Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 15 svæði myndaði hverja einingu (fuglahverfi) sem allir rétthafar fuglaveiða stæðu að. Rétthafar veiða stofnuðu síðan félag um veiðar á rjúpu og gæs í "hverfinu" sem hefði svipuðu hlutverki að gegna og veiðifélög varðandi lax- og silungsveiðar. Settar yrðu reglur um ffiðun, veiðar, veiðiálag, veiðibúnað og veiðiaðferðir og uppbyggingu svæðisins til tiltekinna fuglaveiða. Svæðið má síðan leigja eða nýta eins og tíðkast með hin sk. fiskhverfi. Skipulag þetta hefur reynst það vel varðandi lax- og silungsveiði að það hlýtur að koma til greina við tilteknar fúglaveiðar. Hvergi er bannað í lögum að slíkt skipulag sé tekið upp og vísir að því er reyndar til. Eflaust er þó æskilegt að í ffamtíðinni verði í lögum og reglugerð sá rammi sem slík félög mundu starfa eftir. Nú kunna einhverjir að spyrja hvort þama sé ekki verið að gera fúglaveiðar að einhverju "sporti" örfárra. Svo er alls ekki og benda má á að nýting með skipulagðari hætti en verið hefúr og nýting sem miðar að viðhaldi og uppbyggingu viðkomandi auðlindar hlýtur alltaf að vera heppilegri, ef litið ertil framtíðar, heldur en óskipulögð og gegndarlaus veiði eins og tíðkast hefúr. Einstakir bændur og aðrir landeigendur hafa til þess fúllan rétt að banna fúglaveiðar í landi sínu. Margir gera þetta vegna þess að þeir telja að veiðiálagið sé orðið alltof mikið, eða að þeir vilja hafa stjóm á þeim veiðum sem stundaðar eru. Sums staðar hefúr þetta ekki vel því að erfitt reynist við því eftirliti sem þarf. Ekki er alltaf samstaða um bann við veiðum á samliggjandi jörðum sem gerir eftirlit enn erfiðara. Þá hafa landeigendur á tilteknu og allstóm svæði látið á það reyna að óska eftir lögboðinni styttingu á rjúpnaveiðitímanum, en því hafa yfirvöld hafnað. Því ber allt að sama brunni, staða mála kallar á bætt skipulag og stjómun þessara mála. Arni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur BÍ FriOun rjúpunnar mikilvæg „Hin mikla fækkun í íslenska rjúpnastofninum em alvarleg tíðindi fyrir náttúm landsins og alla sem í landinu búa. Mikilvægt er að friða rjúpuna og er aðaltilgangur þess að skapa skilyrði til vaxtar í þeirri von að fúglinn nái sér upp úr þeirri gríðarlegu niðursveiflu sem hann er í,“ segir í frétt frá stjóm Rjúpna- vemdarfélagsins. „Rjúpan er fæða margra tegunda og því er mikið álag á stofninum. Minkum og refúm hefúr fjölgað mjög í mörgum hémðum og fjöldi sveitarfélaga sparar við sig varg- eyðingu sem þýðir að uppeldis- stöðvar rándýranna blómstra víða. Þá er ijúpan aðalfæða fálkans sem er ffiðaður og sílamáfar fljúga víða um heiðar og tína upp ijúpuunga fyrri hluta sumars, sem og aðra mófúgla. Víða er ekkert hugsað um að halda sílamáfúm í skefjum. Skotveiðar á ijúpu hafa verið stundaðar með miklum yfirburðum tækninnar um Iangt árabil. Fjalla- bílar og vélsleðar færa menn fljótt á milli staða, ólíkt því sem var þegar menn gengu til ijúpna og höfðu ekki annað en sína eigin fætur. Þá var rjúpan bjargræði margra, enda mikið til af henni, en í dag er það við- burður að sjá ijúpnafjölskyldu og svokallaðar ijúpnabreiður em löngu horíhar. Þá er það nýjung í rjúpna- veiðum hér á landi að nota erlenda veiðihunda sem með lyktarskyni sínu geta vísað á felustaði fúglanna. Allt er þetta gert í því skyni að ná meiri veiði. Þegar Rjúpnavemdarfélagið var stofnað fyrir 11 árum og fór fram á ffiðun rjúpunnar var því víða haldið ffam að veiðar hefðu engin áhrif á stofhinn. Nú hefúr verið sýnt fram á að skotveiðamar hafa mikil áhrif og einhver ástæða er fýrir því að hinar ýmsu tegundir dýraríkisins em friðaðar tímabundið eða alveg. Veiðar þessar hafa verið mjög óheffar hér á landi því fara hefúr mátt víða um heiðar og fjöll og taka allt sem fyrir er. Friðun nokkurra svæða hefúr ekki skilað árangri fýrir stofhinn í heild. Nú er ijúpan komin á válista hjá- Náttúmffæðistofhun íslands sem fúgl í hættu og því er það um- hugsunarefni hvort ekki eigi að gefa henni grið. Einkennisfúgl lyng- heiðanna skiptir okkur öll máli og því er ástæða til þess að hvetja alla til þess að stuðla að friðun íslensku ijúpunnar. Rjúpnavemdarfélagið lýsir yfir vonbrigðum með viðbrögð um- hverfisráðherra sem hefúr ffam að færa gagnslitlar tillögur til bjargar rjúpunni. Stækkun ffiðaða svæðisins við Reykjavík hefúr ekkert að segja, og þýðir í raun meira álag á önnur svæði, auk þess sem stytting veiði- tímans er of lítil í tillögu ráðherrans. Rjúpnavemdarfélagið leggur áherslu á að öllum óviðkomandi er bönnuð rjúpnaveiði í eignarlöndum bænda nema með leyfi landeigenda og leggur áherslu á að menn ffiði Iönd sín til að stofhinn nái sér upp.“ Stjóm Rjúpnavemdarfélagsins skipa: Atli Vigfússon Laxamýri, Indriði Ketilsson Ytrafjalli og Tryggvi Stefánsson Hallgilsstöðum. ÞingmaOur vill friOa rjúpu Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um að fela um- hverfisráðherra að grípa tafarlaust til aðgerða til verndar rjúpnastofninum. Haustið 2002 skal leyfilegur veiðitími á rjúpu vera 1.-30. nóvember. Rann- sóknir á viðgangi rjúpnastofnsins skulu efldar eins og kostur er og fylgst grannt með því hvort aukin friðun skili sýnilegum árangri. Áður en veiðitími hefst haustið 2003 skal metið hvort grípa verði til enn frekari aðgerða, svo sem sölubanns eða alfriðunar stofnsins um eitthvert árabil. I greinargerð með þings- ályktunartillögunni segir m.a. að hafið sé yfir allan vafa að ástand rjúpna- stofnsins sé afar bágborið um þessar mundir og að teknu tilliti til vel þekktra sveiflna sé Ijóst að stofninn hafi verið á hæg- fara niðurleið um langt árabil. Staðkunnugum mönnum á helstu varp- og uppeldis- slóðum rjúpunnar, sem eru ekki hvað síst á Norð- Austurlandi, ber nær undan- tekningarlaust saman um að ástandið hafi versnað jafnt og þétt. Nú síðast hefur Náttúru- fræðistofnun komist að þeirri niðurstöðu að ástæða sé til þess að hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu stofnsins og mun setja rjúpuna á válista sem tegund í yfirvofandi hættu. VEHNMBUIIINOTA UM 60 TONN AF BLÝHÖGLOM Á HVERJU ÁMI Fyrir skömmu birtist frétt í Bændablaðinu um að nautgripir hefðu drepist vegna blýeitrunar eftir að þeir átu innihald rafgeymis. Blýeitrun er skelfilegur sjúkdómur sem leiðir til heilaskemmda og síðan dauða ef hann er á háu stigi. Sú spurning vaknar hvort ekki sé hætta á blýmengun í kartöflugörðum, túnum og bithaga þar sem gæsaveiðar fara fram, eða í votlendi þar sem endur eru skotnar. Þá fer einnig gríðarlegt magn af blýhöglum út í náttúruna þar sem leir- dúfuskotfimi er æfð. Níels Jónsson hjá Hollustu- vemd ríkisins segir að talið sé að á milli 55 og 60 tonnum af blýi sé dreift árlega út í náttúmna hér á landi með haglaskotum. Hann segir að ekki fari hjá því að af þessu hljótist blýmengun, enda séu þess mörg dæmi erlendis á svæð- um þar sem mikið er skotið. Hann sagði líka að það væri ekki að ástæðulausu að búið væri að banna blýhögl í haglaskotum á öllum Norðurlöndunum nema hér og stálhögl tekin upp í staðinn. Bandaríkjamenn hafa einnig bannað blýhögl. Níels bendir á að öll málning sem inniheldur blý sé bönnuð, Iíka hér á Iandi. Ef menn ætli að kaupa sér tindáta úr blýi þurfi leyfi til þess frá Hollustuvemd. Blýmengun i Þingvallavatni Gunnar Steinn Jónsson, vatna- líffræðingur hjá Hollustuvemd ríkisins, sagði að þeir hefðu tekið sýni úr Þingvallavatni í þjóð- garðinum og þá hefði öðru hvoru komið fram blýmengun. Gunnar Steinn sagði vísindamenn gmna að ástæða þess hve mengunin er óregluleg væri sú að hana mætti rekja til blýsökka sem notaðar eru á netateina. Mikið veiðist af murtu í net í Þingvallavatni og það kemur fýrir að net sökkvi og nást ekki upp á ný. „Þess vegna höldum við að það sé ekki bara blýmengun í jarðvegi eftir haglaskot heldur sé hún líka til staðar í vötnum þar sem netaveiði hefúr lengi farið fram. Eg vil taka fram að hér er ekki um rannsakað mál að ræða, heldur er þetta gmnur," sagði Gunnar Steinn. Endurkast Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, var spurður hvort ekki hefði komið til umræðu að banna blýhögl og leyfa aðeins högl úr stáli. „Þetta hefúr verið rætt en þar sem blý er ekki mikið í okkar umhverfi og um heljarmikla aðgerð að ræða, að skipta úr blýhöglum yfir í stálhögl, þá hefúr ekki verið ákveðið að stíga það skref," sagði Magnús. Hann segir að hér á landi sé ekki mikil blýmengun, en viður- kennir að jarðvegur á þeim svæð- um þar sem mest er skotið á gæsir, sem gjaman eru kartöflugarðar, tún og bithagar búfénaðs, hafi ekki verið rannsakaður með blýmengun í huga. Hann sagði jafhframt að þetta mál væri ekki í neinni skoðun eins og er. Þegar rætt hefði verið um það á sínum tíma hefði þetta ekki verið talið slíkt vandamál - miðað við þann kostnað sem þv^ fýlgdi að fara úr blýhöglum yfir í stálhögl - að ástæða væri til aðgerða. Magnús benti á að blýhögl sem lenda á steinum klessast og detta niður en af endur- kasti stálhagla stafaði umtalsverð hætta. „Þetta er heljarmikið mál og þegar umhverfisþátturinn er ekki klárlega ógnandi þá telja menft ekki ástæðu til aðgerða."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: