Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 4
4
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. október 2002
WNKzSmMEmm
Um 30 skðgarbændur
ð lUorðurlandi byrjaðir
í "Grænni skðgum"
Jón Bjarnason er fyrsti
flutningsmaður þingsályktunar-
tillögu um að Alþingi álykti að
fela samgönguráðherra að skipa
nefnd, strandsiglinganefnd, er
hafi það hlutverk að kanna
þróun, stöðu og æskilega fram-
tíðarhlutdeild strandsiglinga í
vöruflutninga- og samgöngu-
kerfl landsins. Nefndin láti gera
úttekt á þjóðhagslegu gildi þess
að hér við land séu öflugar
strandsiglingar með sérstakri
hliðsjón af umhverfis- og
byggðaáhrifum, umferðaröryggi
og öðru sem máli skiptir.
Strandsiglinganefnd skili niður-
stöðum sínum til Alþingis fyrir
I. október 2003, ásamt tillögum
um leiðir til að efla strand-
siglingar eftir því sem niður-
stöður nefndarinnar gefa tilefni
til. Markmiðið sé að strand-
siglingar verði raunhæfar og
samkeppnisfærar borið saman
við landflutninga, sérstaklega
með tilliti til þungaflutninga.
I greinargerð með tillögunni
segir m.a: „Fullyrða má að sjó-
flutningar meðfram strand-
lengjunni séu verulega vannýttur
samgöngukostur hér á landi.
Þróunin í þessum málum hefur
verið á þann veg að dregið hefur úr
þessum flutningum ár frá ári og er
nú svo komið að einungis eitt skip
stundar reglulegar siglingar með-
fram ströndum landsins. Þessi
þróun hefúr orðið á sama tíma og
menn hafa almennt verið sammála
um margvíslega kosti sjóflutninga
umfram landflutninga, svo sem
minni mengun og minna slit á
vegum. Þá hafa öryggismálin verið
mjög til umræðu en því fer fjarri
að vegakerfi landsins beri hina
miklu þungaflutninga þannig að
fyllsta öryggis sé gætt."
Nýlega hófu um 30 skógar-
bændur á Norðurlandi þriggja
ára nám í skógrækt á vegum
Garðyrkjuskóians, Norður-
landsskóga, Skógræktar ríkisins
og Landgræðslu ríkisins undir
yflrskriftinni Grænni skógar.
Markmið námsins er að gera
þátttakendur betur í stakk búna
til að taka virkan þátt í mótun
og framkvæmd skógræktar og
landgræðslu á bújörðum, með
það að markmiði að auka land-
og búsetugæði, verðgildi og
fjölþætt notagildi jarða i eigu
og/eða umsjón skógarbænda.
Náminu er ætlað að nýtast þeim
sem stunda eða hyggjast stunda
skógrækt og Iandgræðslu,
einkum skógarbændum og þeim
sem þjónusta landshlutabundin
skógræktarverkefni.
Námskeiðin eru metin til
eininga á framhaldsskólastigi og
lýkur með sérstakri viður-
kenningu frá Garðyrkju-
skólanum. Það var Guðni
Agústsson, landbúnaðar-
ráðherra sem setti námið
formlega líkt og hann gerði með
Grænni skóga á Suðurlandi
haustið 2001, en 26 bændur taka
þátt í því námi sem lýkur 2004.
A myndinni má sjá
þátttakendur í Grænni skógum
á Norðurlandi, ásamt
boðsgestum við setningu
námsins./MHH.
Vilja vernda íslenska
dýna- oy biífjárstolna
Þingmenn úr fjórum stjóm-
málaflokkum undir foiystu Drífu
Hjartardóttur hafa lagt fram
þingsályktunartillögu þar sem
landbúnaðarráðherra yrði falið að
heíjast þegar handa um endur-
skoðun laga um innflutning dýra
og búnaðarlaga með það að mark-
miði að vemda íslenska dýra- og
búfjárstofna. Sjá nánar á vef
Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/128/s
/0106.html
BMranM SuMands
meO nýtt símanúmer
Búnaðarsamband Suðurlands
hefúr fengið nýtt símanúmer. Nýja
númerið er 480 1800. Faxnúmerið
breytist einnig og verður 480
1818. Einnig fá allir starfsmenn
bein símanúmer og verða þau birt
síðar. Símanúmer á Kirkjubæjar-
klaustri breytist ekki.
Getur hðppsektun opðið
apðvænlegup atvinnuvegup?
Innan skamms munu nokkrir
sunnlcnskir bændur fara að
uppskera hör sem fyrirtækið
Feyging ehf. kaupir af þcim.
Hör eða lín er eitt elsta treQa-
efni sem mannkynið hefur
notað til klæðagerðar og er
síður en svo nýtt fyrirbæri hér
á landi. Ýmsar vísbcndingar
eru um að víkingarnir hafi
þekkt og jafnvel ræktað hör til
nytja. Hörrækt féll hins vegar í
gleymskunnar dá þar til um
1950 að dr. Sturla Friðriksson
stóð að skipulögðum ræktunar-
tilraunum. Bændaskólinn á
Hvanneyri stóð einnig að til-
raunum undir stjórn Magnúsar
Óskarssonar á níunda áratugn-
um, en hörræktun hefur þó
ckki ekki verið stunduð hér
sem landbúnaðargrein. Nú
kann svo að fara að þetta
breytist. Kristján Jón Eysteins-
son, textíltæknifræðingur,
hefur unnið að framgangi hör-
ræktar undanfarin sjö ár og
starfar nú sem verkefnisstjóri
hjá Feygingu ehf. Hann
fullyrðir að íslendingar geti átt
eftir að ná langt í ræktun og
vinnslu á hör. Þar skipti jarð-
hitinn og landrýmið sköpum.
Einnig hefur verið bent á að
íslenskur hör eigi mikla
möguleika þar sem ekki eru
notuð ncin eiturefni við
ræktunina, s.s. skordýraeitur,
og cngin aukaefni í
fullvinnslunni.
Hrein náttúruafuró
Feyging ehf. var stofnuð árið
1999, en nafnið er dregið af
sögninni að "fey(g)ja" sem
merkir að gera fúið. Helstu
eigendur Feygingar eru Orku-
veita Reykjavíkur, Sveitarfélagið
Ölfus, Burðarás, Húsasmiðjan,
Eignarhaldsfélag Suðurlands og
ýmsir aðrir. Fyrjrtækið hefur
staðið að vinnslutilraunum og
þróun búnaðar til verkunar á hör.
Markmiðið er að vinna textíl-
trefjar til útflutnings. Hör er lyrst
og fremst notaður í vefnað og
aðrar textílvörur, en einnig er
farið að nota líntreljar í ffarn-
leiðslu bílainnréttinga og íhluti í
önnur farartæki. Hörinn nýtur
aukinna vinsælda á markaði enda
hrein náttúruafúrð og fellur vel
að aukinni umræðu um verndun
umhverfisins og almennri með-
vitund um notkun líffænna efna.
Hafínn er undirbúningur að
byggingu feygingarstöðvar í Þor-
lákshöfn þar sem uppskeran
verður tekin til vinnslu í vetur.
Hörakrarnir líta vel út að sögn
Kristjáns og hann gerði ráð fyrir
góðri uppskeru.
Hör á 1000 til 1500 hekturum
Á liðnu sumri var ræktað á
tæpum 100 hekturum sem geta
gefíð af sér 800 tonn af hráum
hör. Komið er að uppskeru og til
verksins verður notuð hollensk
vél sem var sérstaklega flutt til
landsins. Stráið verður rúllað og
plastað á velli eins og tíðkast í
heyskap og verður síðan verkað í
Þorlákshöfn. Vinnslan skiptist í
blautverkun og þurrvinnslu.
Hörinn er lagður í heitt vatn þar
sem er framkallað líffænt niður-
brot á plöntunni við staðlaðar að-
stæður. Að því loknu er stráið
þurrkað með jarðvarma og
pressað og mulið til að hreinsa
trefjamar úr stönglinum. Á þessu
fyrsta ári verður stráið flutt út til
Hollands til þurrvinnslu en
áætlanir Feygingar gera ráð fyrir
að haustið 2003 verði þessi þáttur
vinnslunnar í Þorlákshöfn. „Ef
áætlanir okkar ganga eftir þá má
ætla að innan flmm ára verði hör
ræktaður á 1000 til 1500 hekt-
urum. Þessi ræktun hentar vel
fyrir skiptiræktun á móti byggi
svo dæmi sé tekið," sagði Krist-
ján og bætti því við að Feyging
áætlaði að fá bændur til liðs við
sig; ræktun á eigin vegum væri
ekki á verkefriaskrá fyrirtækisins.
Vatnsfeygður hör vart til lengur
„Við erurn í sambandi við er-
lenda aðila sem hafa mikinn áhuga
á þessari ffamleiðsluvöru, enda er
vatnsfeygður hör ekki lengur fáan-
legur í neinu magni," sagði
Kristján. Ástæðan er sú að
kostnaður við vatnshitun til
vinnslunnar og frumstæðar að-
stæður við þurrkun urðu til þess að
bændur snéru sér að vallarfeygingu
á hör. Þá er hörinn látinn liggja á
akrinum þar sem plantan brotnar
niður þar til hægt er að losa
trefjamar úr stönglinum. Þetta
getur tekið nokkrar vikur, allt eftir
því hvemig viðrar. Kristján sagði
að þetta gerði ferilinn áhættusaman
og þessu fylgdi umtalsverð véla-
vinna. Þegar niðurbroti lýkur verð-
ur hörinn að vera þurr. Rigningar á
meginlandinu hafa æ ofan í æ gert
hörræktendum lífið leitt og er þess
skemmst að minnast að í fyrra
eyðilagðist hör á uin 17 þúsund
hekturum á meginlandinu þar sem
ekki tókst að þurrka hann eftir að
niðurbroti plöntunnar lauk.
„Hér verður beitt öðrum að-
ferðum sem við höfum þróað.
Segja má að vatnsfeyging á hör
hafí verið tæknivædd á nútíma-
vísu. íslensku hugviti hefúr hér
verið beitt til að þróa tækni sem
hvergi er til annars staðar.
Vinnslurásin er lokuð og að
stómm hluta sjálfvirk. Þannig
krefst vinnslan hér ekki mikils
mannafla og veldur ekki mengun,
andstætt því sem gömlu aðferð-
imar kalla á," sagði verkefnis-
stjórinn. Hér á landi má gera það
á einni viku sem tekur aðra 5 til 8
vikur, en jarðhitinn er forsenda
verkefnisins."