Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 2
2
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. október 2002
ÖnundarfiPði neitar
að flytja suflur!
„Ég er búinn að verka harðfísk í
fímmtán ár. Fyrir 5-8 árum var
ágæt afkoma í þessari verkun,
en síðustu þrjú ár hefur þetta
bara verið basl. Það er ekkert
launungarmál að afkoman fer
ört versnandi. Helsta ástæðan er
að hráefnisverð hefur hækkað
gríðarlega á síðustu árum og svo
er harðfískur að verða munað-
arvara . Við höfum alls ekki
getað velt allri hækkuninni út á
vöruna. Maður hefur viljað vera
á jörðinni og nýta þessar eignir
sem maður á og þess vegna
neitað að fara suður eins og
flestir sem fara úr þessu byggð-
ariagi," sagði Halldór Mikkaels-
son í Neðri-Breiðada! í Önund-
arfirði.
Halldór og fjölskylda hans
voru áður með blandaðan búskap,
en hættu með sauðfé árið 1993 og
með kýmar þremur árum síðar
eftir að þau lentu í verulegu af-
urðatjóni þegar snjóflóðið féll á
Flateyri. Þá sneri fjölskyldan sér
alfarið að harðfiskverkun. Halldór
segist kaupa allt hráefnið, ýsu og
steinbít á fiskmörkuðum. Hann er
búinn að koma sér upp ágætri
aðstöðu heima til að verka fiskinn,
þ.e. flaka hann, þurrka og pakka.
Verkunartíminn, þ.e. tíminn sem
fiskurinn er í hjalli, er oftast um 6
vikur. Halldór hefúr verið einbúi
síðustu tvo vetur því kona hans og
böm dvelja í Kópavogi þar sem
bömin stunda skólagöngu. Þau
koma síðan vestur þegar skóla
lýkur og taka þá þátt í harðfisk-
vinnslunni af fúllum krafti.
Halldór segir að harðfiskverkun sé
stunduð á þremur bæjum í
Önundarfirði og aðspurður um
hvort ekki sé þá hörð samkeppni
þeirra á milli segir hann að þetta sé
allt í sátt og samlyndi. „Það eru
ekki orðnir svo margir í sveitinni
að það er nauðsynlegt að þessir fáu
geti hjálpast að og unnið saman
þegar á liggur," sagði Halldór
Mikkaelsson að lokum./ ÖÞ
Halldór ásamt dóttur sinni Jóhönnu Ósk við sölu á harðfiski í sumar.
Bændablaðið/Öm.
Neysluvam vepíii skilgreint sem aeðlind
Katrín Fjeldsted hefur lagt fram
þingsályktunartillögu um að Alþingi beini því til
ríkisstjórnarinnar að neysluvatn verði skilgreint
sem auðlind í lögum, málefni þess verði vistuð á
einum stað í stjórnsýslunni og stuðlað verði að
útflutningi á fersku neysluvatni í samstarfí við
vatnsútflutningsfyrirtæki og sveitarfélög.
Gert er ráð fyrir að eftirlit með gæðum vatns
verði áfram á vegum Hollustuverndar ríkisins
(Umhverfísstofnunar frá 1. janúar 2003) og
heilbrigðisnefnda sveitarfélaga.
I greinargerð með tillögunni segir Katrín að
sú merka auðlind sem felst í fersku lindarvatni
sé ekki öllum Ijós. Þó er vitað að við Islendingar
eigum yfír að ráða mun meira vatni en við
þurfum sjálf á að halda, þótt vatnsskorts geti
gætt á einstaka stað á landinu. Samt er það svo
að auðlindin er munaðarlaus og hvergi vistuð í
stjórnsýslunni, þar sem engin ein stofnun fer
með markvissa ráðgjöf eða heldur utan um
málefni hennar. Mikilvægt er að umgangast
þessa auðlind þannig að komandi kynslóðir eigi
aðgang að fersku neysluvatni í framtíðinni, því
þrátt fyrir gnægð þess núna er ferskt vatn á
Islandi ekki ótakmörkuð auðlind. Núverandi
heildarnotkun og vinnsla á neysluvatni eru
hvergi skráð og ekki haldið utan um þekkingu á
þessari auðlind á einum stað. Eðlilegt væri að
fela Orkustofnun það verkefni.
Mestu skipta eftirtalin þrjú atriði:
1. Að auðlindin verði skilgreind sem slík og
stjórn á meðferð hennar vistuð á einum stað í
stjórnsýslunni.
2. Að eftirlit með gæðum neysluvatns og
vernd vatnsbóla í heimabyggð sé í góðum
höndum svo sem verið hefur hjá
heilbrigðisnefndum sveitarfélaga og
Hollustuvernd ríkisins.
3. Að möguleikar eru á arðbærri nýtingu á
neysluvatni umfram það sem þjóðin neytir sjálf.
Hópur vísindamanna, undir
forystu þeirra Braga Líndal
Ólafssonar og Emmu Eyþórs-
dóttur á RALA, hefur unnið
að rannsóknum á eiginleikum
íslensku kúamjólkurinnar. Þessar
rannsóknir hafa leitt í Ijós að
mjólk úr um 28 % íslenska
kúastofnsins hefur mjög hag-
stæða samsetningu. Mjólk úr
þessum kúm er laus við prótein
sem mögulega tengist nýgengi
sykursýki, og inniheldur jafn-
framt prótein sem eykur nýtingu
mjólkur til ostagerðar þannig að
það fæst meiri ostur úr hverju
kílói af mjólk.
Bragi sagði að tilefni rann-
sóknanna hafi verið að fyrir um 6
árum féll próteininnihald í mjólk hér
á landi umtalsvert. Það byrjaði að
halla undan fæti með þetta 1995 til
1996 og bændur óskuðu eftir
rannsókn á ástæðum þessa.
Breytingar á fóðurverkun eru
taldar vera meðal orsakanna fyrir
lækkandi próteini í mjólk. Nýting
próteins í rúlluheyi er lakari en í
þurrheyi og rúlluvæðingin haíði
umtalsverð áhrif á próteinfóðrun
mjólkurkúa.
Fjölþœttar rannsóknir
Gerðar voru tilraunir á Stóra-
Armóti í tvo vetur og athuguð
áhrif fóðrunar á efnasamsetningu
mjólkurinnar. Síðan var rannsökuð
samsetning á mjólk úr kúm undan
ákveðnum nautum. Slíkt hefúr
aldrei verið gert áður hér á Iandi.
Vísbendingar hafa komið fram í
rannsóknum í læknisffæði þar sem
lágt nýgengi sykursýki í bömum á
Islandi hefúr verið tengt prótein-
gerðum í íslenskri mjólk.
Bragi segir að hér sé um að
ræða eina gerð af mjólkurpróteini
sem kallast Beta-kasein, en ákveðin
arfgerð af því er bendluð við
nýgengi sykursýki. Annað prótein,
svo kallað Kappa-kasein, heftir áhrif
á það hvemig mjólkin ystir sem
er t.d. mikilvægt við ostagerð.
Akveðin gerð af Kappa-kaseini
eykur nýtingu mjólkurinnar í
ostagerð og þykir þess vegna
eflirsóknarverð.
Tíðni erfðavtsa
Bragi segir merkilegt að skoða
tíðni þeirra erfðavísa sem standa á
bak við Beta-kaseinið sem menn
hafa bendlað við sykursýkina og
hins vegar Kappa-kasein þar sem
menn em að tala um nýtingu til
ostagerðar.
Emma Eyþórsdóttir segir það
staðfest að tíðni á A2 í Beta-kaseini,
sem telst æskilegt varðandi sykur-
sýkina, sé 68 % í íslenska
kúastoffiinum en töluvert lægri í
öðmm kúastofnum og fer alveg
niður í 35 % til 50 % í sumum
stórum kynjum sem em vinsæl til
mjólkurframleiðslu. Sama máli
gegnir um Kappa-kasein B sem er
hagstætt fyrir ostagerð, hér er 76 %
tíðni á B-gerðinni sem er mjög hátt
hlutfall miðað við mörg önnur
kúakyn. Til dæmis er tíðni Kappa-
kaseins B undir 10% hjá Ayrshire
og NRE kynjunum.
Ef litið er til þessara tveggja
próteina þá er samsetning íslensku
mjólkurinnar afar hagstæð. Bragi
segir að 28 % af íslenskum kúm séu
bæði lausar við erfðavísinn sem
talið er að tengist sykursýki og séu
jafftffamt arfhreinar fyrir Kappa-
kasein B. Þannig em 28 % af
íslensku kúnum em eins hagstæðar
og hugsast getur út ffá þessum
tveimur markmiðum. Þessi sam-
setning er mjög sjaldgæf í þeim
erlendu kúakynjum sem em al-
gengust á Vesturlöndum.
Rannsóknunum er ekki lokið en
þeir sem standa að þessu rann-
sóknarverkeffti em RALA, Samtök
afúrðastöðva í mjólkuriðnaði og
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri. Verkefftið er styrkt af Tækni-
sjóði RANNÍS og Framleiðnisjóði
landbúnaðarins. Þá hafa nautgripa-
ræktarráðunautar hjá Bænda-
samtökunum komið að verkefftinu
og Ioks hafa bændur látið af hendi
mjólkursýni.