Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 6

Bændablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur lS.júní 1999 Daníel Magnússon í Akbraut Það skiptir miklu máli að andlegt samband sé milli fiösamanns og kúnna Búnaðarsamband Suðurlands veitti ífyrsta sinn viðurkenningu fyrir góðan árangur í mjólkur- framleiðslu á þessu ári. Daníel Magnússon í Akbraut hlaut farandstyttuna Huppu fyrir afurða- hæsta búið á Suðurlandi 1998. Ifjósinu hjá Daníel máfinna Ljómu 64 sem mjólkaði 10.633 kg á sl. ári og var hœst á Suðurlandi með tilliti til mjólkurmagns og önnur á landinu öllu. Upphafið Upphaf þess að ég náði þessum árangri sem ég hef náð má rekja til ársins 1994 en þá ráðlagði Grétar Harðarson, dýralæknir, mér að bæta fóðrun kúnna. Breytingin fólst í því að fylgja kúnum betur eftir burð en Grétar sagði orku- skort oft þjaka kýmar eftir burðinn og þá mjólkuðu þær ekki. Það tók mig tvö ár að ná tökum á fóðrun- inni en þá fóru kýmar að svara og hafa síðan stöðugt mjólkað meira ár frá ári en metinu náði ég á síð- asta ári. Um fóðrunina Fóðmn nautgripa er eins og íþrótt. Menn verða að æfa sig til að ná árangri. Eins er það með kýmar. Þegar búið er að þjálfa þær upp í átgetu nánast hverfa vandamálin. Þó þær fari hátt í dagsnyt þá fara þær síður í súrdoða því þær ná að éta nógu mikið gróffóður. Yfir aðalmjólkurframleiðslu- tímann gef ég sex sinnum á dag, bæði kjamfóður og gróffóður. Þeg- ar honum lýkur fækka ég gjafatím- um en gef áfram sama magn. Eftir að þær em komnar út fá þær kjam- fóður tvisvar á dag. Þegar kýmar fóm út í fyrra var ég enn að gefa sex sinnum en þær bættu ekki við sig því þær sóttu ekki í aukafóður og þar með minnkaði nytin. Ég hef frekar hvatt bændur til að fækka kúnum en að vanfóðra margar. Ólíklegt er að minna fóð- ur komi fram á þessu mjaltaskeiði en það getur komið sér illa á því næsta en þá verða þær búnar að mjólka af sér. Þær ná aldrei upp holdum áður en þær bera næst. Hætta á súrdoðavandamálum eykst og prótein minnkar. Ég fer gætilega í að skipta úr einni tegund fóðurs yfir í aðra. Slíkt mglar sýmstigið í vömbinni. Það tekur skamma stund að koma því úr jafnvægi en langan tíma að rétta það af. Svoleiðis mgl dregur úr afurðum gripanna. Ég gef kúnum hey á sumrin, set rúllu í hring úti og þær sækja í það. í fyrravor og fram í miðjan júlí gaf ég þeim líka rýgresi sem þær tóku fram yfir þurrheyið en það var svo blautt að ég vildi ekki gefa það inni um veturinn. Þetta fór ekki verr í þær en svo að það jókst í þeim mjólkin. Magnið minnkaði þegar rýgresið kláraðist og þá hefði ég þurft að vera til- búinn með grænfóðrið en það var ekki nægilega sprottið. Álika stórar Stærð kúnna minna er svipuð og þeirra norsku en kýmar mínar mjólka eins mikið. Miðað við þær tölur sem ég hef séð um kjamfóð- umotkun norskra kúa þá nota mín- ar 10 kg minna af kjamfóðri á hverja 100 lítra mjólkur. Kjamfóð- umotkunina eigum við að reikna út á þennan hátt. Hvað em margir lítrar á bak við kíló af kjamfóðri? Þó svo ég framleiði mestu mjólk- ina hér um slóðir þá er ég þriðji hæsti í kjamfóðurgjöf í sveitinni. Ef ekkert kemur fyrir kýmar næstu mánuðina ætti ég að geta lagt inn í MBF á þessu verðlagsári 90 til 95 þúsund lítra úr fullu fjósi eða 16 básum. Þar með hef ég náð því meðaltali sem þekkist frá ná- grannalöndunum. Prótein í mjólk Prótein er ræktunarþáttur frek- ar en fóðrunarþáttur. Hægt er að rekja minn kúastofn til tveggja kúa. Önnur var með próteinið í 3.07% en hin í 3.97%. Báðar mjólkuðu jafn mikið. Vissulega lækkaði próteinið þegar ég bland- aði þessum kúm saman 1983 en á þessum ámm var hvorki farið að hugsa um próteinið né borga fyrir það. En próteinið hækkaði á ný og var samkvæmt skýrslum mjólkur- búsins 3.28% á liðnu ári en fóðr- unin skiptir líka miklu máli. Um heilbrigði Heilbrigði gripanna er gott og ég hef sloppið við súrdoða að mestu því mistökin í fóðmn em til að læra af. í fyrra lenti ég í júgur- bólguvanda og þá þýddi ekkert annað en að skera. Að vísu má lækna eina og eina kú enda er sorglegt að horfa á eftir góðri rækt- unarkú í sláturhús. Slíkir gripir eru mikils virði. Nú er ég með tvær júgurbólgukýr í fjósi sem ég ætla að láta bera til að rækta undan þeim. Frumutala var of há í fyrra- vor enda sýktust fjórar kýr í einu af júgurbólgu og tvær nokkru seinna. Allt var þetta sami sýkillinn en hvemig þær sýktust veit ég ekki. Hins vegar lagaðist ástandið mikið eftir að menn frá „Höndinni ehf.“ rafsegulssviðsmældu fjósið. Það kom í ljós að mikið rafsegulsvið var í íjósinu og með því að jarð- binda jámklæðningu utan á fjósinu tókst að draga úr áhrifunum. I vet- ur hefur ástandið verið mjög gott og vil ég hvetja aðra til að láta mæla fjósin. Samband og spekt Það skiptir miklu máli að það sé andlegt samband milli fjósa- manns og kúnna. Ég minnist þess að í haust kom maður í heimsókn til mín. Hann var að fá kvígur að fyrsta kálfi inn sem hann hafði lagt vinnu í að spekja. Hann sagði mér að það væri bylting að fá svona spaka gripi í fjósið. Ég legg mikið upp úr þessu og speki kálfana strax og þeir fæðast. Ég hef þá bundna hjá kúnum enda geta sumar þeirra varla séð af kálfunum sínum. Hvemig speki ég kálfana? Ja, ég tala við þá og klappa þeim. Það fóm frá mér tveir kálfar á Uppeld- isstöðina í Þorleifskoti og það var til þess tekið er þeir komu þangað hve rólegir þeir vom. Það skiptir máli að kálfurinn sé spakur frá upphafi. Bændur leggja almennt of litla áherslu á uppeldi kálfa. Ef kálfamir fá ekki gott viðmót í upp- hafi verða þeir hvumpnir. Tauga- sterkir gripir em fljótir að temjast. Sjaldan launar kálfurinn ofbeldi. Um kálfa Ég er að reyna að ala upp stóra gripi með því að fóðra kálfana vel þegar vöxturinn á sér stað. Kálfur sem nær sér vel af stað í upphafi verður stór. Ég tel mjög mikilvægt að gefa mjólk mun lengur en al- mennt gerist og í því sambandi vil ég nefna að rétt hitastig mjólkur- innar er stór þáttur. Kvígumar era allar sem næst þriggja ára þegar þær bera. Ef þú skoðar þær kvígur hjá mér sem fengu slysafang sérðu fljótt að þær em minni en hinar enda mjólka þær ekki eins mikið. A þessum tíma em þær í tanntök- um og eiga erfitt með að jórtra. Kallað á kýrnar Hvort allar kýmar í fjósinu séu rólegar? Allar nema þær elstu. Þær eiga það til að rása af stað ef kemur styggð að hópnum úti en yngri kým- ar standa rólegar eftir. Ástæðan er sú að gömlu kýmar komust á legg áður en ég fór markvisst að leggja vinnu í að spekja kálfana. Þessi vinna mín hefur líka skilað sér í því að ég þarf bara að kalla kýmar inn þegar þær em úti á túni. Kunna þær að lesa? -Nei, þær kunna ekki að lesa og skrifa en líklega verður það næsta verk. Réttara að flytja inn bœndur Þegar ég hugsa um það sem ég hef gert þá tel ég það mistök að flytja inn önnur kúakyn og blanda þeim saman við það íslenska. Ástæðan er sú að við emm með gripi sem nýta okkar íslenska hey margfalt betur en erlendu kynin, próteinið er hærra í mjólkinni og ef bændur gæfu sér tíma til að hugsa um ræktun yrði árangurinn í réttu hlutfalli við það. Of margir hugsa lítið um hvaða naut þeir nota. Það er engin kýr samfeðra í mínu fjósi en margar em skyldar. Ég á kvígur sem settar verða undir naut í haust en þær em samfeðra, undan heimanauti. Ég er að fara aftur meira út í heimanautin en bestu kýmar í fjósinu, kýr sem bera af í byggingarlagi, afurðum, júgmm og spenum, em undan heimanautum. Með heimanautum nær maður mikilli ræktun og skyldleiki í hæfilegum mæli er af hinu góða. Þannig festir maður betur ættareinkenni og afurðir. Ég hef komið í fjós þar sem byggingarlag kúnna er úr ýmsum áttum. Hjá mér er þessu öfugt farið. Þær em afar svipaðar - jafnt í bygg- ingu og eins júgurlagið. Ég hef stundum sagt að það væri réttara að flytja inn bændur til að kenna íslenskum bændum að ná árangri. Jú, við fáum myndir af þeim nautum sem koma til notkunar en okkur hefur skort að sjá myndir af mæðmm nautanna. Þessar upplýs- ingar er nú að finna á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands og hefur mikið að segja fyrir áhuga- menn um ræktun. Margir á harðaspretti Margir þeirra sem boða inn- flutning sem lausn á vanda gefa sér ekki tíma til að sinna kúnum. Ég lít á kúabúskap sem fulla vinnu en ekki aukastarf. Eftir að ég hætti við kindumar fór ég að hugsa meira um kýmar. Það em mistök að vera með blandaðan búskap. Við náum meiru út úr búskapnum ef við sérhæfum okkur. Of margir hafa búskap sem aukastarf. Það er gaman að vera með góðar kýr sem mjólka mikið. Margir hafa komið til mín og skoðað kýmar. Við eig- um að gera meira af slíku, heim- sækja hvem annan hiklaust og sjá hvað hinir em að gera. Heimsóknir geta leitt margt í ljós sem er að f eigin búskap og kveikt nýjar hug- myndir, við teljum alltaf allt vera best heima! I þessari sveit er mikill áhugi á ræktun og auknum afurðum. Hvort margir séu á harðaspretti á eftir mér9 Einu sinni var ég á harða- spretti á eftir hinum. Nú hleyp ég fremst og hef hugsað mér að halda farandgripnum, styttunni, sem ég fékk. Til þess þarf ég að halda vel á spöðunum. F JL. |jósið í Akbraut er gert fyrir 16 kýr en þar voru 14 kýr er Bbl. kom í heimsókn. Mjólkurframleiðslan er meiri en kvótinn leyfir. Kvótinn er rétt tæplega 69 þúsund lítrar. „Á sínum tíma vorum við hvattir til að framleiða haust- og vetrarmjólk en þá var ég með töluvert af sumarbærum. Árin sem ég var að breyta yfir voru notuð sem viðmiðunarár. í stuttu máli má segja að ég hafi tapað um 40% af réttinum og þarf nú að kaupa hann til baka. En þeir sem framleiddu á fullu og hlustuðu ekki á neitt, þeir græddu,“ sagði Daníel. „Ég hef keypt 35 þús. lítra en Ijóst er að ég verð að auka kvótann enn meira. Hins vegar er verðið á kvótanum alltof hátt.“ i

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.