Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 Bændablaðið Ritstjórnargrein Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaöinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl @ bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.337 eintök (miðað við 19. janúar 1999) í dreifingu hjá íslandspósti. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.450 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Heimasíða íslensks landbúnaðar www.bondi.is Á undanförnum vikum hefur hver útsalan á fætur annarri gengið yfir kjötmarkaðinn. Árið 1998 var hins vegar tiltölulega gott jafnvægi í framboði og eftirspurn flestra kjöttegunda og birgðir í lágmarki. Á síðustu vikum hefur verið að koma á markaðinn verulega aukið magn af svínakjöti en spáð er 12,5 prósenta aukningu framleiðslu þess á árinu. Jafnframt eru áform innan greinarinnar um verulega framleiðsluaukningu á nokkrum búum á næstum tveimur árum. Samhliða aukinni neyslu á svínakjöti og stækkun framleiðslueininga hefur bændum í greininni fækkað um helming á fáum árum og er margt sem bendir til þess að innan fárra missera verði meginhluti svínakjötsframleiðslunnar á um 10 svínabúum. í Ijósi þessarar þróunar verður að gera ráð fyrir að sláturleyfishafar og jafnvel einstakir bændur sameinist um aukna hagræðingu í slátrun og markaðsetningu á heildsölustigi. Á árinu 1998 fór slátrun svína fram í 14 sláturhúsum vítt og breitt um landið. í opinni búgrein, eins og svínarækt, sem ekki nýtur opinberra framleiðslu- styrkja, eiga bændur ekki um annað að velja en leita stöðugt nýrra leiða til að ná fram aukinni framleiðni í greininni. Einn liður í því er innflutningur á bústofni, sem Kjöt á útsölu er hliðstæður hvað varðar afurðasemi og fóðurnýtingu og gerist í nágrannalöndunum. Þessi þróun hefur leitt af sér verulega lækkun á afurðaverði til bænda en á móti skilað sér a.m.k. að hluta til neytenda í lægra vöruverði. Hefur það verið ein meginforsenda þess að neysla á svínakjöti hefur aukist úr 4,35 kg á mann árið 1982 í 14,11 kg á mann árið 1998. Á aðalfundi Svínaræktarfélags íslands, sem haldinn var nýlega, kom meðal annars fram að heildarkjötneysla á íbúa hér á landi væri talsvert minni en í nágrannalöndunum og því væri eðlilegt að bændur settu sér það takmark að auka kjötneyslu hér á landi á næstu árum. Hér skal ekki dregið úr bændum hvað almenna markaðssókn varðar en varað við öllum kollsteypum í þessu efni og minnt á að gefi markaðurinn tilefni til aðgerða þá sé brugðist við með viðeigandi hætti. Þau áform sem uppi eru í greininni um gríðarlega framleiðslu- aukningu á næstu misserum er langt umfram það sem hægt verður að markaðssetja undir eðlilegum formerkjum framboðs og eftirspurnar. Farið er að bera á hringamyndun eða samþjöppun í framleiðslu eggja, kjúklinga og svínakjöts í höndum fárra aðila, til að auðvelda stórframleiðendum í þessum greinum aðgang að mörkuðum fyrir afurðir sínar. Tvö stærstu eggjabú landsins, með 50 til 60 prósent af innanlands- markaðinum, eru jafnframt í eigu tveggja af stærstu svínakjötsframleið- endunum. Hér eru aðeins tínd til fá dæmi um þá alvarlegu stöðu sem bændur í kjötgreinunum standa frammi fyrir. í smásöluverslun hefur á síðustu árum átt sér stað gríðarleg breyting með samruna fyrirtækja og nýjum áherslum í rekstri þeirra. Þeir sem þar hafa bestum árangri náð hafa haft góða tilfinningu fyrir óskum neytenda um verð og vörugæði. Kjötframleiðendur verða að tileinka sér hugsunarhátt verslunarinnar. Þeir þurfa að fylgjast afar vel með markaðnum og skilja og skynja óskir neytenda. Neytandinn er upphaf og endir og viti bændur hvað hann er að segja má ætla að þeir geti forðað sér frá að lenda í verri stöðu en ella.. Hörður Harðarson, stjórnarmaður í Bœudasamtökum íslands Smáauglýsingar Sími 563 0300 RAUCH yfirburða áburðar- dreifari ♦Tveggja diska ♦ Lág hleðsluhæð ♦ Nákvæm dreifing ♦ Auðveldur að þrífa ♦ Ryðfrír botn í skál ♦ Ryðfrír dreifibúnaður Sparaðu áburð með RAUCH! VÉLAR& ÞJÓNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, Lilja Grétarsdóttir, Aðfangaeftirlitinu. Aðfangaeftirlitið var stofnað árið 1994 þegar sett voru ný lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lög nr. 22/1994). Aðfangaeftirlitið er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Landbúnaðarráðuneytið en hefur aðsetur í RALA-húsinu, Keldnaholti. Aðfangaeftirlitið hefur eftirlit með framleiðslu og innflutningi á fóðri, fræi og áburði. I þessari grein er ætlunin að draga fram nokkur atriði úr reglugerð nr. 398/1995 um áburð og jarðvegsbætandi efni og þá sérstaklega þau sem snúa að bændum. Skráning Allir sem flytja inn eða framleiða áburð og jarðvegsbætandi efni eiga að tilkynna það til Aðfangaeftirlitsins. Auk þess skulu vörur sem falla undir reglugerðina skráðar áður en kynning, dreifmg og sala hefst. Kadmíum Fyrir ólífrænan áburð sem inniheldur fosfór þarf að leggja fram yfirlýsingu um kadmíuminnihald áður en sala hefst. í yfirlýsingunni þarf að koma fram við hvaða vörutegund hún á og staðfesting á að áburðurinn innihaldi minna en 50 mg kadmíum (Cd) pr. kg. fosfór (P). Yfirlýsingin skal vera undirrituð af framleiðanda eða ábyrgðaraðila. Yfirlýsing þessi skal fylgja á öllum heildsölustigum og hefur kaupandi rétt á að sjá hana. Merkingar Allar vörur sem reglugerðin nær yfir skulu vera greinilega merktar með vörulýsingu á umbúðum eða fylgimiða. Þær upplýsingar sem krafist er í reglugerðinni eru: a. Vörulýsing (auðkenni) - Vörutegund (t.d. N-P-K 15-4-12) - Innihald næringarefna sem ábyrgst er og annarra virkra efna - Þungi eða rúmtak vöru - Nafn og heimilisfang framleiðanda eða innflytjanda b. Aðrar upplýsingar sem heimilaðar hafa verið skv. reglugerðinni. c. Vörumerki framleiðandans og venjulegt verslunarheiti vörunnar. d. Sérstakar upplýsingar um notkun, geymslu og meðhöndlun vörunnar. Miðar eða umbúðamerkingar með tilskyldum vörulýsingum verða að sjást vel, Aðfangaeftirlitið og bændur niokkur atriði uid áburð og jarðvegs- bætandi efni vörulýsingamar eiga að vera vel læsilegar og óafmáanlegar. Merkingar og texti á hugsanlegum fylgiseðlum eiga að vera á íslensku. Ef merking á umbúðum er ekki á íslensku skal tryggja kaupanda tilsvarandi upplýsingar á fylgiseðli á íslensku. Fylgiseðlar með lausri vöru skulu alltaf vera á íslensku. Næringarefnin á alltaf að telja í eftirfarandi röð: Köfnunarefni (N), fosfór (P og/eða P205), kalí (K og/eða K20), kalk (Ca), magnesíum (Mg), natríum (Na), brenni-steinn (S), bór (B), kóbolt (Co), kobar (Cu), jám (Fe), mangan (Mn), mólýbden (Mo) og sink (Zn). Innihald næringarefnanna á að gefa upp á grundvelli fmmefnis og skal alltaf gefa upp magn frumefnis og efnafræðiheiti. Óheimilt er að gefa upp innihald af óskil-greindum næringarefnum. Nánari ákvæði em um gerð, leysanleika, merkingar og lágmarks næringarefnainnihald fyrir einstakar tegundir áburðar er að finna í reglugerð 398/1995 og breytingu á henni nr. 499/1996. Mikilvægt er að bændur og aðrir þeir sem nota áburð og jarðvegsbætandi efni fylgist vel með að sá áburður sem þeim er boðinn til kaups sé rétt merktur og þeir kaupi ekki áburð af þeim aðilum sem brjóta þessar reglur og tilkynni þá til Aðfangaeftirlitsins. Frekari upplýsingar um Aðfangaeftirlitið er að finna á heimasíðu þess www.rala.is/adfang en einnig er hægt að hafa samband beint í gegn um tölvupóst adfang@rala.is eða síma 577- 1010 og fax 577-1020. Á heimasíðunni em einnig upplýsingar um áburð og lög og reglugerðir sem ljalla um áburð, sáðvöm og fóður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.