Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 15. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Milligerði (Beyslur) VÉLAVAL-Varmahlíö hf Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.Velaval.is Netfang velaval@velaval.is Töluvert minni sala á holdasæði: Bændur eru að draga úr nauta- kjötsframleiðslu í frétt frá Landssambandi kúabænda kemur fram að sala á holdasæði hefur dregist stórlega saman það sem af er þessu ári miðað við sama tíma undanfarin ár. „Það sem þarna er að gerast er ekkert annað en að bændur eru að draga stórlega úr nautakjötsframleiðslu. Ástæðan er lágt verð fyrir afurðirnar. Verðið er svo Iágt að bændur tapa á framleiðslunni, og þá eru þeir auðvitað ekki að nota mikið holdasæði því það nýtist eingöngu til nautakjötsfram- leiðslu," sagði Snorri Sigurðs- son, framkvæmdastjóri LK. Allar kvígur settar á Hann segir að mjólk- urlramleiðslan sé mjög stöðug um þessar mundir og bændur setji á alla kvígukálfa sem fæðast. „Mjólkurffamleiðendur þurfa á öllum kvígukálfum að halda vegna þess að því hærri sem nytin er í kúnum þeim mun færri kýr þurfa menn og þá mega þeir ekki við að missa neina þeirra í að bera holdakálfa sem gefa alltof lítið af sér," segir Snorri. Hann segir að haldi þessi þróun áffam muni nautakjöts- ffamleiðslan í landinu minnka verulega og það sé þróun sem for- svarsmenn Landssambands kúa- bænda hafi áhyggjur af. Því leiti þeir nú allra leiða til að tryggja nautakjötsffamleiðslu á Islandi til ffamtíðar. Á Islandi eru þrjú holdanautakyn: Aberdeen Angus, Limosín og Galloway. vegi sem fara í gegnum land þeirra, eins og í þessu tilfelli á Brún. Birgir Guðmundsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri sagði að allmörg svona undirgöng hefðu verið gerð á síðustu árum. Hann nefndi sem dæmi veginn undir Akrafjalli eftir að Hvalfjarðargöngin komu. Þar voru gerð nokkur undirgöng. Hann sagði að sennilega yrðu tvö göng undir veginn á Mývatnsheiðinni, vegna þess að þar eru tvö beitarhólf sem féð þarf að komast í án þess að fara yfir veginn. UndirgOngum fyrir húfénaí nwn plga Vegurinn yfir Mývatnsheiði hefur verið í endurbyggingu og nær sú endurbygging aðeins niður fyrir túnið á Brún í Reykjadal. Þar hafa verið gerð göng undir veginn sem ætluð eru búfénaði, í þessu tilfelli kúnum frá Brún sem beitt er hinum megin við veginn. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún, segir að göngin séu ekki alveg tilbúin en það verði mikiil munur þegar þau verði tekin í notkun. Hann segir að nær alltaf myndist röð biffeiða á veginum þegar kýmar eru reknar yfir hann og í hagann. Hann segir að það sé að sjálfsögðu Vegagerðarinnar að leysa þann vanda. Göngin eru í raun stórt ræsi því þetta er stál- hólkur sem er 2,20 m á hæð. Sigurður Oddsson, deildar- stjóri framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri, segir að það sé alls ekki stefna Vegagerðarinnar að gera svona undirgöng vítt og breitt. Áður fyrr var því ævinlega neitað þegar farið var fram á það við Vegagerðina að byggja slík göng. Nú sé það samkomulag við bændur ef verið er að endurbyggja Birgir telur að í ffamtíðinni verði undirgöng almennari en nú er, og alveg sérstaklega þegar vegir em lagfærðir eða byggðir upp. Miklar umræður urðu á Álþingi í fyrra um þessi mál. Þá lagði Þuríður Backman ffam þings- ályktunartillögu um að byggja undirgöng fyrir búsmala þar sem þörf er á. I þeim umræðum var fúllyrt að slík undirgöng myndu fækka þeim slysum þar sem ekið er á búfénað, einkum kindur og hross. Göngin undir veginn hjá Brún í Reykjadal. Erlingur Teitsson bóndi á Brún segir að alltaf myndist biðröð bifreiða þegar kýrnar hans eru reknar yfir veginn og því verði mikill munur að fá þessi göng. Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru: að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreyti- leika í stofninum, s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2002. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Bændasam- tökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 15 nóvember 2002 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Reykjavík 1. október 2002 Fagráð í hrossarækt Eyðing meindýra Námskeið Námskeið um notkun eiturefna og hættulegra efna við eyðingu meindýra verður haldið dagana 31. október og 1. nóvember 2002. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum og starfa við eyðingu meindýra. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálfkrafa leyfisskírteini til kaupa á efnum í X og A hættuflokkum, heldur verður að sækja um það sérstaklega. Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa sem meindýraeyðir. Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 25.000,- Tilkynna skal þátttöku sem fyrst, og eigi síðar en 24. október, til Hollustuverndar ríkisins á sérstökum umsóknareyðublöðum sem send verða til umsækjenda skv. beiðni. Umsóknareyðublað og dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins, www.hollver.is Upplýsingar eru veittar hjá Hollustuvernd ríkisins í síma 585 1000. Hollustuvernd ríkisins Rannsóknastofnun landbúnaðarins Vinnueftirlit ríkisins án viðhalds! ' "T Harðplast- 3TSU gluggar og hurðir í allar byggíngar! ✓ Ara tugci reyn s 1 a j| hérlendis Líttu á nýja heimasíðu! www.kjarnagluggar.is 7alds! \w I Kjarnagiuggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713 THIviivæild niðursetningarvdl sem ekki sleppir kerHel Nú er varla til það svið að tölvutæknin hafi ekki tekið þar öll völd. Við heyrum um traktora sem eru útbúnir öllum hugsanlegum þægindum og mannshöndin þarf ekki lengur að mjólka - um það sjá róbótar. Á dögunum hitti Bændablaðið Karl Ólafsson í Lyngási sagði okkur frá tölvustýrðri kartöfiu- niðursetningarvél sem hann hefur eignast. Líklega er þessi vél dæmigerð fyrir þá tækni- byltingu sem hefur átt sér stað í landbúnaðinum. Hún getur sett niður í fjórar raðir í einu og á henni er síló sem tekur tvö og hálft tonn af kartöflum og annað sem tekur tvö og hálft tonn af áburði. Þetta dugar til niður- setningar í rúmlega tvo hektara. Vélin er að öllu leyti tölvustýrð og því þarf ekki nema einn mann á hana, þ.e. þann sem stýrir traktomum sem dregur hana. Hjá ökumanninum er tölvuskjár sem segir honum hvað hann ekur hratt, í hvað marga hektara kartöflumar í sílóinu duga, hve langan tíma það taki að setja þetta niður og hvað margar kartöflur fara í hvem Karl Ólafsson við tölvustýrðu setningarvélina frá Netagco. hektara eða í hverja röð fýrir sig. Þá er hægt að stöðva niðursetningu í hvaða rás sem er. Vélin setur niður á allt að 15 kílómetra hraða, en æskilegur hraði er 10 kílómetrar á klukku- stund. Vélin er þannig gerð að hún getur ekki sleppt kartöflu, alveg sama hversu hratt er farið. Það er stillt í tölvunni hve margir sentí- metrar eru á milli kartaflanna og það kemur fram á tölvuskjánum! Þegar kartöflumar raðast svona nákvæmt niður verður rúmlega 10% spamaður á landi og áburði miðað við eldri vélar. Karl setti niður með nýju vélinni sl. vor. Hann telur að uppskeran sé 10% meiri vegna nýju vélarinnar. Karl segir að hægt sé að setja niður með vélinni í um það bil 25 hektara á einum degi við góðar aðstæður. kartöfluniður-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: