Bændablaðið - 15.06.1999, Page 8

Bændablaðið - 15.06.1999, Page 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15.júní 1999 Dieter Wendler Jóhannsson hefur 35 ára reynslu af sölu á íslandsferðum Þýskir feröamenn sækjast meira eftir dægradvöl en áður þekkja ekki sveitalífið og búfé. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá að kynnast þessu. Nú er það að færast í vöxt að bændur breyti fjósi og hlöðum í gistirými þannig að þetta hefur breyst nokkuð." Dieter segir að í stað þess að selja ferðamönnum aðeins einn bæ sé hann frekar á þeirri línu að selja þeim heil svæði þar sem margir bæ- ir eru og margt hægt að gera sér til gamans. Þar nefnir hann sem dæmi Snæfellsnes og Mývatn. „Ég hef t.d. oft farið út á Snæfellsnes þar sem menn geta nánast veitt allt sem Fyrir skömmu var staddur hér á landi á vegum Ferðaþjónustu bænda Dieter Wendler-Jóhanns- son sem er formaður Evrópu- deildar Ferðamálaráðs íslands. Dieter hefur aðsetur í Þýskalandi en þar hefur áhuginn töluvert aukist á gistingu hjá ferðaþjón- ustubændum. Dieter var einnig einn af þeim sem hafði frum- kvæði að stofnun Ferðaþjónustu bænda fyrir um 30 árum. Dieter, sem er af íslenskum ættum, segist sjálfur vera uppalinn í sveit, nánar tiltekið í Holtseta- landi í Þýskalandi og hafi farið í frí á sveitabæ með foreldrum sínum. Þar af leiðandi hafi hann þegar hann gerðist sölustjóri hjá Loft- leiðum 1964 fengið hugmynd að koma slíkum ferðaþjónustubæjum upp á Islandi. Gunnar Hilmarsson sá þá um ferðamálin hjá Loftleið- um og hann fór af stað um landið til að skoða bæi. Afraksturinn varð sá að fyrsti bæklingurinn með upp- lýsingum um ferðaþjónustubæi kom út 1969. Dieter vann síðan hjá Flugleið- um í Þýskalandi, m.a. sem sölu- stjóri, og segist þá alltaf hafa reynt að notast við Ferðaþjónustu bænda. 1986 fór hann síðan til Ferðamálaráðs og hefur síðan verið forstöðumaður landkynning- arskrifstofu ráðsins í Frankfurt þar sem hann sér um tengsl við megin- landið og er Ferðaþjónusta bænda einn af rekstraraðilum þeirrar skrifstofu. Dieter segir ísland hafa verið vinsælt ferðamannaland hjá Þjóð- verjum, jafnvel frá því fyrir stnð. „Þegar ég byrja hjá Flugfélagi ís- lands 1964 þá koma 3.000 þýskir ferðamenn til íslands. Þessi tala hækkaði síðan jafnt og þétt og tók síðan fjörkipp 1986 þegar Norður- löndin halda sameiginlega kynn- ingu í Þýskalandi.“ Einhverra hluta vegna þorðu menn ekki að fara til Noregs og Svíþjóðar í kjölfar Tsjemobíl-slyssins sem var þetta ár en Þjóðverjum sem lögðu leið sína til Islands fjölgaði hins vegar um 44%. Síðan hefur ferðamönn- 2 Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Bændaskólinn á Hvanneyri býður upp á fjölbreytt nám á sviði landbúnaðar. Starfsmenntun í landbúnaði ( búfræðh Bændadeild skólans býður fjölbreytta starfsmenntun í landbún- aði með áherslu á nautgriparækt og sauðfjárrækt. Inntökuskilyrði eru 36 einingar úr framhaldsskóla, 18 ára lág- marksaldur auk starfsþjálfunar við landbúnaðarstörf, eða 21 árs lágmarksaldur auk góðrar starfsreynslu og starfshæfni. Náms- tími er fjórar annir, þrjár á Hvanneyri og ein í verknámi undir handleiðslu bónda. Stúdentar geta lokið náminu á einu ári. Nám- ið er lánshæft samkvæmt lánareglum LÍN. • Búfræðinámið er lifandi starfsnám í nánum tengslum við at vinnuveginn og rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu hans. • Búfræðinámið er traustur undirbúningur þeim sem hyggja á búskap. • Búfræðinámið er góður undirbúningur að háskólanámi í bú vísindum. • Búfræðingar hafa að námi loknu fjölþætta atvinnumöguleika í landbúnaði. Umsóknir um innritun haustið 1999 berist skólastjóra fyrir 30. júní n.k Búfræðinám í fjarnámi Bændaskólinn býður einnig starfsmenntun í landbúnaði sem fjarnám. í fjarnámi er unnt að Ijúka búfræðiprófi eða einstökum námsgreinum. • Búfræðinám í fjarnámi er spennandi valkostur þeirra sem ekki eiga kost á að stunda reglubundið búfræðinám. • Búfræðinám í fjarnámi hentar vel til að bæta við búfræði þekkingu sína. • Búfræðinám í fjarnámi hentar vel starfandi bændum. Umsóknir um innritun haustið 1999 berist skólastjóra fyrir 15. júlí n.k Allar nánari upplýsingar um nám við Bændaskólann á Hvanneyri fást í síma 4370000 eða á heimasíðu skólans http://www.hvanneyri.is/ > 1 1 IH-MLi 1/1 jjIB \. » I Í)U* DieterWendler-Jóhannsson formaður Evrópudelldar Ferðamálaráðs ís- lands ásamt Sævari Skaptasyni framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda. um frá Þýskalandi hér á landi fjölgað ört. Dieter segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að bændagisting ætti bjarta framtíð fyrir sér. „I byijun 8. áratugarins voru bændur með hefðbundinn búskap töluvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir koma flestir úr stórum borgum og hægt er að veiða. Þeir sem hafa ekki nógan pening til að veiða lax eða silung geta siglt út á sjó, t.d. frá Stapa, og veitt hjá klettunum. Svo geta þeir farið á hestbak, í fjall- göngu og upp á jökul. Svo er hægt að fá sér eitthvað gott að borða.“ Að mati Dieters sækja ferða- menn í aðra hluti nú en áður. Hann DRAMINSKI á íslandi /Júgurbólgunemi /Fangskynjari fyrir ær /Gangmálagreinir fyrir kýr, hryssur og tíkur. Nýtist einnig sem fangskynjari. /Bakfitumælir fyrir svín (lífs og liðin) /pH. mælir fyrir jarðveg og vökva (einfaldur í notkun) /Rakamælir fyrir hey og hálm. /Kornrakamælir. •'Músa- og rottufæla. / Vermir fyrir nautasæði. / Hitamælir (með 150 cm löngum skynjara) Nauðsyn ehf er söluaðili fyrir DRAMINSKI á íslandi en það fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu á rafeindavörum fyrir landbúnað. Nánari upplýsingar: Sími/fax: 451 3543, 854 7716 Netfang: naudsyn@centrum.is Nauðsyn ehf. Lyngási 510 - Hólmavík ____________________________________________/ Bændur og verðbúlgan Þórólfur Sveinsson, formaöur Landssambands kúabænda. Verðbólga hefur verið lítil hér á landi undanfarin ár. Nú eru hins veg- ar blikur á lofti um að hún kunni að vera á uppleið og eru spár um að hún kunni að verða 3-4 % á jressu ári. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað skuldir bænda, sem að lang- mestu leyti em í verðtryggðum skuldbindingum, hækka mikið ef verðbólgan verður 3,9 % á þessu ári eins og Fjárfestingabanki atvinnu- lífsins hefur spáð. í þessum vanga- veltum er ekki tekið tillit til jress fjár sem bændur eiga bundið í búrekstr- inum og ekki heldur til hugsanlegra peningalegra eigna er kunna að vera bundar vísitölu neysluverðs. Skuldastaða bænda er mjög misjöfn, en skv. lauslegri skoðun á búreikningum áætla ég skipt- inguna þessa; Skuldir við Lánasjóð landbúnaðarins 50% Aðrar skuldir vegna búrekstrar 33 % Einkaskuldir (íbúðarhús ofl. _____________________________17% Alls 100 % Heildarútlán Lánasjóðs landbúnað- arins eru ríflega 11 milljarðar. Nærri lætur að lántökur bænda er svara til þeirra 50 % er áður voru nefnd séu vísar í könnun sem Ferðamálaráð Islands gerði fyrir 5-6 árum á því hvað ferðamenn sæktust eftir. 1 henni kom m.a. í ljós að rúmlega 90% þeirra Þjóðveija sem koma hingað til lands eru ferðamenn og er hlutfallið ekki svona hátt meðal annarra þjóða. „Þar kemur einnig fram að yfir 90% ferðamannanna koma hingað vegna náttúru landsins. I könnun sem gerð var um áramótin 1997-1998 kom hins vegar í ljós að þetta hlutfall hafði minnkað niður í 72% að sumri til og 66% að vetri til. Það er því fleira sem ferðamenn eru að sækja í núna.“ Meðal þess sem þeir eru famir að sækja meira í er hvers konar af- þreying. „íslendingar hafa upp á svo margt slíkt að bjóða, t.d. göngu- ferðir, fjallaferðir á öllum mögu- legum faratækjum, sjóferðir og hestaferðir en þær em hvergi eins vinsælar og í Þýskalandi. Það hefur einnig sýnt sig að menn vilja ferðast meira á eigin spýtur en áður. Þessar hópferðir hringinn í kringum landið duga ekki til að fjölga ferðamönnum hér á landi. Til þess verðum við að reyna að selja allt landið, líka þau svæði sem ferðamenn hafa ekki sótt eins mikið í.“ Sævar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir að framboð á dægra- dvöl hjá ferðaþjónustubæjum hafi aukist. „Ég tel að það sé ekkert mál að sinna þeim aukna áhuga sem er á dægradvöl. En þetta er að sjálfsögðu líka ábending til bænda og mikilvægt að þeir geri sér grein fyrir því að ein ástæða fyrir því að fólk gisti hugsanlega á bónda- bæjum er dægradvölin, sérstaklega á bæjum sem ekki em í alfaraleið." Sævar segir það stefnu Ferða- þjónustu bænda að skjóta styrkari stoðum undir kynningu á dægra- dvöl bænda. „í sumarbæklingnum okkar skiptum við þeim bændum sem bjóða upp á dægradvöl í flokka og greinum þá sérstaklega frá þeim bændum sem eingöngu bjóða upp á gistingu. Þetta er fyrsta tilraun okkar til að draga þá aðila betur fram á sjónarsviðið. Við ætlum að gera dægradvölinni betri skil. í framtíðinni vil ég síðan sjá þá bændur sem bjóða upp á dægradvöl auglýsa í þeim bæklingum sem við dreifum er- lendis," segir hann. Dieter segir möguleika ferða- þjónustubænda töluverða vegna aukinnar ásóknar í ódýrara gisti- rými. „Það fer vaxandi að menn taki eigin bfl á leigu og vilji gista ódýrt á ferðum sínum. Þar hafa ferðaþjónustubændur mikla mögu- leika. Þjóðverjar hafa lært að ferð- ast um landið og vita að þangað geta menn komið án þess að lenda í verulegum erfiðleikum," segir Dieter að lokum. Til sölu diselmótor í Möstu sendibíl. Lítiö slitinn mótor meö nýuppteknu heddi. Upplýsingar í síma 487 5631 um 10,5 milljarðar. Ef það er nærri lagi, má áætla heildarskuldir bænda þannig; Skuldir við Lánasjóð landbúnaðar- ins 10.500.000.000 Aðrar skuldir vegna búrekstrar 6.930.000.000 Einkaskuldir (íbúðarhús ofl.) __________________3.570.000.000 Alls 21.000.000.000 Að þessum forsendum gefnum (sem vissulega eru áætlanir), má halda því fram að við hvert pró- sentustig sem vísitala neysluverðs hækkar, hækki skuldir bænda um 210 milljónir. Ef verðbólgan verður 3,9 % á þessu ári, munu skuldir bænda því hækka um 819 milljónir. Það er því mikið hags- munamál fyrir bændur hver þróun- in verður á þessu sviði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.