Bændablaðið - 15.06.1999, Side 23

Bændablaðið - 15.06.1999, Side 23
Þriðjudagur lS.júní 1999 BÆNDABLAÐIÐ 23 Þorgeir Ástvaldsson fjölmiðla- og sveitamaður frá Fellsströnd Tíminn vinnur með íslenskum landbúnafli Þorgeir Ástvaldsson er einn þekktasti útvarpsmaður landsins og hefur starfað við þann miðil í 25 ár. Undanfarin sjö ár hefur hann stýrt morgunútvarpi Bylgjunnar, síðast ásamt Margréti Blöndal, en þau létu bæði af því starfi í vor. Þau tvö hafa ávallt fjallað töluvert um landbúnaðinn í þáttum sínum og það hefur Þorgeir raunar alltaf gert í sínu starfi. Þorgeir er fæddur á Breiðabólstað á Fellströnd og er ættaður úr Dölunum. Hann er ahnn upp í sveit að hluta og segir það h'fsreynslu sem hann hefði ekki viljað vera án. „Tengslin við landbúnaðinn og sveitimar hefur alltaf verið til staðar á mínu heimili. Ég hef síðan reynt að framlengja þessi tengsl til bama minna með föstum ferðum í réttir og sauðburð.“ Þessi tenging hefur lika komið fram í starfi Þorgeirs. „Þegar maður hefur íjallað um ýmis þjóðmál þá er landbúnaðurinn vissulega hluti af því. Mér hefur fundist landbúnaðurinn hafa verið afskiptur í þjóðmálaumræðunni síðustu ár. Umræðan hefur yfirleitt verið á neikvæðum nótum en þó finnst mér að bændur séu að ná sér upp úr því. Það hefur ekki verið nógu mikið um vaskleg póhtísk störf í þágu landbúnaðarins." Þorgeir telur ástæðuna fyrir þessari neikvæðu umræðu mega rekja til þess að áður fyrr hugsuðu menn um landbúnaðinn meira sem bagga á samfélaginu. ,J>að hafa hins vegar átt sér stað gífurlegar breytingar, m.a. með tilkomu yngri kynslóðar inn í landbúnaðinn. Þessi umræða er að snúast á jákvæðari veg og ég held að það sé vegna þess að menn sjái fyrir sér að það hljóti að vera framtíð í landbúnaðinum hér á landi. Bændur þurfa að vera kokhraustari og ekki vera með minnimáttarkennd eins og er áberandi í dag.“ Þorgeir telur hreinleikann eitt stærsta vopn landbúnaðarins. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda á lofti hreinleikanum. Hann mun sigra á endanum. Það hafa komið ffarn alvarlegar brotalamir í landbúnaðnum í Evrópii sem styrkja stoðir vistvæns landbúnáðar." Og Þorgeir tekur grænmetis- framleiðendur hér á landi sem dæmi. „Við höfum raforkuna og gróðurhúsin og aðstæður hér eru ágætar þrátt fýrir mikið myrkur á vetuma. Þeim sem ég þekki finnst flestum íslenska grænmetið betra en það innflutta. Því ætti að styrkja betur stoðir grænmetis- framfeiðslunnar. Mér finnst t.d. alls ekki rökrétt að garðyrkjubændur þurfi að borga sexfalt orkuverð á við sjávarútveginn. Við höfum reyndar fengið nýjan landbúnaðarráðherra sem ég held að taki á þessu.“ Þorgeir bendir á að hollustan hljóti alltaf að vera hagfræðinni yfirsterkari. „Það má ekki hleypa innfluttum landbúnaðarafurðum inn í landið viðspymulaust. Við megum alveg halda á lofti hreinleika landsins og jafnvel ýkja hann til að skapa þessa ímynd. Ég bind einnig mildar vonir við að þeir sem fari út í búskap á þeim forsendum að hanri sé vistvænn muni geta selt ffamleiðslu sína dým verði." Það er ekki hægt að ræða um landbúnað við Þorgeir án þess að inna hann eftir skoðunum hans á innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm. „Ég held að þama sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. Ég sé ekkert athugavert við að gera tilraunir með þetta á einangmðum stöðum á löngum tíma en það þarf að fara varlega í þessum efrium. Mér finnst eðlilegt að kúabændur vilji líta upp úr farvegi sínum og jafnvel skoða hið óumbreytanlega. Þar finnst mér þeir vera að sýna ákveðið landbúnaðarpólitískt fmmkvæði. Ég hef hins vegar ekki nokkra trú á að norskar kýr muni alveg taka við af þeim íslensku en ef við skoðum aldrei hlutina frá öllum sjónarhomum verður okkur aldrei ágengt. Umræðan hefur á stundum snúist upp í þjóðemishyggju í gegnum kýmar en ég gef lítið fýrir slík rök.“ Þorgelr ásamt bolakálfinum Þor- geirsbola, sem fæddist á Laugar- bökkum í Ölfusi í vor. Boli var skírður í höfuðið á Þorgeiri og annar boii, Maggi Blöndal, var síðan skírður í höfuðið á Margréti Blöndal, sem starfaði með Þorgeiri í morgunútvarpi Bylgjunnar. Þorgeir telur að tíðarandinn sé að breytast í landbúnaðinum. „Tíminn vinnur með íslenskum landbúnaði. Vistvænn landbúnaður verður sífellt mikilvægari heiminum og þar getur íslenskur landbúnaður gegnt stóm hlutverki. Ég vil sjá landbúnaðinn meira inni í þjóðmálaumræðunni, t.d. í heilbrigðisumræðunni, og að Islendingar verði meðvitaðri um það sem þeir láta ofan í sig. Landbúnaðurinn verður í ffamtíðinni tæknivæddari og fjölbreyttari og búum fækkar. Það þarf að greiða götu sauðfjárbúskapar hér á landi og það er til skammar hvað margir sauðfjárbændur hafa orðið fyrir miklum búsifjum. Ég held að sauðfjár- og kúabúskapur eigi eftir að taka töluverðum breytingum. Ég hef heldur ekki áhyggjur af því að við getum ekki selt okkar landbúnaðarafurðir á nýrri öld ef við getum spilað vel úr þeim spilum sem við höfum.“ Þorgeir segir að tryggja verði samkeppnisstöðu landbúnaðarins í samanburði við aðra atvinnuvegi. „Það er ekki nógu mikil reisn yfir því sem er að gerast í íslenskum landbúnaði. Það á hins vegar eftir að breytast, ég er alveg sannfærður um það. Það þarf hins vegar að komast á meiri skilvirkni frá orðum til gerða. Þar verða stjómvöld að koma sterk inn,“ segir Þorgeir að lokum. sHaflex Rúllubaggaplast Hvít rúllupökkunarfilma Fáanleg í tveimur stærðum: 50 cm breið filma - lengd 1800 m 75 sm breið filma - lengd 1500 m Tímabundið tilboðsverð Staðgreiðsluafsláttur -- Magnafsláttur fyrir heil bretti. Heybindigarn fyrir baggabindivélar og rullubindivélar Kannaðu verðið! 400 m/kg - 2.000 m pr. rúllu - Litur: Hvítt 600 m/kg - 3.000 m pr. rúllu - Litur: Hvítt 850 m/kg - 4.250 m pr. rúllu - Litur: Ljósblátt ÞQR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Perkins POWERPART Varahlutir og síur í Perkins vinnuvélar Ingvar Helgason hf. Vélavarahlutir, Sævarhöfða 2, sími 525 8040

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.