Þær elstu verða 10-11 vetra. Þama var mikil komrækt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.