Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15.júní 1999 Gulrófur- nýtt fjölrit frá RALA Orkugildi gulrófna er lágt og þær eru tHveldar sem megrunarfæQi ■ seglr í greln efJr |is Ólaf Reyhdal og Val finnnlangsaon. TryTDmið er út Fjölrit RALA nr. 199 er ber heitið Gulrófan - fyrr og nú. Eru þar birtar niðurstöður JL. jL. úr rófurannsóknum RALA frá 1993 til 1998 ásamt ítarlegri skoðun innlendra og erlendra heimilda tengdum rannsóknunum. Ritinu er ekki ætlað að vera allsherjar leiðbeiningarrit fyrir rófuræktendur enda er ekkert fjallað um mikilvæga þætti svo sem áburðargjöf og illgresiseyðingu. Ritinu er hins vegar ætlað að vera grunnheimild í íslenskum gulrófustofnum, sjúkdómum og meindýrum á rófunni og næringargildi hennar. Upphafið að rófurannsóknum RALA má rekja til samstarfs RALA og Félags gulrófnabænda er hófst 1992. Margir rófna- bændur urðu þá fyrir miklu tjóni vegna skemmda í geymslum og einnig óttuðust margir að vamir gegn kálmaðki væm að bregðast. Auk þess voru menn að hverfa frá ræktun Kálfafellsrófunnar vegna lélegra frægæða. Var því ákveðið að snúa bökum saman og reyna að snúa þróuninni við. Garð- ávaxtasjóður veitti styrki til þriggja verkefna 1993 og 1994 en það vom Stofnræktun á Kálfa- fellsrófunni, Úttekt á geymslu- sjúkdómum og Tilraunir með varnir gegn kálmaðki. Ekki var farið út í stofnræktun á Kálfa- fellsrófunni að sinni en stutt við bakið á Hannesi Jóhannssyni í Stóru-Sandvík og frærækt hans en Sandvíkurrófa hans er af sama stofni og Kálfafellsrófan. Rófufjölritið hefst á almennu yfirliti eftir Halldór Sverrisson. Miklar sveiflur em í uppskem- magni milli ára og fer uppskeran í betri ámm yfir 1000 tonn. Halldór áætlar meðalneyslu á hvem Islend- ing 2,4 kg á ári miðað við 3,8 kg í Noregi og 1,7 kg á Bretlandseyjum svo tekið sé mið af löndum þar sem einnig er hefð fyrir neyslu gulrófna. Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri á Korpu, ritar grein er hann nefnir „Gulrófur fyrr og nú“. Þar segir hann frá kálætt- kvíslinni (Brassica) og skýrir uppruna gulrófunnar. Grein hans er ítarleg sagnfræðiheimild um sögu matjurtarræktar á íslandi með áherslu á sögu gulrófunnar og forvera hennar, næpunnar. Jónatan fjallar síðan um rófu- stofna og setur þar fram athyglis- verðar og vel rökstuddar kenn- ingar um íslenska rófustofna. I stuttu máli telur Jónatan að þær „íslensku rófur“ sem svo vom nefndar um aldamótin séu komn- ar af Þrándheimsrófunni sem Schierbeck landlæknir flutti inn og af þeim stofni sé svokölluð Ragnarsrófa komin, en hún er kennd við Ragnar Ásgeirsson, ráðunaut. Jónatan telur Kálfa- fellsrófuna vera af sama stofni og rússneska rófan Krasnöje selsköje en getur þess jafnframt að tveir þekktir ræktunarmenn séu honum ósammála. Halldór Sverrisson fjallar næst um rófusjúkdóma og segir frá út- tekt sem hann gerði á ámnum 1993-95 hjá rófubændum. Niður- staða hans er að grásveppur sé langalgengasti geymslusjúkdóm- urinn í rófum hér á landi og að þurrt loft sé það sem helst ýtir und- ir skemmdir vegna grásvepps. Guðmundur Halldórsson og Sigurgeir Ólafsson segja frá til- raunum með vamir gegn kálflug- unni sem staðið hafa yfir síðustu 6 ár. Þeir telja að nær ógemingur sé að verjast maðkskemmdum í róf- um við hámarksálag af kálflugu eins og verður þegar sáð er í garða þar sem mikið var af kálmaðki árið áður. Því sé afar mikilvægt að færa garðana oft til, bæði til að minnka álagið af kálflugu og til að tryggja betri verkun vamarefn- anna, en erlendar rannsóknir sýna að sé sama vamarefni notað oft á sama jarðveg dregur úr virkni þeirra vegna hraðara niðurbrots örvera. Þegar álag af kálflugu er hóflegt virkar skordýraeyðirinn Birlane enn fullnægjandi þegar honum er dreift við sáningu. Curaterr hins vegar brotnar hraðar niður en Birlane og er því ráðlegt að seinka dreifingu þess þar til stuttu fyrir varp flugunnar. Rannsóknir á leifum vamarefna í tilraununum sýna að við rétta notkun efnanna er ekki hætta á að leifar þeirra finnist í rófunum. Ólafur Reykdal og Valur Gunnlaugsson skrifa að lokum grein er þeir nefna Næringar- gildi, bragðgæði og nýting gul- rófna. Þar kemur fram að orku- gildi gulrófna sé lágt og sam- bærilegt við orkugildi greip- ávaxta. Rófur eru því kjörnar í megrunarfæði. Þeir benda einnig á að trefjaefni séu þar meiri en í flestum ávöxtum. Magn trefja- efna í rófuþurrefni er tvöfalt á við það sem er í heilhveiti. Gul- rófur eru einnig ágætur C-víta- míngjafi. "Ö Fjölbreytt úrval heyvinnuvéla, vandaðar, léttbyggðar og sterkar. FELLA er þýskt fyrirtæki og í fararbroddi í heimalandi sínu. Bændur hafa góða reynslu af FELLA, enda eru vélamar fyrsta flokks, verðið hagstætt og þjónustan góð. . ■ Diskasláttuvélar frá kr. 298.000 án vsk. Heyþyrlur frá kr. 278.000 án vsk. * Stjömumúgavélar frá kr. 228.000 án vsk. VELAVER" Reykjavík - Akureyri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.