Bændablaðið - 31.10.2000, Qupperneq 15

Bændablaðið - 31.10.2000, Qupperneq 15
Þriðjudagur 31. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 15 íslendingar skeggræða árangurinn. Góðnr árangur ís- lenskra Pðnaðar- manna í Herning Nú er nýlokið fagkeppni norrænna kjötiðnaðarmanna og fór hún sem fyrr fram í tengslum við matvælasýninguna Interfair 2000 sem haldin er í Heming, Danmörku annað hvert ár. Sem fyrr hafa íslenskir kjötiðnarðar- menn verið framarlega á blaði þótt engin stórverðlaun hafi komist í hús þetta árið. í tengslum við keppnina fóru hátt í 60 Islendingar á sýninguna, bæði kjötiðnaðar- menn og aðrir sem tengjast kjötiðnaði á einn eða annan hátt, til að sjá hvað er að gerast á sviði norræns kjötiðnaðar og verslunar og ekki síst vegna þess að margir þeirra áttu vörur í fagkeppninni. Keppnin var að þessu sinni í tveimur hlutum þar sem annars vegar var keppt í fitulitlum vörum sem eru að ryðja sér til rúms í auknum mæli á markaðinum og hinsvegar í hefðbundnum kjöt- vömm eins og við þekkjum þær úr kjötborðum stórmarkaða. Mjög strangar reglur gilda fyrir þátttöku og þarf keppandi að hlýta fjölmörgum skilyrðum áður en hann er keppnisfær. Keppnin í fit- usnauðu vömnum hefur reynst sérlega snúin þar sem gerðar em mjög strangar kröfur til hámarks fituinnihalds. Með vömnni þarf að fylgja nákvæm uppskrift þar sem fram kemur nákvæm hráefnisnotk- un á framleiðslustigi. Hafa þarf í heiðri evrópskar íssetningar- og hjálparefnareglugerðir sem gera Landbúnaðarvörur - Varahlutír Hljóðkútar í flestar gerðir vinnuvéla Gott verð keppendum oft erfiðara um vik. Stigagjöfin fer sem fyrr eftir alþjóðlegu kerfi sem er þannig að allar vörur byrja með fullt hús stiga. Stigin falla síðan eitt af öðm eftir því sem fleiri gallar sjást. Til að hljóta gullverðlaun þarf 49-50 stig eða vera allt að því algjörlega gallalaus. Silfurvara er með 48-46 stig og þykir það töluvert afrek að ná þeim verðlaunum í slíkri keppni þar sem kröfumar eru svo miklar sem raun ber vitni. Sem fyrr fá þeir sem hljóta 46-43 stig brons- verðlaun fyrir sýnar vömr, það þýðir gallalítil vara. Þótt þær reglur sem hér hefur verið lýst að ofan séu ekki árenni- legar þá er það nú samt svo að íslenskum kjötiðnaðarmönnum hefur oftast nær gengið sérlega vel. Af þeim 39 vömm sem bámst í keppnina frá íslandi hlutu 25 verðlaun, þ.e. gull, silfur eða brons. I keppnina bárust um 700 vörur og þar af komu 39 frá Islandi. Til marks um frábæran árangur íslendinga fengum við 5 gullverðlaun eða 15% gullvinn- ingshlutfall en í heild fengu aðeins 6% innsendra vara gullverðlaun. Bestum árangri í einstökum vömm náði Sigmundur Hreiðars- son frá Norðlenska matborðinu á Húsavík með Lambas sem em þurrverkaðir naslbitar úr lamb- akjöti og fékk hann 50 stig fyrir þá vöru. Hann kom því til álita sem Norðurlandameistari í hrávöru- flokki, en valið stóð á milli 3 vara. Tvær aðrar íslenskar vömr vöktu mikla athygli fyrir fruntleika og handbragð. Annarsvegar var það Taðreykt nautarúllupylsa fram- leidd af Viktori Steingrfmssyni og hin var Lyngreykt fjallafála sem er hráverkaður lambahryggvöðvi og var hann framleiddur af Jóni Þor- steinssyni. Þeir félagar starfa báðir hjá SS á Hvolsvelli. Það er augljóst af þessum árangri að íslenskir kjötiðnaðar- menn eiga fullt erindi í stórar alþjóðlegar fagkeppnir og ekki skemmir fyrir að hafa gott hráefni og góða undirstöðumenntun. Síðast en ekki síst er nýjungagirni og fmmlegheit landans lykilatriði. Óli Þór Hilinarsson, alþjóðlegur fagdómari og Valur N Gunnlaugsson, talsmaður Meistarafélags kjötiðnaðar- manna. Báðir eru starfsmenn Matvœlarannsókna Keldnaholti. Merki sem þú getur treyst! Varahlutir Varahlutir MASSEY FERGUSOIM Varahlutir Varahlutir ^TRIMA Varahlutir mm Industrial Varahlutir Kverneland Varahlutir FISHER Brynningartæki og varahlutir czMaaDi J/arahlutir ClflflS Varahlutir wmmmmmmmmmmmmmmmmm Klippur og varahlutir Varahlutir 4 hJJi/ik Varahlutir Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 525 8000 Vélavarahlutir, sími 525 8040 NIÐ ERUM MEÐ DEKKIN FYRIR ÞIg A TILBOÐI 15-600X6 12,4-11X28 16,9-14X30 8pr FULLT VERÐ AN VSK M/VSK 2.814,- 26.228,- 41.800,- 1.695,- 16.853,- 26.859,- 2.111,- 20.982,- 33.440,- t! * f Kárason Viðartiqfóa 2 -110 Reykjavík S!'11 5 EINNIG MIKIÐ URVAL AF JEPPA- OG FÓLKSBÍLADEKKJUM MARANGONIBs grip ending öryggi EKKJ •• OL AKUREYRI, S. 462-3002 FELLAB^yS. 47jT:J 1/7.9 i&; TfRE COMPANY L TD.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.