Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 1
17. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 15. október2002 ISSN 1025-5621 Rjúpnaveiðar innan Vegna undangenginna umræðna um rjúpu og rjúpnaveiðar hafa blaðinu borist ábendingar um að reglugerð umhverfisráðuneytis- ins nr. 686 frá 30. september 2002 sé villandi hvað varðar leyfi til veiða. Þar er auglýst, án skýringa, að rjúpnaveiðar séu heimilar á tímabilinu 15. októ- ber til 22. desember, nema á friðuðu svæði í landnámi Ingólfs. Bent er á að koma ætti skýrt fram í ölium opinberum tilkynningum, að rjúpnaveiðar innan landamerkja lögbýla eru óheimilar nema með leyfi land- eigenda. Samkvæmt upplýsingum land- búnaðarráðuneytisins er öll ijúpna- veiði á ríkisjörðum í umsjá land- búnaðarráðuneytisins, þ.m.t. á jörðum í umsjá Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins, bönnuð nema með leyfi ábúanda. Bann þetta nær einnig til eyði- jarða á forræði landbúnaðarráðu- neytisins. Sjá líka bls. 14 og 15. Frjúsemi ú sunn- lenskum minkabúum meiri en í Danmðrku Minkabændur á þeim átta búum sem eru á Suðurlandi hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að auka frjó- semi dýranna á búunum, enda skiptir hún miklu máli varðandi afkomu þeirra. Að sögn Stefáns Guðmundssonar, formanns Loðdýraræktarfélags Suður- lands, eru sóknarfæri á því sviði. Fyrir nokkru komu minka- bændur á Suðurlandi saman og fóru yfir það sem þeir hafa gert í þessum efnum. Borin voru saman ár og borið saman á milli búa. Þá voru ræddar áherslur í lífdýravali fyrir næsta ár, svo sem hlutfall litanna á búunum. „Það kemur í ljós að okkur hefúr tekist að auka frjósemina verulega. Grófur samanburður sýnir að munurinn á því sem var fyrir íjórum árum og því sem er núna er hálfur hvolpur á paraða læðu. Frjósemin á okkar búum er þar með komin upp fyrir meðal- talið hjá Dönum. Ef það er umreiknað í veltu á búunum þá getum við sagt að veltuaukningin sé að meðaltali um ein milljón króna á bú á ári, og er þá miðað við meðalverð fyrir skinnin. Hér er um lauslega áætlun að ræða. Menn sjá best hvað frjósemin skiptir miklu máli þegar hún er um- reiknuð í krónur og aura eins og við gerðum þama," sagði Stefán. Stefán segir að það sé mjög ánægjulegt að fara þama upp fyrir Danina, enda hafi loðdýrabændur hér á landi ævinlega miðað við meðaltal þar í landi og þangað séu mikið sóttar faglegar upplýsingar. Þess vegna sé það mjög gaman að slá þeim við. „Undanfarin ár hefúr okkur miðað fram á við með ræktunina, ekki bara í frjóseminni, heldur líka stærð skinna og háragæðum. Erfiðast er kannski að eiga við háragæðin, en þar bindum við miklar vonir við að innflutningur á kynbótadýrum fari að skila vemlegum ffamforum. Allt hjálpast þetta að við að gera búin arðvænlegri," sagði Stefán Guðmundsson. Bœndablaðið kemur nœst út þriðjudaginn 29. október. Hér eru allir átta loðdýrabændurnir á Suðurlandi saman komnir ásamt fjölskyldum sínum í Ásaskóla, þar sem þeir héldu grillveislu að loknum góöum fundi. Bændablaðið/Jón Eiríksson Þarfasti þjónninn VHanl að slíta umrædu om matvælaverð úr samhengi við tekjur og lífskjðr Umræða um matvælaverð á Islandi og samanburður við mat- vælaverð í Evrópu hefur verið fyrirferðarmikil siðustu vikur. Ari Teitsson, formaður Bændasam- taka Islands, segir þessa saman- burðarfræði hafa verið á hreinum villigötum. "Matvælaverð er mjög mismunandi milli landa mælt á gjaideyrisvog og einnig mjög breytilegt innan landa m.a. vegna mismunandi gæða og þjónustu- stigs," sagði Ari og hann benti á að í samantekt sem unnin hefur verið á vegum NBC, sem er sam- starfsvettvangur bændasamtaka á Norðurlöndum, kemur fram að mjög mikil fylgni er milli verðlags annars vegar og tekna og skatt- heimtu hins vegar í Evrópu- löndunum. Þannig eru tekjur í Portúgal aðeins um 70 % af meðaltekjum í Evrópu og verðlag þar nálægt 30 % lægra en “áætlað meðalverðlag í Evrópu”. Sam- kvæmt sömu heimild eru tekjur á íslandi um 25 % yfir meðal- tekjum í Evrópu og verðlag hér nálægt 20 % hærra en meðalverð í Evrópu. "Að slíta umræðu um matvælaverð úr samhengi við tekjur og lifskjör að öðru leiti eru blekkingar - viljandi eða óvilj- andi," sagði Ari. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, mælti á Alþingi á dögunum fyrir þingsályktunartillögu um að athugað yrði hversvegna mat- vælaverð á Islandi væri hærra en á Norðurlöndunum og í ríkjum ESB. Bent var á að verslunarkeðjur ráða nú yfir 70-80% af markaðnum á Is- landi. I umræðunum á Alþingi kom einnig fram að innlendir ffam- leiðendur matvæla eiga ekki sök á háu matvælaverði. Rannveig sagði orðrétt: „Þegar maður skoðar tilsend gögn kemur í ljós að ffam- leiðandinn, bóndinn, fær ekki mikið til sín. Þetta má lesa á heimasíðu nautakjötsfiamleiðenda. Við þekkjum umræðuna um bændur og kindakjötsffamleiðslu og vitum að mjög margir bændur eru við fátæktarmörk. Ekki fá þeir miklu hærri tekjur en bændur á Norð- urlöndunum ef við eigum að draga ályktanir af umfjölluninni undan- farið,” sagði Rannveig. Sigurgeir Þorgeirsson, ffam- kvæmdastjóri Bændasamtaka ís- lands, sagði verð á matvöru á Islandi almennt 15,6% hærra en í Dan- mörku svo dæmi væri tekið. Að teknu tilliti til mismunandi virðis- aukaskatts væri verðið 26% hærra. Sigurgeir sagði marklaust að bera saman verðlag hér og í ríkjum Suður-Evrópu, þar sem skilyrði, launakostnaður og lífskjör eru allt önnur. Ennffemur verður að taka til- lit til þess að markaðurinn hér er lítill og flutningskostnaður til landsins til- tölulega hár, þannig að við getum aldrei reiknað með öðru en verðlag verði hér hærra en í nágranna- löndum. Þá vildi Sigurgeir vekja athygli á að íslenskar búvörur skæru sig ekki úr öðrum matvörum í þessum samanburði, sem væri athyglisvert þar sem umræðan hefði gefið annað til kynna. "Það er því ágætt ef gerð verður úttekt á þessum málum," sagði Sigurgeir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: