Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 13 Fulltrúar á aðalfundi Búnaðarsambands V.-Húnavatnssýslu. Aðalfundur Búnaðarsámbands V.-Hún: Skoral á LK oy Bí al hætla viO inoflubiing á norskum kám Búnaðarsambands Vestur- Húnavatnssýslu hélt aðalfund sinn 9. maí. Þar var því m.a. mótmælt hvernig Landssam- band kúabænda og Bændasam- tök íslands hafa staðið að fyrir- huguðum innflutningi norsks kúabústofns, þrátt fyrir mikla andstöðu kúabænda og ábend- ingar virtra vísindamanna um ágæti íslenska kúastofnsins. Þá hafa þeir einnig bent á þá miklu sjúkdómahættu sem fylgir inn- flutningi erfðaefna þegar til lengri tíma er litið. Bent var á að nákvæmar sam- anburðarrannsóknir væru flóknar, tímafrekar, dýrar og leiddu ekki endilega til skýrrar endanlegrar niðurstöðu né betri afkomu kúa- bænda. A það beri að minna að ímyndarsköpun og markaðssetn- ing íslenskrar mjólkurframleiðslu felist í sérstöðu, hreinleika og gæðum. Því sé mikið happ að hafa hreinræktað íslenska bú- stofninn. Ljóst sé að erfðafram- farir séu þó nokkrar í íslenska kúastofninum og með auknum fjármunum og rannsóknum megi auka þær verulega. Því skorar fundurinn á LK og BI að hætta við áform um innflutning á norskum kúm. Einnig var rætt um nýgerðan samning um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, þar sem því er beint til búnaðarsambanda að vinna að því á samningstímanum að færa þeirra þjónustu saman á fimm leiðbeiningarmiðstöðvar. Fundurinn telur ekki tímabært að setja á stofn leiðbeiningarmiðstöð þar sem ekki liggi fyrir hvemig búgreinafélögin vilja sjá leið- beiningarþjónustuna og einnig hvemig slík stöð yrði fjármögn- uð. Bent var á hvort ekki væri réttara að nýta þá upplýsinga- tækni betur sem nú þegar er fyrir hendi til að koma upplýsingum til héraðsráðunauta og bænda. Jafn- framt var því beint til stjórnar búgreinafélaganna að móta ákveðna tillögur um leiðbein- ingarþjónustu fyrir 1. desember nk. Fundurinn beindi því einnig til samningamefndar um sauðfjár- samninga að blanda ekki byggða- málum inn í nýjan sauðfjársamn- ing þar sem stuðningur við jaðar- byggðir eigi að koma öllum íbúum þar til góða hvaða atvinnu sem þeir stunda. Gunnari Þórarinssyni vom þökkuð góð störf hjá BSVH en hann starfaði frá 1984 til ársloka 1998 sem héraðsráðunautur. Einn- ig vom Gunnari Sæmundssyni þökkuð góð störf sem formaður BSVH frá árinu 1982 til 1998. RULLUBIIXIDIVEL Eftir 8000 rúllu prófun við erfiðar aðstæður í Noregi síðastliðið sumar sannaðist að hér er á ferðinni ein besta rúllubindivélin á markaðinum. • Stiglaus stærð á rúllum frá 50cm -165 cm • Breytileg í lauskjarna • Áður óþekkt af köst • lág orkuþörf hey og grænfóður G.SKAPTASON S CO. • 2m vinnslubreidd • Fullkomin keyrslutölva • Vélin virkar vel á allt Kleiri flOmilingar til jöftiunar námskostnaOar Fjárveitingar til jöfnunar námskostnaðar hafa hækkað úr 110,2 milljónum í 259,8 milljónir á árunum 1995-1999. Fæðisstyrkur til nemanda í fullu námi hefur hækkað úr 37 þús. krónum í 70 þúsund og húsnæðisstyrkur úr 15 þúsund kr. í 27.500 krónur. Þetta kem- ur fram í svari menntamála- ráðherra við fyrirspurn Arn- bjargar Sveinsdóttur um jöfn- un námskostnaðar. I svarinu kemur ennfremur fram að sé miðað við áætlaðan kostnað við skólagöngu fjarri heimabyggð samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Is- lands frá júní 1998 megi ætla að styrkur vegna skólaársins 1998- 99 nemi 37-45% af lægri kostn- aðaráætlun en 27-29% af meðal- tali þeirra áætlunar. Tekið er þó fram að þetta hlutfall sé að lík- indum nokkuð breytilegt. Þá kemur fram að rétt til slíkra styrkja hafa nemendur sem stunda reglubundið fram- haldsnám hér á landi sem er ekki á háskólastigi og þurfa að dvelja utan lögheimilis og fjarri fjöl- skyldu sinni vegna námsins. Styrkurinn er hins vegar háður þeim skilyrðum að ekki sé hægt að stunda sambærilegt nám frá lögheimili eða öðrum dvalarstað sem námsstyrkjanefnd telur jafn- gildan. Fæðisstyrkur er veittur öllum styrkhæfum umsækjend- um og húsnæðisstyrk fá þeir sem ekki geta búið í heimavist eða í foreldrahúsum meðan á nárni stendur. Ferðastyrkur er síðan greiddur þeim sem bera veruleg- an ferðakostnað vegna búsetu sinnar. Merki sem þú getur treyst! * MASSEY FERGUSON Varahlutir ^TRIMA Varahlutir Varahlutir Industrial Varahlutir Kverneland Varahlutir FISHER Brynningartæki og varahlutir Varahlutir CMflS Klippur og varahlutir Varahlutir Varahlutir Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 525 8000 Vélavarahlutir, sími 525 8040 TUNGUHÁLS 5 • REYKJAVÍK SÍMI577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.