Bændablaðið - 15.06.1999, Side 7

Bændablaðið - 15.06.1999, Side 7
Þriðjudagur lS.júní 1999 BÆNDABLAÐIÐ 7 Framleiðsla mjólkur Orð skulu standa Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur, Búnaðarsambandi Suðurlands. _______ Fyrir allnokkru bárust mjólkur- framleiðendum skilaboð þess efnis, að ekki yrði staðið við áð- ur ákveðnar greiðslur fyrir mjólk á verðlagsárinu 1998 til 1999, greiðslur sem Samtök af- urðastöðva í mjólkuriðnaði boð- uðu í upphafí verðlagsárs. Er nema von þó spurt sé: „Var þetta allt í plati síðasta haust?“ Á aðalfundi LK, sem haldinn var seinni hluta ágústmánaðar á Hvanneyri, hvatti Oskar Gunnars- son, formaður SAM, aðalfundar- fulltrúa til að koma þeim skilaboð- um til félaga sinna út í héruðunum að framleiða sem allra mest af mjólk því yfirvofandi skortur væri á ákveðnum mjólkurvörum og jafnframt að tryggð yrði greiðsla fyrir framleiðsluna. Óneitanlega vöktu orð Óskars athygli og fóru menn af fúndi með þessi skilaboð. Þetta var síðan staðfest með til- mælum SAM til mjólkursamlag- anna nokkru síðar. Nú segja þeir sömu menn sem stóðu að ákvörðunni síðastliðið haust að bændur hafi brugðist allt- of vel við og því miður verði að skerða áður ákveðnar greiðslur til kúabænda. En bíðum við, hver ber ábyrgð á tilmælum mjólkuriðnað- arins síðastliðið haust? Eru það kúabændur eða gæti verið að stjómendur afurðastöðvanna beri einhveija ábyrgð ? Ekki verður séð af bréfi SAM til mjólkursamlag- anna í maí að þau telji sig bera ein- hverja ábyrgð og því síður eru við- urkennd mistök í ákvörðunartöku síðastliðið haust. Gæti verið að stjórnendur inn- an mjólkuriðnaðarins hafi ekki skoðað þá þætti sem mjólkurfram- leiðsla byggir á, svo sem heygæði og kjamfóðurverð áður en ákvörð- un var tekin um greiðslu fyrir mjólk umfram greiðslumark? Á þeim tíma sem ákvörðun var tekin um greiðslur fyrir umframmjólk síðastliðið haust lágu fyrir fyrstu niðurstöður heysýna, jafnframt var ljóst á þeim tíma hvaða verðþróun yrði í kjamfóðri. Ekki virðist þetta hafa verið skoðað, ef til vill vegna þess að þessir sömu menn höfðu það í bakhöndinni að segja bara við kúabændur: „Allt í plati...“ Jafnvel þó einungis rúmlega þrír mánuðir séu eftir af verðlagsárinu! Þvflík stjómun. Allmargir kúabændur hafa rætt þetta mál við mig, einkum yngri bændur, sem tóku orð forystu- manna síðastliðið haust trúanleg og hafa hagað framleiðslu sinni í samræmi við það. Þessir bændur em ef til vill ekki eins brenndir af „kerfmu" og þeir eldri og undrast mjög ákvarðanatöku sem þessa. Vafamál er hvort þessi seinni ákvörðun er lögleg, en það er ekki síður hinn siðferðislegi þáttur hennar sem mér finnst jafnvel enn alvarlegri. Það er verið að koma aftan að mönnum og hegna þeim eina ferðina enn fyrir að bregðast við tilmælum forystumanna innan landbúnaðarins. Ég vil að lokum skora á for- ystumenn kúabænda að beita sér í þessu máli og þá á annan hátt en þann að greiða verðuppbætur fyrir hverja mjólkurkú sem kemur til slátrunar í maí og júní. Þar er verið að fara út á vafasama braut og tæp- lega í samræmi við tilgang verð- skerðingasjóðs. VELAVERf Lágmúla 7,108 Reykjavík Sími 588 2600, fax 588 2601 Notaðar traktorsgröfur JCB 3d-4 T, árg. 1988,7.700 vst. Verð kr. 1.300.000,- án vsk. JCB 3D-4 T.S.C., árg. ‘91,10.600 vst. Verð kr. 1.900.000,- án vsk. POteSimmr R RVLLUBIHDIVELAR Getum nú loksins boðið íslenskum bændum rúllubindivélar frá þessum þekkta austuríska framleiðanda. Rolloprofi 3120L á Pöttinger rúllubindivélum og Tellefsdal rúllupökkunarvélum 120x125 Baggastærðir Eigin þyngd Flotdekk LISTAVERÐIÐ ER LÁGT - ÞETTA VERÐ ER BETRA Faum viðbotarsendingar af Pöttinger sláttuvélum, heytætlum og stjörnumúgavélum, sem voru uppseldar fíáb*rt verð 5 jp ^«iðiaínani£SS------- ___________S'Cf&tL RÚLLUPÖKKUNARVÉLAR Auto Wrap 4000 og 4000EH Bjóðum rúllupökkunarvélar frá þessum þekkta norska framleiðanda. • Sterkbyggðar vandaðar rúllupökkunarvélar með fallrampi og flotdekkjum. • 4000 vélin er með rafdrifnum stýripinna (joystick) • 4000EH er tölvustýrð fáið myndalista og myndband. Krókhálsi 10 • 110 Reykjavík • sími 567 5200 • fax 567 5218 • farsiml 894 1632 jto Wrap 4000

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.