Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. júní 1999 BÆNDABLAÐIÐ 9 Nýju verkefni, World Fengur, hleypt af stokkunum Stefnt að því að skrá alla islenska hesta i Feng Verkefnið World Fengur er nú farið af stað en tilgangurinn með því er að nota íslenska forritið ís- landsfeng til að skrá alla íslenska hesta í heiminum. Frá þessu er greint í fréttabréfi FEIF. Ætlunin er að FEIF noti forritið til að við- halda gagnagrunni yfir alla þá hesta sem verið er að rækta undir reglum samtakanna. Lönd sem eru aðilar að FEIF munu geta gerst áskrifendur að gagnagrunninum. Unnið er að til- lögum um hvemig koma eigi þessu í framkvæmd og er vonast til að þær verði tilbúnar á fundi sem FEIF heldur í Reykjavík í nóvem- ber. Jón Baldur Lorange, yfirmað- ur tölvudeildar BÍ, verður meðal þeirra sem sjá um skráningu í þennan gagnagmnn, enda gjör- þekkir hann forritið og þá mögu- leika sem það hefur upp á að bjóða. Um 200 þúsund fslenskir hestar í heiminum í nýjasta fréttabréfi FEIF, sem eru alþjóðasamtök ræktenda íslenska hestsins, kemur fram að skráðir íslenskir hestar um allan heim eru nú um 200 þúsund. 90 þúsund þeirra eru á íslandi og 50 þúsund í Þýskalandi og eru íslenskir hestar langfjölmennastir í þessum löndum. Einnig má lesa úr þessari töfiu að tæplega 9.500 íslenskir hestar eru skráðir í Svíðþjóð, 16 þúsund í Danmörku og um 6 þúsund í Noregi og Frakklandi. Alls er íslenski hesturinn skráður í 17 löndum í Evrópu og Norður-Ameríku. Hefurðu athugað verð og viðhald á gluggum úr PVC-U? án viðhalds! Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Simi 564 4714 INNFLimJlNGUR: PHARMACOHF. MultiSol liú er lag.. ÚTSÖLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSINS Hágæða vél á hagstæðu verði ^ ItEWHOLLAIiD Örugg þjónusta um allt land Lágmúli 7 Reykjavík sími 588 2600 Akureyri sími 461 4007 Nýr íslandsmeistari New Holland 544 rúllubindivél Spurðu sölumenn okkar um hið hagstæða verð. Vegna mikillar eftirspurnar er aðeins um örfáar vélar að ræða. NewHolland 544 var reynd af Bútæknideildinni á Hvanneyri á síðasta sumri og sýndi reynsla hennar að hún á fullt erindi til íslenskra bænda. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með afköst og þjöppun á þessari vél. Kynnið ykkur prófunarskýrslu frá Bútæknideildinni nr.702-1998 Sópvinda 2 mtr Mötunarvals Tvíbindi og netbindikerfí Flotdekk Baggasparkari Tvöfaldur hjöruliður á drifskafti Baggastærð: sjá prófunarskýrslu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.