Bændablaðið - 30.05.2000, Page 21
Þriðjudagur 30. maí 2000
BÆNDABLAÐIÐ
21
Mengunarmálin
tekin fastari tðkum
Nýlega efndi landbúnaðarráðu-
neytið til fundar með fulltrúum
ýmissa stofnana landbúnaðarins
þar sem rætt var um mengun í
landbúnaði af ýmsu tagi. Þótt
minna sé um slík vandamál en
almennt gerist erlendis var það
samdóma álit fundarmanna að
taka þurfl mengunarvarnir fast-
ari tökum, bæði á sveitabýlum
og í fyrirtækjum sem annast
vinnslu landbúnaðarafurða.
Kynntar voru leiðbeinandi regl-
ur um góða búskaparhætti sem
er skýrsla nefndar frá 1998 og
m.a. lögð fram eftirfarandi skrá
um helstu reglur sem taka til
mengunarvarna beint eða
óbeint. Sjá upptalningu í ramma
hér fyrir neðan.
Fram kom að um getur verið
að ræða margskonar mengun sem
fylgir landbúnaði og skyldri starf-
semi svo sem efnamengun, úr-
gangsmengun, lyktarmengun,
hljóðmengun, loftmengun, sjón-
mengun og erfðamengun. Talin er
hætta á vaxandi mengun í tengsl-
um við uppbyggingu stórra,
þéttbærra búskapareininga og
einnig í tengslum við ákveðnar
tæknibreytingar, svo sem aukna
notkun landbúnaðarplasts. Aætlað
er að notuð séu um 1500 tonn af
slíku plasti í landinu árlega.
Bent var á hversu brýnt er að
varðveita ímynd hreinleika og
hollustu íslenskra landbúnaðara-
furða. Fæðuöryggi væri hagur
jafnt bænda sem neytenda og
ferðaþjónustan kann vel að meta
hreint og ómengað umhverfi. Að
sögn Ólafs R. Dýrmundssonar sem
sat fundinn vöktu Bændasamtök
Islands sérstaka athygli á
gæðastýringu sem nú er verið að
koma á í öllum greinum íslensks
landbúnaðar. Hún feli m.a. í sér
auknar kröfur til mengunarvama.
Reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur
haft í för með sér mengun.
Reglugerð nr. 796/1999 um mengunarvamareftirlit.
Reglugerð nr. 797/1999 um vamir gegn mengun gmnnvatns.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Reglugerð nr. 804/1999 um vamir gegn mengun vatns af völdum
köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðmm atvinnurekstri.
Reglugerð nr. 805/1999 um úrgang.
Heilbrigðisreglugerð nr. 149/1994.
Reglugerð nr. 50/1984 um notkun eiturefna og hættulegra efna í
landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra.
Reglugerð nr. 35/1994 um vamir gegn olíumengun frá starfsemi í
landi.
Lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífvemr.
Reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu.
Reglugerð nr. 219/1995 með breytingu nr. 90/1998 um lífræna
landbúnaðarframleiðslu.
Reglugerð nr. 219/1991 um aðbúnað og heilbrigðiseftiriit á
svínabúum.
Reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavamir á alifugl-
abúum og útungunarstöðvum.
Reglugerð nr. 125/1996 um hænsnahald í búmm.
Reglugerð nr. 444/1982 um loðdýrarækt og innflutning loðdýra.
Reglugerð nr. 263/1991 um kanínurækt.
Reglugerð nr. 671/1997 með breytingu nr. 616/1999 um aðbúnað
nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra.
Reglugerð nr. 132/1999 um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa.
Reglugerð nr. 60/2000 um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðíjár
og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annarra afurða þeirra.
Félag þingeyskra kúabænda
NauOsynlegt íyrir
kúabændur að skrá sig
Þann 12. apríl var stofnfundur
Félags þingeyskra kúabænda
haldinn á Breiðumýri. Félagið er
arftaki Félags kúabænda á sam-
lagssvæði MSKÞ og er
starfssvæði þess félagssvæði
Búnaðarsambands Suður-Þin-
geyinga.
Formaður hins nýja félags er
Kristín Linda Jónsdóttir Mið-
hvammi, Atli Vigfússon Laxamýri
er gjaldkeri og Sveinbjöm Sig-
urðsson Búvöllum ritari. Varamenn
stjómar em Ásvaldur Þormóðsson
Stómtjömum og Ólöf
Hallgrímsdóttir Vogum.
I samþykktum félagsins segir;
„Félagar geta þeir einir verið sem
framleiða nautgripaafurðir sem
lagðar em inn í afurðastöð og greitt
hafa félagsgjald." Aðeins þeir sem
skrá sig í félagið með formlegum
hætti em félagar sem er ólíkt fyrra
fyrirkomulagi þegar allir mjólkur-
framleiðendur vom skjálfkrafa aðil-
ar gegnum MSKÞ.
Stjóm félagsins hvetur
kúabændur á svæðinu til að ganga í
félagið og minnir á að félagsaðild
veitir atkvæðisrétt þegar greidd em
atkvæði um hagsmunamál
kúabænda Að sjálfsögðu geta fleiri
en einn frá hverju búi gerst félagar
enda félagsaðild bundin við einstak-
linga en ekki framleiðslunúmer.
Þess má geta að Erlingur Teits-
son Brún og Hálfdan Bjömsson
Hlégarði sem starfað hafa fyrir þin-
geyska kúabændur um langa hríð
gáfu ekki kost á sér til stjómarstarfa
í nýja félaginu. Fyrir hönd þin-
geyskra kúabænda em þeim færðar
þakkir fyrir vel unnin störf.
Miðhvammi/KLJ
Teno Spin
á íslandi
Bændur! Verslið þar sem reynslan
er mest og plastið er b...!!!!!!!!!
Kverneland
ŒJQspin
Kverneland
Teno Spin
rúllubaggaplast
Verð:
50 sm - 1.800 m
kr. 4.130 + vsk
75 sm- 1.450 m
kr. 5.150 + vsk
Hafið samband við
umboðsmenn okkar um land
allt og tryggið ykkur
gæðarúllubaggaplastið frá
Teno Spin.
Ingvar
Helgason hf.
Vélasala,
Sævarhöfða 2, sími 525 8000.
Umboðsmenn
Búvélaverkstæðið Skipanesi,
Skipanesi
Jóhann Pétur Ágústsson,
Brjánslæk
Kaupfélag Hrútfirðinga,
Borðeyri
Kaupfélag V-Húnvetninga,
Hvammstanga
Kaupfélag Skagflrðinga,
Sauðárkróki
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar ehf.
Stefán N. Stefánsson,
4 !^ÉÍé'**• ■>; *tV Breiðdalsvík
Sigurður Jónsson,
Hvolsvelli
Kverneland Betri Bílasalan,
FTTlsvin Selfossi