Bændablaðið - 31.10.2000, Síða 14

Bændablaðið - 31.10.2000, Síða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. október 2000 Belfin bjarga Um þessar mundir höfum við náð svo langt í skjólbeltarækt að flest- um eru kunnir kostir og gallar við skjólbelti. Kostirnir eru; meiri uppskera, meiri afurðir og betri líðan hjá mannskepnum og öðrum skepnum.Gallinn er kannski aðal- lega mikil snjósöfnun, en það er nú fyrst og fremst ef belti er staðsett of nálægt vegi að það kemur að sök. Nú eru fjárveitingar til skjólbeltaræktar komnar inn í landshlutaskógræktina og fjárveit- ingar til skjólbeltaræktar eru því orðnar býsna tryggar. Sömuleiðis virðist það nú orðið ljóst að skjólbelti eru það atriði sem ekki mun eiga minnstan þátt í útliti íslenskra sveita í framtíðinni. Það er meðal annars þess vegna sem það skiptir miklu máli hvernig þau líta út. Það eru tveir þættir sem hingað til hefur verið ejnblínt á í íslenskri skjólbeltarækt. I fyrsta lagi að belt- in séu nógu ódýr og í öðrulagi að beltin séu nógu hraðvaxin fyrstu árin. Hins vegar hafa atriði eins og langlífi beltanna eða fegurð þeirra engu máli þótt skipta. Með öðrum orðum og skáldlegum myndlíking- um þá erum við búin að planta tómum „Traböntum" út um allar trissur í íslenskum sveitum. Það er að segja að undanfarin ár hefur verið einblínt á víði í skjólbelt- arækt en hann er einhver sú skammlífasta tijáplanta sem lil er. Svo hafa athuganir á skjólbeltum að mestu gengið út á að finna mun á víðiplöntum; hvort þær vaxi 50 eða 52 sentimetra á öðru ári frá gróðursetningu. Svo hefur það valdið fjörugum umræðum, hvort um marktækan mun væri að ræða. Við eigum aðra valkosti eins og útlistað verður hér síðar. Þess ber að geta að þó víðirinn hafi galla, þá er hann samt eina ætthvíslin sem er nógu harðgerð til notkunar í skjólbeltarækt í útsveit- um. Þannig að margt það sem sagt er um tegundir hér á eftir á aðal- lega við um innsveitir. Hitt skal þó hafa í huga að innan víðiætt- kvíslarinnar eru til fjölmargar harðgerðar tegundir með mismun- andi lit og hæð sem má nota sér. Sem sagt við viljum fá eðal skjólbelti sem endast og gefa skáldlegan innblástur með nærveru sinni. Við viljum „Toyotu" en ekki „Trabant." Eftirtaldar tegundir eig- um við að nota í skjólbelta rækt: alaskaösp, reynivið, rússalerki, birki, alaskavíði og viðju. Auk þessara plantna er gott að nota lægri runna eins og alpareyni, bergtopp, og uppréttan loðvíði. Fleiri tegundir koma til greina svo sem villirósir, rifs og toppar, og enn mætti telja, en það mundi bara rugla fólk í ríminu. Til að gera skipulag beltissins auðveldara þá eru hafðir þrír stærðarflokkar í skjólbeltunum. Það eru tré, sem hafa það hlutverk að vaxa sem hæst uppí himininn, það eru stórir runnar sem þétta beltið og það eru litlir runnar sem hafa það hlutverk að þétta neðsta hluta beltisins. Það helgast af því að stærri tré og runn- ar hafa tilhneigingu til þess að missa neðstu greinamar (kvista sig upp) og mikilvægt er að beltin séu þétt niður að jörð. Þessir hæðar- flokkar eru eins og allar aðrar skil- greiningar, gerðar til að einfalda málið en rétt er að geta þess að það er engan vegin tryggt að plöntum- ar haldi sig í sínum hæðarflokki. Enda eru þær ólæsar. Einnar tegundar alaskavíðibelti er grá rönd í landslagi og það er svo sem gott og blessað en verður kannski leiðigjamt til lengdar. Það er hætt við að maður verði orðinn pirraður á gráum röndum eftir að hafa keyrt hringveginn eftir nokk- ur ár, ef þeir sem skipuleggja skjólbeltarækt sjá ekki að sér. Þar sem tegundum er blandað saman í belti og blandað saman í raðir, þar er annað upp á teningnum. Mis- munandi hæð, mismunandi útlit og mismunandi litir. Þessi belti eru hvert fyrir sig heill heimur. Og þegar hausta fer þá upphefst sinfónía lita sem með degi hverj- um breytir um svip. Þetta snýst samt ekki eingöngu um fegurð, því þetta snýst líka um öryggi. Ef lítil padda kemur til landsins sem étur alskavíði, þá eigum við engin skjólbelti lengur. Hætta á svona áföllum í blönduðu belti er hverf- andi, því þar heldur beltið velli þó ein tegund detti út. Alaskavíðir og alaskaösp hafa bæði þann kost að vera stórar plöntur og hraðvaxnar. En í blönduðum beltum getur þetta verið galli, því þessar plöntur geta kæft nágranna sína sem kannski eru verðmætari skjólbeltaplöntur þegar upp er staðið. Því verður að huga að þessu við skipulagningu beltisins eða höggva þessar plöntur frá þegar þær vaxa upp, jafn vel þó tveir metrar séu á milli plantna. Til að ná farsælum árangri við ræktun hins blandaða beltis væri best að haga undirbúningi lands þannig að á haustin væri land unnið, plægt og borið á ríkulega af búfjáráburði. Að vori væri svo lagt plast og plantað. Best væri ef allar plöntur kæmu úr líters eða tveggja lítra pottum en einnig eru berrótarplöntur góðar. Gallinn við bakkaplönturnar er sá að þær vilja verða undir í samkeppni við grasið, þó það sé plastað, auk þess sem stærri plöntur hafa meiri þrótt. Þetta verður dýrt en höfum við efni á því að stunda hér nánasa skjólbeltarækt þar sem ekki er horft nema nokkra daga fram í tímann? Helgi Þórsson í Kristnesi ' K ÉL ■ Lóð Kristnesspítala. Þar skipulagði Jón Rögnvalds- son skjólbelti 1933. Lengsta beltið er 130 m langt og þar er lerki til jafnaðar 13 m hátt. Árið 157 var plantað í Kjarnaskógi við Akureyri belti þar sem birki og reyniviður eru í aðalhlutverki. Skjólbelti framtíðarinnar Tré 6 -14 m Stórir runnar 3 - 6 m Litlir runnar 1,5 - 3 m Aj Alaskaösp © Lerki (J) Alaskavíöir ® Viöja (B) Birki (R) Reyniviður A Bergtoppur Alpareynir /j\ Loövíðir Skjólbelti - 3 raðir hH - ®®@®®(D(v)(v)(y)®(D(A)(D(D(D(A)®®(A)(y)(D i ■©®©©©©®®©©® Gíöur árangup kjiiWlnaðarmeixtara SS Kjötiðnaðarmeistarar Sláturfélags Suðurlands náðu góðum árangri í alþjóðlegri fagkeppni kjötiðnaðarmanna í Herning í Danmörku um síðustu helgi. Tíu kjötiðnaðarmeistarar frá SS tóku þátt í keppninni og unnu þeir til tveggja gull- verðlauna, þriggja silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Einnig kepptu kjötiðnaðarmeistarar Sláturfélags Suðurlands til úrslita í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem haldin var í maí á þessu ári. Þar stóðu þeir sig með mikilli prýði og unnu til tveggja gullverðlauna, níu silfurverðlauna og ellefu bronsverðlauna. Auk þess hlaut Oddur Amason sérstök verðlaun nautgripabænda fyrir athyglis- verðustu nýjungina, „Bláberjagrafinn mjólkurkálfur“. Fremst frá vinstri: Oddur Árnason, Ingólfur Baldvinsson. Miðju röð frá vinstri: Jón Þorsteinsson, Örn Hauksson, Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason og Guðjón Guðmundsson. Aftasta röð frá vinstri: Níels Hjaltason, Leifur Þórsson og Róbert Imsland. Á myndina vantar Viktor Steingrímsson. Freyr flytur nýja þekkingu - undirstöðu framfara! Ertþú áskrifandi? Hrefna Jóhannesdóttir hefur gert tilraunir með að skyggja trjáplöntur: Misjafnt hversu lengi parf að skyggja plfintar Hrefna Jóhannesdóttir skilaði í sumar lokaverkefni við háskól- ann í Asi um skyggingu trjá- plantna. Ein gróðrarstöð er þeg- ar farin að nýta sér niðurstöður þessa verkefnis og fleiri munu Iíklega gera það á næstunni. Hrefna segir verkefnið snúast um það að þegar plöntur eru skyggðar á haustin, eins og flestar gróðurstöðvar sem eru með tijáplöntur gera, flýti það fyrir því að plöntumar myndi endabmm. „Þetta þýðir að ef að kemur skyndi- legt frost að hausti til em plöntum- ar betur í stakk búnar til að taka við frostinu. Þetta lengir því gróður- setningartímann á haustin. Þetta er líka gert til að plöntumar verði ekki of háar í bökkunum því nú er gert ráð fyrir vissu hlutfalli milli rótar og sprota hjá plöntum. Auk þess vill maður ekki hafa plöntumar of háar og með skyggingu minnkar vöxturinn á þeim.“ Hrefna gerði tilraunir með mismunandi trjátegundir auk þess sem hún skyggði plöntumar mis- lengi. „Úr þeim tilraunum kom að sitkagreni og sitkaelri þarf að skyggja töluvert lengi eða í um tvær vikur á meðan lerkið þarf ekki nema sjö daga ef skyggt er í lok júlí en aðeins þrjá ef skyggt er í ágúst. Reyndar skyggði ég lengi yfir daginn eða sextán klukkutíma en það er hugsanlega fullmikið á okkar breiddargráðu. Það er hugs- anlegt að ef aðeins hefði verið skyggt í tólf tíma hefði ekki þurft að skyggja sitkagrenið og sitka- elrið svona lengi.“ Ein gróðrastöð er þegar farin að nýta sér niðurstöðumar úr þes- sum tilraunum. „Ég á eftir að koma þessum niðurstöðum al- mennilega á framfæri en mun reyna að gera það á næstunni,“ sagði Hrefna að lokum en hún er nú að hefja störf á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Bí fllnefnir i sflórn Framleiðnisjófls Stjórn Bændasamtakanna hefur tilnefnt Ara Teitsson og Kjartan Ólafsson aðalmenn í stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins. Þau Hörður Harðarson og Sigríður Bragadóttir voru tilnefnd varamenn í stjórn sjóðsins. Þessar tilnefningar eru til næstu fjögurra ára. FJÓSVÉLIN Allra hagur Einnig plógar, jarðtætarar og sturtuvagnar ORKUTÆKNI Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.