Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 18. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 17 Hverjir eiga að ganga lausir? Sigvaldi Ásgeirsson. Undirritaður reit fyrir skömmu hugvekju í Bændablaðið, þar sem fjallað var um lausagöngu búfjár og komst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa skoðað málið frá mörgum hliðum, að búfjáreigendur væru heppilegasti aðilinn til að bera ábyrgð á fé sínu. í dag tíðkast sú skipan, að allir aðrir en búfjáreig- endur bera ábyrgð á fé þeirra. Þessi skipan hentar vel búskuss- um, sem flestar sveitir geta státað af í einhveijum mæli. Hinir eru áreiðanlega fleiri í bændastétt, sem vilja grundvallarbreytingu á skipan beitarmála. Mál þetta mun lítt hafa verið rætt á Búnaðarþingum undanfama áratugi. Hef ég fyrir satt, að þar ráði ótti manna við að sundra stéttinni. Mér vitanlega hefur ekki verið skipuð nefnd til að kanna forsendur þessa ótta, hvað þá að fyrir liggi nefndarálit þar um. Samt leyfi ég mér að efast um, að í þessu efni sé Búnaðarþing með afskiptaleysi sínu að gæta hags- muna bændastéttarinnar í heild. Þar virðist sú skoðun hafa ríkt, að heiðra skuli skálkinn, svo hann skaði þig ei. í Bændablaðinu, sem út kom 20. apríl sl., birtist pistill eftir Níels Ama Lund, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu og fjallar um þann þátt beitarstjómunar, sem snýr að vegköntum. Pistillinn er liðlega skrifaður og laus við tepru- skap, og ber að þakka það. Hins vegar upplýsti hann mig ekki mik- ið. Ég staðnæmdist þó við eitt atriði: ''Markmið með (veg)girð- ingunum hefur fyrst og fremst ver- ið að loka viðkomandi löndum en ekki að friða vegi fyrir búfé". Ég bið menn að lesa þessa tilvitnun tvisvar. Nefndin hefur skoðað málið og komist að því, að hingað til hafi stjórnkerfið ekki ætlast til þess, að helstu þjóðvegir landsins væru fjárlausir, ekki frekar en hver annar afréttur! Getur þetta verið rétt? Sé svo, er hér um stórmerka uppgötvun að ræða. Ég myndi þá vilja spyrja: Ber einhver ábyrgð á svona vitleysu? Nefndin skoðaði málið enn betur, og komst að niðurstöðu: Girða þarf meðfram helstu þjóð- vegum, einnig þar sem t.d. fjár- lausar jarðir eiga í hlut, svo að fé komist ekki inn á þá. Fjallið tók joðsótt og fæddi mús. Er þetta ekki full takmörkuð lausn á víðtæku vandamáli? Hvað með kvótalausa bændur? Hvers eiga þeir að gjalda? Eiga lönd þeirra áfram að vera afréttarlönd búskussa? Hverj- ir eiga að smala búfé - eigendur fjárins - eða á smölun áfram að vera kvöð á alla landsmenn, af því að fyrir 150 árum voru svo gott sem allir íslendingar sauðfjár- bændur eða hjú þeirra?^ Skv. pistli Níelsar Ama kemur nefndin hans vissulega með ábendingar um að gera þurfi sveit- arfélögum „skylt með lögum, að setja sér samþykktir um búfjárhald og í því sambandi líta til búskaparhátta og aðstæðna á hverjum stað, sjónarmiða um landgræðslu og landvemd og fleiri atriða“. Þetta er réttmæt ábending - svo langt sem hún nær. Ég leyfi mér samt að halda því fram, að þetta sé of lítið og of seint. Lög þurfa að kveða skýrt á um hlutina. I þessu máli eiga lögin að taka af öll tvímæli um það, að bændur beri ábyrgð á sínu búfé og girði það af á eigin löndum. Ég vil í þessu sambandi benda á, hve mikla möguleika búfjáreigendur hafa á að halda fé sínu til réttra haga. Búfjáreiganda er nefnilega í lófa lagið að farga að hausti, því fé sem ekki er til friðs, hvað þetta varðar. Lausagöngubann kallar á að- lögunartíma og viðamikið girð- ingaátak, sem vissulega verður ekki gert án myndarlegs stuðnings úr ríldssjóði. Ég hygg hins vegar, að um slíkt gæti orðið víðtæk sátt í samfélaginu, enda ótvírætt um mikið framfaraspor að ræða. Nefndinni var áreiðanlega vandi á höndum. Umboð hennar virðist hafa takmarkast við lausa- göngu á vegsvæðum. Hinir póli- tísku húsbændur hafa væntanlega ekki viljað hrófla of mikið við grundvallaratriðum, enda þarf kjark til þess. Nefndin telur skýrslu sína aðeins áfangaskýrslu. í framhaldinu þurfi að leggja "mat á a) hvaða vegi ætti að girða traustum veggirðingum og b) hvaða vegi sé ekki rétt að girða en beita þess í stað öðrum aðferðum til að draga úr hættu á umferðar- slysum vegna búfjár, m.a. með uppsetningu beitarhólfa á stórum svæðum og banna jafnframt lausa- göngu búfjár í nágrenni þeirra eins og dæmi eru um á Reykjanessvæð- inu". Þetta væri að vísu til bóta, mikið rétt, en því miður ófullnægjandi. Vonandi verða nýir húsbændur í land- búnaðarráðuneytinu nógu fram- sýnir og kjarkmiklir til að skoða mál þessi frá sjónarmiði almanna- hagsmuna. Vonandi verður kann- að, hvort sé hagkvæmara frá heild- arsjónarmiði, réttlátara frá sið- ferðilegu sjónarmiði og betra fyrir bændur almennt, að girða búpen- inginn af eða að girða allt annað af: Vegi, tún, akra, garðlönd, sum- arbústaðalönd, landgræðslusvæði, skógræktarsvæði, þéttbýli, jarðir án sauðfjárkvóta o.s.frv. Verk- efnið felst í því, að mæla heild- arlengd nauðsynlegra girðinga, eftir því hvor leiðin er valin og kanna í framhaldi af því, hve mik- ill kostnaður hlytist af því til lengri tíma litið að taka tillit til réttlætisins. Slík úttekt myndi ef- laust einnig leiða í ljós, að áfram yrðu glufur í veggirðingum við kvótalausar jarðir, þar sem óbreyttir borgarar þessa lands gætu eftir sem áður komist órifnir út í guðsgræna náttúruna. Vilmundarstöðum, í sumarbyrjun 1999. Ráðherra skipar samninganefnd í síðasta mánuði skipaði land- búnaðarráðherra samninganefnd til viðræðna við Bændasamtök íslands um gerð nýs sauðfjár- samnings, en gildandi samningur rennur út í lok ársins 2000. Hákon Sigurgrímsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu,verður formaður nefndarinnar en með honum í nefndinni eru þeir Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, og Jón Érlingur Jónasson, sem var að- stoðarmaður Guðmundar Bjama- sonar, fyrrv. landbúnaðarráðherra. Ritari nefndarinnar er Jónas Bjamason, forstöðumaður Hag- þjónustu landbúnaðarins. Áburöardreifanar og traktorskranar Einnar og tveggja skífa 800 lítra áburðardeifarar barka- og vökvastýrðir. Traktorskranar fyrir 3tengi. Eruin afl fá óga P9. ávinnsli G.SKAPTASON & CO. TUNGUHÁLS 5 • REYKJAVÍK SÍMI577 2770 Brinkhaus ver á íslandi Atlantic Trading hefur tekið að sér umboð hér á landi fyrir þýska fyrirtækið Brinkhaus. Um er m.a. að ræða ófylltar, 16 hólfa sængur sem hafa verið vinsælar meðal æð- arbænda sem hafa sjálflr sett dún í, saumað fyrir og selt til ferðamanna eða annarra. Hingað til hafa bænd- ur orðið að kaupa verin frá Þýska- landi en nú er afgreitt beint af lager í Keflavík. Efnið sem notað er í sængumar er dúnhelt, 100% bómullarefni af bestu gerð. Verin em til í tveimur stærðum, venjuleg 135x200 cm og stór 155x220 cm. Þau fást í eftirfarandi litum: Ljósblá, jökul- hvít, hvít, mintugrænt og rósrauð. Verin em send í póstkröfu um land allt, pöntunarsíminn er 421 2200 alla virka daga. Til afgreiðslu strax Öflugir, vandaðir tindatætarar með packerrúllu og hnífatindum Afmælis- afsláttur! * 1. eða 6. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 200 - 500 cm. * Aflþörf 70-120 hö. * Tvöfaldar burðarlegur. * Jöfnunarborð aftan. Sérlega sterkbyggðir hnífatætarar Tvöfaldar hnífafestingar, 6 vinkilhnífar á kraga, 14 mm, 10.9 hnífaboltar. Rillutenging öxla við tannhjól. * 1. eða 4. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 185 - 285 cm. * Aflþörf 50-150 hö. Hliðardrif með tannhjólaniðurfærslu. Leitið nánari upplýsinga! □RKUTÆKNI Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065 Fax 587 6074

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.