Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 18. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 25 Bílfoss, vélasala á Selfossi: Ekki röM aö vélasala þurfi að vera I Reykjavík Nýlega keyptu Bílfoss og Vél- smiðja K.A meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu Búvélum og hefur starfsemi Búvéla verið flutt á Selfoss. í framhaldi af kaupun- um hefur sú véla- og tækjasala sem Bflfoss og Vélsmiðjan hafa stundað verið sameinuð undir nafni Búvéla. Bílfoss og Vél- smiðja KÁ eiga 85% hlutafjár Búvéla. Að sögn Finnboga Magnús- sonar sölustjóri Búvéla hf eru kaupin á Búvélum rökrétt fram- hald á þeirri aukningu umsvifa sem Bílfoss og Vélsmiðjan hafa byggt upp á undanfömum árum og það sé glöggt merki um framsýni stjómenda þessara fyrirtækja að þeir skuli hafa tekið sig saman um að kaupa rekstur Búvéla og flytja út á land. Þrátt fyrir að fyrirtækið Bú- vélar sé rekið í sama húsi og Bíl- foss og Vélsmiðja K.Á er Búvélar rekið sem sjálfstætt fyrirtæki og óháð rekstri þeirra fyrirtækja. Finnbogi segir að einfaldleiki og sveigjanleiki einkenni allan rekst- ur Búvéla. Fastur kostnaður sé nánast enginn þar sem fyrirtækið leigi húsnæði og efnislegum eign- um sé haldið í lágmarki. Fastir starfsmenn séu einungis 2 en í staðinn kaupi fyrirtækið að ýmsa þjónustu s.s. bókhald og stand- setningu véla. Þetta hafi í för með sér að hægt sé að bjóða söluvörur fyrirtækissins á hagstæðara verði en ella. Fyrirtækið Búvélar er vel þekkt meðal bænda en fyrirtækið hefur í fjölda ára selt breitt úrval landbúnaðartækja. Meðal þekktra merkja sem Búvélar hafa selt má nefna: Vermeer rúllubindivélar, Niemeyer heyvinnutæki, NC mykjudælur og tanka. Með tilkomu nýju eigendanna eykst vömúrval Búvéla enn frekar en meðal þeirra merkja sem bæst hafa í hópin em: Norvic rúlluplast, Marsk Stig jarðvinnslutæki og Fjósinnréttingar bæði innfluttar og smíðaðar hérlendis. Hvað framtíðaráform fyrir- tækisins varðar segir Finnbogi mikinn áhuga vera innan þess að taka þátt í því mikla uppbygging- arátaki sem fyrirsjáanlegt sé í fjós- byggingum hérlendis og í því sam- bandi ætlar fyrirtækið að bjóða heildarlausnir sem valkost til þeirra sem hyggja á fjósbyggingar. „Það þýðir að í samvinnu við önn- ur fyrirtæki hyggjumst við gera bændum sem þess óska tilboð í fjósbyggingar með öllum búnaði. En þetta þýðir að bóndinn getur strax í upphafi gert sér grein fyrir heildarkostnaði við áformaða fjós- byggingu og útfrá því metið hvort framkvæmdin standi undir sér eða ekki. „ Þrátt fyrir að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu á Selfossi segir Finnbogi að Búvélar leggi metnað sinn í að þjónusta allt landið og því sé verið að koma upp öflugum umboðs og þjónustuaðilum vítt og breytt um landið. „Allir stærstu samkeppnisaðilar okkar eru í Reykjavík en okkur finnst í raun engin rök fyrir þeirri staðsetningu. Góð þjónusta landbúnaðarvélasala byggir mjög á nánum tengslum við bændur og við teljum væn- legast til að efla slík tengsl að vera staðsettir í sem mestri nálægð við starfandi bændur. „ Nautgripir óskast til slátrunar uean staðureiðslu Vegna aukinnar eftirspurna eftir nautgripakjöti hefur Sláturhúsið Þríhyrningur hf. ákveðið að staðgreiða að fullu fyrir allt nautgripakjöt annan mánudag eftir slátrun. Sláturhúsið Þríhyrningur hf. Hellu, pantanasími 487 5162 TUNGUHÁLS 5 • REYKJAVÍK SÍMI577 2770 m mmz\ v m a Erum að fá nýja sendingu af SLAM heyvinnuvélum á frábæru verði. • Stjörnumúgavél vinnslubreidd 3,85m til 4,50m G.SKAPTASON S CO. • Diskasláttuvél vinnslubreidd 2,40m til 2,70m • Heyþyrla vinnslubreidd 5,20m til 6.00m Notaðar vélar á lágmarksverði Case IH 785XL, 4x4, árgerð 1989 5890 vinnustundir, dekk aftan 80% heil dekk framan 60% heil Veto F15 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 970.000- án vsk Case IH 995XL, 4x4, árgerð 1993 950 vinnustundir, dekk aftan 80% heil dekk framan 60% heil Veto FX15 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 1.790.000- án vsk Fiat 85-90, 4x4, árgerð 1992 3750 vinnustundir dekk aftan 50% heil dekkk framan 30% heil Alö 540 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 1.590.000- án vsk Fiat 88-94, 4x4, árgerð 1994 2000 vinnustundir dekk aftan 60% heil dekk framan 60% heil Alö 640 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 1.950.000- án vsk Massey Ferguson 290, 4x4, árgerð 1987 2520 vinnustundir dekk aftan 40% heil dekk framan 60% heii Trima 1440 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 900.000- án vsk Zetor 7745, 4x4, árgerð 1990 4100 vinnustundir dekk aftan 90% heil dekk framan 70% heil Alö 520 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 850.000- án vsk Zetor 7745T, 4x4, árgerð 1990 2320 vinnustundir dekk aftan 60% heil dekk framan 20% heil Alö 540 ámoksturstæki Verð aðeins kr. 950.000- án vsk Allar okkar vélar eru skoðaóar af þjónustuverkstæði okkar og ástandsskýrsla fylgir hverri vél. O R LJ S VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.