Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 CASE m - STEYR Mest selda dráttarvélin á íslandi 1996-1998 CASt' VÉLAR& r ÞJásNUST/ HF járnhálsi 2, pósthólf 10180,130 Reykjavík, sími 587 6500, fax 567 4274 Útibú Akureyri, Óseyrí 1a, sími 461 4040, fax 461 4044 STEVR^ STEYn 9000 f-i Borgartúni 26 • Sími: 535 9000 • Fax: 535 9040 Netfang: bilanaust@bilanaust.is • Vefsíða: www.bilanaust.is Dráttarvélasæti með sleða og fjöðrun S71471E Svart Verð kr. 14.900 Kartöfluverksmiðjur Þykkvabæjar hafa framleitt kartöfluafurðir í nær 20 ár að aukast aftur! í Þykkvabænum er rekin Kart- öfluverksmiðja Þykkvabæjar og er verksmiðjan í eigu um 35-40 kartöflubænda í Þykkvabænum. Frá upphafi hafa ýmis afbrigði af kartöflum og matvælum verið framleidd í Þykkvabænum og hafa ýmsar nýjungar skotið upp kollinum á þeim tíma. Sigurbjartur Pálsson stjómar- formaður verksmiðjunnar segir að í raun megi segja að framleiðslan núna sé á þremur línum; steikt framleiðsla, þar sem m.a. eru nokkur afbrigði af frönskum kart- öflum; forsoðin framleiðsla sem fer mest inn á mötuneyti og veit- ingahús en er þó eitthvað að færa sig inn á neytendamarkaðinn og svo að lokum snakkframleiðsla. Þegar verksmiðjan fór af stað fyrir tæpum 20 ámm var lítil önnur framleiðsla en þessar hefðbundnu kartöflur í tveggja kílóa pokum. „Þá var töluverður innflutningur á frönskum kartöflum og framleiðsla okkar hefur veitt samkeppni við þann innflutning. Fljótlega eftir að starfsemin hófst kom forsuðan síð- an til sögunnar. Þetta og allt annað sem við höfum komið með hefur síðan bæst inn á þennan markað. Þetta var ekki til áður,“ segir hann og bætir við að þessi framleiðsla sé ekki einungis í samkeppni við innflutning heldur einnig annað meðlæti á borð við pasta og hrís- grjón. Sigurbjartur telur að verk- smiðjan hafi staðið sig ágætlega í að búa til nýjungar. „Húsnæðið hefur reynar haldið okkur niðri á köflum en það hefur verið byggt þrisvar við verksmiðjuna frá því að hún hóf starfsemi. Við höfum samt alltaf reynt að hugsa upp hvað við gætum framleitt næst. Til þess þurfum við bæði að fylgjast með óskum neytenda og fylgjast síðan með hvað er að gerast erlendis." Sigurbjartur segir það einnig há verksmiðjunni að markaðurinn er ekki stór. " Við getum ekki farið út í að framleiða marga vöruflokka því íslenski markaðurinn er ekki það stór að það réttlæti fjárfestingu á þeim búnaði sem þarf til að geta framleitt meira unnar kartöflur. Þetta þarf allt að vega og meta," segir hann. Að sögn Sigurbjarts eru óskir neytenda alltaf meira og meira í þá átt að fá sem tilbúnasta vöru. For- soðnu kartöflumar njóta af þessum sökum nokkurra vinsælda vegna þess hversu stuttan tíma það tekur að gera matinn tilbúinn. „Neytand- inn vill nú fá eitthvað sem hann er fljótur að matbúa. Fólk nennir ekki að bíða í hálftíma eftir að kartöfl- umar sjóði þegar það kemur þreytt heim að loknum vinnudegi,“ segir hann. Um 100 tonn af kartöflum em notuð í framleiðsluna í hverjum mánuði. í framleiðsluna er alltaf notað íslenskt hráefni þegar það á annað borð er til og stenst gæða- kröfur. Stundum hefur þó komið til þess að þurft hafi að flytja inn hráefni. 1 Þykkvabæ búa um 200 manns og það má nærri geta að þessi vinnustaður hlýtur að vera dýr- mætur fyrir byggðina. "í raun jafn- gildir þessi staður 4.500 manna vinnustað í Reykjavík. Þetta er því mjög mikilvæg starfsemi, ekki að- eins fyrir kartöflubændur heldur einnig fyrir samfélagið hér í Þykkvabænum," segir Sigurbjartur en um 10 manns vinna hjá verk- smiðjunni. Hann bendir á að þetta sé nánast eini vinnustaðurinn í byggðinni sem tengist ekki beint búskapnum fyrir utan hefðbundnar þjónustustofnanir á borð við skóla og leikskóla. Sigurbjartur segir að neysla á kartöflum hafi stöðugt verið að dragast saman undanfarin ár, sér- staklega á hefðbundnum kartöflum í þessum tveggja kílóa pokum. Sú þróun mun halda áfram að hans mati. „Styrjöldin við pasta stendur stanslaust og menn hafa óttast að hún sé að tapast. Nú upp á síðkast- ið virðist kartöfluneyslan hins veg- ar vera farin að aukast aftur og það getur verið að það sé afleiðing þess að kartöflunum er stillt öðru- vísi fram.“ Sigurbjartur segir stöðuga vinnu vera í gangi í því skyni að þróa nýjar vörutegundir. "Það er öruggt að það munu koma nýjar framleiðsluvörur frá okkur sem svara þessum þörfum markaðarins að koma með tilbúna vöru. Þar liggur framtíðin og menn verða að fylgja þessu," segir hann. í lok apríl gerði tölvudeild þjón- ustukönnun hjá notendum þriggja forrita sem Bændasam- tök Islands bjóða upp á. Forritin eru bókhaldskerfið Búbót, sauð- fjárræktarforritið Fjárvís og margmiðlunarforritið íslands- fengur. Bændasamtökin eru með fleiri forrit til sölu en útbreiðsla þeirra er ekki eins almenn. Könnunina fengu alls 200 not- endur, víðsvegar um landið, sem nota a.m.k. eitt af ofangreindum forritum. Nú þegar hafa allmargir skilað inn svörum við könnuninni. Margar athugasemdir notenda ber að sama meiði. Þetta greinarkom er hugsað sem svar við nokkrum þeirra þó ekki sé það tæmandi. í hugbúnaðargerð er mjög ör þróun. Margir velta því fyrir sér hvort verið sé að vinna markvisst að uppfærslu forrita BI en sú vinna er að sjálfsögðu ætíð í gangi. Forrit jyrir stýrikerfið Windows Eins og flestir vita tók Islands- fengur við af Einkafeng í desember síðastliðnum. Forritið er skrifað fyrir stýrikerfið Windows og er gef- ið út á geisladiski. íslandsfengur er margmiðlunarforrit og er mjög til þess vandað. I því má finna upplýsingar um á annað hundrað þúsund hross. Eigendur íslands- fengs eru flestir nokkuð ánægðir með forritið en nokkrir benda þó á að uppruni sumra hrossa sé ekki réttur. Ástæðan fyrir þessu er sú að tekin vom í notkun ný landsnúmer frá Fasteignamati ríkisins í stað gömlu lögbýlisnúmeranna. Þessi ákvörðun var tekin í samræmi við stefnumótun um gæðaskýrsluhald í hrossarækt. Við þessa kerfisbreyt- ingu varð til misræmi á milli gömlu lögbýlisnúmeranna og hinna nýju landsnúmera sem lýsir sér þannig að stundum birtist rangt bæjarheiti í uppruna á sumum stöðum í forrit- inu. Að sjálfsögðu verður bætt úr þessu í næstu útgáfu og biðjum við eigendur þessara hrossa velvirðing- ar. Stefnt er að því að íslandsfengur verði endurútgefinn í desember á þessu ári. Forrit fyrir stýrikerfið DOS Bókhaldskerfið Búbót og sauð- fjárræktarforritið Fjárvís em skrifuð í stýrikerfinu DOS. Búbót kom fyrst út fyrir um áratug og Fjárvís nokkm seinna. Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Forritin hafa verið lagfærð og bætt reglulega þannig að þau séu auðveld og meðfærileg í notkun. Þegar bændur hafa keypt nýja tölvu, hefur borið á að tölvusalar hafi gert þeim að setja sjálfir upp ís- lensku fyrir doshermi þannig að hún komi rétt þegar íslensk dosforrit em keyrð. Margir hafa lent í töluverðu umstangi af þessum sökum og jafnvel orðið að senda tölvuna aftur til baka. Þetta er því eitt af þeim atriðum sem bændur þurfa að huga að þegar tölvukaup standa fyrir dymm. Rétt er að taka fram að slík uppsetning hefur ekkert með uppsetningu á Fjárvísi og Búbót að gera nema á þann hátt að sér- íslenskir stafir þeirra komi fram. Tölvusalar geta auðveldlega sett íslensku stafina upp á tölvunum fyrir afhendingu án þess að hafa Fjárvísi eða Búbót inni. I dag er Windows stýrikerfið nánast alls ráðandi á einkatölvu- markaðnum. Því hafa margir not- endur DOS forrita lent í vandræðum t.d. við útprentun skjala. Á mark- aðnum eru margvíslegar gerðir prentara. Allir þessir prentarar em nothæfir með stýrikerfinu Windows en ekki alveg allir með DOS forritum, sem nýta sér ekki Windows rekla. Þetta þarf að hafa í huga þegar fest em kaup á nýjum tölvufylgihlutum eins og prentur- um. Enn em margir prentarar sem ganga bæði með Dos og Windows stýrikerfum og úrvalið ætti því að vera nóg. Verið er að endurskoða allt skýrsluhald í sauðfjáiTækt um þess- ar mundir með það að markmiði að leysa 2000 vandann og gera sjálfvirkni gagnaflutnings milli skýrsluhaldara og BÍ auðveldari. Forritið Fjárvís mun halda álfam að koma út a.m.k. næsta árið í núverandi mynd og þá 2000 sam- hæft. Stefnt er að Windows útgáfu Fjárvísar innan tveggja ára. Nýtt forrit I júní síðastliðinn óskaði Land- samband kúabænda eftir samstarfi við Bændasamtök íslands um forrit fyrir nautgripabændur. Unnið hef- ur verið markvisst að þessu máli síðan hjá BÍ og er stefnt að því að slíkt fonit verði sett á markað fyrir næstu áramót. Að lokum Það tekur tíma og kostar pen- inga að fylgja eftir öllum breyting- um í tölvuheiminum. Við erum í stöðugri sókn og biðjum því við- skiptamenn okkar um að sýna þol- inmæði og biðlund. Með þökk fyrir viðskiptin.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.