Bændablaðið - 30.05.2000, Síða 7

Bændablaðið - 30.05.2000, Síða 7
Þriðjudagur 30. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Seinni grein Stefnumörkun LK1998 A aðalfundi Landssambands kúabænda Í998 var samþykkt stefnumörkun um ýmsa mikilvæga þætti er lúta að starfsskilyrðum nautgriparæktarinnar, þar á meðal um ráðgjafastarfsemina: Þar segir: „Skapaðar verði sem bestar for- sendur fyrir kúabœndur til töku rekstrarlegra og skipulagslegra ákvarðana: Til þess er nauðsynlegt að endurskoða skipulag menntunar, endurmenntunar, rannsókna og leiðbeininga með skilvirkni að leiðarljósi. Auka þarf valfrelsi bœnda sem mest þannig að hver og einn taki sínar ákvarðanir um hvort, hvernig og hvert hann sœkir ráðgjöf. Fundurinn felur stjórn að vinna áfram að lœkkun búnaðargjalds til leiðbeining- arþjónustu. Þá verði unnið mark- visst að því að leiðbeiningar og ráðgjöf lúti markaðslegum for- sendum þar sem sú leið er líkleg- ust til að laða fram nýja valkosti í leiðbeiningum sem notendur vœru reiðubúnir til að kaupa aðgang að." Þetta er sá kjami málsins sem horfa verður til. Ráðgjafaþjónusta í landbúnaði verður að sjálfsögðu að taka mið af þeim hraðfara breyt- ingum sem eiga sér stað í grein- inni. Sérhæfing búanna vex hratt og þörf er á afmarkaðri, einstak- lingsbundnari og markvissari ráðgjöf heldur en áður var. Undir þetta sjónarmið tók búnaðarþing 2000 í ályktun sinni þar sem segir „Búnaðarþing telur óhjákvœmi- legt að ráðgjafaþjónusta bún- aðarsambandanna miðist sem mest við þarfir einstakra bœnda og sé veitt á markaðslegum for- sendum þar sem til viðbótar ríkisstuðningi við starfsemina komi í meira mœli greiðslur frá notendum þjónustunnar og þess í stað verði búnaðargjald lœkkað". Nú er mál til komið að taka ákvarðanir um skref í þessu efni. Það væri eðlilegur áfangi að lækka • í fyrri hluta greinarinnar var rakið að búnaðargjald til búnaðarsambanda er skattur sem ekki mvndar sérstök réttindi þess er greiðir, og að hvorki landbúnaðaráðuneyti eða Bænda- samtök Islands geta fyrirskipað búnaðarsamböndum að nota búnaðargjaldið með tilteknum hætti. • Þá eru engin fyrirmæli um hvaða ráðgjafaverkefnum búnaðar- gjald og ríkisframlag standa undir, umfrarn þá skiptingu til verkefna og verkefnaflokka sem kemur fram í búnaðarsamn- ingi frá 5. mars 1999. • Búnaðarsamböndum er heimilt að taka gjald fyrir selda þjónustu eftir gjaldskrá er landbúnaðarráðherra staðfestir, hvort sem viðkomandi starfsemi er studd sérstaklega af hinu opinbera eða ekki. • lient var á nauðsyn þess að búnaðarsamböndin viti hvað Itver starfsþáttur þeirra kostar, hvaða tekjur koma til lians af opinberu fé, hvaða hlutdeild hann skuli hafa ítekjum búnaðarsambands af búnaðargjaldi, og í framhaldi af því hversu dýrt eigi að selja viðkomandi verk. Þetta verklag er viðhaft í dag í umfangsmesta verkefni sem búnaðarsamböndin annast, kúasœðingunum. • Þá var bent á að líklega er hvert kúabú að greiða ca. 42 þúsund á ári í búnaðargjald til búnaðarsambanda. Frá búnaðarþingi sem haldið var í vetur. búnaðargjald til búnaðarsamband- annna um helming, eða úr 0,5% í 0,25%. Ný tœkni A aðalfundi LK s.l. sumar var m.a. ályktað um að fagefni um landbúnað verði gert aðgengilegra á netinu. I ályktuninni segir: „Aðalfundur LK 1999 hald- inn í Argarði í Skagafirði 25. og 26. ágúst 1999 bendir á þá miklu möguleika sem Internetið býður upp á fyrir hvers konar upplýsin- gamiðlun og gagnvirk samskipti. Þessir möguleikar til að þjónusta bœndur á ódýran og áhrifaríkan hátt eru enn að mestu ónotaðir af fagþjónustu landbúnaðarins. Því telur fundurinn nauðsynlegt að gerðar verði ráðstafanir til að fa- gefni sé gert aðgengilegt á netinu. Jafnframt er nauðsynlegt að aðstoða bœndur við tölvu- vœðingu“ Segja má að kúabændur séu að kynnast einum anga af þeim gagn- virku samskiptum sem þama er talað um í forritinu ískýr sem er skýrsluhaldsforrit í nautgriparækt, en það mun væntanlega fá mikla útbreiðslu. Síðan má nefna að á heimasíðu Lánasjóðs landbúnaðar- ins á að verða reikniforrit fyrir lánareikning, á heimasíðu Bú- tæknideildar eru gagnleg forrit og svona mætti áfram telja. Þetta er þó aðeins byrjunin á þeim breyt- ingum sem þessi nýja tækni á eftir að valda og það er hreint út í hött ef einhver heldur að ráðgjafastarf- semin verði ekki að taka breyting- um frá því skipulagi sem byggðist upp við allt aðrar aðstæður og búskaparhætti. Kynbœtur - ráðgjafastarfsemi I þessum greinum hefur verið fjallað um ráðgjafastarfsemi og þá átt við almenna upplýsingamiðlun og rekstraráðgjöf. Til að allt sé sem skýrast skal vakin athygli á að önnur lögmál gilda um kynbóta- starfsemina. Þar er um að ræða langtímafjárfestingu þar sem einn er öðrum háður um upplýs- ingaöflun til að hægt sé að ná árangri. Þar er því nauðsynlegt að kosta starfið að mestu leyti sam- eiginlega eins og gert er í dag í nautgriparæktinni. Reyndar er það svo að einn versti annmarki núgildandi búnaðarsamnings er sú mikla lækkun á framlagi til kúasæðinga sem hann kveður á um. Vonandi tekst að ráða bót á því við endurskoðun á samningn- um í haust. Breytum meðan tími er til Flestir vita að breytinga er þörf á ráðgjafastarfseminni, bæði upp- byggingu og kostun. Nú er þýðing- armikið að yfirvinna tregðul- ögmálið og hrinda nauðsynlegum breytingum í framkvæmd, ekki síðar en næsta vetur. 19.5.2000 Þórólfur Sveinsson, form. LK Bændadeild Landbúnaflar háskúlans ð Hvanneyri slififl Bændadeild Landbúnaðarhá- skólans var slitið við hátíðlega athöfn 12. maí sl. Þar útskrifuðust 15 búfræðingar og þótti námsárangur þeirra óvenju góður að þessu sinni. Þetta var í fyrsta sinn sem útskrifað var frá Hvanneyri eftir að skólinn var formlega gerður að landbúnaðarháskóla. í ræðu sinni rakti Magnús B. Jónsson rektor skólans gildistöku nýrra laga um búfræðslu og sagði skólaárið hafa mótast mjög af þeim breytingum sem orðið hefðu í kjölfarið. „Það tekur nokkum tíma að koma því á og móta nýtt skipulag c>g temja sér ný vinnu- brögð. I þeim efnum finnst mörgum að árið hafi litlu skilað og of skammt hafi miðað í þeim efn- um.“ Hann nefndi að búfræðslulögin skapi möguleika á að bjóða upp á fjölbreyttara nám og ætlunin er að gera það strax á næsta ári eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu. Þá nefndi Magnús að nú hillti loksins undir að nýtt fjós yrði að veruleika sem nýtast ætti sem kennsluaðstaða fyrir nautgrip- aræktina. „Starfshópur sem unnið hefur að þessu verkefni hefur skilað áfangaskýrslu og háskólaráð hefur samþykkt að halda verkinu áfram og er nú unnið að frekari hönnun mannvirkja. Rætt hefur verið við Byggingarþjónustu landbúnaðrins um að vera í for- svari um þá hönnun. Ég vona að þau áform sem fram koma í samþykkt háskólaráðs að fjós verði fullbúið fyrir árslok 2001 geti staðist og tæknilega er það vel mögulegt." Magnús sagði sérstaka áherslu lagða á leiðbeiningu og menntun í nýjum sauðfjársamningi og þar hefði skólinn ríkum skyldum að gegna. Þá lagði hann einnig áherslu á mikilvægi þess að hægt væri að reka öfluga starfsemi á landsbyggðinni. 84 nemendur innrituðust í skólann á þessu skólaári; 36 í reglulegt nám við bændadeildir skólans, 24 í fjamám og 16 í búvísindadeild. Sigurjón Þorsteinsson með verðlaunagripi sína. Vepölaunaveidngar viO skúlaslit bsendadeildar Besti árangur á búfrœðiprófi: Sigurjón Þorsteinsson Besti árangur í verknámsdvöl: Sigurjón Þorsteinsson Besti árangur búfrœðinga í nautgriparœkt: Orri Páll Jóhannsson Besti árangur búfrœðinga í sauðfjárrœkt: Borgar Páll Bragason Besti árangur búfrceðinga í byggingafrœði: Sigurjón Þorsteinsson Besti árangur búfrœðinga í áburðarfrœði: Sigurjón Þorsteinsson Besti árangur búfrœðinga ( hagfrœðigreinum: Sigurjón Þorsteinsson Besta ástundun í skólanum: Sigurjón Þorsteinsson Besta umgengni um herbergi á heimavist: Orri Páll Jóhannsson og Hrafnkell Lárusson Félagsmálabikarinn: Hildur Stefánsdóttir Sigurjón Þorsteinsson hlaut hœstu einkunn á búfræðiprófi: „Hén er famennt en góðmennt" Maður dagsins þegar Bænda- deild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri var slitið var án efa Sigurjón Þorsteinsson en hann sópaði til sín ófáum verðlaunum til nemenda eins og fram kemur til hliðar. Hann hlaut einkunn- ina 9,5 á búfræðiprófi sem er með því besta sem gefið hefur verið í sögu skólans. Siguijón, sem verður tvítugur í október, er fæddur í Reykjavík en ólst upp að Reykjum í Hrútafirði og hefur búið þar alla ævi. Hann stundaði áður fjamám við Verk- menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið að vinna við þetta síðan ég man eftir mér og mér fannst spennandi að læra meira um það,“ sagði Sigurjón þegar blaðamaður spurði um tildrög þess að han fór á Hvann- eyri. „Dvölin hér hefur verið mjög góð. Hér er fámennt e> góðmennt,“ sagði hann. Árangurinn verður að teljast einstaklega góður hjá Sigutjóni. „Ég bjóst við sumu en það koin mér á óvart að éjg skyldi fá svona mörg verðlaun. Eg þakka árangur- inn fyrst og fremst mikilli vinnu og ástundun," segir hann. Sigurjón reiknar með að taka sér frí í eitt ár en hella sér síðan í búskapinn að því loknu. „Það er þó ekki gott að segja hvort ég leggi búskapinn fyrir mér tii frambúðar en það kemur alveg eins til greina eins og hvað annað,“ sagði Sigurjón að lokum. msmmsamsm

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.