Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sfmi: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriöason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Haröarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Umbrot: Prentsnið Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 114 ISSN 1025-5621 BændgbLoðið Hver er að éta gengishagnaðinn? Að undanfömu hefur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, rætt um það að matvara hafi hækkað óeðlilega mikið í Ijósi sterkrar stöðu krónunnar gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Þannig segir DV að forsætisráðherra hafi til dæmis hvað eftir annað gefið í skyn að verðmyndun í verslunum Baugs sé óeðlileg - en litlar líkur eru á að forsætisráðherra ræði um slíka hluti nema að hann hafi viti að það sé maðkur í mysunni. Forsætisráðherra er greinilega búinn að fá nóg af því hvernig matvara hækkar og hækkar án sýnilegra ástæðna. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem stýrir Baugi, tekur undir það með forsætisráðherra að neytendur hafi verið hiunnfarnir en kennir heildsölum um ástandið - og bætir landbúnaði við. Nú er það svo að þegar fólk verður fyrir ásökunum, sem það á erfitt með að verjast, leitar það auðveldra leiða út úr ógöngunum. Þetta er ódýr aðferð sem líklega verður að lokum kennd við Bónus. Umræðan er einföld og ef til vill pirrar það forstjóra Baugs. Forsætisráðherra telur að verðmyndunin í versluninni sé ekki eðlileg og að það standi enn óútskýrt hvers vegna verðlækkun í helstu viðskiptalöndum okkar og hið sterka gengi krónunnar hafi ekki skilað sér inn á matvörumarkaðinn. í viðtali við sjónvarpsstöð sló Jón Ásgeir Jóhannsson um sig og talaði um gífurlegan kostnað af nýgerðum búvörusamningi sem hann gaf í skyn að væri rót meinsins. Sem betur fer veit íslensk þjóð - og sá hluti kaupmanna sem hefur farið út fyrir borgarmörkin - að stuðningur við landbúnað og tollvernd þjónar margþættum tilgangi og ekki síst þeim að tryggja matvælaöryggi og sjálf- stæði þjóðarinnar og viðhalda ákveðnu byggðamynstri í landinu. Auðvitað kostar það samfélagið eitthvað og ísland - legu sinnar vegna - er ekki ódýrt land. Um þessi mál er þokkaleg, pólitísk sátt í landinu enda lítið vit í að stefna öllum landsmönnum á höfuðborgarsvæðið. Setja má upp dæmi sem líklegt er að Jón Ásgeir skilji: Hægt er að framleiða alla mjólk landsins á Suðurlandi og án efa er hægt að reikna út að það sé hagkvæmt. Ef framleiðslan flyttist suður veiktist byggð í Eyjafirði. Fólk mundi flýja og innan skamms þyrftu eigendur Hagkaupsbúðarinnar við Norðurgötu 62 á Akureyri að loka henni. Fjárfestingin væri þeim einskis virði. Með öðrum orðum: Landbúnaðurinn er liður í því að annað atvinnulíf sé arðbært. Þannig hefur reynsla annarra þjóða til dæmis sýnt að ferðaþjónusta deyr drottni sínum ef annað atvinnulíf hverfur á brott. Fákeppnisstjórar sem tala um að íslenskar búvörur séu dýrar ættu að líta í eigin barm. íslenskir bændur kunna margar sögur um það hve mikið þeir lögðu á sig til að lækka framleiðslukostnað en að aðrir hafi hirt mismuninn. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hafði verð á búvörum (án grænmetis) um hækkað um 4,1% sl. 12 mánuði nú í maí. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 5,9%, innfluttar mat og drykkjarvörur hækkuðu um 6,9% og aðrar innlendar mat og drykkjarvörur um 6,3%. Þetta hlýtur að segja meira en mörg orð um það hverjir hafa skilað hagræðingu hjá sértil neytenda á liðnum misserum. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að hagstætt verð ytra hefur ekki skilað sér í vasa neytenda. Um það snýst málið þótt forstjóri Baugs reyni að láta í það skína að vandinn sé íslenskur landbúnaður. Hækkuð álagning hjá stóru verslunar- keðjunum á ekki að koma neinum á óvart. Hún er bakhliðin á eignamyndun á hluta- bréfamarkaði. Augljóst var þegar Baugur var verðiagður á um 10 milljarða og að stórum hluta seldur án þess að um verulegar, áþreifanlegar eignir væri að ræða, að nýir fjárfestar gerðu miklar arðsemiskröfur, varla undir 15%. Á 7 ára tímabili gæti því arðsemiskrafa eigenda Baugs numið nálægt 10 milljörðum (2/3 af kostnaði vegna nýs sauðfjársamnings) og þann kostnað greiða varla aðrir en viðskiptaaðilar Baugs. Hluta greiða framleiðendur varanna í formi aukins afsláttar og hitt greiða neytendur í hærra vöruverði. Hlutverk Jóns Ásgeirs er að sjá til þess að þessar greiðslur skili sér til hluthafa í formi arðs. Sem betur fer hefur forsætisráðherra ákveðið að hið opinbera rannsaki hvernig stendur á því að hrun evrunnar - sem er gjaldmiðill Evrópusambandsins - hefur ekki skilað sér í lægra vöruverði hérlendis. Og hann hefur boðað að niðurstaðan verði gerð opinber. Það verður fróðlegt að sjá hver er að éta gengishagnaðinn, en það eru ekki íslenskir neytendur eða bændur - svo mikið er víst. Getur hent sig að fákeppnisforstjórar sitji að snæðingi og heildsalar þjóni til borðs? -Ritstj. Það hefur varla farið fram hjá neinum að Netið heldur nú innreið sína inn á flest heimili af fullum krafti. Netið er eitt heiti á þessu fyrirbæri sem á útlensku heitir því snaggarlega nafni Intemet. Áhugafólk um íslenska tungu hefur reynt að koma góðu íslensku heiti á Internetið með misjöfnum árangri. Nýjasta ujjpástungan sem ég heyrði er Lýðnet. Eg vil stinga upp á heit- inu Heimsnet, sem mér finnst lýsa best þessu neti sem teygir sig um allan krók og kima heimsins, og er sannanlega eign alls heimsins. Það er nefnilega svo að enginn einstaklingur, fyrirtæki, stofnun eða land getur kastað eign sinni á Heimsnetið. Heimsnetið samanstendur af óteljandi tölvum sem allar eru tengdar saman í eitt net - Heimsnetið. Allir geta gerst aðilar að þessu heimssambandi; aðeins þarf venju- lega einkatölvu og samband við Heims- netið. Sumir hafa líkt Heimsnetinu við lif- andi veru og má vissulega til sanns vegar færa. Stjómvöld í mörgum löndum hafa haft fulla ástæðu til að óttast Heimsnetið enda lýtur það engri stjóm og þar ríkir óskorað lýðræði þegnanna. Netveijar, eða þegnar þessa samfélags, hafa þó sett sér ákveðnar reglur enda vita þeir að frelsið er vandmeðfarið og misnotkun á því gæti kallað á aðgerðir stjómvalda til að koma lögum og reglu á þetta samfélag. Vemleg hætta er á því að ef stjómvöld brytust inn í þessa alþjóðlegu veröld með setningu laga og reglna þá yrði það verulegur dragbítur á útbreiðslu Heimsnetsins. Þó frelsið sé vandmeðfarið þá er stjómhyggja misviturra stjómvalda enn vandmeðfamari. Heimsnetið er allra I fyrstu var Heimsnetið vettvangur tölvu- spekúlanta og grúskara. Þá var þörf á tölu- verðri kunnáttu á tölvum til að notfæra sér það. En eins og allt sem snýr að tölvum þá breyttist þetta hægt og bítandi og varð að almenningseign. Markaðsmenn allra landa hafa nefnilega fundið út að með Heimsnet- inu má græða peninga og það mikla pen- inga! Og þegar hinn fijálsi markaður tók við sér tóku hjólin að snúast. Netið (stytt- ing á Heimsnetið) hefur haldið inn á heim- ilin í auknu mæli og að nokkrum ámm liðnum verður aðgangur að því jafn sjálfsagður og aðgangur að sjónvarpsefni. Mjög mörg heimili á íslandi hafa aðgang að Netinu í dag eftir að bankamir fóm að bjóða „ókeypis" áskrift. Þessi ókeypis aðgangur er þó ekki ókeypis þar sem greiða þarf fyrir skrefafjölda til Landssímans og getur það orðið dágóð upphæð ef Heimsnetið er notað að ein- hverju ráði. Erlendis em símafyrirtækin byrjuð að bjóða símnotendum fasta áskrift á mánuði fyrir tengingu við Netið. Ég vona að ekki verði langt að bíða þess að sam- keppnin á símamarkaðnum hér á landi leiði til þess að netveijar njóti hennar í fastri áskrift. í raun finnst mér það eitt mik- ilvægasta atriðið í útbreiðslu og áframhald- andi notkun Netsins að slík föst áskrift bjóðist að Netinu óháð notkun þess. Fyrst þá verður unnt að fara bjóða upp á hugbúnað á Netinu sem krefst sítengingar við það. Bœndasamtökin inn á Heimsnetinu Bændasamtökin hafa t.a.m. ákveðið að kom sem flestum af sínum forritunum á Heimsnetið þannig að bændur geti fengið beinan aðgang að skýrsluhaldskerfum og gagnasöfnum með gagnvirkum hætti þ.e.a.s. geti skráð og sótt upplýsingar. Fyrsti vísir að þessu var aðgangur að gagnasafni Bændasamtakanna í hrossarækt með Veraldarfeng sem opnaður var árið 1997 og næsta skref hefur nú verið stigið með útkomu nautgripaforritsins ÍSKÝR, sem nýtir sér aðgang að Netinu til að sækja og senda upplýsingar úr skýrsluhaldinu. Þá er verið að vinna að WorldFengur verkefn- inu sem verður algjörlega á Netinu. Þar geta hrossaræktendur hérlendis og erlendis skráð skýrsluhald sitt beint á Netinu og haft aðgang að miðlægu og alþjóðlegu gagnasafni um íslenska hestinn. Heimsnetið inn á hvert heimili og inn í hverju herbergi! Þessu tengt má benda á að í byijun apríl kynntu t.a.m. fyrirtækið AOL og Gateway tölvufyrirtækið að þau ætluðu í samstarf um að bjóða „Instant AOL“ þar sem netverjar munu geta haft aðgang að AOL þjónustu á Netinu í hverju her- bergi heimilisins með nýju tæki sem þessi fyrirtæki ætla að koma á markað. Á vorsýningu Intemet World 2000 í Los Angeles kynnti Gateway fyrirtækið ný tæki í þessu sambandi, sem m.a. byggjast á flötum (fyrirferðal- itlum) skjám og snúrulausu ^ lyklaborði, sem hægt er að setja upp hvar sem er á heimilinu og komast inn á Netið. Enn- fremur má nefna að Bill Gates fyrrv. forstjóri MicroSoft vinnur nú að verkefn- um sem tengjast því að gera Netið aðgengilegra og þægilegra fyrir almenn- ingi. Hvort málaferli stjómvalda í Band- aríkjunum gegn MicroSoft fyrirtækinu eiga eftir að breyta þessu er of snemmt að segja til um, en eflaust eiga áhugaverðar nýjung- ar eftir að koma út úr þessari vinnu hjá MicroSoft, sem eiga eftir auka enn notkun Heimsnetsins. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.