Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Erfiður kjötmarkaður íslenskir kjötframleiðendur hafa búið við óvissu og öryggisleysi undanfarin ár. Þrátt fyrir hagræðingu í framleiðslu og vinnslu og stöðugan hagvöxt og aukna kaupgetu hjá þjóðinni hefur þessi óvissa um sölumöguleika og afkomu næstu mánaða farið vaxandi. Ber þar margt til, rekstrarerfíðleikar sláturleyfíshafa hafa verið meiri en áður og viðvarandi hallarekstur hjá mörgum þeirra, og þá olli gjaldþrot Kjötumboðsins mörgum bóndanum þungum búsifjum. Mikil aukning hefur orðið á framboði kjöts, einkum svínakjöts, á síðustu mánuðum og í kjölfar þess hefur verð til framleiðenda lækkað niður fyrir reiknaðan framleiðslukostnað í flestum kjöttegundum. Nú er framleiðslukostnaður auðvitað breytilegur en það verð sem margir bændur fá nú fyrir svínakjöt dugar tæplega fyrir breytilegum kostnaði og vandséð hvaða tilgangi þjónar að auka framleiðslu við þær aðstæður. Staða nautakjöts- framleiðenda hefur sjaldan verið þrengri og vaxandi óvissa er varðandi markaðssetningu dilkakjöts og afkomuþróun í sauðfjárrækt. Sú verðlækkun sem orðið hefur á kjötmarkaði hefur vissulega leitt til aukinnar kjötsölu og hefur markaðurinn stækkað um nálægt 3,6 % á síðustu 12 mánuðum þótt tekjur bænda af kjötframleiðslu hafi dregist saman á sama tíma. Ætla mætti að sú staða sem hér er lýst sé jákvæð fyrir íslenska neytendur og þeir fái nú kjöt á mun lægra verði en áður. Ekki er það þó sjálfgefið því verðlækkun til framleiðenda skilar sér ekki endilega til neytenda. Þá verður einnig að hafa í huga að óvægin samkeppni og verðstríð getur komið niður á gæðum vörunnar, því fjölbreytt framboð á fersku kjöti í umhverfi sem skapar sér æ fleiri heilbrigðisvandamál er hvorki auðvelt né ódýrt. Neytendum ekki síður en bændum er því mikilvægt að jafnvægi ríki á kjötmarkaði og stöðug vöruþróun sé í framleiðsluferli og gæði og öryggi í fyrirrúmi. Augljóst virðist því að það jafnvægi verður að nást, ekki síður neytenda en bænda vegna, en slíkt gerist vart nema með því að stilla framleiðslumagn kjöts eftir innlendum markaði eða flytja út hluta framleiðslunnar. Náist það ekki í náinni framtíð er fyrirsjáanleg verðmæta- sóun og margvísleg vandamál samfara gjaldþroti fjölda bænda. Þótt núverandi ástand sé óviðunandi verða bændur að horfast í augu við að staða á kjötmarkaði verður erfið á næstu árum. Öflugum kjötkaupendum fækkar og þeir stækka og hörð samkeppni mun ríkja á matvælamarkaði. Vænlegasta svar bænda við þessari þróun er samstaða þeirra um slátrun og vinnslu í fáum og öflugum fyrirtækjum sem hafa burði til vöruþróunar og markaðs- starfs og hagsmuni bænda að leiðarljósi í sínum rekstri. Því miður hefur þróunin ekki verið í þá átt á síðustu árum. /AT. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þettbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 161 Blaðinu er dreift í 6.400 eintökum. Dreifing: íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Jónatan Hermannsson tilraunastjóri Korpu: Kornskuriur hðfst síðar un í fvrra Jónatan Hermannsson, tilrauna- stjóri Korpu, sagði í samtali við Bændablaðið að kornskurður í ár hefði hafist einni til tveimur vikum síðar en í fyrra. f Ijós kom að ekki hafði orðið eins mikið gagn að hlýindunum í júní sl. og menn vonuðust eftir. í fyrra var byrjað að skera korn sunnan- og vestanlands rétt fyrir mánaðamótin ágúst/september en nú var ekki byrjað að skera fyrr en viku af september, og sums staðar síðar. „Það hefur verið kalt seinni- part sumars hér sunnan og vestan- lands, og reyndar um allt land, og það hefur sett mark sitt á kom- þroskann. Síðustu tvo mánuði hefur verið rigningatíð um mestallt land og lítið sólfar og í þannig veðri þroskast komið hægt," sagði Jónatan. „Um vesturhluta landsins - bæði norðan og sunnan - vora þurrkar allan júnímánuð og kom varð þar gisið á sendnu landi og hætt er við að uppskera verði heldur ódrjúg. Á djúpum jarðvegi lítur kornið hins vegar vel út á þessum slóðum, er bara heldur seint til þroska. Á austanverðu Norðurlandi voru þurrkar ekki til baga í vor og mátti heita að rigningatíð væri þar í allt sumar. Þar er kornið nú mun skemmra komið í þroska en í venjulegu ári. Um mánaðamótin síðustu gerði svo slagviðri um allt land, eins og þau gerast verst. Sums staðar lagðist kom og þar sem það var orðið þroskað brotnaði það. Þó er ekki hægt að tala um að stórskaði hafi orðið." „Það er ekki hægt að spá um hver útkoma kornræktarinnar verður fyrr en í lok september því kornið getur bætt við sig út mánuðinn, ef tíðin verður bærileg og ekki frýs að marki," sagði Jónatan Hermannsson. Samhengi a milli hás úrefnisgildis í mjólk og lólegrar trjðsemi segir í erlendum rannsóknaniðurstððum Það hefur lengi verið rætt um hvort hátt úrefnisgildi í mjólk hafi neikvæð áhrif á frjósemi kúa, og þá hve mikil. Nýleg bandarísk rannsókn leiðir í ljós að samhengið er sterkt. Rann- sóknin var framkvæmd á 24 búum í Ohio í Bandaríkjunum og voru alls 1.728 kýr í rann- sókninni, sem stóð frá júní 1998 til maí 1999. Meðalnyt búanna var 8.883 kg mjólkur. Mánaðar- Iega var mælt úrefnisgildi í mjólk hjá hverri kú og síðan var unnið með meðaltal hverrar kýr við uppgjör rannsóknarinnar. Við uppgjör rannsóknarinnar var leiðrétt fyrir áhrifum annarra þátta (s.s. nytar, aldurs, mjalta- skeiðs, bústofns o.fl.), þannig að niðurstaðan sýnir samhengi breyti- leika í frjósemi og úrefnisgildis mjólkur. Kúnum var skipt í fjóra jafn- stóra hópa eftir meðaltölum fyrir úrefni: a) kýr með minna en 7,1 mMóI b) 7,2-9,1 mMól c) 9,2-11,0 mMól d) meira en 11,0 mMóI Niðurstaðan leiddi í ljós að líkumar á að kýr festi fang voru 2,4 sinnum meiri hjá kúm með lægra hlutfail en 7,1 mMól, en hjá kúm með meðaltal upp á 11,0 mMól eða hærra (sjá töflu). Úrefnisgildi (mMól) < 7,1 7,2 ? 9,1 9,2? 11,0 > 11,0 Líkuráfangi 2,4 1,4 1,2 1 Skýringin á þessu samhengi er talin stafa af breytingum á efnajafnvægi í legi. Hækkun á ammoníaki og lækkun á sýrustigi leiði þannig til þess að frjóvgað egg nái síður að festast í leginu. Til viðbótar voru framkvæmdir útreikningar eftir meðalnyt á búunum. Meðalnyt hærri hóps búanna var með 10.916 kg mjólkur en meðalnyt lægri hópsins 6.850 kg. í ljós kom að meðalnyt búanna skipti ekki máli í þessu sambandi. Rannsóknarmennimir benda á í grein sinni að aðrar rannsóknir hafi ekki sýnt þetta samhengi jafn sterkt og hér kemur fram, en benda jafnframt á að í öðrum rann- sóknum hafi ekki verið skoðaður jafn stór hópur kúa. Greinina má lesa í heild á vefnum: www.adsa.org/jds/papers/2001/feb 482.pdf Athugasemdir Rannsóknin leiðir í ljós að líkur á lélegri frjósemi kúa aukast með mjög háu úrefnisgildi. Hér á íslandi eru flestar kýr með langtum lægra gildi fyrir úrefni en 7,1 mMól og er landsmeðaltal tankmjólkur (2001) 5,0 Mmól (Ársskýrsla RM, 2001). Rann- sóknin tók ekki á lægra úr- efnisgildi en 7,1 Mmól, svo ekki er hægt að segja til um hvort munur sé á frjósemi t.d. á milli kúa með 3,0 Mmól annars vegar og 6,0 Mmól hins vegar. Heimild: Rajala-Schultz, P.J. ofl.: Association Between Milk Urea Nitrogen and Fertility in Ohio Dairy Cows, Journal of Dairy Science, 2001, 84: 482-489 (þýtt og endursagt úr Kvæglnfo nr. 975) /SS.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.