Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. október 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Bændur og Internetið Öðru hvoru ræða stjómmálamenn um þá staðreynd að aðgengi manna að Intemetinu getur skipt máli þegar kemur að því að fólk velji sér stað til að búa á. Staðsetning fyrirtækja skiptir ekki alltaf höfúðmáli ef stjómendur þeirra geta treyst því að símalínur beri þá gagnaflutninga sem fyrirtækjunum em nauðsynlegir. Jaíhvel má fullyrða nú til dags að góðar símalínur séu á stundum mikilvægari en vegir. Opinber stjómsýsla og fyrirtæki eru í auknum mæli komin á Intemetið og það hlýtur að vera krafa þessara aðila að einnig landsbyggðarfólk geti nýtt sér þjónustu þeirra á Intemetinu. Það hlýtur að vera öllum þeim áhyggjuefiii, sem vilja sjá að landsbyggðin lifi, sá miklu aðstöðumunur sem fólki er búinn í þéttbýli og dreifbýli. Tökum dæmi. Reykvíkingur getur fengið 512.000 b/s sítengingu við Intemetið fyrir um 4.000 kr. á mánuði. Hann getur verið tengdur allan sólarhringinn án þess að greiða aukagjald. Að sækja stórar skrár yfir netið tekur örfáar sekúndur. A móti höfúm við bónda í dreifbýlinu sem býðst aðeins venjulegt samband í gegnum mótald og nær kannski hraðanum 33.000 b/s ef hann er heppinn. Meðan á um klst.sambandi stendur rofhar sambandið a.m.k. fimm sinnum. Ef hann þarf að sækja stórar skrár getur það tekið nokkrar klst. Fyrir hverja mínútu sem hann er tengdur þarf hann að greiða. Það þarf ekki mikla útreikninga til að sjá að þessi aðstöðumunur leiðir til byggðaröskunar, ef við trúum á gildi upplýsingabyltingarinnar. Það er því afar mikilvægt að öllum bændum bjóðist öflugri tenging við Intemetið í síðasta lagi í byrjun næsta árs. ISDN er aðeins byrjunin. Með betri tengingu við Intemetið sparast dýrmætur tími og peningar. Bændasamtökin hafa þiýst á Landssímann og yfirvöld samgöngumála undanfarin misseri um að þetta nái fram að ganga. Það er brýnt að bændum verði boðið upp á tengingu við Intemetið gegn föstu gjaldi með sambærilegum hætti og fólki í þéttbýli býðst háhraðatenging gegn áskriftargjaldi. Hér er ekki aðeins spurt um jafhræði þegnanna. Netvæðing í sveitum verður mjög erfið án þessa möguleika. Bændur ættu að geta keypt sítengingu við Intemetið fyrir um tvöþúsund krónur á mánuði; skoðað heimasíður og unnið í miðlægum skýrsluhaldsgagnagrunnum án frekari kostnaðar. Þetta myndi færa Landssímanum jafhari og meiri viðskipti og gera bændum fært að taka þátt í upplýsingasamfélaginu. Allir ættu að hagnast. Bændur em hvattir til að sækja um ISDN tengingu sem fyrst. Það er ekki síður ástæða fyrir bændur, þar sem símamál em í ólestri, að hafa samband við þjónustuborð Landssímans eða tölvudeild Bændasamtakanna svo hægt sé að Ieysa úr málum. Nú er það svo að í lögum um Símann em ákvæði um að veita alþjónustu en ekki vom sett nein tímamörk. Þau em ekki heldur að finna í rekstrarleyfi Símans, samkvæmt upplýsingafúlltrúa fyrirtækisins. Hins vegar hafa ráðamenn, þar með talinn samgönguráðherra sem af einurð hefúr beitt sér fyrir úrbótum í fjarskiptamálum, lagt mikla áherslu á allir landsmenn gætu hagnýtt sér tölvubyltinguna. Vilj i landsfeðranna er ótvíræður en ffamkvæmdin getur skipt sköpum fyrir þá sem búa utan þéttbýlis. Starfsmenn BÍ hafa fúndið fyrir miklum velvilja hjá Símanum í garð bænda og er það vel. Hins vegar er ljóst að bændur verða að halda sínu merki hátt á lofti svo það sjáist og efitir þeim verði munað. / ÁÞ. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dre'rft til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 163 Bændablaðinu er dreift i tæpum 8000 eintökum. Islandspóstur annast það verk aö mestu leyti. ISSN 1025-5621 Svandís fékk frændfólk og vini til að aðstoða við smölun í Gufudal. Hér á myndinni má sjá smalahópinn. Frá vinstri: Kristberg Guðmundsson, Jónas Þrastarson, Torfi Kristbergsson, Arnþór Guðmundsson. Krjúpandi eru: Sævar Reynisson og Hafrós Einarsdóttir. Þá koma Einar Hafliðason bóndi, Reynir Einarsson, Jóhanna Einars- dóttir, Svandis Reynisdóttir, Patrekur Þrastarson, Hrafnhildur Reynisdóttir, Júlía Ragnarsdóttir, Óðinn Ragnars- son, og Guðmundur Kristbergsson. Á myndina vantar Þröst Reynisson. Bændablaðsmynd/Sævar Reynisson. Mannekla veld- ur víða erfið- leikum í göngum Víða um land veldur mannekla orðið ómældum erfiðleikum í göngum og smalamennsku. Skýrt dæmi um þetta er í Gufúdalssveit. Nú hafa Skáleyjabræður ákveðið að hætta búskap, en þeir fluttu fé sitt alltaf í land og smöluðu síðan með bændum í Gufúdalssveit. Svanhildur Jónsdóttir býr fjárbúi í Flatey og Skáleyjabræður fluttu alltaf féð í land fyrir hana. Nú þegar þeir eru hættir búskap hefúr Svanhildur ákveðið að hætta flutningi fjárins í land og hafa það þess í stað í nærliggjandi eyjum yfir sumartímann. Heggur skarð i hópinn Svandís Reynisdóttir, bóndi í Fremri-Gufudal í Gufudalssveit, segir að þetta verði til að fækka leitarmönnum næsta haust um einhverja tugi, því þau hafi alltaf sent fólk til að smala í Kollafirði í Reykhólasveit. Erfiðleikar Gufu- dalssveitunga aukast við þetta því aðeins er nú búið á fjórum bæjum í sveitinni. Þetta þýðir að bændur sem eftir eru í Gufudalssveit þurfa að bæta við sig smalamennsku í Kollafirði. Svandís segir það auka vinnu þeirra gríðarlega mikið, því smala þurfi alveg norður í Isafjarðardjúp og Strandir. Þau hafa verið að smala allar helgar í september og verði ffam á vetur að ljúka smölun. „Við sjáum um að smala bæði Þorskafjarðarheiði og Kollafjarð- arheiði og það er aðeins fólk af fjórum bæjum eftir til að sjá um þetta. Þegar svo fáir eru eftir í sveitinni er það stórt skarð sem Skáleyjabræður og Svanhildur Jónsdóttir skilja eftir sig," sagði Svandís. Fcekkað úr 80 í 20 inanns Hún segir að þegar hún byrjaði að búa í Gufúdalssveit árið 1980 hafi átta bæir verið í byggð í sveitinni, en árið 1964 hafi þeir verið tólf. Hún segist síðastliðið vor hafa farið yfir manntal ffá árinu 1973, en um það leyti fór fólki að fækka fyrir alvöru. Arið 1963 voru íbúar í hreppnum um 80 en 1983 voru þeir komnir niður í 20 manns. Samvinna hreppa verður að koma til Þegar Svandís var spurð hvað þau gætu gert varðandi smala- mennsku næsta haust sagðist hún ekki á þessari stundu sjá það. Hún telur að einhvers konar samvinna hreppanna innan þessa fjárhólfs verði að koma til. Fjárhólfið nær alveg norður í Ameshrepp á Ströndum og Snæfjallaströndin er líka innan þess, og í öllum hreppunum eru aðeins örfáir bæir eftir. „Fyrir utan þá erfiðleika við smölun sem fólksfækkunin veldur, sér maður að sjálfsögðu mjög eftir fólkinu sem fer burt. Fyrir tveimur árum var búskap hætt á Skálanesi og þá fluttu 6 manns í burtu. Fólk fer ffá eignum sínum þannig að það sem byggt hefúr verið upp í aldir og fjárrækt margra kynslóða verður að engu á einum degi," sagði Svandís Reynisdóttir. Verðlaunum hampað á hrútasýningu í Dölunum Glæsileg hrútasýning var haldin á Kjarláksvöllum í Saurbæ í Dölum fyrir skömmu. í fjórða sæti varð Dabbi ffá Lindarholti ættaður ffá Davíð á Saurhóli, í þriðja sæti varð nr. 01307 ffá Kjarláksvöllum, sæðingur undan Mjaldri frá Tóftum í Stokkseyrarhreppi en um fyrsta sætið kepptu nr. 01305 ffá Kjarláksvöllum sem einnig er sæð- ingur, en faðir er Túli frá Leirhöfii í norður Þingeyjarsýslu, og Ævar ffá Innri Fagradal, en hann er heimaalinn. En eins og alltaf er aðeins einn sigurvegari og það varð nr. 01305 ffá Kjarláksvöllum en Ævar varð í öðru sæti. Davíð Stefánsson á Saurhóli gaf glæsilegan bikar til að keppa um á þessari hrútasýningu sem tókst í alla staði vel og margir mættu á staðinn til að fylgjast með og kanna ffamboðið. Guömundur Gunnarsson og Bjarki Reynisson frá Kjar- láksvöllum meö hrútinn nr 01305 sem var í fyrsta sæti. Bændablaöið/G.Bender.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.