Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 13

Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 13
Þriðjudagur 15.júní 1999 BÆNDABLAÐIÐ 13 Verið er að vinna að gæðavott- unarstaðii í hrossaræktinni þannig að hrossabændur geti nú fengið ræktunarstarfið og bú- skapinn gæðavottað til eins árs í senn. Einnig er gert ráð fyrir að kjötframleiðsla geti fengið gæða- vottun. Víkingur Gunnarsson, hrossaræktarkennari á Hólum, og Agúst Sigurðsson hrossa- ræktarráðunautur BÍ hafa unn- ið að þessum gæðastaðli. Víkingur segir að þrír þættir séu teknir út og vottaðir; skýrslu- hald, landnýting og heilbrigði hrossanna. „I sumar fá menn fyrstu folöldin sem komast á blað. Þegar þau eru síðan komin í skýrsluhaldið má fara að sækja um hina tvo þættina," segir hann. Víkingur segir að í uppruna- vottorðunum sem menn fá fyrir hvert folald kemur fram vottun og staðfesting þess að hrossið sé rétt ættfært. Þetta verður því eins kon- ar fæðingarvottorð folaldsins. „Það mun væntanlega skila sér í því að útlendingar kaupi mun frek- ar hross með trausta og örugga ættskrá. Það hafa komið upp tilvik þar sem komið hefur í ljós að hross hafi verið rangt ættfærð," segir hann. Víkingur segir það einnig hljóta að virka söluhvetjandi að fá staðfestingu á því að hesturinn hafi hlotið gott uppeldi og sé heilsu- góður, auk þess sem það sjáist að vel sé farið með landið. „Það er von okkar að þetta ýti undir sölu og að viðskiptavinurinn sé frekar tilbúinn að kaupa slíka vöru og jafnvel borga meira fyrir hana.“ Það verður fyrst síðsumars eða haustið 2000 sem menn munu geta fengið bú sín vottuð á þennan hátt. A Alfa Laval Agri VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík sími 588 2600, fax 588 2601 <5^A^D Tekur þú áhættu eða tryggir þú mjólkurgæðin og notar „orginal“ varahluti í mjaltakerfið? Yfipdýralæknip afiiakkap slyrk frá Framleifinisjóði Embætti yfirdýralæknis hefur formlega afþakkað styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins er veittur hafði verið til rann- sókna á sumarexemi í samvinnu við Dýralæknaháskólann í Hannover í Þýskalandi. Um var að ræða styrk sem nota skyldi til þróunar prófs er mæti næmi ís- lenskra hrossa fyrir ofnæmis- valdinum, flugunni Culicoides. Að umsókninni stóðu, auk yfir- dýralæknisembættisins og ónæmisdeildar Hannover há- skóla, Félag hrossabænda og Til- raunastöðin á Keldum. Að sögn Kristins Guðnasonar, formanns Félags hrossabænda, náð- ist ekki samkomulag um vísinda- legt samstarf á milli landanna. „Samstarf við íslenska aðila var frumskilyrði í styrkveitingunni, þannig að þegar ekki náðist að semja um það voru forsendur styrk- veitingarinnar og þai' með verk- efnisins brostnar. Til að verkefnið yrði íslenskum hrossaræktendum að gagni varð þetta samstarf að vera í lagi.“ Kristinn segir að íslensku aðilamir hafi þó alls ekki lagt árar í bát og að undirbúningur að öðrum rannsóknarverkefnum á þessu sviði sé þegar hafinn. „Vísindamenn okkar eru að leita upplýsinga um þær rannsóknir sem verið er að vinna á þessu sviði víðsvegar um heim og við munum skoða alla möguleika á samstarfi við aðra alþjóðlega aðila með megináherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir eða lækningu/bólusetningu." Einnig verður lögð aukin áhersla á að kynna fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sumarexemi fyrir eigendum íslenskra hesta og er von á bæklingi þar um frá Félagi hrossabænda á næstu dögum, auk þess sem tjallað var um málið í síðasta tölublaði Eiðfaxa Intemational. DISKASLATTUVELAR HEYTÆTLUR STJORNUMUGAVELAR STÓRBAGGAVÉLAR RULLUBINDIVELAR VELAR& ÞJÓNUSTA KRONE Mest seldu heyvinnuvélar á íslandi undan- KRONE I öll þrjú skiptin sem Búnaðarsamband Suðurlands hefur boðið út heyvinnuvélar hefur Krone orðið fyrir valinu. Krone heyvinnuvélar á frábæru sumartilboði Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a farin þrjú ár.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.