Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur IS.júní 1999 Girðingarstaurar, milliprik og efni í sólpalla og fjárhúsgrindur. Skör ehf Langanesi, sími 468 1109 Háireki ehf. Árneshreppi sími 852 2629 VtEDESTEIN^) Landbúnaðardekk Eigum dekk á flest landbúnaðartæki á lager. Gúmmívinnslan hf. 600 Akureyri Sími: 461 2600 ftn - 30 20 10 01 23456789 10 Graðhestur í stóði, vikur Goði hefur hafið framleiðslu á Gourmet lambakjöti, sem er sér- valið og vel fitusnyrt, fyrsta flokks lambakjöt. Gourmet kjötið er kryddað mildri náttúrulegri krydd- blöndu þar sem bragðgæði ís- lenska lambsins fær að njóta sín fullkomlega. Kryddblandan inni- heldur bæði hvítlauk og papriku auk annarra kryddtegunda. Gourmet vörulínan felur í sér sex mismunandi útfærslur, þar sem saman fer hefðbundið lamba- kjöt eins og heil læri og læris- sneiðar, en einnig er boðið upp á nýjungar. Það er til dæmis boðið upp á beinlausa ofnsteik úr fram- parti, mjaðmasteik og læri án mjaðmabeins. Mikill kostur er að þetta eru minni stykki en áður og hentar því betur minni fjölskyld- um. Við alla framleiðslu er sér- staklega hugað að gæðum og vönduðum vinnubrögðum. Gourmet lambakjötið hentar jafnt á grillið sem og í ofninn. Gourmet sneiðamar má einnig steikja á pönnu. prófa með um 8-10 hryssum. Ef árangur er góður mætti hafa 20 hryssur með honum þriggja vetra. Hryssunum má síðan fjölga smátt og smátt er folinn eldist en þó að- eins ef hann reynist vel. Ekki má þó fara yfir 26-7 hryssur í stóði hjá reyndum hesti ef stefnt er að yfir 85% fyljun. Aldrei ætti að setja fleiri en 20-24 hryssur á hest þar sem ekki er fylgst með árangri graðhestsins. Ráðleggingar okkar miðast við að graðhesturinn sé að minnsta kosti 10 vikur í stóðinu en fækka þarf hryssum á hest ef tíminn er styttri en það. Um höfunda: Hörður Kristjánsson, lifefnafrœðingur, er framkvœmdastjóri Isteka hjá Lyfjaverslun Islands hf. Björn Steinbjömsson, dýralœknir, vinnur við sœðingastöð stóðhestastöðvar Neðra Saxlands í Celle, Þýskalandi. malgar® MYKJUGEYMAR Vélaval ■ Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Hörður Kristjánsson, Þh. D og Björn Stelnbjörnsson DVM. Oft heyrist því fleygt að frjó- semi íslenska hrossastofnsins sé mjög mikil og miklu betri en geng- ur og gerist hjá erlendum hrossum. Fáar rannsóknir hafa þó verið birt- ar til að staðfesta þessi ummæli. Undanfarin ár hafa umfangsmiklar frjósemisrannsóknir verið gerðar á íslenska hestakyninu hjá Isteka - Lyfjaverslun Islands hf., samhliða blóðsöfnun úr fylfullum hryssum. Niðurstöður frá síðustu þremur ár- um, 1996, 1997 og 1998, frá vel yfir 2000 hryssum og rúmlega 100 stóðhestum gefa til kynna að 74- 6% hryssna sem ganga í frjálsri sumarbeit með stóðhesti fyljist á fyrstu tíu vikunum eftir að hesti er hleypt til þeirra. Ekki er marktæk- ur áramunur á frjóseminni, 1996 og 7 var hún 74-75%, en 76% árið 1998. Hrossasóttin sem geysaði síðla veturs og fram á vor á mörg- um bæjum 1998 virðist því engin áhrif hafa haft á frjósemina. Hryssumar fyljast að meðaltali eins og sýnt er á mynd 1. Tveimur vikum eftir að hestinum er sleppt til þeirra hafa um 35% hryssnanna fest fang. Eftir fimm vikur hafa um 60% hryssnanna fyljast og eftir níu vikur hefur fyljun náð hámarki í um 75% og fylja hestamir yfirleitt eng- ar eða mjög fáar hryssur eftir það. Frjósemi og aldur stóðhestanna Stóðhestamir vom á öllum aldri, allt frá tveggja til tuttugu og sex vetra. Þegar árangur þeirra var skoðaður eftir aldri kom í ljós að hann var ótrúlega jafn sama á hvaða aldri hestamir voru. Sem dæmi má taka að hestar sem voru 16 vetra og eldri náðu 74% frjó- semi að meðaltali í stóðum sínum sem voru um 20 hryssur að stærð. Elstu hestamir, 25 og 26 vetra, ■vom þó með frekar lítil stóð (10- 15 hryssur). Tveggja vetra folamir stóðu sig mjög vel. Frjósemi hjá þeim var 74% í stóðum með um 11 hryssum. Þess ber þó að geta að einungis þrír tveggja vetra folar voru með í úrtakinu og líklegt að bændur hafi valið þá af kostgæfni. Það verður því að fara varlega í að alhæfa út frá niðurstöðum um þá. Þriggja vetra folar virtust vera orðnir fullkomlega gjaldgengir. Arangur þeirra var betri en meðal- tal allra hestanna, eða 80% fyljun í stóðum með um 20 hryssum. Niðurstöðumar sýna að hægt er að ná þokkalegum árangri jafn- vel þótt hestar séu mjög ungir (2 vetra) eða orðnir mjög gamlir (allt að 24-26 vetra) en þá verður að gæta þess að ofkeyra þá ekki með of mörgum hryssum. Að öðm leyti virðist aldurinn engu skipta hvað frjósemi hestanna varðar. Frjósemi og stóðstœrð Eina breytan sem við sáum að hafði veruleg áhrif á frjósemina var stærð stóðanna. Þegar 33 hryssur voru í stóði að meðaltali, var fyljunin alltaf undir meðaltali allra hesta og gerðist einnig hægar (sjá mynd 2). Eftir að hryssur höfðu verið 5 vikur með hestinum var fyljunin 57% og 71% eftir 10 vikur. Sambærilegar tölur fyrir meðaltal allra hesta vom 60% og 74%. Rétt tæpur helmingur allra hryssna í úrtakinu okkar var í stóð- Meðaltal allra hesta 100 -i 90 um af þessari stærð svo stór hluti meðaltals allra hesta er frá þeim. Fyljun var mun betri þegar stærð stóða var að meðaltali 22 hryssur. Eftir fimm vikur með hesti var fyljunin þar 65% og 79% eftir 10 vikur. Þegar stærð stóða var að meðaltali 12 hryssur var fyljunin mjög góð. Eftir 5 vikur höfðu 70% hryssnanna fest fang og 86% eftir 10 vikur. I útreikningum okkar að fram- an um áhrif stóðstærðar er tveggja vetra folum sleppt sem og hestum 18 vetra og eldri, en þessir grað- hestar vom yfirleitt með lítil stóð til að vega upp á móti kraftleysi. Samanburðurinn á því við ftill- Hestar harðnaða hesta (3-17 vetra) þar sem eina breytan er stærð stóða. Áhrif stóðstærðar á árangur má einnig skoða á annan hátt með því að athuga samsetningu stóða þar sem fyljun gekk best annars vegar og verst hins vegar. Af þeim 18 stóðum í safninu okkar, þar sem 90% eða fleiri hryssur fyljuðust var ekkert stóð með fleiri en 26 hryssur. Meðalstærð stóða var 15 hryssur. Hestamir vom allt frá tveggja vetra, en meðalaldurinn var 6,5. í hópnum vom tveir gaml- ir hestar, 18 og 25 vetra. Hestar með lélegan árangur (um 60% fyljaðar hryssur eða færri) vom einnig á öllum aldri, en stóð hjá þeim vom að meðaltali helmingi stærri en hjá bestu hest- unum eða um 30 hryssur á hest. Við tókum einnig eftir því að hest- ur með yfir 30 hryssur ár eftir ár, seinkar hryssunum oft og kasta þær þá fram eftir öllu sumri. Átferlisrannsóknir okkar á hegðun graðhesta og hryssna í tveimur stóðum staðfesta einnig þessar niðurstöður. Hryssumar em í hestalátum í u.þ.b. fjóran og hálf- an sólarhring að meðaltali en þó mislengi eða frá 2-8 daga eftir hryssum. Graðhestamir fóm á hryssur í látum á öllum tímum sólarhringsins. Graðhestamir fylj- uðu meramar að meðaltali sex sinnum hverja á meðan þær vom í látum. Þó var augljóst að þeir litu ekki sömu augum á allar hryssur, því sumar fengu það í einungis eitt skipti en aðrar í allt að 11 skipti. Tíminn sem graðhestur sinnti mer- um í látum var mjög misjafn. Hjá einum hesti var hann frá 36 tímum til 82, en hjá öðmm var tíminn sem hesturinn sinnti hverri meri frá 12 til 152 tímar. Ástæðan fyrir þessum mun er mjög líklega sú að hjá seinni hestinum vom allt upp í 6-7 merar að ganga í einu. Hann hafði því lítinn tíma til að sinna hverri meri svo sumar fengu mjög litla at- hygli og öðmm sinnti hann ekki nema annað slagið á löngum tíma. Hryssumar vom einnig mjög mis- duglegar að koma sér á framfæri við hestinn. Sumar vom alltaf að bjóða sig en aðrar vom ákaflega hlédrægar. Ungar og óreyndar mer- ar gátu auðveldlega orðið útundan. Niðurstöður atferlisrannsókn- anna em því í samræmi við útkom- una úr stóru frjósemisrannsókninni sem lýst er að framan. Ef hryssum- ar em of margar á stóðhestinn ræð- ur hann ekki við framboðið af hryssum sem em í hestalátum og sleppir úr svo hryssur ganga upp. Þegar mest er að gera getur hestur- inn fyljað um 7-9 sinnum á sólar- hring. Hryssumar sem hann sinnir em þó mun færri því oft á hann sér uppáhaldshryssur og fer oftar á þær. Við höfum til að mynda dæmi um hest sem fyljaði 9 sinnum einn sólarhringinn en fór þó einungis á fjórar hryssur. Kærastan hans tók upp fimm skipti af níu. Niðurstöður okkar benda til þess að margir hrossabændur geti aukið hagkvæmni sína í hrossa- rækt. Ein leiðin er að fækka hryss- um í stóram stóðum því hesturinn fyljar eftir sem áður svipaðan fjölda mera. Afkoman breytist þá lítið sem ekkert, en beytarálag og vinnuframlag minnkar. Einnig er hægt að bæta afkomu með því að fjölga graðhestum, svo að stóð- stærð verði hæfileg. Þá fyljast fleiri hryssur en fyrr þótt heildar- hryssufjöldi sé óbreyttur. Við telj- um að tveggja vetra fola ætti að Fyljun og stærð stóða 3 4 5 6 7 Graöhestur í stóði, vikur 1 i 1 1 1 l i i 1 ■ ■ ■ •!• ’ - J ”1 I i 1 1 r i i .. j . . ! I i 1 i 1 .1. . . i . . í. . . i ; I I 1 1 1 i i 7 1: i I i 1 1 1 ■'-'i i i 1 1 j l ; i T * ’ ‘ 1' ’ r ■ ‘ ‘ I ’ ' ■ ■ 1 ‘ T ' * I I ^ t i i 1 —O— 12 htyssur i i 'l i i 1 1 ■ #—fneðaltal i i ■ . . . L . . . . | . . .. J —♦—,33 hryssur . .1 í i l J I 1 i i i í- » 1 i l i í 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 < i I 1 1 1 i i i 1 i i 1 i i r i i i I 1 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Gourmet lambakjöl -Níjungírá Goða Frjósemi fslenska hrossaslofnsins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.