Bændablaðið - 30.05.2000, Side 11
Þriðjudagur 30. maí 2000
BÆNDABLAÐIÐ
11
SIMeyjKhafor fo nýjan starfsmann
Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir er nýr starfsmaður Landssambands
sláturieyfishafa, en hún hefur formlega störf hinn 1. júní. Guðrún Sigríður
tekur við starfinu af Pétri Hjaltasyni sem hér má sjá á mynd með henni.
Unnið er að samningi um verkefni sem Ls tekur að sér að vinna fyrir
Bændasamtökin. Guðrún Sigrfður sagði að starf hennar fælist auk þess í
gæta hagsmuna sláturleyfishafa gagnvart opinberum aðilum og öðrum
viðsemjendum þeirra.
Rannsóknir á kali
Leifo þarf að yrkjum sem
mynda mihifi ai þeim prfitei
netnum sem aoka trostjiol
Kal er vel þekkt I suðlægari Ifinduai
Dagana 19.-21. maí sl. var efnt
til umræðufundar á Akureyri
um kal. Oft er spurt þegar
komið er af slíkum fundi hvað
hafi nú komið nýtt fram, hvort
fundin hafi verið lausn á vand-
anum. Því er til að svara að seint
verður fundin allsherjariausn á
dauða plantna af völdum frosts
og svella en smám saman bætist
við eða útskýrist eitt og annað
sem ýmist gerir plöntur veikari
eða sterkari fyrir áhrifum
kulda.
I máli fyrirlesara kom t.d. fram
að sá mikii munur sem kemur fram
á því hvort plöntur lifa af frost eft-
ir því hvort það kemur skyndilega
eftir góðan lofthita eða lofthitinn
lækkar smám saman, skýrist að
einhveiju leyti af því að sé lofthiti
neðan við eitthvert mark mynda
plöntumar önnur próteinefni en
við hærra hitastig. Þær reyna að
binda allt laust vatn í plöntuvefj-
unum í próteinefnum. Plöntumar
þoma því smám saman svo að það
er lítið vatn í þeim til að ftjósa
þegar hiti fer loks niður fyrir frost-
mark.
Einn fyrirlesarinn skýrði frá
tilraun þar sem plöntur vom
ræktaðar í 20°C hita. Síðan var
helmingur plantnanna tekinn og
settur í 4°C hita, sem síðan var
lækkaður á viku í núll stig. Hinn
hópur plantnanna óx stöðugt við
20°C. Þá vom báðir hópamir settir
í níu stiga frost (-9°C). Allar
plöntumar sem vora fluttar úr
20°C hita í 9 stiga frost drápust.
Hinar lifðu allar. Þær höfðu haft
tíma til að þoma og mynda
frostþolin prótein, hinar ekki.
Það kom greinilega fram á
fundinum að í kalrannsóknum er
megináhersla nú lögð á gmnnr-
annsóknir og menn reyna að fmna
hvað gerist í plöntuframunum þeg-
ar kólnar. Komið hefur í ljós að
frostþol fer mikið eftir þeim
próteinefnum sem eru í framunni
þegar frystir. Jurtakynbótamenn
ættu því að leita að einstaklingum
og yrkjum sem mynda mikið af
þeim próteinefnum sem auka
frostþol, þegar þeir velja sér efn-
ivið til kynbóta fyrir auknu
frostþoli.
Einn fyrirlesara lýsti því að
kalsíum hefur mikil áhrif á það
hvort sérlega sterkt próteinefni
myndast í frumuveggjunum eða
ekki. Sé nægilegt kalsíum í
plöntunni myndast hið slitsterka
próteinefni, annars ekki. Þama er
komin skýring á því hvers vegna
tún sem kalk hefur verið borið á
kelur síður en þau kalksnauðu.
Bjarni E. Guðleifsson hafði
forgöngu um að þessi fundur var
haldinn hér á landi og undirbjó
hann. Þátttakendur vora víða að en
ekki aðeins héðan af norðlægum
slóðum. Það er misskilningur að
halda að bændur í suðlægari
löndum þekki ekki kal. Bændur í
Alpafjöllum þekkja t.d. kal í grasi
og á láglendi í Kalifomíu era
ræktaðar tegundir sem era á
mörkum þess að þola veðráttu, þar
sem kemur kuldaskeið einhvem
tíma ársins. Kal er ekki óþekkt
meðal þeirra sem rækta ávaxtatré
og vínvið í Kalifomíu. Grandvall-
arlögmálin era alls staðar þau
sömu. Það var því mikill fengur að
því að fá þennan fund hingað og
hann á eflaust eftir að skila árangri
fyrir íslenska bændur í
framtíðinni, ekki síst fyrir þau
tengsl sem þama mynduðust milli
íslenskra rannsóknarmanna og
starfsfélaga þeirra um allan heim
sem vinna að rannsóknum á
svipuðum vandamálum.
Óttar Geirsson
jarðrœktarráðunautur
Bœndasamtaka íslands
Ársfundur 2000
Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í A-sal á 2. hæð í
Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, þriðjudaginn 20. júní
2000 og hefst kl. 16:00.
Dagskrá ársfundaríns verður eftirfarandi:
1. Flutt skýrsla stjórnar
2. Kynntur ársreikningur
3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt
4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
5. Önnur mál
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til
fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og
mæta á ársfund sjóðsins.
Þeir sem vilja nýta sér þennan rétt þurfa að tilkynna það
skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 13. júní og munu þeir fá afhent
fundargögn í upphafi fundar.
Lífeyrissjóður bænda
I--------------------
I
i Heimasíða íslensks landbúnaðar
ip
i www.bondi.is
I
I____________________
LANDBÚNADARUÖRUR - VARAHLUTIR
Mikið úrval af varahlutum í vinnuvélar
Ailt í kúplinguna, stýrisendar, hljoðkútar,
vatnsdælur, viftureimar og m.m. fl
Síur í flestar gerðir
vinnuvéla
UW.frt'
í \
Tindar
Hnífar
Hnrtafestingar
- Gon úrval
nuiui cinavdia
Ryðolía, bremsuhreinsir, smurefní
Legulím, gengjuh'm, koppafeiti
Handhreinsikrem
Hreinsiefni og fleira
000
Dekk og felgur á heyvinnuvélar
Opið: 9-18
10-14 lau
4s
I Kái
Kárason
Faxafeni 14-108 Reykjavik
Box8836, 128Reykjavik
Sími 588 9375 - Fax 588 9376
GSM 863 3226 - E-Mail pk@binet.is