Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 5
Þruijudagúr IH. mai}$9'9' BÆNDABLAÐIÐ í 6. tbl. Bændablaðsins, 30/3 1999, birt- ist pistill um dúnbúskap. Ekki var það að tilefnislausu, enda töldu undirritaðir mikla þörf á að vekja athygli á vissu ástandi á þeim vettvangi og að þeir þyrftu engan leyfis að biðja í því efni. Þetta kallaði þó á viðbrögð sem gera frekari umfjöllun æski- lega. Tilgangur áðumefnds pistils var sá að hvetja til samstöðu og samstillingar þeirra sem flytja út hreinsaðan æðardún, enda hef- ur óheft samkeppni leitt bæði bændur og út- flytjendur í vissar ógöngur upp á síðkastið. Að því þurfti raunar ekki að ganga grufl- andi vegna áður fenginnar reynslu. Sú reynsla kallar á stöðugleika í dúnverði, og að honum eigum við æðarbændur og út- flytjendur að geta stuðlað. A því er enginn vafi. En á sama hátt getum við kallað á óstöðugleika og vandræði ef við kjósum það heldur. Vélar koma til sögunnar íslendingar hafa flutt út æðardún öldum saman, en magn og gæði hreinsunar, vafalaust mismunandi á þeim langa tíma. Fram undir miðja þessa öld var eingöngu um „handavinnu" að ræða, við að hreinsa úr dúninum allt ruslið sem blandast saman við hann í hreiðmnum. Það var mikil og vanda- söm nákvæmnisvinna, en svo þróuð orðin á fyrrihluta aldarinnar að vélamar nú skila naumast betri vöru en „dúnfólkið“ gerði þá. Vélamar, sem komu til sögunnar upp úr miðri öld, eiga rót sína að rekja til eins manns, Baldvins Jónssonar, sem með verk- lagni, innsæi og prófunum leysti það mál sem aðrir höfðu reyndar glímt við áður. Fólksfækkun í sveitum og vinnuhjúaskortur hefðu líklega gengið af dúntekju dauðri, ef vélamar hefðu ekki komið til sögunnar. Þær em byggðar á sama lögmáli og handkröfsunin áður, en orkan og afköstin auðvitað önnur. Ymsir hafa smíðað þennan vélakost eftir daga Baldvins, en í öllum tilfellum mun þar vera byggt á innsæi hans og þróun- arvinnu í grundvallaratriðum. Vel má vera að yngri menn hafi gert betur í sumum tilfellum, annað hvort væri nú, en þó mun vélakostur Baldvins gegna sínu hlutverki með fullum sóma enn í dag, og skila jafn góðri vöm og annar nýrri. Utlendingar hafa ekki stundað dúnhreinsun með vélum og hvorki fundið upp né smfðað sér búnað til þess. Þó má vera að þeir hafi aðstoðað menn hér á því sviði, sem er auðvitað fall- ega gert. Leiðbeiningaþjónusta hefur komið að góðu liði í pistlinum 30. mars er þess getið að áhugi á dúnbúskap og afrakstur hafi aukist á undanfömum ámm, en þetta hefur verið véfengt. Líklega var þama um ónákvæma staðhæfmgu að ræða og óvíst að aukning hafi átt sér stað á síðustu ámm. Staðreyndin er samt þessi samkvæmt heimildum: Á öðmm og þriðja áratug aldarinnar var dúntekja í hámarki. Hún féll síðan langt niður á 4. áratugnum og var í lágmarki um langt skeið. Einatt innan við helmingur þess sem áður var. Ástæður kunna að hafa verið margar; búseturöskun, vaxandi flug- vargur, tilkoma minksins og margt fleira. Síðan komu vélar Baldvins til sögunnar, sem auðvelduðu hreinsun, áhugamannafé- lög vom stofnuð til eflingar æðarvarps, dúnhreinsunarstöðvar fóm að hreinsa dún fyrir bændur og markaðsmál vom oft í mjög góðu lagi í höndum mætra manna. Leið- beiningaþjónusta hefur komið bændum að góðu liði eins og í öðmm búgreinum og fleira má eflaust nefna, m.a. dúnmat sem komið var á til að tryggja það að einungis góður og velhreinsaður dúnn færi úr landi. í sameiningu hefur þetta stuðlað að aukinni dúntekju og láta mun nærri að nú sé hún tvöfalt meiri árlega en þegar hún fór lengst niður, um miðja öld- ina. En á þessu vaxtartímabili hefur Æðar- ræktarfélag íslands starfað, og leiðbeininga- þjónusta komið til sögunnar, ásamt vélvæð- ingu við dúnhreinsun. Það er því mikill misskilningur að engin aukning hafi átt sér stað á undanförnum árum, en þó eðlilegur þegar um er að ræða unga menn sem ekki voru fæddir fyrr en eftir miðja öld. Nú er það gjaman eðli ungra og kapp- samra manna að álíta að fátt hafi gerst, og ekkert af viti, áður en þeir komu til sögunn- ar. Ráðast þá í að finna upp hjólið og jafn- vel eldinn, en við því er líklega ekkert að gera. Stundum kemur jafnvel eitthvað not- hæft út úr því, sem þó getur brugðið til beggja vona. Sennilega þekkja flestir löng- un ungra manna til að frelsa heiminn,- „til að velta í rústir og byggja á ný“ Samkeppni getur verið góð til síns brúks Aðrir líta hins vegar svo á að þessir að- ilar hafi einmitt sömu hagsmuna að gæta; þ.e. að halda útflutningsverði jöfnu og stöð- ugu, eða a.m.k. að stuðla að jafnvægi eftir getu. Samkeppni getur verið góð til síns brúks, en hún getur líka lagt atvinnugreinar í rúst miskunnarlaust eins og ótal dæmi sanna, ef hún er misnotuð. Eða hvaða hag ættum við að hafa af því að eyðileggja markaðinn með endurteknum verðhækkun- um verðfalli og markaðslokun? Andstaða gegn þessu framferði er stundum dæmd hart og kölluð fortíðarþrá. Fortíðarþrá er auðvitað slæmur löstur, sem ætti að straffast hart, en er þó kannske engin verulegur ógnvaldur í dúnbúskap á Islandi. Ymiskonar snjallræði hafa verið kynnt á síðustu árum til að treysta dúnmarkað og halda uppi sem hæstu verði. Um skeið var Það slæma ástand sem ríkir nú í dúnsölumálum stafar áreiðanlega ekki af þvottaleysi, seinvirkri hreinsun, afburðadún frá sumum en vondum frá öðrum, vöntun á uppboðsmarkaði, eða hertœknimenntun hreinsunarfólks og útflytjenda. Hins vegar þarf varla um það að deila að stöðugleiki í útflutningsverði er grundarvallaratriði sem taka verður til greina, og sem bæði framleiðendur og útflytjendur geta ráðið miklu um. Hertækni kann að vera ónauðsynleg í dúnbúskap, en þó mun vera gott að menn geti gengið í takt, segja nokkrir æðarbændur í greininni. Það hafa trúlega löngum verið sveiflur í verði æðardúns, en þó verður að segjast að á síðustu árum, þegar miklu fleiri hafa komið að útflutningi en áður, hefur ástandið orðið mjög slæmt, eins og rakið var í áðumefnd- um pistli. Þar hafa skipst á kapphlaup út- flytjenda við að ná í dúninn frá bændum með tilheyrandi verðhækkun og síðan verð- fall og sölustöðvun á mörkuðum. Þetta er auðvitað öllum til ógagns, og það jafnvel svo að hugsandi menn eru famir að óttast að innan 15-20 ára verði dúntekju á íslandi minnst á líkan hátt og mótekju og fráfæma nú. Þá telja líka svartsýnir menn að engin leið sé til að lagfæra ástandið vegna þess að hagsmunir framleiðenda og útflytjenda fari ekki saman. það dúnþvottur, sem margir töldu þó óþarf- an og fengu bágt fyrir. Nú hefur þeim van- trúuðu borist óvæntur liðsauki, sem valda kann viðhorfsbreytingu, enda mun lítið hafa borið á dúnþvotti undanfarið. Stundum hef- ur það verið talið höfuðatriði að dúnninn kæmist í sölu á sama vori og sumri sem hann kemur úr hreiðri. Bændur hafa þó gjaman notað næsta vetur til lokahreinsun- ar, enda er ársgamall dúnn jafngóður nýjum og dúnsængum ætlað að endast áratugi hvort sem er. Mánaðargamall dúnn er á engan hátt betra fyllingarefni en ársgamall. Þá er fullyrt að einungis helmingur dúnsins sé vel hreinsaður og það geri aðeins þijár hreinsunarstöðvar og einhveijir ein- staklingar. Hver hefur rannsakað það og metið? Þá er látið að því liggja að hin full- komna gæðahreinsun tengist svokallaðri þýsk-rússneskri dúnhreinsunartækni. Vel má það vera að sú tækni beri mjög af hinni úreltu ís- lensku tækni, en þá vaknar spuming; eru þessar þrjár afburðastöðvar og nokkrir afburðaein- staklingar öll með hinn fullkomna þýsk- rússneska tæknibúnað, og hertæknifræðing við stjóm? Eða er etv. hinn „úrelti" íslenski búnaður jafn góður til síns brúks þegar allt kemur til alls. Sú aðferð hefur gilt að útflytjendur afgreiða misstórar pantanir kaupenda þegar þær berast og fullhreinsaður dúnn er tiltæk- ur. Ekki er annað vitað en það fyrirkomu- lag hafi gefist vel, enda munu kaupendur gjaman eiga einhvem lager upp á að hlaupa. Nú er þetta talið ótækt og nýjasta þjóðráðið sé að setja framleiðslu hvers árs á upp- boðsmarkað á einu bretti. Líklega hagstætt fyrir þá sem hafa fjölmennt lið við fjaðra- tínslu. Hvað kemur næst? Verkþekking, skólar og dúnhreinsun Á það er bent að ekki sé von á góðu í dúnbúskap, þar vanti skóla, fagráð og staðla og þar með viti menn ekkert í sinn haus. Svo merkilega vill þó til að einstaklingar hafa stundum talið sig færa um að leið- beina, gagnrýna og fullyrða án þess að hafa aðgang að slíku. En það er auðvitað ofmælt að við kunnum ekki til verka við dún- hreinsun. Þar höfum við nefnilega sérþekk- ingu frá gamalli tíð. Ef gömlu dúnkonurnar væru enn þá ofar moldu gætu þær kennt barnabörnum sínum ýmis undirstöðuatriði í meðferð dúns, verið þeirra fagráð og skóli, kennt þeim að þekkja sundur gæsafiður og æðardún og sýnt þeim fram á að ekkert af ruslinu sem hreinsa þarf úr dúninum næst með þvotti. Eina verkþekkingin sem völ er á í dúnhreinsun er gamalgróin reynsla okkar íslendinga og verður ekki sótt til annarra þjóða. Henni hefur verið miðlað til þeirra sem komið hafa nýir til starfa, hafi þeir viljað af henni vita. Á undanfömum síðustu ámm hafa kom- ið fram ungir dugnaðarforkar, sem byggt hafa upp vel búnar dúnhreinsunarstöðvar og stundað dúnútflutning, upptendraðir af hug- sjónum hinnar frjálsu samkeppni. Þá hafa þeir stundum leiðst út í það að bjóða bænd- um hærra og hærra verð til þess að fá dún- inn. Eins og fyrri daginn hefur markaður- inn bmgðist við með lokun og útflytjendur þá rokið til að lækka verðið. Dæmi munu þess að útflytjandi sem nýlega hafði fmm- kvæði um gylliboð til bænda, eftir að hag- stætt verð hafði haldist um hríð, var fljótur til að lækka verðið og bjóða dún á erlendum markaði fyrir hálfvirði þess sem verið hafði, til þess að sala færi í gang á ný. Annar dugnaðarforkur bendir á að slíkt sé sök bænda, þeir elti hvaða augnabliks gylliboð sem er án þess að hugsa um að ná jöfnu verði til frambúðar, án dala og toppa. - Það er nú svo. Varla em þeir þó saklausir sem gylliboðin gera, eða hvað? En áminningin til okkar framleiðendanna er vissulega þörf og tímabær. Það slæma ástand sem ríkir nú í dún- sölumálum stafar áreiðanlega ekki af þvottaleysi, seinvirkri hreinsun, afburðadún frá sumum en vondum frá öðmm, vöntun á uppboðsmarkaði, eða hertæknimenntun hreinsunarfólks og útflytjenda. Hins vegar þarf varla um það að deila að stöðugleiki í útflutningsverði er gmndarvallaratriði sem taka verður til greina, og sem bæði framleiðendur og útflytjendur geta ráðið miklu um. Hertækni kann að vera ónauð- synleg í dúnbúskap, en þó mun vera gott að menn geti gengið í takt. Ásgeir Gunnar Jónsson, Stykkishólmi Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum Jón Benediktsson, Höfnum Jónas Helgason, Æðey Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði Sigurður Þórólfsson, lnnri - Fagradal Höfundar eru allir œðarbœndur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.