Bændablaðið - 30.05.2000, Síða 10

Bændablaðið - 30.05.2000, Síða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 HVANNEYRARBRÉF Nokkur atriði um káHauppeldi Mikil vakning virðist eiga sér stað í þeirri umræðu að uppeldi á góðri mjólkurkú hefjist strax þegar kvígukálfurinn fæðist. Sums staðar virðist sá misskilningur lengi hafa verið við líði að kvígan skipti litlu máli fyrr en rétt fyrir sinn fyrsta burð þegar fara á að venja hana við nýjar aðstæður og annars konar umgengni. Sem betur fer er þetta ekki alveg almenn hugsun manna en svona þankagangur viðgengst þó enn. Það er því ákaflega ánægjulegt að sjá bændur eins og þá Þorvaldseyrarfeðga sem virðast gera sér góða grein fyrir mikilvægi kálfauppeldis og góðri, natinni umhirðu gripsins alla tíð (viðtalsgrein sem birtist í 6. tölublaði Bændablaðsins á þessu ári). í viðtalinu segir Ólafur bóndi á Þorvaldseyri; „Kvígueldið er einn mikilvægasti hlekkurinn í mjólkurframleiðslunni, því þetta eru nú okkar framtíðar mjólkurkýr." Sem dæmi um nýframkvæmdir þeirra feðga má nefna kálfafóstruna sem líkir eftir náttúrulegri drykkjarhegðun kálfanna. Þeir geta fengið sér fyrirfram ákveðinn skammt af mjólk hvenær sólarhringsins sem er. Það er kálfum í rauninni ekki eðlislægt að drekka slurk af mjólk tvisvar sinnum á dag og sú „fóðurtækni" því í raun óhentug þó hún sé nær oftast viðhöfð. Þegar kálfur sýgur móður sína er hann að fá broddmjólkina í réttu ástandi m.t.t. hitastigs, svo dæmi sé tekið. Hverjum kálfi er nauðsynlegt að fá 2 lítra af broddmjólk, helst innan 2 klst. frá fæðingu. Ef kálfur fær ekki að sjúga móður sína er gott viðmið að kálfurinn fái 1 líter í einu, 4 sinnum á dag fyrstu sólarhringana. Mikilvægt er að hitastig mjólkurinnar sé sem næst líkamshita 38°C, því þá hleypist hún á um 5 mín. Sé hún 15°C hleypist hún á 6 klst., mjólkin berst þá óhleypt úr vinstur í þarma og veldur skitu. Fyrstu sólarhringana (1-2) komast mótefnin í broddmjólkinni óskemmd frá þörmum og yfir í blóðið. Þessi hæfileiki getur þó verið til baga, m.t.t. sýkingarhættu um meltingarveginn og út í blóðið. Annar liður í góðum aðbúnaði nautgripa er svokölluð burðarstía. Fyrstu daga kálfsins er hann vamarlaus gegn ýmsum sýkingum sem kunna að leynast í umhverfi hans. Helstu smitleiðir eru í gegnum naflastrenginn og í gegnum meltingarveginn, sér í lagi á broddmjólkurskeiðinu. Undirlag kálfsins þarf því að vera þurrt og hreint til þess að dregið verði úr smithættunni. Kaldur, steinsteyptur fóðurgangurinn fyrir framan kúna er því ekki ákjósanlegasti staðurinn fyrir nýfæddan kálfinn. Burðarstíur hafa ekki rutt sér til rúms hérlendis en em víða í fjósum erlendis. Þar er sú viðmiðun að fyrir hverjar 30 kýr í fjósi skuli vera ein burðarstía. í náttúmnni draga kýmar sig út úr hópnum og halda sig einar. Þær leita vars fyrir rándýmm þar sem kálfurinn getur legið kyrr fyrstu dagana. Með burðarstíum emm við að búa kúnum möguleika á því að líkja eftir þessu atferli og stuðlum að sem eðlilegustum aðstæðum við burð. Hversu lengi kálfurinn á að fá að vera hjá kúnni, er álitamál. Þrír til fimm dagar er algeng viðmiðun en þó fer það alfarið eftir heilsufari kýrinnar og kálfsins. Svo vitnað sé í bók Sveins Guðmundssonar, Hraustar kýr (1996), þá hafa margar athuganir sýnt að kálfar sem fá að vera með kúnni fyrstu dagana eftir burð (og sjúga hana) vaxa hraðar og dafna betur. Þá virðast kýr, sem fá að hafa kálfmn hjá sér fyrstu dagana, fá síður júgurbólgu, doða, súrdoða eða fastar hildir. Skýringin á þessu er sú að nærvera kálfsins stuðlar að jafnvægi kýrinnar eftir burðinn. Auk þessa segir Sveinn í bók sinni: „Sannað þykir að frásog mótefna frá þörmum er betra meðal kálfa sem sjúga mömmu sína en þeirra sem fá broddinn úr fötu“ (Sveinn Guðmundsson, Hraustar kýr. 1996. bls. 23). Burðarstía er mikilvægur fyrsti hlekkur í aðbúnaði og uppeldi kálfa, sem skiptir miklu máli í afkomu góðs kúabús. Þeir sem huga að nýbyggingu eða endurbótum á fjósi ættu því að gera ráð fyrir burðarstíu í fjósinu en hún gæti líka gengt hlutverki sjúkrastíu ef með þyrfti. Þá má alltaf kanna möguleikann á því að búa til burðarstíu, t.d. í viðbyggðri, ónotaðri þurrheyshlöðunni! Orri Páll Jóhannsson Nemandi við Bœndadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri Innflntningur íslenskra kúa fll Vestmannaeyja Á fyrri hluta síðustu aldar voru þónokkur kúabú í Vestmannaeyjum. En nautgripum fór fækkandi þegar leið á öldina og í gosinu á Heimaey 1973, var þeim fáu gripum sem eftir voru fargað niður við höfn í fiskvinnusluhúsi Hraðfrystistöðvarinnar, sem nú er farið undir hraun. Síðan þá hafa nautgripir ekki stigið fæti á eyjuna, ef undanskilinn er nautkálfur sem bræður unnu í happadrætti og kom í stutta „heimsókn" á eyjuna til eldis, þar til hann var sendur í sláturhús. I lok síðasta sumars sóttu tveir athafnamenn úr Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónsson, kennari og Ómar Garðarsson, blaðamaður, um leyfi bæjaryfirvalda til þess að fá að flytja tvær kvígur á eyjuna, til reynslu. Óskuðu þeir eftir því að fá Stakkagerðistún, til nytja, en túnið er staðsett í miðjum bæ Heimaeyjar, og er notað til útivistar fyrir almenning. Ef að vel tækist til þá var ætlunin að stækka við sig. Þeir ítrekuðu umsókn sína og tóku þá ennfremur fram að ef Stakkagerðistúnið væri ekki inni í myndinni þá yrðu þeir ánægðir með að fá úthlutað öðru sambærilegu landsvæði á eynni. Einnig bentu þeir á að þetta væri nýsköpun í atvinnulífi eyjanna, þar sem sambærilegur búskapur hafi ekki verið stundaður á eynni í rúman aldarljórðung. Þegar þeir fengu aðra synjun, sendu þeir inn þriðja bréfið og þá útlistuðu þeir enn frekar hver áætlan þeirra væri með búskapnum. Auk þess að framleiða lífræna mjólk, höfðu þeir í huga að nýta afurðir nautgripanna til fulls og framleiða hámæringu og húð- smyrsl úr úrgangsefnum þeirra. Einnig vildu þeir efla rannsóknir á vinnslu á lífrænu gasi úr mykju, og bentu í því sambandi á nýlega samþykkt Bæjarveitna Vest- mannaeyja, um framleiðslu á lífrænum áburði. Að endingu bentu þeir á að nýlegar tilraunir í Japan benda til þess að unnt sé að framleiða úr ógerilsneyddri mjólk með sérstakri aðferð, efni sem hefur betri og skjótari virkan en stinningarlyfið Viagra. Enn var þeim synjað en þeir eru þó ekki hættir, þó þeir séu famir að leita á önnur mið. Nýlega birtu þeir opinberan spumingalista til bæjarstjórnar Vestmannaeyja, þar sem að þeir krefjast svara. Ekki er öll nótt úti enn og aldrei að vita nema að á næstu ámm, þegar Islendingar fara að flytja erfðavísa úr norskum kúm til Islands, að farið verði að flytja inn íslenskar kýr til Vestmannaeyja. Jóna Sveinsdóttir Nemandi við Bœndadeild II Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri Hið fræga naut, Guttormur, sem er til heimilis í Húsdýragarðinum, var fluttur um set þar á dögunum þegar skólabörn frá Selfossi af- hentu skólabörnum úr Reykjavík og forsvarsmönnum Húsdýrag- arðsins nýja stfu handa Guttormi en farið var að þrengja að honum i básnum sem hann stóð í áður. Ýmsar nýjungar eru fyrir- hugaðar í starfi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á næstunni. Lengja á opnunartímann, auka skemmtidagskrá og fjölga dýra- tegundum auk þess sem aukin áhersla verður iög á fræðslustarf. Þá má geta þess aö garðurinn hefur nú opnað skemmtilegan vef með fréttum og upplýsingum um starfsemina. Slóðin er www.mu.is. Á myndinni sjáum við Ingi- björgu Sólrúnu Gfsladóttur borg- arstjóra og Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra í hópi krakk- anna frá Selfossi. Búnaðarþingsfulltrúar búnaðarsambanda: Fjögur búnaöarsambönd eiga nú eftir aö kjósa búnaöarþingsfulltrúa og verður væntanlega kosið í þeim flestum í júní. Alls hafa tiu búnaðar- sambönd gengiö frá kosningu 15 búnaöarþingsfulltrúa. Hér á eftir kemur listi yfir þá fulltrúa á búnaöarþingi sem búiö er aö kjósa og hvenær kosið verður í öörum búnaðarsamböndum. Búnaðarsamband Kjalarnesþings: Aðalmaður: Guðmundur Jónsson, Reykjum. Varamaður: Kristján Oddsson, Neöri-Hálsi. Vesturland: Bs. Dalamanna: Aðalmaður: Bjarni Ásgeirsson, Ásgaröi. Varamaöur: Siguröur Þórólfsson, Innri-Fagradal. Bs. Borgarfjarðar: Aöalmenn: Haraldur Benedikfsson, Vestri- Reynum. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti. Bs. Snæfellinga: Aðalmaður: Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli. Varamaður: Jónas Jóhannesson, Jörva. Búnaðarsamband Vestfjarða: Kosið 23. júní Búnaðarsamband Strandamanna: Aöalmaöur: Georg Jón Jónsson, Kjörseyri. Varamaður: Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum. Búnaðarsamband V-Húnvetninga: Einn listi barst kjörstjórn og telst hann sjálfkjörinn. Aðalmaður: Tómas Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu. Varamaður: Rafn Benediktsson, Staðarbakka. Búnaðarsamband A-Húnvetninga: Aðalmaður: Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli. Varamaður: Ragnar Bjarnason, Norðurhaga. Búnaðarsamband Skagfirðinga: Enginn listi barst áður en framboðsfrestur rann út. Almennar kosningar verða haldnar á næstunni. Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Aöalmenn: Haukur Halldórsson, Þórsmörk, Svalbarðsströnd. Svana Halldórsdóttir, Melum, Svalbarðsströnd. Varamenn: Stefán Magnússon, Fagraskógi. Stefán Tryggvason, Þórisstöðum. Ráöunautaþjónusta Þingeyinga: Aðalmenn: Ari Teitsson, Hrísum Jón Benediktsson, Auðnum. Varamenn: Geir Árdal, Dæli. Hávar Vagn Sigtryggsson, Hriflu. Búnaðarsamband Austlands: Aðalmenn: Lárus Sigurðsson, Gilsá Sigriður Bragadóttir, Sfreksstöðum Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá. Varamenn: Anna Bryndís Tryggvadóttir, Brekku. Sigurbjörn Snæþórsson, Gilsárteigi. Friðbjörn Haukur Guömundsson, Hauksstöðum. Búnaðarsamband A- Skaftafellssýslu: Aðeins einn listi kom fram. Auglýst hefur verið eftir öðrum lista og rennur frestur út til að skila honum 6. júnf. Búnaðarsamband Suðurlands: Kosið tii 15. júní, talning hefst 19. júní.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.