Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 12

Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15.júní 1999 Efnagreiningar á heyi 1999 Nú er bofiiO upp ú „hrafiferð" fyrir orkugildi og prútein án steinefnamælinga Samstarfsamningur um hey- efnagreiningar fyrir bændur milli Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Bændaskólans á Hvanneyri hefur verið endur- nýjaður. Helsta breytingin er sú að nú er boðið uppá nýjan val- kost, þ.e. hraðferð fyrir orku- gildi og prótein án steinefna- mælinga (sjá aftar). Vinnuferillinn verður svipaður og á síðasta ári. Sýnin skulu öll send að Hvanneyri þar sem þau verða skráð. Mælingar verða unnar á báðum stöðum og gögn send raf- rænt á milli. Niðurstöður verða sendar út frá RALA, en gagna- grunnur með niðurstöðum mun liggja fyrir hjá báðum stofnunun- um. Fyrirspumum um niðurstöður og túlkun þeirra skal beina til Tryggva Eiríkssonar á RALA. Sýnataka Mikilvægt er að sýnin séu vel tekin og gefi sem besta mynd af því fóðri sem sýnið er tekið úr. I þeim tilvikum sem bændur taka sýnin sjálfir er best að hafa sam- band við héraðsráðunauta sem veita ráðleggingar um hvemig best er standa að sýnatökunni. Reikna má með að nokkur hluti bænda taki hirðingarsýni, t.d. við rúlluverkun, til að losna við að gera göt á rúllumar. Þá er hægt að taka hirðingarsýni með því t.d að ganga þvert á múgana áður en rúllað er og taka smá viskar úr þeim, eða taka sýnið úr rúllunum áður en plastað er og nota heybor ef þess er kostur. A svipaðan hátt er hægt að taka sýni við hirðingu í vothey eða þurrhey. Nægjanlegt er að sýnin séu um 0,5 kg. Sýnin em sett í frysti í vel lokuðum plast- pokum. Þegar fyrri slætti er lokið eða í heyskaparlok em sýnin send í efnagreiningu með tilheyrandi upplýsingum. Æskilegt er að sem allra flest sýni berist fyrir 20 október. Merking sýnanna Mjög mikilvægt er að sýnin séu vel merkt, það gerir skráningu ömggari og sparar fyrirhöfn við skráninguna. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja: Sendandi: Nafn bónda, heimilisfang og kennitala. Einnig lögbýlis og póstnúmer. Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri. Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, grænfóður eða annað. Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða það sem menn vilja auðkenna sýnið með. Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Tegund: Skrá grastegundir aðeins ef menn em vissir á greiningunni, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóðurtegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi kál og annað) Mœling og afgreiðslutími Um er að ræða: a) Hefðbundna greiningu eins og verið hefur, það er þurrefni, orkugildi, prótein og steinefni. Af- greiðslutími frá móttöku sýna er 30 dagar. Ef hirðingarsýni koma snemma sumars gæti afgreiðslu- tími orðið örlítið lengri, en reiknað er með að fyrsta útsending niður- staðna með steinefnamælingum verði 10. ágúst. b) Hraðferð, einungis mælt þurrefni, orkugildi og prótein. Af- greiðslutími frá móttöku sýna er 10 dagar. Hraðferðin hefur í för með sér aukið vinnuálag á efna- greiningafólk en á móti kemur að steinefamælingum er sleppt. Verð Verð fyrir heildar greiningu (með steinefnum) eins og verið hefur er 2375.- kr Verð fyrir mælingu á orkugildi og próteini (án steinefna) hraðferð 2375.- kr Verðin em án virðisaukaskatts. Búnaðarsamböndum er boðið upp á viðræður um afslátt í samræmi við umfang viðskipta og fyrir- komulag þeirra skv. samkomulagi. Ef óskað er eftir öðm en hefð- bundinni greiningu verður að til- greina það sérstaklega. Ofangreint gildir einungis um heysýni og önnur gróffóðursyni, en ekki um komsýni eða annað kjamfóður. Nánari upplýsingar og aðstoð veita búnaðarsamböndin. Einnig veita allar upplýsingar: Björn Þorsteinsson Hvann- eyri sími 4370000 fax 4370048 Tryggvi Eiríksson Rann- sóknastofnun landbúnaðarins sími 5771010 fax 5771020 Freyr Flytur þér vandaðan fróðleik um landbúnað. Ert þú áskrifandi? Hringdu í síma 563 0300 og við sendum þér blaðið um hæl. TINDAR í FLESTAR TEGUNDIR Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 DRAMINSKI júgurbólguneminn Söluaðili: NAUÐSYN ehf. Lyngási 510 - Hólmavík Sími/fax: 451 3543, 854 7716

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.