Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 Bœndur og búalið TB Smiðja Hönnun Málmsmíði auglýsir Smíða eftir beiðni, eða geri tilboð í milligerðir fyrir öll gripahús, stór og smá. Fjós, hesthús, svínahús o.fl. Hliðgrindur fyrir garða, sumar- bústaði, tún og beitarhólf. Geri tilboð í smíði og uppsetningu á stiga- og svalahandriðum, einnig á grindahliðum á akvegi. Smíða og hef á lager smákerrur, hestakerrur, vagna eða smíða eftir umtali allar gerðir dráttar- og tengivagna, mykjudælur fyrir brunna, haughús og dreifi- tanka. Leitið frekari upplýsinga! Orðsending til bænda, búnaðarsambanda og dýralækna vegna flutnings á líffé milli varnarhólfa haustið 1999 (geymið þessa auglýsingu) Bændur, sem vilja kaupa líflömb vegna fjárskipta á komandi hausti þurfa að senda yfirdýralækni skriflega pöntun fyrir 31. júlí 1999. Þeir koma einir til greina, sem fengið hafa úttektarvottorð héraðsdýralæknis um að lokið sé fullnaðarsótthreinsun og frá- gangi húsa, umhverfis og annars, sem sótthreinsa átti. Ákveðið hefur verið að bæta við sótthreinsun og maurahreinsun OG AÐ ÞAÐ VERÐI FRAMKVÆMT TVISVAR SINNUM. Merkingarskylda verður á nýjum stofni. Gengið verður eftir því að féð sé merkt svo sem til er ætlast. Sami frestur gildir fyrir þá, sem óska þess að fá keypt hrútlömb til kynbóta á ósýktum svæðum vegna vandkvæða á að nota sæðing- ar eða vegna annarra gildra ástæðna. Þeir skulu fá umsögn héraðsdýralæknis um það efni og senda pöntun sína með milli- göngu viðkomandi búnaðarsambands. Fé á viðkomandi bæ skal vera merkt með löggiltum merkjum og skal það staðfest af við- komandi ráðunaut. Að gefnu tilefni er áréttað, að flutningur á sauðfé og geitum milli varnarhólfa (yfir varnarlínur) er stranglega bannaður án leyfis yfir- dýralæknis. Á svæðum þar sem riðuveiki eða aðrir alvarlegir smitsjúkdómar gætu leynst er varað við allri fjárverslun MILLI BÆJA þ.m.t. kaup- um og sölu á lífhrútum. Héraðsdýralæknir gefur nánari upplýsing- ar um heilbrigðisástand í sínu umdæmi. Umsóknum verður svarað fyrir ágústlok. Leyfi ræðst af heilsufari fjár á sölusvæðinu, þegar kemur að flutningi hverju sinni. UPPLÝSINGAR GEFUR SIGURÐUR SIGURÐARSON DÝRALÆKNIR. SÍMI: 567 4700 OG 852 1644. Embætti yfirdýralæknis Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík Trausti Bergland, Ljótsstöðum, 566 Hofsós, Skagajirði kt. 280945 3669. Vs. 453-7947. Fars. 854-8188. Fax 453-7396. Hs. 453-7447. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði Hðmark á greiQslu tyrir uuiirammjölk lí Mndandi verölagsöri Um þessar mundir er mjólkur- framleiðendum að berast bréf frá viðkomandi mjólkurbúum þess efnis að hámark hafí verið sett á greiðslu fyrir umfram- mjólk á yfírstandandi verðlags- ári. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðanði hafa sent eftirfar- andi ákvörðun til aðildarfélaga vegna væntanlegs uppgjörs um- frammmjólkur á yfirstandandi verðlagsári. Bréfið er svohljóðandi: „Reykjavík 14. maí 1999. Steinbitar í gripahús! Utvega steypta bita í gripahús með áföstum fjarlægðarklossum og steyptir saman tveir og tveir í einingu Ath. gæðavottuð dönsk framleiðsla Pantið tímanlega til að unnt sé að halda verði í lágmarki Arnar Bjarni Eiríksson Gunnbjarnarholti Sími 486-5656 og 898-9190 Stjórn Landssambands kúabænda og umframmjólkin Bf r þeim ber mjúlkursamlogunum að fera I oppgjöri viö bæedur Veruleg umræða hefur orðið um mikla innvigtun mjólkur og áhrif þess á hag kúa- bænda. Hugmyndir hafa komið upp um að draga að einhverju leyti til baka greiðsluloforð mjólkuriðnaðarins frá síðasta hausti. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp grundvallaratriði málsins. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og mjólkursamlögin gáfu út þá til- kynningu í september 1998 að greitt yrði að lágmarki fyrir próteinhluta allrar um- frammjólkur á yfirstandandi verðlagsári. 2Tímasetning tilkynningarinnar miðaðist við að viðbrögð framleiðenda í þá átt að auka framleiðslu yrðu sem mest. Það er grundvallarforsenda fyrir eðli- legum samskiptum framleiðenda og af- urðastöðva að skýrar leikreglur séu um samskiptin og að gefnum loforðum er jafna má við gerða samninga, megi treysta. Viðskipti með greiðslumark eru ekki heimil 20. apríl til l. september ár hvert og því hefðu framleiðendur enga mögu- leika á að bregðast nú við breyttum for- sendum með kaupum á greiðslumarki. 5Breytingar á forsendum nú myndu fyrst og fremst velta hluta af hinni fjárhags- legu áhættu yfir á þá framleiðendur sem mest framleiða af umframmjólk og hafa þar með gengið lengst í að verða við til- mælum afurðastöðvanna frá því í haust. Stjóm LK hefur rætt þetta mál ítarlega. Það er afstaða stjómarinnar að greiðsluloforð SAM og samlaganna sem gefin vom í haust, séu í fullu gildi og að eftir þeim beri mjólkur- samlögunum að fara í uppgjöri við bændur. Aðgerðir til að auðvelda bœndum að flýta slátrun kúa Vissulega er ffamleiðsla mjólkur nú umfram þarfir og því vill stjóm LK gera sitt til að dregið geti úr innvigtun. Stjómin hefur áður kynnt stjóm SAM þá hugmynd að mjólkuriðnaðurinn og LK standi sameiginlega að aðgerð til að bændum gefist kostur á að flýta slátrun kúa. Ekki hafa komið viðbrögð við þeirri hugmynd. Samt sem áður hefur stjóm LK nú ákveðið að ganga til samninga við sláturleyfishafa um að greiddur verði markaðsstyrkur á hveija slátraða kú á tíma- bilinu 15.5. - 15.6. 1999. Einnig er áformað að greiða nokkra upphæð til framleiðenda á hveija slátraða kú. Þannig vill LK gera sitt tii að draga úr innvigtun mjólkur. Þórólfur Sveinsson, formaður LK, Guðbjörn Árnason, framkvœmdastj. LK Eins og ykkur er kunnugt þá hefur mjólkurframleiðsla, það sem af er yfirstandandi verðlagsárs, far- ið langt umfram allar áætlanir og þarfir. Að undanfömu hafa ekki verið teikn á lofti um samdrátt í mjólkurframleiðslu. Ef ekki verð- ur gripið til beinna ráðstafana til að draga úr framleiðslu þá mánuði sem eftir em af yfirstandandi verð- lagsári, bendir allt til þess að heild- arframleiðsla á umframmjólk verði um 10 millj. lítra á verðlagsárinu. Sú niðurstaða myndi íþyngja fjár- hag afurðastöðva umtalsvert. I ljósi þessa var eftirfarandi ákvörðun tekin af stjóm Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á fundi hennar 6. maí sl.: „I ljósi þess að mjólkurfram- leiðsla umfram greiðslumark á þessu verðlagsári stefnir í að verða allt að 10 millj. lítra, sem er 5 - 6 sinnum meira en þörf var talin fyrir í upphafi verðlagsárs, telur stjóm SAM að forsendur séu brostnar fyrir því að greiða fyrir prótein- hluta allrar umframmjólkur. Því ákveður stjómin að uppgjör um- frammjólkur miðist við að greitt verði fyrir próteinhluta umfram- mjólkur þó að hámarki fyrir 8 millj. lítra. Verði framleiðslan meiri, kemur hlutfallsleg skerðing á innlagða umframmjólk umfram 7,8% af greiðslumarki hvers fram- leiðanda. Þá ákveður stjómin að leita eftir samstarfi við Landssam- band kúabænda og Bændasamtök íslands, um leiðir til að halda fram- leiðslunni innan þessara marka.“ Tillaga þessi var samþykkt inn- an stjómar með einu mótatkvæði. 1 þessari ákvörðun stjómar SAM felst, sú takmörkun, að heild- argreiðslur til framleiðenda fyrir innlagða umframmjólk á yfirstand- andi verðlagsári, miðist við 8 millj. lítra @ 25,35 kr/ltr. Þetta þýðir að heildargreiðslur til framleiðenda, fyrir umframmjólk, á yfirstandandi verðlagsári verða samtals að hámarki 203,7 milljónir kr. Sem greiðast skv. eftirfarandi reglum: A: Fyrir umframmjólk sem nemur allt að 7,8% af skráðu greiðslu- marki á viðkomandi framleið- anda, greiðist fullt verð fyrir próteininnihald. B: Það sem þá verður eftir af áð- umefndri upphæð kr. 203,7 milljónum verður skipt jafnt á þá lítra umframmjólkur sem eftir standa. LELY pinnatætarar ♦ Aflúttak 540/1000 ♦ Fjölhraða gírkassi ♦ Vinnslubreidd frá 300 cm ♦ Aflþörf frá 50 hö. ♦ Sjálfvirkt klippipinna- öryggi á drifskafti ♦ Pinnatætari í hæsta gæðaflokki Einniq mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLAR& ÞJwNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040,

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.