Bændablaðið - 15.06.1999, Síða 4

Bændablaðið - 15.06.1999, Síða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15.júní 1999 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Ritstjórnargrein Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til ailra bænda landsins og fjöimargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.389 eintök (miðað við 18. maí 1999) í dreifingu hjá íslandspósti. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.450 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Landbúnaðarráðherra úr grasrótinni í stól landbúnaðarráðherra er sestur Guðni Ágústsson sem er okkur bændum að góðu kunnur. Guðni er sveitamaður og hefur skilning á viðhorfum og þörfum bænda og eru því miklar væntingar til hans gerðar. Hann hefur verið formaður landbúnaðarnefndar og Lánasjóðs landbúnaðarins og komið víða að málefnum bænda og er því flestum hnútum kunnugur. Mikið verk bíður nýs ráðherra og verður fylgst vel með tökum hans á við- fangsefninu ekki síst fyrir það að hann hefur verið gagnrýninn á ýmis- legt sem gert hefur verið og ekki gert í landbúnaðarmálum. Eins og fyrr er stöðugt viðfangsefni að bæta kjör okkar sem landbúnað stunda og eru nú sem áður margar leiðir til þess. Mikilvægur þáttur í því efni er að endurskoða alla þætti í rekstrar- umhverfi landbúnaðarins. Þó mikið hafi verið gert í því efni síðastliðin ár er ýmislegt óunnið enda um viðvarandi verkefni að ræða í heimi örra breytinga. Guðna bjóðum við velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í því erfiða hlutverki sem hann hefur tekið að sér. Loforð skulu standa í búrekstri eins og öðrum rekstri er mikilvægt að geta gert áætlanir langt fram í tímann og er mikilvægara að sjá þeim mun lengra eftir því sem veltan er hægari eins og t.d. í mjólkurfram- leiðslu. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og mjóikursamlögin lofuðu því í september sl. að greitt yrði að lágmarki fyrir próteinhluta allrar umframmjólkur á verðlagsárinu án nokkurs fyrirvara. Eins og kunnugt er hefur framleiðslan farið fram úr því sem menn gerðu ráð fyrir og stefnir í að fara 10 millj. lítra umfram greiðslu- mark á verðlagsárinu eða 5-6 sinnum meira en þörf var talin fyrir í upphafi verðlagsársins. í byrjun maí sl. tók stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ákvörðun um að setja þak á greiðslur til bænda þrátt fyrir áður gefin loforð. Þessi vinnubrögð mjólkuriðnaðarins eru í meira lagi vanhugsuð og vanheil því það er afar mikilvægt að bændur geti treyst loforðum forustumanna mjólk- uriðnaðarins. Sveigjanleiki í greiðslu- markskerfinu er takmarkaður og er því mikilvægt fyrir mjólkuriðnaðinn og bændur að geta gripið til aðgerða ef markaðsaðstæður krefjast, en það verður ekki hægt í framtíðinni ef bændur geta ekki treyst loforðum forustumanna mjólkuriðnaðarins. Við- skipti með greiðslumark eru ekki heimil frá 20. apríl til 1. sept. eiga því bændur enga möguleika á að bregðast við með kaupum á greiðslumarki. Offramleiðsluvandinn sem loforðin frá sept. sl. sköpuðu átti úr því sem komið var að leysa á næsta verðlagsári en reyna með öðrum ráðum að hvetja bændurtil minnka framleiðsluna. Kal í túnum Víða um land ber nú á kali í túnum en ástandið virðist vest við utanverðan Skagafjörð og Eyjafjörð þar sem dæmi finnast um yfir 50% skemmdir. Bændur á þessum svæðum hafa þurft að þola afar gjafalangan vetur og eru því flestir illa í stakk búnir að mæta þessu tjóni. Það er mikilvægt að allir hlutaðeigandi s.s. Bændasamtökin, búnaðarsambönd, Bjargráðasjóður o.fl. leggist á eitt til að gera bændum mögulegt að uppfylla fóðurþörfina fyrir komandi vetur. Einnig er brýnt að gera bændum Ijóst hvernig Bjargráðasjóður hyggst bæta tjón þeirra. Á stjórnarfundi Bændasamtakanna í sl. viku var rætt um hvernig bregðast ætti við vandanum og samþykkt að kanna betur umfang kalsins og leita eftir aðstoð landbúnaðarráðherra. Hrafnkell Karlsson, stjómarmaður í Bœndasamtökum íslands Mikið hefur verið ritað og rætt um fyrirhugaðan innflutning á norskum kúm tii landsins. Enn sem komið er hefur aðeins verið tekin ákvörðun um að gera samanburðartilraunir á norskum og íslenskum kúm. Eigi að síður er gott að sem flest sjónarmið komi fram áður en stærri skref verða stigin. Menn hafa bent á það að íslenskar kýr mjólki nokkuð minna en þær norsku, þær séu ekki eins jafngóðar í mjöltum, hafi lakari júgur og spena og líklega misjafnara skap. A móti hafa komið efasemdir um að þær norsku séu mikið betri þegar tillit hefur verið tekið til allra þátta t.d. stærðar, fóðurnýtingar, endingar o.fl. Enn fremur hafa menn nefnt hugsanleg verðmæti sem felist í íslenska stofninum en séu ekki til annars staðar. Hvað sem þessari umræðu líður hef ég verið á móti því að skipta um kúastofn í landinu, ekki vegna þess að ég telji íslensku kýrnar standa norskum kúnum jafnfætis í afurðum, heldur vegna þess að ég lít á þær sem hluta af þjóðararfi okkar líkt og Islendingasögurnar, kveðskaparlistina, byggingarstílinn o.fl. Fólk hefur lifað í þessu landi í rúm 1000 ár og lífsbaráttan hefur oft verið hörð. íslenska búféð á mikinn þátt í því að þjóðinni tókst að lifa hér í allan þennan tíma. Það hefur mótast af dvölinni í landinu og öðlast með henni íslensk sérkenni. Við stöndum í þakkarskuld við íslensku kindina, kúna og íslenska hestinn þó það hafi viljað gleymast í seinni tíð. Vegna þessa finnst mér íslenska búféð hafa öðlast ákveðinn þegnrétt í landinu umfram önnur búfjárkyn. Islenska búféð með litafjölbreytileika sínum er í mínum huga hluti af ásýnd þessa lands. En þetta eru bara tilfinningaleg rök. Ef margir aðrir íslendingar líta þetta svipuðum augum þarf að taka tillit til þess þegar ákvörðun er tekin. Það er því ekki einkamál bænda hvort við skiptum íslensku kúnni út fyrir aðrar kýr, heldur snertir þetta þjóðina alla. Ef íslenska kýrin er í raun óhagkvæmari til mjólkurframleiðslu en norskar eða aðrar erlendar kýr, en meirihluti þjóðarinnar vill samt hafa hér íslenskar kýr, þá eiga bændur ekki að bera þann fjárhagslega skaða einir, heldur við öll. Við þurfum sem sé að gera það upp við okkur hvort við viljum kosta einhverju til og hve miklu svo hér séu íslenskar kýr. En til að komast að því hvort norsku kýrnar séu hagkvæmari við okkar aðstæður þarf að gera tilraunir. Komi það síðar í ljós að íslenska kýrin búi yfir kostum sem önnur kyn hafa ekki eða að Island verði eftirsóttara af ferðamönnum vegna þess að hér sé litskrúðugur búpeningur og öðruvísi, þá er það aukavinningur, en ekki nauðsyníeg forsenda þess að hér verði áfram íslenskar kýr. Guðni Þorvaldsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.