Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 Hvanneyrarbréf islenskar kýr eða NRF kýr. Hvor hosturinn er betri? Þessi grein á að fjalla um áætlaðan innflutning á norsku erfðaefni hingað til lands. Mikið hefur verið rætt og rifist um þetta mál og er það mjög umdeilt. Mikið hefur verið rætt um það hvaðan peningamir eiga að koma og hvort þeim peningum sem verða settir í þessa tilraun, verði hún leyfð, sé ekki betur varið til að kynbæta íslenska kúastofninn. En hvað ef tilraunin mistekst, hvað gera bændur þá? Þetta efni er valið vegna mikils áhuga á því og vegna þess að mig langar af forvitni að vita hvað gerist ef innflutningurinn verður leyfður og tilraunin verður gerð. Verða íslenskar kýr ekki til eftir hálfa öld og er það af hinu góða eða hinu vonda? Uppliafið íslenska kúakynið er mjög sérstakt kyn. Það kom hingað til lands með landnámsmönnum fyrir þúsund árum. Lítið hefur verið um innflutning eða blöndun á kyninu vegna þess hve einangrað landið er. Islenska kúa- kynið hefur verið lítið ræktað í gegnum tíðina miðað við önnur kúakyn í heiminum. Á síðustu árum hafa verið uppi háværar raddir um meiri hag- kvæmni í landbúnaðarframleiðslu hér á landi og hafa menn skoðað ýmsar leiðir til betri rekstrar. í mjólkurframleiðslu var skoðaður sá kostur að flytja inn kýr (erfðaefni) sem mjólkuðu meira, væru með betra júgurlag og spenagerð, væru skapgóðar og meðfærilegar. Sá hængur var á málinu því að ströng lög á Islandi segja til um að ekki megi flytja inn erlendan búpening eða erfðaefni nema með því að skila nákvæmri greinargerð sem tekur af allan vafa að innflutningur sé væn.legasti kosturinn. Þegar litið var á afurðatölur erlendra kúa og þær bomar saman við íslensku kýmar sást að töluverður munur var þar á. En þær tölur segja lítið því að kýmar vom ekki bornar saman á sama stað og ekki er hægt að bera þetta saman af því að framleiðslugeta kúnna miðast við framleiðsluumhverfi á hverjum stað. Auk þess em útlendu kýmar mun stærri skepnur en þær íslensku. Sumarið 1994 var loks gerð samanburðartilraun á íslenskum kúm og erlendum. Þessi tilraun var gerð í Færeyjum og ætla ég að tíunda þessa tilraun í næsta hluta í þessari grein minni. Fœreyjatilraunin í Færeyjum var komin upp sú staða að framleiðslan nægði fyrir mark- aðinn og framleiðslutakmarkanir komnar á. Þá fóm Færeyingar að hug- leiða aðrar leiðir. í Færeyjum em um 1000 mjólkurkýr af norska NRF kúastofninum og var það kyn flutt til Færeyja fyrir 30 árum. Fóðmn og hirðing kúnna er allt öðm vísi en hér á íslandi. Ræktunar- skilyrði eru ekki mikil í Færeyjum og er fóðmn kúnna því aðallega byggð á kjamfóðri og er magn kjamfóðurs á meðalkú um 3 tonn. Þessar kýr eru að mestu fóðraðar inni því að þær em svo stórar og miklar (um 600 kg) að þær fara illa með þunna jarðveginn í Færeyjum. Áhugi Færeyinga á ís- lensku kúnum kviknaði þegar þrengdi að framleiðslumöguleikum og var þá skoðað að fá léttari kýr og kanna möguleika þess að fóðra aðallega á gróffóðri, en þar hentuðu íslensku kýmar mjög vel. Smitliœtta Sigurður Sigurðsson dýralæknir á Keldum segir í bréfi til Bænda- blaðsins (1997): „Ég tel nokkra smithættu geta stafað af fyrirhuguðum innflutningi fósturvísa úr kúm frá Noregi. Þá hættu er erfitt og jafnvel úti- lokað að fyrirbyggja að mínum dómi, þótt varlega sé farið og öllum þekktum prófum sé beitt og afkvæmin einangmð í fyrstu. Það sem mér finnst varasamt er einkum veiru sjúkdómur sem er talsvert útbreiddur í Noregi og við höfum kallað „smitandi slímhúðarpest" Þessi veira er af pestivims flokki og getur gengið á milli nautgripa og sauðfjár. Tjón sem getur orðið af henni er talsvert. Hún sýkir kýrfóstur og veldur því að kýrin lætur fóstri eða að hún veldur vanþrifum í lifandi kálfum. Kálfar geta einnig virst heilbrigðir en samt verið smitberar. Veiran veldur svipuðum sjúkdómi í sauðfé sem nefnist bítlaveiki (Border discasae). Einnig getur veiran borist með sæði karldýra og eggjum kven- dýra. Hvað gera Islendingar ef svona óáran kemur inn í landið? Hafa sauðfjárbændur ekki þjáðst nóg? Eða á að leggja meira á þá? Það sást glögglega hvað íslendingar stóðu sig vel í baráttunni við hrossapestina í fyrra vetur. Þeir lokuðu sig bara hver í sínu homi og máttu ekki einu sinni mæta á fundi saman. Hvemig myndu menn taka á þessum sjúkdómi ef hann kæmi inn í landið. Á sömu nótum? Lokaorð Mín skoðun er sú að ef af innflutningi verði, þurfi að fara að öllu með gát og ekki ana að neinu. Helst myndi ég vilja sjá að hætt yrði við þetta allt saman og lögð yrði meiri áhersla á að kynbæta íslenska kúastofninn. Berglind lllin Baldursdóttir, nemandi við Bœndaskólann á Hvanneyri. Verum örugg og notum CMT skálaprófið! Skálaprófið sem við munum fjalla um hér á eftir, gefur ekki ná- kvæmar niðurstöður um hækkun frumutölu í mjólk, heldur gefur það bóndanum kost á að fylgjast vel með júgurheilbrigði kúnna á auðveldan og ódýran hátt. Þeir bændur sem eru duglegir að nýta sér skálaprófið geta oft gripið til viðeigandi ráðstafana, sem draga úr hættu á því að júgur- bólgan verði alvarlegt vandamál. Með reglubundinni notkun skála- prófsins skapast þjálfun, sem eyk- ur nákvæmni í niðurstöðuaflestri. * Góð regla er að prófa allar kým- ar mánaðarlega. * Ef fmmutöluhækkun mælist í tanksýni eða kýrsýni, má í sum- um tilfellum, með hjálp skála- prófsins finna þá spena sem valda hækkuninni. * Eftir lyfjameðferð, til að kanna bata (frumutala fellur hægt eftir lyfjameðferð). * Mikilvægt er að kýmar fari ósýktar út úr mjaltaskeiðinu og er því gott að kanna júgurheil- brigði hjá kúm 10-14 dögum fyrir geldstöðu og senda spena- sýni í sýklarannsókn úr grun- samlegum spenum. * Eftir burð ætti að kanna hvemig kýmar koma út úr geldskeiðinu (þess ber að geta að frumutala í broddmjólk er hærri en í venju- legri mjólk, en ef munur kemur fram á milli júgurhluta þá getur það bent til þess að eitthvað sé að). * Að lokum væri æskilegt að prófa mjólkurkýr við kaup og sölu en hafa ber í huga að ömggustu niðurstöðunar fást með því að kynna sér niðurstöður frumu- tölumælinga í skýrsluhaldinu. Áður en sýni er tekið, er fyrsta bunan tekin frá. Síðan er mjólkað úr hveijum spena (mjólkin má ekki freyða) í tilheyrandi hólf. Til að mæla magnið, er prufuspjaldinu hallað og hellt úr því þar til mjólkin nemur við strikamerki í botni skál- annna. Þá er dælt útí einum heilum skammti 3ml. af CMT (Califomia Mastitis Test). Hlutföllin alls em mjólk/ prófvökvi 2:3. Sýnum og prófvökva er nú blandað með láréttum hringhreyf- ingum í 15 sek. og vel fylgst með hvort einhverjar breytingar hafa orðið. Ef lengri tími líður leysast komin í prófvökvanum upp og niðurstaðan verður ekki marktæk. * Frumutala undir 150 þúsund Engin breyting sjáanleg. * Fmmutala 250- 300 þúsund Komin sem leysast upp fljót- lega. * Fmmutala 300- 800 þúsund Komin sem leysast upp fljót- lega. * Frumutala 800 þúsund Þykknun, þunnt leitar að börm- um, þykkt leitar að miðju. Við skálapróf er vökvinn (CMT) blandaður í mjólkursýni. í vökvanum eru efni sem leysa upp fmmunnar. Við það losnar kjama- sýran og myndar hún síðan gel með prófvökvanum. Eftir því sem meira er af kjamsýmm þeim mun seigara verður gelið. Auk þess er í prófvökvanum sýmstigsmæli- kvarði sem breytir litnum á vökv- anum úr bláu (sýmstig mjólkur pH 6,7 ) í fjólublátt þegar pH er 7 eða hærra. Sýrustig mjólkur hækkar við júgurbólgu. Þó skálaprófið sé afar gott hjálpartæki í baráttunni við júgur- bólgu, er ýmislegt sem getur vald- ið skekkju eða ónákvæmni. Þess vegna er t.d ráðlagt að taka a.m.k 3 sýni til að hafa betri samanburð og fá ömggari niðurstöður úr prófinu. Gera má ráð fyrir að fmmutala sé nokkuð há og/eða rokkandi í þrjár til fjórar vikur eftir að júgur- bólga hefur verið meðhöndluð. Ef júgurbólga læknast ekki fullkomlega hleypur fmmutalan upp og niður langan í tíma, jafnvel mánuði. Sveiflumar þar sem um dulda júgurbólgu er að ræða af völdum illskæðra sýkla s.s Stap- hylococcus aureus, em oft mjög miklar. Einn daginn er fmmutalan 100.000 fmmur / ml. en næsta dag er hún 1000.000 frumur / ml. Mest gagn má hafa af skála- prófi við að bera saman mismun- andi júgurhluta sömu kýrinnar. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að ekki er beint samhengi á milli sýkingar og frumutölu er er því óráðlegt að hefja lyfjameðhöndlun eingöngu á gmndvelli athugana með skálaprófi. Oftast er það sýking sem veld- ur hækkandi frumutölu, en þó ekki alltaf. Við mikið álag á júgurvef- inn eða skaða streyma hvítu blóð- komin til júgursins og þá mælist hækkun á frumutölu. Auk þess má rekja bólgubreytingar (og þar með hækkun fmmutölu) til skaða á júgrinu, t.d höggs eða mars. Önnur sýking getur verið sú, að kýrin hafi unnið á sýkingu en júgrið er oft bólgið og fmmutalan há í langan tíma á eftir. Sýkla- rannsókn er því nokkuð oft nei- kvæð þó fmmutalan sé há. Best væri ef hægt væri að koma í veg fyrir júgurbólgu. * Með forvömum s.s markvissri ræktun gripa sem hafa gott júgur og spenalag. * Góðu fóðri og nóg af hreinu vatni. * Þurrum hreinum básum, góðri loftræstingu og almennu hrein- læti. * Hentugum innréttingum í fjósi (nóg pláss til að standa óhindrað upp). * Síðast en ekki síst, alúð og sam- viskusemi við mjaltir. Mjalta- tækin eiga að vera í góðu lagi og mjaltafólkið líka. Heimildir okkar em að mestu fengnar frá dýralæknunum Auði Lilju Amþórsdóttur og Eddu Þór- arinsdóttur en þær em báðar áhugasamar um júgurbólgufor- vamir og júgurheilbrigði íslenskra mjólkurkúa. Hvanneyri 13. apríl 1999, Ingibjörg Snorradóttir og Sigurbjörg Jónsdóttir, nemendur við Bœndadeild. Utivera mjólkurkúa og annarra nautgripa á veturna Útivera mjólkurkúa að vetri til hér á landi er nánast ekkert þekkt, og tel ég að bændur séu jafnvel á móti því einhverra hluta vegna. Staðreyndin er þó sú að kýr hafa ckkert annað en gott af því að komast út allt árið um kring og þær vilja vera úti og sækja mjög stíft út ef þær hafa þann kost. Þess vegna langar mig að segja aðeins frá kúnum á Grund í Eyjafirði, en þar var ég vinnumaður í rúmt ár. Þessar kýr hafa nánast algjört frjálsræði með það hvenær og hvort þær vilja út á veturna, fjósið er haft opið og þær geta stundað heilsubótargöngu að vetrinum í 3. ha. hólfi sem þær hafa við fjósið. Að sjálfsögðu er fjósinu lokað ef spáð er brjáluðu veðri og það líkar kúnum illa. Vorið '95 urðum við t.d. að loka fjósinu í um viku tíma, og voru kýrnar orðnar verulega svekktar á öðrum degi inniverunar. Þá hugsar ef til vill einhver að nú fái börnin ekki að sjá kýrnar fara út á vorin. Þá get ég bent á að kýrnar taka góðan sprett þegar þær hafa verið lokaðar inni og koma svo út í snjóinn. En hvernig kemur þessi útivera niður á kúnum heilsufarslega séð? Því er auðsvarað, kýrnar eru heilsuhraustar, þeim líður vel og ég get alveg hiklaust sagt að það voru ekki sjáanleg nein merki þess að þetta kæmi niður á júgurheilbrigði. Enda segja fræðin að kýr þoli allt að 25°C frost ef ekki er mikill vindur sem hefur áhrif til frekari kælingar. Einnig er bóndinn farinn að hafa geldneyti úti á veturna. Þau geta leitað skjóls í gamalli hlöðu þar sem stráð er hálmi undir þau og fá þau heyrúllur úr gjafagrindum. Að mínu mati er þetta mjög gott fyrir gripina og hefur jákvæð áhrif á heilsu þeirra, því ættu bændur að skoða þennan möguleika og reyna, séu aðstæður fyrir hendi. Magnús Einar Magnússon, nemandi við Bœndadeild á Hvanneyri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.