Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Bok vsentanleg í vetur um skagfinska vetfiinga Elísabet St. Jóhannsdóttir hefur um skeið unnið að því að leita uppi og safna saman skagfirskum vettlingum og láta ljósmynda þá með útgáfu bókar í huga. Hún vonast til að bókin komi út í vetur. Elísabet er kennari að mennt, með handmenntakennslu sem val- grein. Frá árinu 1988 - 1999 bjuggu hún og fjölskylda hennar í Skagafirði. Þar starfaði hún m.a. sem kennari við Grunnskólann að Hólum í Hjaltadal. Nú er fjölskyldan búsett að Laugalandi í Holtum þar sem hún er kennari. Það má segja í sambandi við þessa bókarhugmynd að oft velti lítil þúfa þungu hlassi. Upphafi var einkasafn „Upphafið að þessu verkefhi mínu um vettlingana má rekja til þess er ég setti upp sýningu á vettlingasafni sem er í einkaeign. Þegar vettlingamir voru komnir upp á vegg tók ég myndir af þeim. Sérstaklega langaði mig að mynda eina vettlinga sem lengi höfðu heillað mig. Vettlingamir eru með ásaumuðu mynstri á handarbaki og þumli. Munstrið er saumað með fléttusaum (gamla ísl. krosssaumnum) Mér datt í hug að gaman væri að gefa út póstkort með mynd af þessum fallegu vettlingum. Sú hugmynd fór svo fljótlega að vinda upp á sig. Ég fór að heyra af fleiri vettlingum sömu gerðar sem væru til á einkaheimilum. Það varð úr að ég fékk þessa vettlinga lánaða og fékk Pétur I. Bjömsson ljósmyndara á Sauðárkróki til að mynda þá fyrir mig og ég hef nú látið mynda 16 vettlinga," segir Elísabet. Aðstoðar óskað Hún segir að elstu vettlingarnir sem hún hafi fengið að mynda séu um 150 ára gamlir. Aliir vettlingamir sem hún hefur látið mynda eru úr Skagafirði. Fleiri vettlingum hefúr hún frétt af, svo sem einum sem eru í Þjóðminja- safninu. „Ég hef fengið Sigríði Sigurðardóttir safn- vörð í Glaumbæ í lið með mér og hún ætlar að skrifa textann, en Pétur I. Bjömsson tekur myndimar. Síðan er ætlunin að gefa út bók um þessa skagfirsku vettlinga sem ég vonast til að geti komið út í vetur. Enn eru eflaust til vettlingar sem ég hef ekki ffétt af og gaman væri að fá að mynda. Það væri því gaman ef lesendur Bændablaðsins gætu hjálpað mér ef þeir vita af svona vettlingum og væm fúsir að leyfa okkur að mynda þá. Einnig langar mig mikið að heyra frá þeim lesendum sem hafa vitneskju um þetta gamla handverk," sagði Elísabet St. Jóhannsdóttir. Símar: 487 6542 og 868 3360. Hjúnandi nemandi li ferúamúlabraut Lítil frétt á forsíðu síðasta tbl. Bændablaðs um að Lúðvík Þór Blöndal á Blönduósi, sem stundar fjarnám á ferðamálabraut í Hólaskóla, hafi mætt til staðbundinnar kennslu að Hólum á flugvél sinni, vakti að vonum athygli. Það er enda ekki á hverjum degi sem nemendur í skólum landsins koma á eigin flugvél í skólann. Smíðaði flugvélin Lúðvík sagði í samtali við Bændablaðið að hann ætti flugvélina ásamt bróður sínum. Hún er heimasmíðuð af þeim bræðrum en efnið fengu þeir frá Banda- ríkjunum. Hann segir það vandalaust að fljúga frá Blönduósi til Hóla í góðu veðri. „Það var þannig að við fjarnemarnir þurftum að vera eina viku á Hólum á dögunum. A mánudeginum var mjög gott veður þannig að ég flaug í skólann og heim aftur um kvöldið. A þriðjudag fór ég akandi en svo var veðrið svo gott að næsta dag fór ég á flugvélinni í skólann og hún stóð bara á túninu á Hólum út vikuna og um helgina flaug ég síðan á henni heim aftur," sagði Lúðvík. Hann er að vinna við trésmíðar með fram fjarnáminu á ferðamálabraut í Hólaskóla. Hann sagði að það blundaði í sér að fara út í eitthvað starf tengt ferðamálum, ef til vill eitthvað varðandi hestamennsku. Lúðvík segir námið spennandi og að Hólaskóli væri einstakur. Hœtti við atvinnuflugmannsnám Lúðvík segir að það séu komin yfir tuttugu ár síðan hann lærði að fljúga og einkaflugmannspróf tók hann 1980. Flugvélina eignuðust þeir bræður árið 1996. Síðustu 3 árin segist Lúðvík þó lítið sem ekkert hafa flogið vélinni og hún hafi verið stopp þann tíma. En í sumar hafi hann notað vélina mikið og sjaldan flogið meira. Lúðvík var spurður hvort aldrei hafi hvarflað að honum að gerast atvinnu- flugmaður. Hann segir svo vera og hann hafi aðeins reynt við það en námið sé svo dýrt að dæmið hafi ekki gengið upp. „En í stað þess að verða atvinnu- flugmaður þá kalla ég mig ástríðu- flugmann," sagði Lúðvík Þór Blöndal. Mælt af munni fram i bókinni Með lífið í lúkunum segir frá því að þegar Sighvatur Björgvinsson var heilbrigðis- ráðherra hafi hann og Ólafur Ólafsson landlæknir eitt sinn farið saman á Evrópuþing Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Þeir eru báöir húmoristar góðir og því hlaut að verða til saga úr sllkri ferð. Á þinginu voru áfengisvarnir efstar á baugi, og fluttu margir þing- fulltrúar áhrifaríkar ræður um nauðsyn þess að beijast af eldmóði gegn Bakkusi. Eftir eina slíka ræðu hvlslaði Ólafur að Sighvati: ,,Nú gerum við tillögu um að sett verði varnaöarorð á brennivínsflöskurnar." Sighvatur varö hugsi um stund en hvíslaði síðan til baka: „Ólafur minn, heldurðu að það væri nú rétt? Þú manst hvemig fór þegar þú settir varnaðarorðin á slgarettupakkana. Þurftirðu þá ekki að hætta að reykja?" Kvensemin oq niskan Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum I Borgarfirði orti þessa vlsu sem þarfnast ekki frekari skýringa: Átökin I svipnum sjást söm er eðlistlskan, heiftarlega I karli kljást kvensemin og nlskan. Óhætt að láta mikið Á þeim árum þegar menn þurftu að fá lyfseðil frá lækni til að geta fengiö sér brennivln starfaði Guðmundur Magnússon, slðar prófessor við Hl, við almenn læknastörf. Einn af þeim fáu sem Guðmundur lét hafa brennivíns- lyfseöil var dr. Jón Þorkelsson. Þegar dr. Jón vantaöi tárið sendi hann vanalega þjónustustúlku slna með vlsu til læknisins og var ein þeirra svona: Seggur, bjarga sálu þinni sendu líkn með griökonunni. Aldrei fer ég yfir strikið. -Óhætt er að láta mikið. Oq drekkur hann enn Á bannárunum var þorstinn þrálátur vlöa og læknis tíðum leitaö til að ráða bót á honum. Einu sinni kom maður úr Dölunum til Guðmundar Guðmundssonar læknis, sem var greiðamaöur I þessum efnum, og bað hann um áfengislyfseðla fyrir sig og nokkra kunningja slna. Meöal þeirra var Hildiþór á Harrastöðum sem raunar var nýlátinn þegar þetta var en hafði þótt gott I staupinu. Guðmundur læknir fylgdist manna best með fréttum og hafði frétt lát Hildiþórs. Hann gaf að vlsu lyfseðilinn út á nafn hans en sagði um leið: ,,Og drekkur hann enn?" iatitiuhaffi Ég hef stundum birt vísur eftir Stefán Jónsson, fréttamann og síðar alþingismann. Hann lék sér að því að yrkja I því sem hann kallaði slitruhátt, en það er ekki á færi allra að yrkja I þessum bragarhætti. Stefán orti þessa vísu um Lúðvik Jósepsson, alþingis- mann og þáverandi formann Alþýðubandalagsins: Póli- jafnan töff I tík og telst þar höfuöprýðin, Lúð- er jafnan vaskur vík verka- styður lýðinn. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: