Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 Kynningarfundir um kræklingarækt standa yfir víða um landið: Ijúst efflr tvö, þpjú úp hvort kræklingarækt sú arðbær kostnr Þessa dagana er verið að halda kynning- arfundi um kræklingarækt víða um land en áhugi á að athuga hagkvæmni kræklingaræktar hér á landi hefur sífellt verið að aukast. Það eru Hafrannsókna- stofnun, Veiðimálastofnun og at- vinnuþróunarfélög víða um land sem standa að fundunum. Búið er að lialda fundi á ísafirði og á Egilsstöðum og þriðji fundurinn verður svo haldinn í Borgarnesi á laugardag. Kynningarfundi þessa má rekja til þess að fyrir rúmu ári var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga sem fól ríkisstjóminni að undirbúa með lagasetningu ef með þyrfti, kræklingarækt og hvers konar annan fjörubúskap sem ætla má að verði á næstu árum tekinn upp á lögbýlum sem aðgang eiga að sjó. Og einnig að sjá til þess að á viðeigandi rannsóknastofnun verði sú sérfræðiþekking fyrir hendi sem að haldi má koma og þarf til þess að leiðbeina væntan- legum ræktendum skelflsks og hafa fullnægjandi eftirlit með framleiðslu þeirra í samræmi við kröfur einstakra markaða. Meðal þeirra sem unnið hafa við þetta verkefni em Valdimar Gunnarsson sjávarút- vegsfræðingur hjá Veiðimálastofnun og Guðrún Þórarinsdóttir hjá Hafrannsókna- stofnun. Þau hafa m.a. farið til Kanada til að kynna sér ræktunina þar en á Prins Edward eyju er stunduð nokkuð umfangsmikil kræklingarækt. Leiðbeinandi frá Kanada mun svo koma hingað til lands í viku í sum- ar til að kenna og leiðbeina. A þessu ári verður svo gerð rannsóknarskýrsla þar sem metið verður hvort þessi ræktun geti orðið arðvænlegur búskapur í framtíðinni. Valdimar segir nokkra þegar byrjaða að rækta kræklinga, m.a. í Hvalfirði, Eyjafirði og á Austfjörðum. „Fyrir um 15 árum var gerð tilraun í Hvalfirði. Það gekk ágætlega að rækta kræklinginn en hann náði markaðsstærð á tveimur árum sem er held- ur hægari vöxtur en hjá samkeppnisaðilum. Nú er hins vegar kominn heilmikill kippur í þessi mál og við erum helst í því núna að bremsa menn af.“ Hver veit nema bændur, sem eiga land að sjó, eigi eftir að stunda kræklingarækt sem aukabúgrein. Valdimar segir frumskilyrði fyrir kræklingarækt að skjólið sé gott og því komi ekki mjög margir staðir hér á landi til greina. „Þetta þarf að vera inni í fjörðum þar sem hafaldan nær ekki til kræklingsins. Æðarkollan getur hins vegar verið vandamál þar sem hún étur töluvert af kræklingnum." Valdimar segist ekki hafa trú á því að bændur eigi eftir að fara í stóra ræktun. Hins vegar gæti reynst góður kostur að fara út í slíkt með fleiri mönnum. „Á þes- sum kynningarfundum kynnum við líffræði kræklingsins, markaðsmál, ræktunartækni og þann búnað sem menn geta notað. Einnig munum við gefa grófa mynd af arðsemi en það er ljóst að hún verður ekki mjög mikil, einkum vegna þess að við erum mjög langt frá mörkuðum og getum því ekki selt hann ferskan erlendis eins og margir aðrir gera.“ Valdimar nefnir þó að hægt sé að vinna kræklinginn hér á landi og selja hann þannig frosinn úr landi líkt og gert er á Nýja-Sjálandi. Valdimar segir að ekki verði fullljóst fyrr en eftir 2-3 ár hvort þetta geti reynst arðbær kostur. í árslok verði menn þó komnir með góðar upplýsingar. „Það er al- veg ljóst að það verður aldrei neinn stórgróði af slfkri ræktun. Stofnkostnaður er reyndar ekki mikill miðað við annað eldi en stærsti kostnaðarliðurinn er launa- kostnaður. Við ráðleggjum fólki sem vill prófa þetta að byrja smátt," segir hann. spennu," segir hann. Allar litlu stöðvamar eru þriggja fasa en líklega munu þær geta keyrt orkuna inn á eins fasa línur, en nú er að koma fram tækni sem gerir mönnum kleift að „búa til“ þriggja fasa rafmagn úr eins fasa rafmagni. En hvað á sá bóndi að gera sem hefur trú á því að bæjarlækurinn sé heppilegur til rafmagnsframleiðslu? Eiður sagði að fyrsta skrefið væri að mæla vatnsmagnið. „í rauninni geta bændur gert þetta sjálfir eða fengið ráðunaut til þess. Við komum líka á staðinn ef menn óska og Orkustofnun getur aðstoðað við vatnsmælingu. Mikilvægt er að fylgjast með vatnsrennslinu yfir veturinn. Þegar þessu lýkur þarf að mæla fallhæðina. Árni hefur aðgang að tækjum og tólum til að mæla fallhæðina en auðvitað geta fleiri framkvæmt þetta verk. Með þessar upplýsingar er ekki annað eftir en að setjast niður og reikna dæmið til enda. Hér getum við séð hvað hver verkþáttur kemur til með að kosta. Heppilegast er að vinna verkið að sumarlagi og það er hægt að framkvæma það á einu eða tveimur árum. Ég var til dæmis að ljúka við virkjun í Sandfellshaga en þar tóku menn tvö ár í verkið. Þarna er um að ræða 70 kw virkjun. Þá má geta þess að ég endurbyggði virkjunina í Seglbúðum Landbroti í haust.“ Saga rafstöðvasmíði út með Kinnarfjöllum í Þingeyjarsýslu er orðin nokkuð löng. Jón Sigurgeirsson í Árteigi hóf smíði á rafstöðvum fyrir 1950 en um var að ræða litlar rafstöðvar með 12 eða 24 volta vindrellu- dínamóum sem voru settar í fjölmarga bæjarlæki í Þing- eyjarsýslu. Um 1950 byggði Jón sína fyrstu alvöru rafstöð fyrir Granastaðabæina, en svo kallast bæjarþyrpingin út með Kinnar- fjöllum. Þetta eru bæirnir Granastaðir, Ártún, Áreigur I og II og Fitjar. Stöðin hefur verið stækkuð tvisvar og endurbyggð og getur framleitt um 200 kw. í röska hálfa öld hefur starfsemin í Árteigi snúist meira og minna um rafstöðvar. Um 1980 hóf Eiður, sonur Jóns, að starfa á verkstæðinu og tók við rekstrinum eftir að hafa lokið námi í rafvirkjun. Um 1988 kom bróðir hans Amgrímur til starfa en hann er lærður vélvirki. Saman fram- leiða þeir bræður 3 til 4 túrbínur á ári. Við hönnun á þeim hafa þeir fengið til liðs við sig Árna S. Sigurðsson vélaverkfræðing sem starfar á Verkfræðistofu Norður- lands á Akureyri. Ámi er sér- menntaður í túrbínufræðum og gerir alla helstu útreikninga varðandi smíðina. Árni er fæddur og alinn upp á Fomhólum í Eiður Jónsson við ratmagnstúrbínu. Áhugi fyrir heimarafstöðvum hefur aukist til muna á liðnum árum - og nú er svo komið að rœtt er um í alvöru að eigendur lítillla heimarafstöðva geti selt RARIK orku. Því ekki? Um er að rœða „afurð“ sem bóndinn framleiðir. Á árum áður voru heimarafstöðvar mjög algengar og má nefna Skaftafellssýslu í því sambandi, en þegarfarið var að rafvœða sveitirnar voru heimarafstöðvar litnar hornauga því hið opinbera vildi að allir tengdust línum þess svo lagningin yrði hagkvœmari. Nœsta skrefgæti verið það að línur RARIK yrðu nánast eins og þjóðvegir og að notandi t.d. á Suðurlandi gœti samið við norðlenskan bónda um rafmagn. Líklega yrðu kaupandi og seljandi að greiða RARIK vegtoll en efhonum vœri í hófstillt má œtla að allir högnuðust. „Eg lít á orku sem framleidd er í ám og lœkjum eins og hverja aðra ajurð, “ segir Eiður Jónsson íÁrteigi. Undanfarin misseri hafa þeir sýnt mestan áhuga á virkjun sem á árum áður voru með heimarafstöðvar en alltaf kemur einn og einn sem vill virkja á nýjum stað. Þannig má nefiia Syðri-Vík í Vopnafirði. Þar býr Artúr Pétursson ferðaþjónstubóndi sem œtlar að ná 40-45 kílóvatta virkjun. Ljósavatnsskarði og á heimabæ hans er rafstöð. Það má því segja að hann hafi, rétt eins og þeir bræður, rafmagn í blóðinu... Nú munu vera 70 til 80 túrbínur, framleiddar í Árteigi, í gangi víðsvegar á Islandi - og til viðbótar má nefna að Árteigsmenn hafa búið til þrjár sem snúast á Grænlandi og eina sem framleiðir rafmagn í Færeyjum. Þessar stöðv- ar framleiða samtals rúmlega tvö megavött. Til samanburðar má geta þess að Laxárvirkjun er um 10 megavött. En í verkstæði Jóns í Árteigi var ýmislegt fleira búið til en rafstöðvar. Þaðan hafa streymt heybyssur og súgþurrkunarblás- arar svo eitthvað sé nefnt. Þegar Bbl. kom í heimsókn var Eiður að búa til innréttingu í íjós þannig að ljóst má vera að þeir bræður koma víða við - og handbragðið leynir sér ekki. „Nú er meira lagt í nákvæmari útreikninga og hönnun en áður,“ sagði Eiður Jónsson um rafstöðv- amar er Bændablaðið tók á honum hús fyrir skömmu. „Og tilfellið er að um allt land er að finna ár og læki sem hagkvæmt er að virkja. Auðvitað er kostnaðurinn misjafn á milli bæja en í mörgum tilvikum er það ekki dýrara en virkjað kflóvatt hjá Landsvirkjun - eða rétt röskar eitthundrað þúsund krónur kflóvattið." En hvað líður langur tími þar til lítil virkjun er farin að borga sig? Eiður fullyrðir að í mörgum tilvikum líði ekki nema fimm til sjö ár þar til búnaðurinn er farinn að framleiða peninga! Þær virkjanir sem um ræðir em yfirleitt rennslisvirkjanir en miðlunarlón em fáséð. Þrátt fyrir það em þess dæmi að þessar virkjanir ganga ár eftir ár án þess að stöðvast. En hvers vegna ætti RARIK að kaupa orku af bændum? Eiður segir að raforkuframleiðsla bænda geti létt á þar sem línur em veikar og spennufall. „Litlu stöðvamir geta hjálpað til að halda uppi góðri Með rafmagn í blóúinu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.