Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 25

Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 25
Þriðjudagur lS.júní 1999 BÆNDABLAÐIÐ 25 Er smári eitthvað fyrir mig? Starfsmenn BALA og Bændaskúlans á Hvanneyri sýna bændum tilraunir með smára og grös Belgjurtir eru áhugaverður valkostur í túnrækt á íslandi. Með ræktun þeirra má spara umtalsverð áburðarkaup og gefa þær ágætt fóður. Á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Bændaskólanum á Hvanneyri er nú í gangi verkefni þar sem leitað er leiða til þess að hagnýta belgjurtir í íslenskum landbúnaði. Þetta er samstarfsverkefni stofnananna ,Landssamtaka kornbænda og Samtaka bænda í lífrænni ræktun. Einn liður í verkefninu var að sá rauðsmára í blöndu með vallarfoxgrasi í tilraunareiti hjá bændum víða um land. Nú er bændum boðið upp á að skoða þessa tilraunareiti í tveimur héruðum landsins. Föstudaginn 18. júní verða tilraunamenn á ferð í Borgarfirði og föstudaginn 25. júní leggja þeir leið sína undir Eyjafjöll og í Mýrdalinn. Skoðaðar verða tilraunir og í kjölfarið verður efnt til spjallfundar yfir miðdagskaffi. í Borgarfirði ganga Búnaðarsamtök Vesturlands í lið með okkur. Þar verður hist í Belgsholti í Melasveit kl. 13.00, föstudaginn 18. júní og skoðuð rauðsmáratilraun sem sáð var í síðast liðið vor. Þaðan verður haidið að Hvanneyri og sýndar tilraunir með rauðsmára og hvítsmára auk þess sem litið verður á tilraunareiti með ýmsum grastegundum. Drukkið verður kaffi í mötuneyti Bændaskólans kl. 16.00 og flutt verða örstutt erindi. Áslaug Helgadóttir mun ræða um ræktun rauðsmára og hvítsmára, Jónatan Hermannsson um sáðskipti og Ríkharð Brynjólfsson um áhrif sláttutíma á sprettu túngrasa. Guðmundur Sigurðsson, ráðunautur Búnaðarsamtaka Vesturlands mun síðan taka þátt í umræðum. Föstudaginn 25. júní hefst fundur á Þorvaldseyri undir A-Eyjafjöllum kl. 13.00 Þar eru tilraunareitir með hvítsmára, hávingul og vallarfoxgras sem sáð var í vorið 1996. Þaðan verður haldið að Vestri-Pétursey í Mýrdal og litið á rauðsmáratilraun sem sáð var í sl. vor. Einnig mun Bergur Elíasson bóndi þar sýna ýmsar ræktunarframkvæmdir, en hann stundar lífrænan búskap. Deginum lýkur svo hjá Fossbúanum, Félagsheimilinu Skógum þar sem kaffi verður á boðstólum og fluttar verða stuttar tölur. Áslaug Helgadóttir mun fjalla um ræktun rauðsmára og hvítsmára, Hólmgeir Björnsson um dreifingartíma áburðar og Friðrik Pálmason um samstarf við bændur í lífrænni ræktun og rannsóknir á því sviði. Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands verður með í för og tekur þátt í umræðum. Allir sem áhuga hafa á jarðræktarmálum eru hvattir til þess að koma. PRIMTMáSTiR Hjólamúgavélar Tvær stærðir. Dragtengdar. 6 hjóla - vbr. 3,0111 Með vökvabúnaði. Afar hagstætt verð. tJEÍ^9 hjóla - vbr. 4,5m Á hringferð um landið! ' i. Ingvar Helgason hf. fór á dögunum hringferð um landlð með sýnlngu á búvélum og bílum. Á myndinni má sjá nokkra væntanlega viðskiptavini skoða dráttarvélarnar. SUMARTILBOÐ Á KRONE Tilboðsverð: Járnhálsi 2, Reykjavík. Sími 587-6500. Fax: 567-4272. Útibú á Akureyri: Óseyri 1a Sími: 461-4040. VÉLAR& PJwNUSTAhf RULLUBINDIVELUM ÁKRONE DISKASLÁTTUVÉLUM Á Mchale RÚLLUPÖKKUNARVÉLUM Rúllubindivélar Krone 125 verö frá kr. 920.000 án/vsk Krone 130 verö frá kr. 1.016.000 án/vsk Krone 1250 verö frá kr. 1.530.300 án/vsk Krone VP 1500 verö frá kr. 1.730.000 án/vsk Krone VP 1800 verð frá kr. 1.783.000 án/vsk Mchale pökkunarvélar: Verö frá kr. 707.000 án/vsk Sláttuvélar: Krone AM verð frá kr. 316.000 án/vsk Bellon DL verð frá kr. 222.000 án/vsk Lely Optimo verð frá kr. 252.000 án/vsk Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar um tilboðsverð á öðrum heyvinnuvélum

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.