Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. maí 1999
BÆNDABLAÐIÐ
9
Garðar R. Arnason,
Bændasamtökum Islands.
Fram til þessa höfum við
verið nánast laus við mjölsvepp í
gúrkum, en í ár hefur mjölsvepp-
ur greinst í einni gúrkustöð.
Mjölsveppur hefur um árabil ver-
ið vel þekktur í ýmsum öðrum
plöntutegundum í gróðurhúsum
(t.d. í rósum), en þar er um aðra
tegund sveppsins að ræða og sem
þrífst ekki á gúrkuplöntum. Eftir
því sem líður á vorið, eykst hætt-
an á að sveppurinn geti borist
yfir í aðrar gúrkustöðvar og því
mjög mikilvægt að framleiðend-
ur séu vel á verði, til að unnt sé
að grípa til viðeigandi ráðstafana
í tíma.
Af gúrkumjölsveppi eru til
tvær tegundir, annars vegar
Sphaerotheca fuliginea og Ery-
siphe cichoracearum. Síðast
nefnda tegundin kemur einkum
fyrir í þurru og heitu loftslagi
sunnar á hnettinum. I gróðurhús-
um í N-Evrópu er því bara um
Sphaerotheca fuliginea að ræða
sem er víða erlendis algengasti
sjúkdómsvaldandi sveppurinn í
gúrkum.
Fyrstu einkenni sjúkdómsins
eru kringlóttir, hvítir, mjölkennd-
ir blettir á eldri blöðum. í byrjun
eru flekkimir mjög litlir, eða á
stærð við fingurenda, en við hag-
stæð skilyrði geta flekkirnir vax-
ið mjög hratt og þakið að lokum
allt yfirborð blaðanna. Illa sýkt
blöð geta orðið brún, visnað upp
og drepist. Þessi ótímabæri blað-
dauði hefur áhrif á vöxt plönt-
unnar og dregur úr uppskem, í
versta falli hættir hún að gefa af
sér uppskeru, jafnvel getur hún
drepist. Sveppurinn getur einnig
lagst á blaðstilka og unga
stöngla. Sveppurinn sýkir ekki
JUKO
sáðvélar
♦ Sáir samtímis áburði og
fræi
♦ Vinnslubreidd 250 cm,
300 cm og 400 cm
♦ Aflþörf frá 70-120 hö.
♦ Hárnákvæm og
sterkbyggð sáðvél
Einnig mikið
úrval annarra
jarðvinnsiutækja
VÉLAR&
ÞJwNUSTAhf
Járnhálsi 2, Reykjavík,
sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, Óseyri 1a,
sími 461 4040,
aldinin, en þau verða venjulega
smávaxin og vansköpuð.
Sveppurinn vex sem sveppa-
þræðir um yfirborð blaðanna og
sendir sogþræði sína inn í ystu
frumur blaðanna til að taka þaðan
vatn og næringu til sín. A blöð-
unum myndar sveppurinn mikinn
fjölda af einfruma gróum. Mjöl-
sveppur getur bara lifað á lifandi
plöntuvef, þannig að ef hýsil-
plantan deyr deyr sveppurinn
einnig. Með öðrum orðum getur
sveppurinn ekki lifað af í plöntu-
leifum á milli ræktanna. Gróin
geta borist langar leiðir með lofti,
t.d. á milli landa. Hins vegar
halda gróin lífsmætti sínum bara í
um 10 daga sem skiptir miklu
máli fyrir baráttuna gegn sjúk-
dómnum. Tveggja vikna autt
tímabil rýfur lífsferil sveppsins.
Sveppurinn þarf á háum loft-
raka að halda til að mynda gró og
sýkja plöntumar, eða um og yfir
90% loftraka. Gróin spíra á 5-10
klst. og kjörhiti sveppsins er um
22°C. Ný gró myndast í mjöl-
sveppsflekkjunum 5-6 dögum eftir
smitun. Þar af leiðandi er mjög
mikilvægt að hefja aðgerðir um
leið og vart verður við fyrsta
flekkinn. Þurrt loft að deginum og
trekkur auðveldar mjög losun gró-
anna og dreiftngu þeirra yftr á nýj-
ar plöntur. Það hentar gróunum
mjög vel, bæði hvað varðar dreif-
ingu og spírun, að loftið sé þurrt
að degi með dálitlum „dragsúgi"
og rakt að nóttu. Vatnsdropar á
plöntunum auka hins vegar ekki á
sýkinguna, því gróin tapa fljótt
spírunarmætti sínum í vatni. Þar af
leiðandi gæti yfirúðun með vatni á
sólríkum dögum frekar dregið úr
sýkingunni fremur en aukið hana.
Vamimar gegn mjölsveppnum
felast einkum í ræktunarlegum að-
gerðum. Þó svo að þurrt loft sé
hagstætt fyrir dreiftngu gróanna,
er sveppurinn aðgangsharðastur í
háum loftraka. Mikilvægasta vam-
araðgerðin er því kynding með
loftun til að halda loftrakanum í
skefjum. Þar sem mjölsveppur
kemur upp er mikilsvert að geta
haldið húsunum auðum í a.m.k. 2-
3 vikur (og hugsanlegir nágrannar
líka á sama tíma) til að sveppurinn
deyi út.
Völ er á all nokkrum sveppa-
lyfjum gegn mjölsveppi (a.m.k.
erlendis). Eitt algengasta lyfið í
Hollandi gegn mjölsveppi í gúrk-
um er Fungaflor, einnig em t.d.
notuð Rubigan SC, Baycor,
Nimrod og Rocket. Að undan-
skyldu Nimrod em öll framan-
greindu efnin í sama efnaflokki
og því ákveðin hætta á mótstöðu-
myndun hjá sveppnum, en eigi að
síður er mikilvægt að skipta
reglulega á milli lyfja. Ennfremur
vinna Afugan og Saprol gegn
mjölsveppi, en Afugan hefur nei-
kvæð áhrif á lífrænar varnir og
Saprol getur dregið talsvert úr
vexti gúrkuplantna. Algeng vöm
gegn mjölsveppum er svæling
með brennisteini. Svælingin
drepur ekki sjúkdómsvaldinn á
plöntunum en hindrar hann í að
fjölga sér og sýkja plöntumar.
Samkvæmt margvíslegum niður-
stöðum og reynslu getur kísilgjöf
dregið úr mjölsveppi, með því að
styrkja byggingu ysta frumu-
lagsins. Onnur aðferð er úðun
með matarsóda (natriumbikar-
bonat), en hún getur þó valdið
skemmdum á gúrkum.
Pöttinger RoUoprofi
RÚLLUBINDIVÉLAR
Getum nú loksins boðið íslenskum bændum rúllubindivélar
frá þessum þekkta austuríska framleiðanda.
Rolloprofi 3120L wm Rolloprofi 3200
Baggastærðir 120x125
Eigin þyngd 1950 kg
Flotdekk 15/17
Sópvinda 2,00 m
Gúmíhjól á sópvindu já
Ökuljósabúnaður já
Sjálfsmurning já
Stillingar á þéttleika bagga 5
Baggasparkari já
Binding Bindigarn
120x125
2570 kg
15/17
2,00 m
já
já
já
5
já
Bindigarn/net
Einstök tækni: Rúllur og færiband
• Minni orkuþörf
• Þéttari baggar
• Einfaldari búnaður
Aflið ykkur upplýsinga,
fáið myndbönd.
‘bxrJe,»
Frái
Tellefsdal
RULLUPOKKUNARVELAR
Auto Wrap 4000 og 4000EH
Bjóðum rúllupökkunarvélar frá þessu
þekkta norska framleiðanda.
• Sterkbyggðar vandaðar
rúllupökkunarvélar
með fallrampi og flotdekkjum.
• 4000 vélin er með rafdrifnum
stýripinna (joystick)
• 4000EH er tölvustýrð
Fráb^rtJiimálar!
vönduðu vélar,
fáið myndalista og myndband.
Krókhálsl 10 • 110 Reykjavik • síml 567 5200
• fax 567 5218 • farsfml 894 1632
JOFUR
BU
Auto Wrap 4000