Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. júní 1999 BSSL kannar grundvöll fyrir útbnði á ormalyíi Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að kanna grundvöll fyrir útboði á ormalyfi. Ákveðið var að fara þá leið að fá verðlistann frá þeim sem versla með ormalvfin og birta hann í fréttabréfinu. Það var gert nú í byrjun mánaðarins. Bergur Pálsson, formaður BSSL, segir að þessi vinna standi nú yfir og að verðskráin verði birt þegar hún hafi borist. Þannig gætu bændur áttað sig á mismunandi verði lyfsins. Bergur segir markmiðið með þessari vinnu að sýna fram á að verð á ormalyfjum sé mjög mis- munandi. „Áður var verðið það sama alls staðar en nú eru apótek- in farin að lækka verðið þegar samkeppnin hefur aukist. Það er staðreynd að álagning á ormalyfj- um er ótrúlega há, allt upp í 100%. Þama er því eittlwað að sækja, það er öruggt.“ Bændablaðið Síðustu blöð fyrir sumarleyfi! 29. júní Skilafrestur stærri auglýsinga er til kl. 17, miðvikudaqinn 23. júnf. Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 12 á hádegi föstudaginn 25.júní. 13.júlí Krakkarnir í fjórða bekk voru að hreinsa til í kringum skólann sinn á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit er Benjamín Baldursson átti leið hjá. Að sjálfsögðu gerðu þau hlé á vinnu sinni, stilltu sér upp og brostu framan í Ijósmyndarann. Slór hesta og hestavörasýning á íslandi árið 2001 Ákveðið hefur verið að halda sérstaka hesta- og hestavörusýningu í Laugardalshöll 4. - 6. september árið 2001. Á þeirri sýningu er ætlunin að sýna allt sem tengist íslenska hestinum og einnig verður sýningahald töluvert Sýning þessi er samstarfsverkcfni samgönguráðuneytisins, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og landbúnaðarráðuneytisins auk þess sem Reykjavíkurborg styrkir sýninguna. Hugmyndin að þessari sýn- ingu kom upp þegar vinnuhópur sem iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið skipaði, gerði könnun með- al þeirra sem framleiða vörur tengdar íslenska hestinum. Þar kom þessi hugmynd upp og nú hefur verið ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Undirbúningsnefnd sýningar- innar hefur verið að störfum síðan í haust. Einar Bollason, formaður nefndarinnar, segir sýninguna hugsaða sem kaupstefnu þar sem megináhersla sé lögð á íslenska hestinn og vörur tengdar honum, íslenskt handverk og aðrar vörur tengdar landbúnaði. .JLaugardals- höllin verður lögð undir kaup- stefnuna. Svo verða sýningar frá morgni til kvölds í skautahöllinni, þar sem haldnar hafa verið hesta- sýningar áður, og er ætlunin að keyra jarðveg þangað inn. Og þetta verður ekki einskorðað við ís- Ienska hestinn því þama geta líka verið hundasýningar, hrútasýning- ar o.þ.h. Hér verður margt um að vera og þetta verður fjölskylduvæn skemmtun." Einar bætti því við að sýning þessi yrði í náinni samvinnu við fjölskyldugarðinn. Einar segir sýningu sem þessa hafa verið draum margra um langt skeið. „Við höfum séð íslenska hestinn á sýningum erlendis og nú er kominn tími til að sýna hann hér á landi. Það er von okkar að með samstilltu átaki Bænda- samtakanna, Félags hrossabænda og Landssambands hestamanna geti þetta orðið mjög myndar- legt.“ Einar segir að nefndin vonist eftir að með þessu móti sé hægt að kynna íslenska hestinn hér heima og einnig eigi sér stað mjög öflug kynning erlendis. „Við vonumst til að fá erlenda kaupendur á sýninguna svo þeir geti séð hvað Island hefur upp á að bjóða. Samfara því getum við svo eflt útflutning. Það eru ýmsar blikur á lofti í útflutningi á íslenska hestinum og árangur þar hefur alls ekki verið viðunandi. Ég er þeirrar skoðunar að hrossarækt- endur eigi að stórauka markaðs- sókn hér innanlands og ég tel að sýning sem þessi geti gegnt stóru hlutverki í þeim efnum.“ TilraunastUin á MðOrnvölliim 25 ára í tilefni þessara tímamóta var afmælisfundur á Möðruvöllum þann 13. júní næstkomandi þar sem kynntar voru náttúrufræði- og landbúnaðarrannsóknir á Norðurlandi fyrr og síðar. Á haustdögum er síðan ætlunin vera með málþing og á að líta til framtíðar. Þar munu verða til umfjöllunar áhrif umhverfis- vakningar og hátækni á bænda- samfélagið. Það er von starfs- manna að sem flestir geti komið og tekið þátt í þessu þingi. Sam- kvæmt nýju skipulagi RALA er gert ráð fyrir að miðstöð bú- rekstrarsviðs stofnunarinnar verði á Möðruvöllum. Þetta er nýtt þverfaglegt svið þar sem viðfangsefnin eru skoðuð út frá búrekstrarlegum forsendum og þannig eiga að nást heildstæðar, hagnýtar lausnir fyrir bændur. Eitt fyrsta viðfangsefni þessa sviðs er að rannsaka næringa- efnabúskap landbúnaðarins með það að markmiði að auka sjálf- bærni hans. Tilraunastjóri á Möðruvöllum og sviðsstjóri búrekstrarsviðs RALA er Þóroddur Sveinsson. Aðrir sérfræðingar RALA á Möðruvöllum eru Bjami E. Guð- leifsson og Laufey Bjamadóttir. í nautgriparæktarrannsóknum em tilraunir með nýtt mjólkurkúa- kyn sennilega fram undan. Líkleg- an ávinning af nýju kyni þarf að sannreyna með tilraunum hér á landi. Gert er ráð fyrir að Möðm- vellir verði einn þriggja staða þar sem þessar tilraunir fara fram. Ný hátækni í mjöltum á eftir að gjörbreyta vinnu kúabóndans. Mjaltavélmenni em farin að ryðja sér til rúms erlendis og gert er ráð fyrir að það fyrsta komi hingað til lands í haust. Þessi tækni mun lík- lega hraða endumýjun fjósa og kallar á nýja hugsun og nýjar áherslur í rannsóknum. Möðmvellingar em áhugasamir um að viðhalda reisn staðarins og telja það best gert með lifandi starf- semi. Unnið er að gerð deiliskipu- lags fyrir Möðmvelli og verið er að endurreisa tvær sögufrægar byggingar. Þær em ætlaðar fyrir safnaðar- og fundarstarf, náttúm- fræðslu og ferðamenn. Saga Möðmvalla er í stuttu máli eftirfarandi: Þann 13. júní 1974 keypti Rannsóknastofnun landbúnaðarins hálflendu á Möðm- völlum í Hörgárdal. Frá því að fyrstu framkvæmdir hófust á jörð- inni hafa risið tilraunafjós, þrjú íbúðarhús og loðdýraskáli á Möðruvöllum D. Einnig hafa verið gerðar verulegar endurbætur á eldri byggingum. Svipmót staðarins hefur því tekið stakkaskiptum á þessum tíma. Annað sem hefur mikið breyst er rekstur og rekstrammhverfi stöðvarinnar. I upphafi og lengi framan af var stöðin rekin af van- efnum sem settu mark sitt á allt til- raunastarf og framkvæmdir. Fjós- byggingu miðaði hægt áfram og það var ekki fyrr en haustið 1984 sem nýtt fjós var tekið í notkun. I upphafi ársins 1983 tók Ræktunar- félag Norðurlands við búrekstri til- raunastöðvarinnar með sérstökum samstarfssamningi við RALA. Ár- ið 1989 urðu viss vatnaskil í sögu tilraunastöðva landbúnaðarins. Þá- verandi landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, tók þá tímamótaákvörðun að leggja niður ákveðnar tilraunastöðvar með það að markmiði að efla þær stöðvar sem eftir yrðu. Möðmvellir nutu síðar góðs af þessari breytingu. Árið 1991 var búrekstur og rannsóknir aðskilið fjárhagslega. Kostimir vom ótvíræðir. Yfirbygg- ing varð minni, samskiptaþættir urðu skýrari, færri og styttri. Fjár- hagslegt sjálfstæði búrekstrarins jókst gagnvart rannsóknarþættinum og afkoma búrekstrar- og tilrauna- hluta styrktist, þrátt fyrir að ytri skilyrði versnuðu umtalsvert á sama tíma. Árið 1991 var sett fram stefnu- og markmiðslýsing fyrir Möðm- velli og Stóra-Armót, sem er til- raunastöð í nautgriparækt. Stefn- una, sem þar var mörkuð ,sam- þykkti Landssamband kúabænda og styrkti strax með þriggja milljón króna stofnframlagi og hefur síðan stutt RALA við að framfylgja henni með styrkjum í ýmis verkefni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.