Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur lS.júní 1999 Rammasamningur um vátryggingar fyrir bmndnr Hér á eftir fylgir rammasamningur um vá- tryggingar sem Bændasamtök Islands og Vátryggingafélag íslands gerðu fyrir skömmu. Samningurinn er birtur í heild í opnunni: Bændasamtök íslands, kt. 631294 - 2279, Bændahöllinni v/Hagatorg, 127 Reykjavík, hér eftir kölluð BÍ, og Vátrygg- ingafélag Islands hf., kt. 690689 - 2009, Ar- múla 3,108 Reykjavík, hér eftir kaUað VÍS, gera með sér eftirfarandi rammasamning um vátryggingar fyrir bændur. 1. TUgangur BI gera eftirfarandi rammasamning um vá- tryggingar fyrir hönd félagsmanna sinna byggðan á útboði um bændatryggingar frá 25. febrúar 1999, þar sem tilgangur með ramma- samningi er annars vegar útfærsla á vátrygg- ingarvemd fyrir bændur og hins vegar tiltekinn iðgjalda- grundvöllur miðað við „grundvallar- bú“. Þessi rammasamningur miðast við hefð- bundinn búrekstur í sauðijár- og nautgripa- rækt. 2. GrundvaUarbú Rammasamningurinn miðast við „grund- vaUarbú" eins og það er sett fram í viðauka 1 við þennan samning. Hins vegar miðast trygg- ingaviðskipti hvers félagsmanns BI við eigin bústærð. 3. Tryggingar BI hafa það að markmiði að tryggingar- vemd bænda sé sem best á hverjum tíma. Með þessum samningi hefur tryggingarþörf bænda verið skilgreind í tvo meginþætti. í fyrsta Iagi svo kallaðar gmnntryggingar þar sem lögð er áhersla á að allir meginþættir búrekstrarins séu tryggðir með viðunandi hætti og mæla BI með að hver bóndi taki þessar tryggingar eftir því sem við getur átt í hverju tilviki. í öðm lagi em valtryggingar sem geta verið góður kostur sem frekari tryggingar einstakra þátta búrekstrarins. BÍ leggja áherslu á að tryggingarvemd hvers bús sé sem best og er það skilningur beggja samningsaðila að VIS leggi áherslu á að markaðssetja grunntryggingar meðal bænda og kynna jafnframt þær valtryggingar sem félagið hefur á boðstólnum. 3.1. Grunntryggingar Gmnntryggingapakki bænda skiptast í eftirfarandi þrjá undirflokka: 1. Búrekstrartryggingar: - Bmnatrygging útihúsa - Landbúnaðartrygging sem er lausafjár- trygging og ábyrgðartrygging bónda. - Slysatrygging bónda - Slysatrygging maka - Launþegatrygging - Lögboðin ábyrgðartrygging dráttarvéla ásamt slysatryggingu ökumanns og eiganda. 2. Einkatryggingar: - Bmnatrygging íbúðarhúss - Fjölskyldu- og heimilistrygging - Húseigendatrygging - Líftrygging einstaklings eða hjóna. 3. Bifreiðatryggingar: - Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækis - Slysatrygging ökumanns og eiganda - Framrúðutrygging ökutækja 3.2. Valtryggingar: Valtryggingar með gmnntryggingapakka bænda skiptast í eftirfarandi tryggingar: - Óveðurstrygging útihúsa - Sjúkratrygging bónda - Sjúkratrygging maka - Örorkutrygging bama - Al-kaskótrygging dráttarvéla - Hálf-kaskótrygging dráttarvéla - Framrúðutrygging dráttarvéla - Bmnatrygging dráttarvéla - Al-kaskóttrygging ökutækja - Hálf-kaskótrygging ökutækja - Lögboðnar tryggingar snjósleða - Lögboðnar tryggingar fjórhjóla Bótasvið þessara trygginga kemur ffam í skilmálum félagsins fyrir þessar tryggingar á hveijum tíma. 4. Lágmarks tryggingarvemd Gert er ráð fyrir að bændum sé boðinn gmnntryggingapakki, sbr. grein 3.1. í samningi þessum. Félgasmönnum BÍ er þó heimilt að undanskilja einstakar tryggingar í pakkanum eða breyta þeim eftir því sem hentar í hveiju tilviki með tilliti til tryggingategunda og bóta- fjárhæða. Til þess að öðlast rétt á innbyggðu afslátt- arkerfi þessa samnings em félagsmenn BÍ skuldbundnir til þess að vera með eftirfarandi tryggingar í "gmnntryggingapakka bænda": - Landbúnaðartryggingu sem er samsett lausafjártrygging og ábyrgðartrygging bónda. - Slysatryggingu bónda og/eða launþega- tryggingu. Félagsmönnum BÍ er heimilt að öðm leyti að setja saman þann „tryggingapakka“ sem hentar hveijum fyrir sig bæði með tilliti til tryggingategunda og bótafjárhæða. 5. Iðgjaldagrunnur og afsláttur Viðmiðunariðgjöld við upphaf samn- ingsins miðast við "gmndvallarbú" samkvæmt tilboði VÍS og forsendur þess þann 22. mars 1999. Iðgjöld trygginga á samningstíma miðast við gjaldskrá VIS á hverjum tíma að teknu tilliti til sérstaks afsláttar sem tilheyrir samningnum. Viðmiðunariðgjöld gmndvallarbús koma fram í viðauka 2. Frávik frá gildandi gjaldskrá VÍS vegna sérafsláttar þessa samnings gilda eingöngu fyrir þá félagsmenn BÍ sem eru með „gmnn- pakka“ eins og hann er skilgreindur í 4. grein samningsins. Afsláttarkjör vegna þessa samnings koma fram í viðauka 3. Gildistaka þessa samnings gagnvart ein- stökum bónda er við næstu endumýjun við- komandi tryggingar hjá VÍS og/eða töku ný- tryggingar. 6. Iðgjaldaviðmiðun Landbúnaðartrygging- ar Landbúnaðartrygging er homsteinn þessa samnings. Iðgjöld og vátryggingjiverðmæti miðast við forðagæsluskýrslur frá BI þannig að bændur þurfa ekki að öðm leyti að upplýsa fé- lagið um magn og verðmæti hins tryggða hvort sem um er að ræða bústofn, fóður, vélar eða tæki. Það er ekki lagt neitt sérstakt mat á verð- mæti véla og tækja heldur taka skilmálar fé- lagsins mið af því að vélar og áhöld sem til- heyra búinu séu vátryggðar samkvæmt raun- vemlegu verðmæti á hveijum tíma. 7. Þjónusta BI leggja áherslu á að VIS veiti félags- mönnum BI eins góða Jijónustu og kostur er hvarvetna á landinu. VIS hefur skipt landinu í 5 þjónustusvæði þar sem hveiju svæði er stjómað af sérstökum þjónustufúíltrúa bænda. Auk þess rekur VIS svæðis- og umboðsskrif- stofur um land allt sem flestar em tölvutengdar gagnagmnni félagsins og geta þannig veitt bændum hvar sem er á landinu góða þjónustu. Yfnlit yfir þjónustunet VIS kemur fram í við- auka 4 við þennan samning. Auk þessa skipulags með sérstaka þjón- ustufulltrúa fyrir bændur mun VIS stuðla að eftirfarandi þjónustu við bændur: Hver bóndi sem er í viðskiptum við VÍS fái senda sérstaka tryggingamöppu með upp- lýsingum um þennan samning, skilmála trygginganna og aðra þætti tiyggingastarf- seminnar. Einu sinni á ári verði hveijum bónda sent sérstakt tryggingayfiriit yfir einkatrygging- ar og tryggingar búsins. Bændum verði gefinn kostur á að samræma alla gjalddaga mismunandi trygginga á einn gjalddaga. Bændum verði gefinn kostur á greiðslu- þjónustu sem felst í því að dreifa greiðslum í allt að 11 mánuði. VIS mun í samráði við þá bændur sem tryggja hjá félaginu endurskoða reglulega tryggingaþörf hvers og eins, t.d. með heim- sóknum tryggingaráðgjafa, símtölum, bréfa- skriftum og á annan þann hátt sem hentar fé- lagsmönnum BI. 8. Markaðssamstarf Samingsaðilar eru sammála um að stuðla að bættri tryggingarvemd félagsmanna BÍ. BÍ munu stuðla að því að samstarf félag- anna og þessi samningur verði kynntur mjög vel opinberlega, m.a. með greinaskrifum í Bændablaðið og munu BI gefa VIS kost á greinaskrifum í blaðið á samningstímanum. VÍS er heimilt að nota nafri BÍ í kynningarefni vegna trygginga til bænda í samræmi við þennan samning. BÍ lýsa yfir að þau aðstoði VÍS við mark- aðssetningu tryggingaframboðs þessa ramma- samnings eftir nánara samkomulagi á hveijum tíma. BI og VIS senda félagsmönnum BI í upp- hafi samnings sameiginlegt bréf þar sem samstarf félaganna er kynnt. 9. Viðskiptí við félagsmenn BÍ VÍS bíður félagsmönnum BI tryggingar samkvæmt þessum samningi. Tryggingartaka VIS miðast við almennt áhættumat hjá félag- inu og getur félagið hafnað einstökum trygg- ingum, sett skilyrði fyrir tryggingartöku eða synjað einstökum aðilum um vátryggingar vegna sérstakra aðstæðna. 10. Forvamir Forvamir eru mikilvægt hagsmunamál fyr- ir bændur og tryggingafélag þeirra þar sem verulegt samhengi er milli tjóna og iðgjalda. BÍ og VÍS eru sammála um að vinna að for- vamarverkefnum meðal bænda á samnings- tímanum með það að markmiði að draga úr tjónatíðni. Forvamaraðgerðir þessa samnings verða eftir nánara samkomulagi á hveijum tíma. 11. Samstarfsnefnd Samningsaðilar tilnefria fjóra aðila í sam- starfsneírid, tvo aðila frá hvomm samnings- aðila. Nefridin getur kallað til aðra aðila ef svo ber undir. Verkefni þessarar samstarfsnefndar em m.a.: Að vera vettvangur fyrir upplýsingamiðlun varðandi þau mál sem varða þennan samning. Að vera vettvangur fyrir mál sem kunna að koma upp og em ágreiningsmál varð- andi framkvæmd samningsins. Að vera vettvangur fyrir almenn skoðana- skipti og upplýsingagjöf varðandi atriði sem geta haft áhrif á tryggingamál bænda. Samstarfsnefridin hittist reglulega tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir. Fulltrúar VÍS sjá um að kalla neftidina saman. 12. Samningstími og endurskoðunar- ákvæði Samningur þessi er gerður til 6 ára. Báð- um aðilum er heimilt fyrir lok þriðja árs samn- ingstímans að fara fram á endurskoðun samn- ingsins eða segja honum upp. Ef hvorugur aðili fer fram á endurskoðun samnings þá end- umýjast samningur sjálfkrafa óbreyttur til þriggja ára. 13. Annað BI bera ekki ábyrgð á tryggingartöku né greiðslu iðgjalda einstakra félagsmanna sinna. Hver einstakur bóndi semur um sínar trygging- ar og ber ábyrgð á greiðslu iðgjalds. VIS áskilur sér rétt á samningstímanum til að breyta iðgjaldagmnni og bótasviði þeirra al- mennu trygginga sem falla undir þennan samning ef breytingar verða á þeim trygging- um hjá félaginu. VIS áskilur sér rétt á samningstímanum til að breyta iðgjaldi Búrekstrartryggingu, sem em sértryggingar fyrir bændur, ef gmndvöllur iðgjalds breytist, t.d. með nýrri löggjöf, dóms- úrskurðum sem breyta bótasviði, skattareglum eða öðmm þeim ytri aðstæðum sem geta haft áhrif á iðgjöld félagsins. Samningur þessi er gerður í tveimur sam- hljóða eintökum og heldur hvor aðili sínu ein- taki. Reykjavík, 8.iúní 1999 Vátryggingafélag lslands lif. Bœndasamtök íslands

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.