Bændablaðið - 15.10.2002, Síða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. október 2002
Glæsilegt kúabú í Eystra-Fíflholti í
Vestur-Landeyjum:
Uhn IIUK
eint og hveit
amað fyriiteK
-segja pau Þonsteinn og Þúna, baendur í Eystra-FifliiolU
Hjónin Þorsteinn Markússon og
Þóra Gissurardóttir búa glæsi-
legu kúabúi í Eystra-Fíflholti í
Vestur-Landeyjum. Þau eru
með um 60 mjólkandi kýr auk
^ fjölda kvíga til eðlilegrar
endurnýjunar á mjólkurkúnum.
Mjólkurkvóti þeirra er tæpir
300 þúsund lítrar. Þau Þorsteinn
og Þóra eru tiltölulega nýflutt að
Eystra-Fíflholti en þau bjuggu
áður á Borgareyrum í Vestur-
Eyjafjallahreppi. Þar voru þau
líka með 60 kýr eins og í Fífl-
holti, en ástæða þess að þau
fluttu var að ríkið seldi jarðir
sem þau höfðu haft afnot af og
þau vildu ekki láta kreppa
tr þannig að sér. Þorsteinn segir að
afkoma kúabænda sé góð um
þessar mundir miðað við það
sem áður var.
Miklar breytingar
á skömmum tima
„Kúabúskapur hefúr breyst
mjög mikið á ekki löngum tíma.
Ekki síst varð breytingin mikil
eftir 1998 þegar frumutala mjólkur
var lækkuð. Lækkun frumu-
tölunnar hafði í for með sér mun
örari endumýjun á mjólkurkúnum
en áður var. Maður verður nú að
gæta þess að eiga alltaf nóg af
kvígum til endumýjunar og hika
ekki við að skipta út. Nú emm við
> með þetta 15 til 20 kvígur á ári
sem koma inn í mjólkurkúahópinn.
Eftir lækkun frumutölunnar endast
kýr ekki nema þetta 3 til 4
mjaltaskeið" segir Þorsteinn.
Hann segir að vissulega fylgi
því aukinn kostnaður að þurfa að
skipta kúnum svona ört út, en á
móti komi að fyrir kjöt af yngri
kúm fáist hærra verð.
Hættu nautakjötsframleidslu
-Þeir kúabændur sem hafa verið í
nautakjötsframleiðslu meðffam
mjólkurffamleiðslunni segja það ekki
lengur borga sig. Þið voruð með slíka
ffamleiðslu, hvemig standa þau mál?
» „Við erum steinhætt kjötffam-
leiðslu. Hún borgar sig ekki lengur
vegna þess hve verð á nautakjöti er
lágt. Nú orðið setjum við bara á
kvígur til endumýjunar eins og ég
sagði áðan. Þeir bændur sem em
eingöngu í nautakjötsffamleiðslu geta
hafl nokkuð upp úr þessu. Þeir em
með holdagripi og láta kálfana ganga
undir kúnum. Þannig fá þeir á styttri
tíma mun meira af kjöti en hinir sem
em með þetta meðffam mjólkurffam-
leiðslu."
Eilifðar deilumál
Þau Þorsteinn og Þóra rækta
kom á 26 hektara svæði í Eystra-
Fíflholti. Þau segjast búast við að
fá þrjú tonn af komi á hvem
hektara, og allt umffam það sé
gott. Meðan þau bjuggu á Borg-
areyrum vom þau með þeim fyrstu
sem ræktuðu kom til að gefa kún-
um í stað innflutts fóðurbætis.
„Það var þá og er raunar enn
deilumál hjá bændum hvort ís-
lenska komið geti komið í staðinn
kúaskýrslur en segist þess í stað
vera með sitt heimabókhald yfir
búskapinn. Hann gagnrýnir kúa-
skýrsluhaldið eins og það er og
segir það ekki vera faglegt.
Skýrsluhald sem slíkt segir hann
vera nauðsynlegt, enda sé hann
með sitt heimabókhald. Þorsteinn
segir að ekkert eftirlit sé með því
sem menn ffamleiða á skýrslu og
hvað menn Ieggja í afúrðastöð.
Munurinn á því sem fram kemur í
skýrslum og því sem lagt er í
afurðastöðvarnar sé ofl gríðarlega
mikill.
„Þetta gerir það að verkum að
sumir bændur hafa engan áhuga á
að taka þátt í skýrslugerðinni.
Varðandi kynbætur tel ég að menn
hafi verið á röngu róli. Norðlenskir
bændur, einkum Eyfirðingar, vom
á undan í ræktinni með fóðmn á
kúnum vegna þess að þeir hafa að
öllu jöfnu mun betri sumur og því
betra hey en bændur hér sunnan
fjalla. Sunnanlands voru menn oft
með hrakið hey og mun iakara
fóður en Norðlendingar. Hins
vegar vom norðlensku kýmar
eðlislakari en þær sunnlensku. Þar
sem Norðlendingamir voru á
undan í ræktuninni var farið að
taka naut undan norðlensku kúnum
og flytja suður til kynbóta. Þegar
rúllutæknin kom fékkst um leið
betra fóður hér á Suðurlandi urðu
kýmar strax betri. En þá var búið
að nota norðlenska kynið og að
mínum dómi skemma það
sunnlenska. Nú er þetta sem betur
fer aftur að snúast við og hið góða
sunnlenska kúakyn að koma til
baka. Astæðan fyrir því að
sunnlenska kúakynið er betra en
Hjónin Þorsteinn Markússon og Þóra Gissurardóttir standa hér í jaðri
kornakursins í Eystra-Fíflholti. Akurinn er 26 hektarar.
fyrir innfluttan fóðurbæti og hvort
ffamleiðslan á því borgi sig þegar
tekið er tillit til vinnutíma, véla-
kaupa, afskrifta og annars er við-
kemur komræktinni. En nú hafa
ffæðingar fundið það út að fóður-
einingin í kominu er ódýrari en í
heyi. Þegar maður vinnur þetta
sjálfúr i annars dauðum tíma og
blandar þetta heima yfir veturinn
er það ömgglega ávinningur að
rækta kom. Vissulega er komverð
oft lágt og hægt að fá bygg fyrir
litla peninga. Þegar þannig árar má
ef til vill segja að það sé á
mörkunum að komræktin borgi
sig. En með því að vinna þetta
heima og nýta þannig dauðan tíma
þá tel ég að ávinningurinn sé aug-
ljós. Við höfum í 15 ár ffamleitt
alla okkar mjólk á heimagerðu
fóðri."
Ekki í kúaskýrslum
Þorsteinn segist ekki gera
það norðlenska gæti verið sú að
hér áður fyrr fluttu fyrirmenn inn
kýr og kálfa með Bakkaskipum frá
útlöndum og úr varð hagstæð
kynblanda sem gerði sunnlenska
kynið mun betra mjólkurkyn."
Heyskapurinn tekur 10 daga
Hver sá sem fer um sveitir
landsins meðan heyskapur stendur
yfir sér hvílíkar tækniframfarir
hafa átt sér stað í heyskapnum.
Þorsteinn segir þau vera innan við
tvær vikur að heyja handa hátt í
hundrað gripum í fjósi, plasta,
stafla upp og merkja rúllumar.
„Auðvitað eru góð hey
undirstaða þess að vel gangi í bú-
skapnum hjá manni. Ef menn hafa
ekki góð hey er útilokað að ætla að
halda öllu uppi með kjamfóðri
kostnaðarins vegna.
Slíkur búskapur myndi i
aldrei bera sig. Það
sem
gerir það mögulegt að fóðra kýmar
á heimaræktuðu komi, sem bætt er
með steinefnum og fiskimjöli, eru
góð hey. Það er þessi nýja stórtæka
tækni í heyskapnum sem gerir
manni kleift að slá og hirða þegar
grasið er hvað best í júní. Sá sem
ekki getur slegið fyrri slátt fyrr en
komið er ffam yfir miðjan júlí
stendur uppi með afar lélegt hey."
Þorsteinn segir að alls staðar
séu menn með miklar heyfymingar
enda allt sem heitir heymarkaður
dottinn niður. Hestamenn í þétt-
býli, sem gjaman keyptu hey af
bændum, geti nú haft aðgang að
hinum fjölmörgu eyðijörðum um
allt land og aflað sér þar heyja.
Eins og hvert annað fyrirtæki
I upphafi viðtalsins sagði
Þorsteinn að kúabændur kæmust
nú vel af. Hann segir að menn líti
núorðið á bú sín eins og hvert
annað fyrir tæki.
„Menn eru löngu hættir að
reka bú af einhverri sveitahugsjón
eins og var. Nú reka menn bara sitt
fyrirtæki og gera kröfu til þess að
forysta bænda standi sig nú þegar
fyrir liggur að gera nýjan
mjólkursamning. Við verðum að
fá að vita sem allra fyrst hvemig sá
samningur verður svo við getum
gert okkar framtíðaráætlanir. Eins
ber ég ugg í brjósti þegar ég heyri
forystumenn okkar óttast það að
búin séu orðin allt að 50 til 100
milljóna króna virði. Þeir eiga
auðvitað að gleðjast yfir því að
þessi fyrirtæki gangi vel og nái að
stækka. Það er alltaf verið að tala
um að mjólkurkvótinn sé svo dýr.
Eg spyr á móti er það ekki bara allt
í lagi ef einhver getur búið og
keypt sér kvóta? Ég tel það vera
guðsþakkarvert. Hvers vegna á
þessi eign manns að vera ódýr,
hvers vegna á að pína hana niður í
verði ef einhver getur keypt hana
og búið? Nú er margt ungt fólk
komið inn í kúabúskapinn og rekur
sín bú eins og fyrirtæki. Lána-
stofhanir munu hafna því ef á að
aftengja kvótann og búa til ein-
hvem byggðakvóta. Lánastofnanir
komu í veg fyrir slíkar breytingar í
fiskveiðunum og þær munu einnig
gera það í mjólkurframleiðslunni."
Nýju mjaltabásarnir
Hinir nýju sjálfvirku mjalta-
básar, sem sumir kalla „róbóta" en
Olafúr Dýrmundsson ráðunautur
vill kalla „mjaltara," hafa valdið
byltingu hvað varðar vinnu bænda
í fjósi. Þorsteinn var spurður hvort
hann hefði hug á að fá sér mjaltara.
„Auðvitað hefur maður áhuga
á því og við erum búin að skoða
mjaltara. Þetta eru dýr tæki en með
aukinni samkeppni er verðið að
lækka og nú eru komnir á
markaðinn mjaltarar sem mjólka
tvær kýr í einu. Við höfum hins
vegar litið til þess að það tekur
okkur ekki nema klukkutíma
kvölds og morgna að mjólka 60
kýr og þess vegna er það um-
hugsunarefni hvort maður á að fara
út í dýra fjárfestingu (12-14
milljónir króna) vegna mjaltanna.
Eins þyrfti að gera nokkrar breyt-
ingar á fjósinu, gera það að lausa-
göngufjósi með legubásum. En á
það ber einnig að líta að bakið á
manni er ekki lengur ungt og þess
vegna gæti rekið að því að við
fengjum okkur mjaltara. Ég verð
að játa að í upphafí þegar maður
heyrði um þessa mjaltara hélt
maður að um einhverja vitleysu
væri að ræða. En það er nú
eitthvað annað, þeir virka vel,"
segir Þorsteinn Markússon.
Fjórhjól
Yamaha Big Bear 350,
4x4 árg. ‘99
Polaris 500 4x4 árg. ‘01
og árgerð 99.
Polaris Expediton 425,4x4,árg. ‘00.
Honda 450,4x4, árg. ‘00
Góð hjól á góðu verði.
Verð með vsk.
Uppl í síma 898-2811
eða 690-3726.
Nýp íormaður
skólanefndar
Garðyrhjuskólans
Guðbjörg Runólfsdóttir, garð-
yrkjubóndi á Flúðum hefur tekið
við stöðu formanns skólanefndar
Garðyrkjuskólans af Sveini Sæ-
land, oddvita Bláskógabyggðar en
hann óskaði eftir því á síðasta
fundi nefhdarinnar að láta af
störfúm formanns, en mun þó sitja
áfram í nefhdinni. Aðrir nefhdar-
menn eru; Kjartan Ólafsson, al-
þingismaður, Þorgeir Adamsson,
garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykja-
víkur og Gunnþór Guðfmnsson,
starfsmaður skólans.
Á fúndi nefhdarinnar í byrjun
október var m.a fúndað með
nemendum en þar var farið yfir
ýmis mál, eins og t.d. um viðhald
bygginga, háskólanám, aðkomu
Sveitarfélagsins Ölfús að starf-
semi skólans og fleira. Á með-
fylgjandi mynd er Sveinn Sæland,
fráfarandi formaður ásamt nýja
formanninum á fúndi með
nemendum í matsal skólans.
MHH
Amerísk gæða
framleiðsla
30-450
iítrar
Umboðs-
menn um
land allt
RAFVORUR
ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411