Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 18. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 23 Þessi bóndi bjó einnig með Suffolk fé, sem er mjög stórt, þroskamikið og holdugt fé, kollótt, dökkt á haus og dindil. Hann skiptir fénu í fimm hópa sem hann víxlræktar síðan með hrútavali, selur h'fhrúta á háu verði veturgamla, á annað hundrað hrúta á ári. Greinilegt var að þama fór bóndi sem átti góðar skepnur og fór vel með þær, mikill mynd- arbragur var þama á öllum hlutum. Veggina inni hjá honum prýddu verðlaunapeningar, borðar og myndir af fallegum skepnum á sýningum. Við sáum „sparihrút- inn“ sem hann keypti á 2600 pund, eða um 312.000 ísl. kr. Það var mögnuð skepna. Jörðina á hann ekki sjálfur heldur leigir hana, um 1000 hektara. Kom er ræktað á 4- 500 hektumm og sáðskipti notuð, t.d. þannig að gras er haft í landinu í 3 ár. Fyrsta árið er það beitt vegna hreinleikans, slegið síðan í tvö ár og þá er kom haft í því í næstu 4 ár. Megnið af því er selt. Hálminn notar hann undir skepnumar, heyöflun er aðallega vothey. Tveir synir bónda starfa með honum og 4-6 starfsmenn em ýmist í hlutastörfum eða í fullu starfi á bænum. Fjárhirðirinn bjó í sér húsi með hundinn, þriðja kyn- slóðin sem það gerir, mann fram af manni. Konumar vinna yfirleitt ekki við bústörfin nema á mestu álagstímunum, a.m.k. ekki á stóm búunum. 9. apríl. Heimsókn til Martin Scott, sem býr rétt hjá Selkirk. Þetta var eldri maður og hafði áreiðanlega tekið til hendinni um dagana, en greinilega mikill framfaramaður og undraðist afturhaldssemi ungu bændanna. Eigin vélaeign þessa bónda var mjög lítil miðað við að hann rak stórbú, tvær dráttarvélar og vagnar. Að öðm leyti voru tæki í sameign nokkurra bænda, með ákveðinn umsjónarmann. Þegar þessu fyrirkomulagi var komið á sagðist hann fyrst hafa séð einhverja afkomumöguleika í bú- skapnum. Hann er einn af rækt- endum „Meatlink", sem er nýtt fjárkyn komið af þremur frönskum kynjum blönduðum við bresk. Aðeins em 4 ræktendur sem eiga ær af þessu kyni. Hrútamir em fyrst og fremst notaðir til blend- ingsræktar á bresk fjárkyn. Öfugt við aðra ræktendur leggur hann ekki upp úr breiðum herðum, þetta er fremur nástætt fé að framan, og segist hann vera að rækta burt burðarerfiðleika með þessu. Val líffjárins fer fyrst fram eftir bók- haldinu, þ.m.t. þunga og ómsjár- mælingum og síðan eftir sjónmati en ekki stuðst við neinar mælingar á legg, brjósti eða baki. Fætur em skoðaðir nokkuð, en hausinn ekki, enda er hann eins og hann sagði, höggvinn af. Hjörðinni er skipt í nokkurs konar átthagahópa. Féð er rólegt í gerðinni og er hver hópur vaninn á ákveðinn stað. Hægt er að fara með hundinn og láta hann sækja féð í einu hólfinu eða hæðinni, án þess að hitt hreyfi sig. Það virðist sem fjárhirðar séu í fullu starfi á stóm búunum, sá sem þama var vann mjög hratt og skipulega með tíkinni Meg sem hann hafði sjálfur Á skemmtikvöldi að skoskum hætti með dansi, söng og sekkjapípuleik heyrðist þessi saga: Bóndi einn vann tvær og hálfa milljón punda í skoska lottóinu. Hann var spurður að því í sjónvarp- inu hvað hann hygðist gera við alla peningana. Bóndinn hugsaði sig ekki ✓ lengi um en svaraði: „Eg ætla bara að búa þangað til þeir eru búnir.“ tamið og var gaman að sjá það samspil. Hann fór síðan á fjórhjóli með fóðurskammtara í hólfin og gaf kjamfóður. Féð var rólegt í næstu hólfum á meðan, og höfðu sumir á orði að það væri ekki bara útlitið sem væri öðmvísi en heima, eitthvað væri það öðmvísi inn- réttað í höfðinu líka. Ýmislegt Skoskir bændur kvarta mjög yfir verri afkomu undanfarin tvö ár en verið hefur um langa hríð. Af ýmsum ástæðum hefur orðið verð- fall á afurðunum, margt hefur þar komið til en þó hefur kúariðan reynst þeim erfiðust. Fyrst í stað jókst kindakjötsneysla á kostnað nautakjöts og verðið hækkaði, en síðan hefur lambakjötsverðið lækkað og leitað jafnvægis við verð á nautakjöti. Styrkir á kinda- kjöt em tvenns konar. Annars veg- ar eins konar búsetustyrkir þar sem harðbýlt er, hins vegar bein- greiðslur eftir höfðatölu. Talning ÆOarbændur hafa ðhygynr af vargi og lækkandi dúnverði Aðalfundur Æðarræktarfélags Eyjafjarðar og Skjálfanda var haldinn í Ljósvetningabúð fyrir skömmu. Mættir á fundinn voru Davíð Gíslason; formaður Æðarræktarfélags Islands og Árni Snæbjörnsson, hlunninda- ráðunautur, auk æðarbænda úr báðum héruðum. Á fundinum var margt rætt og hafa æðarræktendur áhyggjur af lækkandi dúnverði og er ekki bjart útlit í þeim efnum, en kílóverð hefur hmnið niður. Þá var rætt um vörslu varpanna sem er víða erfið vegna vaxandi vargs þ.e flugvargs, minks og refs. Svo virðist sem mörg sveitarfélög sinni ekki nægilega vargvörslu og margir vilja segja að stríðið við minkinn sé tapað. Sflamáf hefur um árabil verið að fjölga og í mörgum sjávarplássum er ekkert gert til þess að stemma stigu við honum. Ámi Snæbjörnsson sýndi um 70 myndir úr vörpum víðs vegar af landinu og er að sjá að margir bændur sýni mikla kænsku í að laða fugl heim á jarðir sínar og margt nýtt sem kom fram í þeim efnum sem fundarmönnum þótti fróðlegt. Davíð Gíslason sagði m.a. frá undirbúningi bókar um æðarfugl á Islandi sem er komin vel á veg í ritstjóm Jónasar Jónssonar, fyrr- verandi búnaðarmálastjóra. Þá ræddi hann þá hugmynd að útbúa fræðsluefni um æðarfugl sem nýtast mætti í líffræðikennslu í skólum en æðarrækt er ævafom búgrein sem tengist menningu þjóðarinnar. Margt fleira var rætt svo sem um friðlýsingu æðarvarpa og dún- hreinsun. Einnig hvort hægt sé að fá fræðslu frá Veiðistjóraembætt- inu um fækkun vargs, en fram hefur komið að ekki er til fjármagn til heimsókna né leiðbeininga- þjónustu af hálfu embættisins. Fundarmenn voru ánægðir með heimsókn þeirra Árna og Davíðs sem hvöttu æðarbændur til sóknar í búgreininni. verður að fara fram í það minnsta fimmta hvert ár. Af þessu hlýst nokkur kostnaður fyrir bóndann þar sem talningarmenn verða að sjá hverja skepnu á búinu og land- ið er víðáttumikið. Yfirvöld hafa einnig aðgang að öllu bókhaldi. Þar sem búið er við Svarthöfðafé hefur bóndinn 30 pund eftir ána. Beingreiðslur er bæði hægt að leigja og kaupa eftir ákveðnum reglum. Leiga er nálægt 10% af verðinu, en séu beingreiðslur keyptar er verðið nálægt tvisvar til þrisvar sinnum hærra en árs- greiðslan er. Slátur- og sölukostnaður er 700 kr. per lamb (18-20 kg.) og hefur farið hækkandi. Lambið leggur sig á 25 pund eða 3000 kr. Einn bóndinn var spurður hvort hann slátraði til eigin nota, hann sagði að það væri ódýrara að kaupa kjötið hjá slátraranum! Svarthöfðaullin er eingöngu notuð í teppi. Rúið er að sumri og stend- ur ullarverð undir rúningi sem verktakar sjá um. í Skotlandi, er eins og að fram- an má greina, öflugt styrkjakerfi, og einnig í komrækt og annarri landbúnaðarframleiðslu. Ofugt við stefnu í öðrum greinum fara styrk- ir til sauðfjárframleiðslu hækkandi innan Evrópusambandsins. Að lokum íslensku bændumir héldu heim frá Skotlandi reynslunni ríkari. Þeir höfðu séð ýmislegt nýstárlegt og borið saman við það sem al- gengt er hér heima. Sigurgeir hafði valið mjög góða viðmælend- ur og undirbúið ferðina vel, hann spurði þá spjörunum úr og þýddi jafnóðum fyrir þá sem það vildu. Ef til vill var mikilsverðast að sjá að grasið er ekki alltaf grænna í brekkunni á móti, margvíslegir erfiðleikar steðja að bændunum í Skotlandi ekkert síður en hér á landi. Á skemmtikvöldi að skosk- um hætti með dansi, söng og sekkjapípuleik heyrðist þessi saga: Bóndi einn vann tvær og hálfa milljón punda í skoska lottóinu. Hann var spurður að því í sjón- varpinu hvað hann hygðist gera við alla peningana. Bóndinn hugs- aði sig ekki lengi um en svaraði: „Ég ætla bara að búa þangað til þeir eru búnir.“ Með þakklæti fyrir skoska gestrisni, frábæra fararstjóm og fé- lagsskap, Sigurður Steinþórsson Hæli„ Halla Guðmundsdóttir, Asum. N0RDSTEN sáðvélar ♦ Vinnslubreidd 250 cm og 300 cm. ♦ 325 L og 405 L ♦ Einföld í notkun ♦ Léttbyggö og traust sáningarvél á góður verði Verðum með svninqu á land- búnaðar vélum í Reykjavík og á Akureyri Sýningin verður samtímis á báðum stöðum föstudaginn 21. maí og laugardaginn 22. maífrá kl. 10 -18. Sýnum m.a. nýjar vélar frá Case, Steyr, Krone, Stoll Kynnum einnig mjaltaróbótinn frá Lely Þú mátt ekki missa af þessari sýningu! VÉLAR& ÞJwNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Einnig mikið úrval annarra íarðvinnslutækia VÉLAR& ÞJéNUSTAnF Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akuieyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, AMAZONE kastdreifarinn er með tveimur dreifiskífum sem gefa jafna og örugga áburðardreifingu. Vinnslubreidd er stillanleg á 9, 10, 12 og 15m. Einnig er hægt að dreifa aðeins til annarar hliðarinnar, t.d. meðfram skurðum og girðingum. Auðveldur í áfyllingu vegna þess hve lágbyggður dreifarinn er. [^£> Bútæknideildarprófun sumarið 1988, sem staðfesti þessaeiginleika. 1 b ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri i I REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími: 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461-1070

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.