Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. október 2000 Unganga nautgripa að vetrarlagi Kúabúum á íslandi fækkar og þau stækka. Húsrými setur stækkun búanna oft skorður og bændur leita því nýrra leiða. Ein þeirra er að láta hluta gripanna ganga úti hluta vetrar eða jafn- vel allan veturinn. Mikilvægt er að aðstæður grip- anna séu viðunandi frá dýravernd- arsjónarmiði. I reglugerð um aðbúnað nautgripa segir m.a.: „Gripir sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir óveðrum í gripahúsum eða sérstöku skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta, nema jafngilt náttúrulegt skjól sé til staðar. Héraðsdýralæknir tekur út slík skýli og getur bannað útigöngu ef viðunandi skýli eru ekki til staðar. Umhverfi, hönnun og viðhald skýla og húsa skal vera þannig að gripir haldist hreinir. Ætíð skal vera til staðar rými inn- anhúss fyrir gripi sem þurfa sérstakrar umönnunar við.“ Útiganga hefur bœði kosti og galla: + Byggingarkostnaður lítill miðað við hefðbundnar ein- angraðar byggingar + Minni vinna + Betra heilbrigði + Eðlilegt atferli - Meira fóður - Erfiðari umhirða - Hentar ekki öllu landi - Hentar ekki óvönum, bóndinn verður að vera skepnuglöggur Forsendur fyrir vetrarútigöngu Veðurfar er takmarkandi þáttur fyrir útigöng. Nautgripir þola þó nokkuð frost ef þeir geta leitað skjóls fyrir vindi. Dýrin verða að venjast kuldanum smám saman og því má ekki setja dýr út aftur að vetrarlagi. Eðlilegur vetrarundirbúningur dýranna er: * Aukinn feldur. Dýr með þykkan feld veijast betur kulda en þunnhærð dýr. * Aukin fitusöfnun. Mikill kostur er að dýrin safni fitunni undir húðina þar sem fitan einangrar vel. Holdagripir og t.d. íslensk hross hafa þessa fitudreifingu en mjólkurkúakyn safna fitu í kviðarhol þar sem hún hefur engin einangrandi áhrif. * Aukinn meltingarhraði. Dýrin þurfa meira fóður til varma- framleiðslu. Varmatap dýranna Rok og rigning veldur mjög miklu varmatapi. Umhleypingar með rigningu, slyddu, vindi, miklum loftraka og snöggum skiptum milli frosts og þíðu fara mun verr með gripina en staðviðri með miklum frostum og þurru lofti. Því er mik- ilvægt að dýrin geti leitað sér skjóls fyrir öllum veðrum. Helstu atriði sem gœta þarf að við útigöngu: * Gott skjól * Næg fóðrun * Nægur undirburður * Vindhraði * Urkoma * Óhreinindi á dýrunum Veljið skýlinu stað þar sem Skjól Köld hús þar sem vindhraði fer ekki yfir 0.2 m/s duga ágætlega heilbrigðum gripum. Nýfæddir kálfar, soltin og veik dýr þurfa betri hús. góður vatnshalli er frá því. Dyr- agætt á að vera nógu stór til að nokkur dýr geti gengið um samtímis, ella er hætta á að dýr of- arlega í goggunarröðinni tefji um- ferð. Dyragætt ætti að snúa móti sólu nema þar sem sunnanátt er rikjandi. Gjafagrindur ættu ekki að vera of langt frá skýlinu, gerið ráð fyrir að flytja gjafagrindur nokkrum sinnum á vetri til að hlífa jörðinni. í skýlinu eiga að vera þurr og hlý bæli fyrir dýrin, annars nota þau ekki skýlið sem skyldi. Þurr hálmur er besti undirburðurinn, en meira þarf af honum en flestir átta sig á. I upphafi á að leggja þykka dýnu, 100-200 kg af hálmi/dýr. Blanda má allt að til helminga með torfi. Gott er að setja í botninn gamlan skít eða moð til að strax fari að hitna í dýnunni. Síðan skal bætt daglega á 2-3 kg hálmi/dýr. Ef ekki er kostur á að nota hálm verða að vera einangraðir pallar fyrir dýrin að liggja á. Þessa palla verður að hreinsa reglulega. Munið að gera ráð fyrir skaf- renningnum sem fyllt getur óþétt hús á örskammri stund! Hús opin að framan og þétt að aftan safna í sig miklum snjó. Hæfilegt op í bakvegg minnkar snjóvandamálið. Fóðrun Reikna skal með 10-40% aukningu á fóðurþörf miðað við innifóðrun. Hæfilega gróft hey gefur magafylli og eykur varmaframleiðslu. Ekki er gott að gefa frosið fóður. Dýrin skulu hafa aðgang að steinefnum og tryggja verður aðgang að góðu drykkjarvatni. Best er að gefa úr gjafagrindum, tryggja verður að öll dýrin geti étið samtímis og taka þá með í reikninginn að háttsett dýr geta vamað lægra settum aðgang að fóðrinu. IKA • Mikið varmatap getur orðið með leiðni þegar dýrin liggja. Því er mjög mikilvægt að bælið sé þurrt og undirburðurinn einangrandi. • Kæling er varmatap frá dýri út í andrúmsloftið. Öll hreyfing á lofti eykur kælingu. • Uppgufun vatns krefst mikils varma. • Varmatap með geislun getur orðið töluvert, t.d. á heiðskírum vetramóttum • Óhreinindi í feldi minnka einangmn Uppgufun Aðalfundur Nautastöðvar LK ehf. var haldinn í Hrísey fyrir skömmu, en NLK ehf. er dóttur- fyrirtæki Landssambands kúa- bænda og sér um rekstur ein- angrunarstöðvar nautgripa í Hrísey. Að sögn Snorra Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra NLK ehf., var rekstur síðasta árs erfiður. „Við höfum verið með lágmarksrekstur vegna biðar eftir svari við umsókn LK og BÍ um samanburðartilraun- ina. Stöðin hefur alltaf haft ein- hverjar tekjur af sölu á sæði, en vegna töluverðs kostnaðar var tap á árinu af reglulegum rekstri“. Á árinu var hvorki innflutn- ingur fósturvísa né sæðistaka og því rekstur stöðvarinnar í lágmarki. Sala á sæði árið 1999 var fremur hæg og seldust ein- ungis 1.781 skammtar á árinu 1999, þar af 1.071 af Aberdeen Angus og 710 af Limousin. En hverskonar rekstur fer fram í stöðinni í dag? „Við erum bara að bíða eftir svari til að geta tekið ákvörðun um framhaldið. Bú- stjórinn okkar, Gísli Einarsson, hefur því síðasta árið haldið í horfinu og verið í viðbragðsstöðu. Nú er í stöðinni 21 kýr og þar af 17 Galloway, ein Aberdeen Ang- us og þrjár Limousin. Þessar kýr munum við nota sem fóstur- mæður ef til innflutnings kemur“, sagði Snorri að lokum. Nýkjörin stjórn NLK ehf. F.v. Gunnar Jónsson, formaður, Stefán Magnússon og Jón Gíslason. Myndin var tekin í sæðistökuherbergi ein- pngrunarstððvarlnnar f Hrísey. Rekstur Nauiastöðvar LK ehf. eriiöup Eigendur Dýralæknaþjónustu Suðurlands. F.v.: Páll Stefánsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Lars Hansen. Dýralæknaþjónusta Suðurlands tekur í notkun nýtt húsnæði að Stuðlum í Ölfusi: Stopbætt aOstaOa til aö sinna aOgerðum Dýralæknaþjónusta Suðurlands (DýSu) tók nýlega í notkun nýtt húsnæði fyrir gæludýraþjónustu og skrifstofuhald en aðstaða fyr- ir slíkt hefur verið frekar bágborin hjá fyrirtækinu. Húsið var áður notað sem gróðurhús en var breytt til þessara nota. Hjá DýSu eru starfandi 6 dýralæknar í fullu starfi; Páll Stefánsson, Lars Hansen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sveinn Ólason, Ásdís Linda Sverrisdóttir og Tómas Jónsson. Þrír þeir fyrst- nefndu stofnuðu fyrirtækið árið 1996. Starfssvæðið nær frá Hellis- heiði í vestri að Mýrdalssandi í austri og yfir allar uppsveitir Ámes- og Rangárvallasýslna. Fyr- irtækið hefur tekið þátt í margvíslegum þróunarverkefnum og hefur einnig gert þjónustusamn- inga við svínabændur auk þess sem verið er að vinna að samskon- ar samningum við kúabændur. Auk þessa nýja húsnæðis er DýSu með hestaspítala á sama stað og aðra aðstöðu í Vestmannaeyj- um. Lars Hansen segir að nýja aðstaðan stórbæti aðstöðuna til að framkvæma aðgerðir og sinna smádýmm og eigendum þeirra. „Við höfum einnig miklu betri aðstöðu til að halda fundi með dýraeigendum og bændum og þannig halda áfram því fræðslu- starfi sem við höfum verið að sinna. Starfsfólk okkar mun einnig búa við mun betri aðstæður sem skiptir miklu máli í þeirri sam- keppni sem er um starfsfólk í dag.“ Nánar verður sagt frá DýSu í blaðinu innan tíðar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.