Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 26
26 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 MuttiSol INNFLUTNINGUR: PHARMACO HF. ÚTSÖLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSINS Refaveiðar og veiðistjóri Guðbrandur Sverrisson er bóndi á Bassastöðum í Stelngrímsfirði og refaskytta í Kaldrananeshreppi. í grein í Bændablaðinu 4. maí sl. er vitnað í veiðistjóra, Áka Ár- mann Jónsson, vegna stóraukins kostnaðar sumra sveitarfélaga við refaveiðar. Þar segir hann m.a. um það mál: „Sum þeirra hafa jafnvel þann hátt á að borga fyrir vinnu sem fylgir leit- VtfDESTEINH) Landbúnaðardekk Eigum dekk á flest landbúnaðartæki á lager. Gúmmívinnslan hf. 600 Akureyri Sími: 461 2600 inni að refnum“, og bætir svo við að sveitarfélög sem svona hagi sér hafi ekki við aðra að sakast en sig sjálf. Ekki veit ég hvað í ósköpunum Áki Ármann er að fara þarna, eða yflrleitt hvað knýr hann til að halda slíku fram. Það er alveg fráleitt að veiði- stjóri gefi yfirlýsingu um að óeðli- legt sé að sveitarfélög greiði starfs- mönnum sínum laun fyrir unnin störf. Stundum er nefnt að menn hafi dottið á höfuðið þegar þeir halda fram einhverju óvenju frá- leitu, getur verið að núverandi veiðistjóri sé óvenju hrösull mað- ur? En ég held hann hafi ekki dott- ið og ég held ekki heldur að þetta sé sett fram af eintómri flónsku. Því miður er hitt líklegra að hann sé að burðast við að hagræða sann- leikanum og þaði hefur oftast verið talinn slæmur löstur á hvers manns ráði. Hann veit nefnilega vel að rík- ið ákvað að lækka kostnaðarhlut- deild sína við að halda ref í eðli- legri stofnstærð og greiðir nú ein- ungis 3500 kr. á hvem ref, en tekur ekki lengur þátt í að greiða launa- kostnað starfsmanna, hvað þá ann- an kostnað. Mörg sveitarfélög skilja enn að eðlilegt er að þau greiði starfsfólki sínu laun, og jafnvel líka útlagðan kostnað. Hann veit líka vel að ref hefur fjölgað mjög undanfarin ár og það eitt og sér veldur miklum kostnað- arauka hjá landstómm en fámenn- um sveitarfélögum, ekki síst ef þau liggja nærri friðuðum svæðum. Hann veit það líka að það er hlutverk sveitarfélaga samkvæmt lögum að halda ref og mink í skefjum og tjóni af völdum þeirra í lágmarki. Hann veit það líka vel að það hefur aldrei verið hlutverk æðar- bænda umfram aðra að sjá um fækkun refa. Einnig veit hann að á þeim tíma er bændum var ætlað að sjá um fækkun refa bjó þorri lands- manna í sveit og þá var heldur ekki til embætti veiðistjóra, kannski vill hann leggja embættið af um leið og þjónustuna? Þá skilur hann einnig, út frá því ámæli sem em- bætti veiðistjóra hefur Iegið undir á seinni árum, hve nauðsynlegt er að þar starfi fólk með þekkingu og skilning á þeim verkefnum sem embættinu ber að sinna samkvæmt lögum og þá ekki síður skilning á lífríkinu og gildi jafnvægis í nátt- úrunni. Hann veit líka að tjón af völd- um refa einskorðast ekki við æðar- fugl og æðarrækt, því á hverju ári murka refir lífið úr mörgum kind- um og drepa mikið af rjúpu og öðrum fugli. Þegar refastofninn er í eðlilegri stærð er tjón viðráðan- legt, en þegar offjölgun verður sér fljótt á öllu fuglalífi, því að það þarf marga smáfuglsunga á dag til að metta eina refafjölskyldu. Tjón í æðarrækt og sauðfé er hægt að áætla innan einhverra skekkjumarka, en er veiðistjóri bú- inn að verðleggja klukkustundimar af fuglasöng eða er embætti veiði- stjóra ekki enn farið að skilja að tjón er fleira en tapað gull? Öll skemmd á íslenskri náttúru er tjón, jafnvel þótt það valdi ekki fjár- hagslegum skaða. Öflugri og tæknilega fullkomnari: John Deere 6010 línan Nýja 6010 Premium línan af John Deere traktorum er fullkomnari og öflugri en áður. Nýju John Deere PowerTech mótorarnir uppfylla ströngustu kröfur nýrrar aldar. Nýr og meiri valbúnaður en áður. Fullkomin aflskipting með viðbótar valkostum, PowrQuad+ og AutoQuad, sem bjóða upp á meiri sjálfvirkni. Nýr valbúnaður - TLS fjöðrunarbúnaður á framhásingu sem fjaðrar undir fullu burðarálagi. Nýja 6010 traktorlínan frá John Deere er fáanleg í stærðunum frá 80 til 135 hö. Meðal þess búnaðar sem prýðir 6010 línuna er: • Traktorar byggðir á grind sem ber allan þunga traktorsins. • Grindarbygging þýðir burðarmeiri vél og betri til moksturs • John Deere díeselmótorar: afar sparneytnir og kraftmiKiir. • PowrQuad, PowrQuadPlus eða AutoQuad gírkassar. • Alvöru vendigír sem leyfir stefnuskiptingu á fullri ferð. • PermaClutch II blautkúpling sem endist aldur traktorsins. • Öflug vökvadæla, 60 eða 96 l/mín, 200 bar. • 3ja hraða aflúrtak, 540, 540E og 1000 sn/mín. • Stjórntakkar í afturbrettum fyrir aflúrtak og vökvalyftu. • Lyftutengdur dráttarkrókur með vökvaskotkrók. • Rúmgott og vel hljóðeinangrað ökumannshús. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum eða komið og reynsluakið nýjum John Deere! ÞQR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVIK: Armúla 11, sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, sími 461-1070 - Vefsíða: www.thor.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.