Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. maí 2000
BÆNDABLAÐIÐ
17
Reglur um uppkaup á
sauBfjápgreiðslumarki
Framkvæmdanefnd búvöru-
samninga vinnur að tillögu að
reglugerð um uppkaup ríkisins á
greiðslumarki samkvæmt
nýgerðum samningi um fram-
leiðslu sauðfjárafurða, sem legg-
ur grunninn að verklagsreglum.
Nefndin leggur til eftirfarandi
verklag við uppkaupin:
Búnaðarsamböndum verði
falið að veita umsóknum móttöku,
aðstoða bændur eftir atvikum og
skila umsóknunum til fram-
kvæmdanefndar búvörusamninga.
Frestur til að skila inn umsókn
um sölu er taki gildi í haust renni
út 15. október. Gert er ráð fyrir, að
umsókn feli í sér samning um leið
og breytist í gildan samning þann
15. október, ef hún hefur ekki með
formlegum hætti verið dregin til
baka áður. Umsóknareyðublöðin
verða miðuð við þetta.
Til að unnt sé að ljúka
samningi þarf umsækjandi að
leggja fram:
-Veðbókarvottorð til staðfest-
ingar á eignarhaldi og veð-
böndum.
-Samþykki eiganda, ef liann er
annar en umsœkjandi.
-Samþykki ábúanda, efharin er
annar en umsœkjandi.
-Samþykki sameiganda, ef
hann er fyrir hendi.
-Samþykki veðhafa, efjörðin er
veðsett.
Komi sú staða upp, að um-
sóknir berist um sölu umfram 45
þúsund ærgildi fyrir 15. október í
haust, leggur framkvæmdanefndin
til að forgangur ráðist af því
hvenær umsókn barst samkvæmt
dagstimplun búnaðarsambands,
þannig að þeir sitja fyrir sem fyrst
sækja, en minnt skal á að viðskipti
með greiðslumark verða frjáls,
þegar þessu marki er náð.
Auglýsing um fyrirkomulag og
framkvæmd við uppkaupin verður
birt í næsta Bændablaði, sem út
kemur 13. júní. Frá sama tíma
munu umsóknareyðublöð liggja
frammi á skrifstofum búnaðarsam-
bandanna.
Gert er ráð fyrir að ábúendur
ríkisjarða geti selt greiðslumark frá
ábýlisjörðum sínum að uppfylltum
svipuðum skilyrðum og giltu,
þegar ríkið keypti greiðslumark
samkvæmt samningnum 1995.
Drifskaftsvarahlutir
Vélaval - Varmahlíð HF
Sími: 453 8888 Fax: 453 8828
Fyrirhesta
og hestamenn
^vaíiíwv Avallt i leiðinni
og ferðar virði
GIRÐINGAREFNI
SÁÐVÖRUR
HESTAVÖRUR
MRbúðin
Lynghálsi 3
Simi: 5401125 • Fax: 5401120
Stórbaggavélar
■
■m
■
. . . ■
ÞOR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
DEUTZ
FAHR
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
G!.SKAPTASQNi& CO
,» _ • - ' ' - ^ - - : , -
landsins
omna
TUNGUHALS 5 • REYKJAVIK SIMI577 2770