Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 11 A DeLaval verið að fjölga að undanfömu þegar fyrirtæki í einkageiranum sjá hag í sameiningu og samhæfingu. Það er ekki alveg að ástæðulausu sem það gerist. Mér finnst að forsvarsaðilar okkar stofiiana hafi ekki nægjanlega spurt sjálfa sig og aðra til hvers og fyrir hveija stofhanimar starfa. Fyrir landið, fyrir bændur eða samfélagið og/eða þjóðarbúið. Það er einnig mikilvægt að menn velti fyrir sér vistun og fyrirkomulagi rannsókna, landupplýsinga, fræðslu, land- græðslu og skógræktar. Einnig hvemig þessar stofnanir tengjast bú- fræðslukerfinu og hversu margar þeirra þurfa að vera á höfuð- borgarsvæðinu. Samstarf stofhana í landbúnaðargeiranum er töluvert en það þyrfti að vera miklu meira og samhæfðara." - Hvað um gagnagrunna og vinnu við þá? Má halda því fram að þar megi gera betur í samvinnu og spamaði? „Tölvuvæðing er mikil hjá stofnunum landbúnaðarins, eins og hjá öðrum á þessari upplýsingaöld. Það er jákvætt og auðveldar sam- starfið. En þetta er dýr þróun og vandmeðfarin. Eg hef orðið þess áskynja að jafnvel litlar stofnanir em að byggja upp gagnagrunna með æmum tilkostnaði. Það er sérstaklega brýnt að samhæfa starfs- emi stofnana á hugbúnaðarsviði og í tölvubúnaði. Hugbúnaðarkerfi Landgræðslunnar, RALA, BÍ o.fl. stofhana em nú meira og minna samkeyranleg. Stærri stofhanimar eiga að veita þeim minni hagkvæma þjónustu og nýta þannig betur fjármuni, mannauð og búnað. Gagnagrunnar em afar öflug tæki sem eiga ekki bara að nýtast starfs- fólki stofnananna heldur gera þeim kleift að veita neytendum, hvort sem það em áhugafólk, bændur eða búalið enn betri þjónustu til hagsbóta fyrir landið okkar." ára á íslandi kunningja og kynnst bændum út um allt land. Eg get því sagt með sanni að þeir líta langflestir á sig sem gæslumenn landsins og taka heiis- hugar þátt í fjölmörgum land- bótaverkefnum og standa vel að vígi í því sem kalla mætti bein land- græðsluverkefni. Hins vegar hefúr okkur ekki tekist að koma rann- sóknaniðurstöðum um áhrif beitar á lítt gróin lönd nægjanlega vel til skila þannig að oft ber mikið á milli í gróðurvemdarskoðunum okkar hjá Landgræðslunni og bænda. Þeir vilja ekki fara illa með land, en of fáir hafa tileinkað sér friðunarvið- horf okkar, t.d. varðandi illa fömu afréttina. Því er ekki að leyna að fyrr á árum var nokkuð um árekstra milli bænda og Landgræðslunnar varð- andi landnýtingarmál. Beitarvanda- mál em vissulega enn til staðar, en árekstrum hefur fækkað. Nú er Landgræðslan m.a. í formlegu sam- starfi við um 600 bændur víðsvegar á landinu. Samstarfið, er nefhist Bœndur grœða landið, tekur til landbóta á jörðum bændanna og er langstærsta landgræðsluverkefnið sem stofhunin kemur að." - Hvað um uppgrceðsluóœtlanir Landgrœðslunnar? „Nú leggjum við einmitt áherslu á að bændur landsins fari sjálfir í auknum mæli að hanna beitar- og uppgræðsluáætlanir fyrir sín heima- lönd. Þetta verkefni höfhm við nefnt Betra bú og það er unnið í samvinnu við Bændasamtökin og Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. Ég trúi því að bændur ffamtíðarinnar muni sjálfir nýta upplýsingatækni nú- tímans sér til hagsbóta í búskapnum, nýti sér betur ráðgjöf og niðurstöður rannsókna og það muni draga úr forsjárhyggju stjómvalda. Þá mun þeim famast vel." - Ekki eru allir sáttir við störf Landgrœðslunnar, t.d. hvað varðar lúpínuna. „Notkun lúpínu er aðeins ein aðferð við að endurheimta glötuð landgæði. Lúpínan er langhag- kvæmasta leiðin sem við þekkjum til að byggja upp fijósemi jarðvegs og skapa skilyrði til skógræktar í illa fömu landi, svo dæmi sé tekið. Starfsmenn Landgræðslunnar hafa lagt á það áherslu að skógrækt væri forgangsverkefhi í landbótum á illa fömu landi. Ég tel að á stundum hafi of gott landbúnaðarland verið tekið undir skógrækt. Fólk finnur lúpínunni margt til foráttu, og helst það að hún sé of ágeng í íslenskum vistkerfúm. Vissulega er það rétt að hún er dug- leg að dreifa sér en það er m.a. vegna þess oft á tíðum hefúr hún svo gott svigrúm í hinum rústuðu ís- lensku gróðurlendum. Aðrir telja hana erlenda, en gleyma því að á Landbúnaðarráðherra um þennan málaflokk á síðasta þingi og ég vona að þau auðveldi afgreiðslu og um- bætur á þessu sviði. Fjárveitingar til þessa málaflokks hafa staðið í stað á undanfömum árum og em aðeins um 37 milljónir á ári, en árlega er unnið að ffamkvæmdum á um 40 stöðum á landinu. Mjög mörgum umsóknum hefúr enn ekki verið unnt að sinna. Þessar ffamkvæmdir em oftast mjög dýrar. í langtíma land- græðsluáætluninni em ætlaðar stighækkandi fjárveitingar til þessa málaflokks." -Hvað um samstarf stofhana á sviði landvemdar og uppgrceðslu- mála? „Á síðustu árum hafa menn velt fyrir sér og rætt um endurskoðun á uppbyggingu stofnana landbúnaðar- ins. Við eigum ekki að rígbinda okkur lengur við núverandi skipulag. Á nýrri öld upplýsingatækninnar, erfiðrar stöðu landbúnaðarins og byggðavanda er brýnna en nokkra sinni fyrr að nýta þá fjármuni sem varið er til landbúnaðar og styrkingar byggða til hins ítrasta. Stofnunum landbúnaðarins hefúr Ássandur í N-Þingeyjarsýslu. Hér Runólfsson. þessari eldfjailaeyju sem reis úr sæ í fymdinni em allar lífVerur aðfluttar á einn eða annan hátt og sú lífvera sem langmestum skaða hefúr valdið hér á landi erum við sjálf með búsetu okkar. Ég legg þó mikla áherslu á að fólk noti lúpínuna með varúð og alls ekki í náttúmperlum landsins. Ég vil einnig nefha það að það er ekki markmið Land- græðslunnar að rækta upp það sem stundum em kallaðar náttúmlegar auðnir eins og t.d við Veiðivötnin." - Þið berið líka áburð á mela. „Já, en forgangsverkefni stofnunarinnar ffá 1907 hefúr verið stöðvun gróður- og jarðvegseyð- ingar. Samkvæmt lögunum er upp- græðsla örfoka mela og lítt gróins lands einnig þýðingarmikið verkefni. Víða hefúr mikið áunnist á því sviði ekki, og hvað síst í BGL samstarfinu. Það er útbreiddur miskilningur að við uppgræðslu mela þurfi stöðugt að bera á landið. Áburðargjöfin, með eða án sáningar grasffæs, stuðlar að gróðurffam- vindu. Á ffiðuðum löndum og mel- um leiðir það víða til að íslensku víðitegundimar og síðar birkið ná að festa rætur og mynda sjálfbær gróð- urlendi.Við höfúm fjölmörg dæmi um það, t.d. á Haukadalsheiði, Rangárvöllum og víða í Þingeyjar- sýslum að áburðargjöf í 2-3 ár leiðir til þess að víðir kemur í kjölfarið, einkum þar sem ekki er langt í næsta ffægjafa. Við viljum sjá víði og birki nema illa farið land, vemda fokgjaman jarðveg og skapa ný vistkerfi er veita þjónustu og aðstæður fyrir fúglalíf, bætta vatnsmiðlun o.s.ffv." - Til hvers eru héraðssetur Landgrœðslunnar ? „I héraðssetmnum em starfs- menn Landgræðslunnar að efla og hvetja bændur og aðra íbúa til dáða; fá þá til að bæta landið og gæta að landnýtingu. Slík markmið endur- speglast í nýjum námsbrautum við háskólann á Hvanneyri sem varða landnýtingu og umhverfismál og við viljum styðja þá þróun eftir föngum. Landgræðslan hefúr starfað ötullega með ráðunautum víðsvegar um landið. Verkefhi þeirra em hins veg- ar afar fjölþætt og því miður hefúr landvemdarþátturinn ofl orðið útundan." -Hvað er þeim bœndum hugleiknast sem til þín leita? „Bændur leita til Land- græðslunnar vegna fjölmargra mála- flokka en það starfar svo margt hæft starfsfólk hjá stofhuninni að ég heyri sjálfúr í færri bændum en áður. Flestir þeirra sem hafa sam- band við mig em að leita aðstoðar til að hefta landbrot af völdum fall- vatna. Það er ótrúlega víða um land sem ár og vötn bijóta land og eyða gróðri. Alþingi afgreiddi ffumvarp Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 \Æ|A\ÆnH www.velaver.is VUAYCiaF má sjá gróðurframvindu á áður ógrónum mel eftir áburðargjöf á árunum 1963-1964". Ljósmyndari er Sveinn Nyros básamilligerðir Verð áður á bás kr. 15.361 án vsk. kr. 19.124 meðvsk. Verð nú á bás kr. 12.289m vsk. kr. 15.300 með vsk. Solfd milligerð fyrir lausagöngu Verð áður á bás kr. 11.204 án vsk. kr. 13.949 meðvsk. Verð nú á bás kr. 9.110án vsk. kr. 11.342 meðvsk. Hamra stíuinnréttíngar Verð áður kr. 17.390 án vsk. kr.21.651 meðvsk. Verðnúkr. 13.912 án vsk. kr. 17.320 meðvsk. Verð miðast við stiu 3,6x4 metra að vegg Mykjudælur l/erðdæmi á brunndælum Verð áður kr. 395.000 án vsk. kr. 491.775 meðvsk. Verð nú kr. 316.000án vsk. kr. 393.420 með vsk. Skádælur Verð áður kr. 675.000 án vsk. kr. 840.375 með vsk. Verð nú kr. 540.000án vsk. kr. 672.300 með vsk. Flórsköfur Verðin eru breitileg eftir fjósum 20% afsláttur Focus básamilligerðir Verð áður á bás kr. 16.619 ánvsk. kr. 20.691 með vsk. Verð nú á bás kr. 13.295á n vsk. kr. 16.553 með vsk.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: