Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 26
26 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15.júní 1999 Landbúnaðartæki Hagstætt verðtilboð - Takmarkað magn Verð frá kr. án vsk. MASCHIO jarðtætarar 82" 255.200 MASCHIO tindatætarar 99" 485.600 MORTL diskasláttuvélar 2,5 mt 330.300 TONUTTI hjólrakstrarvélar 5 hj, 2,8 mt. lyftut. 52.200 TONUTTI hjólrakstrarvélar 6 hj, 3,5 mt. lyftut. 72.000 TONUTTI hjólrakstrarvélar 9 hj, 6,0 mt. dragt. 267.000 TONUTTI hjólrakstrarvélar 10 hj, 6,7 mt. dragt. 308.000 AMA vökvayfirtengi m/lásventli og tengjum 16.320 Upplýsingar í síma 587 6065 Verð frá kr. án vsk. RECK mykjuhrærur 5,2 mt. 138.000 AVANT fjósvélar 13 hö. 650.000 B&P haugsugudælur 88.000 B&P mykjudælur 286.000 CARNEVALI vatnsdælur 109.000 OTMA stjörnurakstrarvélar 3,2 mt 87.000 OTMA flagjöfnur 2,5 mt 48.000 OTMA flutningsskúffur á þrítengi 1,8 mt 38.000 ECO-TRAC traktorsrafstöðvar 24 kw 216.000 Lokar, tengi, dreifistútar, sogbarkar, hrað- læsingar o. fl. fyrir haugsugur og dælu- tanka. Hagstætt verð. ORKUTÆKNI V Hyrjarhöfða 3, 112 Reykjavík. ■ %■ Markmið náms víð Hólaskóla er að velta nemendum hagnýta fræðslu um ferðamál, fiskeldi og hrossarækt. Sjónarmið ábyrgrar nýtingar náttúruauðlinda og efling byggðar í landinu er höfð að leiðarljósi í námi og kennsiu við skólann. Heimavist á nemendagörðum, grunnskóli og leikskóli á staðnum. Hólaskóli framsækinn skóli við upphaf nýrrar aldar * Ferðamál, náttúra og menning í dreifbýli * Fiskeldi og vatnanýting * Hrossarækt, reiðkennsla og reiðmennska Hólaskóli, Hólum Hjaltadal 551 Sauðárkrókur s. 453 6300, fax 453 6301 netfang: holaskoli@holar.is Hugnm að öpyggis- hlífum á drifsköftum Til að fyrirbyggja slys af völd- um drifskafta skiptir réttur örygg- isbúnaður þeirra meginmáli. A ár- unum 1970-1990 voru skráð 49 banaslys í landbúnaði hér á landi og helming þeirra mátti rekja til dráttarvéla og drifbúnaðar þeirra. í byrjun árs 1992 gerði Slysa- vamafélag Islands könnun á yfir 50 bændabýlum á búnaði drif- skafta og kom þá í ljós að 40% drifskafta höfðu ófullnægjandi öryggisbúnað. I kjölfarið stóð fé- lagið fyrir átakinu „öryggishlífar á drifsköftin" sem stóð yfir í 5 ár. Þá voru bændur og aðrir dráttarvéla- eigendur heimsóttir og öryggis- hlífar lagaðar eða skipt um þær þeim að kostnaðarlausu. A meðan á átakinu stóð varð mikil vakning meðal bænda um að hafa öryggis- hlífar í góðu ásigkomulagi og eftir því sem leið á verkefnið voru alltaf færri og færri hlífar sem þurfti að laga. Höldum áfram á þessari réttu braut og höfum öryggishlíf- amar ávallt í lagi til að koma megi í veg fyrir slysin, því það er ekki aftur tekið ef slys hefur orðið. UHO kadmín í ábnröi og afurOum mikilviegt fyrir bændnr og neytnndur Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. í seinasta mánuði í frétt frá RALA var sagt frá því í Bænda- blaðinu að lítið kadmín hefði mælst í matvælum frá íslenskum landbúnaði. Þar var einnig minnt á gildi þess að velja jafnan ólífræn- an áburð með eins lágt innihald af kadmín og kostur er. Þessi frétt varð Guðmundi Þorsteinssyni frá Skálpastöðum tilefni hugleiðinga og spuminga í blaðinu þar á eftir sem Rannsóknastofnun landbún- aðarins er ljúft að svara. Spumingarnar lúta að innihaldi á kadmíum í landbúnaðarafurðum en kadmium er þungmálmur sem getur safnast upp í vefjum líkamans, einkum nýrum og lifur og valdið heilsutjóni. Kadmin- magn í matvælum er því nátengt hugtökum eins og hreinleika og hollustu sem hefur fengið vaxandi vægi í framleiðslu matvæla og öllu markaðsstarfi. Ein helstu sóknarfæri íslensks landbúnaðar felast í því að tryggja sem mest gæði afurðanna frá margvíslegum sjónarmiðum. Kadmin er einungis að finna í fosfóráburði og beint samband er milli styrk þess í þeim áburði sem notaður er og magn kadmíns í uppskeru og afurðum. Magn kadmíns í jarðvegi er mis- munandi eftir uppruna hans og virðist nokkuð hátt á íslandi. Helsta aðgerð okkar til að halda hinum lágu gildum sem mælast í lifur og nýrum lamba er því að tryggja að sem lægst magn berist með aðfluttum tilbúnum áburði og við það miðast þau gildi sem sett hafa verið í reglugerð. Ofangreind- ar staðreyndir eru og til grundvall- ar þeirri niðurstöðu að íslendingar fengu haldið lágum viðmiðunar- gildum þrátt fyrir reglugerðir Evr- ópusambandsins og vann Bjami Helgason sérfræðingur á RALA með Aðfangaeftirlitinu að því máli. í sama Bændablaði og Guð- mundur vitnar til er grein eftir Lilju Grétarsdóttur hjá Aðfanga- eftirlitinu þar sem gerð er grein fyrir þeim reglum sem gilda um merkingar á áburði sem inniheldur fosfór. í framhaldi af umræðunni um kadmín í landbúnaðarafurðum varð allmikil umræða um hvemig stofnunin gæti tekið áfram á þess- um málum sem hún hefur sinnt um margra ára skeið. Sérstaklega þótti áhugavert að nýta áratuga gamlar áburðartilraunir á Sáms- stöðum í Fljótshlíð til að afla gmnnupplýsinga um stöðu þung- málma í jarðvegi og uppskeru með hliðsjón af mismunandi áburðar- gjöf um langan tíma. Sótt var í tví- gang um stuðning við verkefni árin 1995 og 1996 af þessu tagi til RANNÍS þar sem efnagreiningar á þungmálmum eru dýrar en því miður var þeim hafnað. Stjóm Átaks-áforms var einnig kynnt þetta verkefni í von um stuðning en án árangurs. Á Ráðunautafundi 1998 hélt Ólafur Reykdal erindi sem nefnd- ist „Berst kadmín í búfjárafurðir“ þar sem hann dróg saman helstu þætti í stöðu þekkingar um þennan þungmálm í íslenskum matvælum á þessum tíma og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem þá hafði verið unnin. Er þar margvíslegan fróð- leik að finna. Rannsóknastofnun landbúnaðarins mun áfram vakta þennan málaflokk og leitast við að afla fjármagns til metnaðarfullra verkefna og vonast eftir góðum stuðningi kúabænda og neytenda til þess. Framleiðnisjóður 165 erindi hlutu afgreiðslu á síðasta ári Framleiðnisjóði land- búnaðarins bárust 261 formleg erindi á síðasta ári, að því er fram kemur í árs- skýrslu sjóðsins. Af þeim hlutu 165 erindi afgreiðslu með fyrirheiti um fjár- stuðning en 62 var synjað. Sjóðurinn hafði alls 256,5 milljónir króna til ráðstöfunar á síðasta ári, þar af komu 175 miiijónir af fjárlögum. Sjóðurinn fær sömu upphæð til umráða á núgildandi fjárlögum. í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að Fram- leiðnisjóður eigi með starfi sínu verulegan þátt í eflingu nýbúgreina og hagræðingu á sviði landbúnaðar. Margt hafi áunnist og fjölbreytni í atvinnustarfsemi til sveita hafi aukist á undanförnum árum. Þau tíðindi urðu síðan í starfi sjóðsins um síðustu áramót að hann fiutti sig um set og hefur nú aðsetur sitt að Engjaási 2 í Borgar- nesi. Ekkert útibú er í Reykjavík. ■■ V' * ‘ "Tr-X''Xl WSMSi I \\ . ■ ■ ■ • 'S* í *■ ’ V :-*v

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.