Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. október 2002
Rekaviðarvinnsla á Ströndum:
Saga niður
kjðrvið
Skrauta (efri mynd) og Tign ásamt lömbum á þeirri efri.
Ötrúleg frjösemi
1 gegnum tíðina hafa rekaviður
og vinnsla hans verið umtalsverð
hlunnindi fyrir bændur á
Ströndum. Svo er vissulega enn,
þótt reki hafi minnkað umtals-
vert frá því sem áður var. Þeir
Sigursteinn Sveinbjörnsson,
bóndi á Litlu Ávík, og Úlfar
Eyjólfsson, bóndi á Krossnesi,
vinna saman að því að saga
niður rekavið í stórri og mikilli
* bandsög sem þeir félagar eiga.
Sáralitill reki
„Það er ekki mikið magn sem
við höfum til að vinna úr. Hin
síðari ár hefur dregið mjög úr reka
hér á Ströndum og í vetur er leið
var hann nánast enginn. I maí fór
síðan að reka nokkuð og hefúr
verið að síast svolítið í sumar,"
sagði Ulfar þegar Bændablaðið
ræddi við hann á dögunum.
Hann segir að sjálfsagt séu
fleiri en ein ástæða fyrir minnkandi
reka. Menn muni að mestu vera
hættir að fleyta trjám niður stór-
fljótin eins og áður var gert en þá
fór alltaf eitthvað í sjóinn. Úlfar
segir að rekinn hafi gjaman borist
með hafísnum en síðustu ár hefur
hann einnig verið mjög lítill.
„Síðan er talið að hafstraumar
hafi breyst hér fyrir Norðurlandi
þannig að rekaviður fari að stómm
hluta ffam hjá landinu," segir
Úlfar.
Sagað eftirpöntunum
Hann segir að þeir félagar sagi
lítið niður í girðingarstaura en sagi
. niður borð eftir pöntunum í sértæk
verkefni. Síðustu vikumar hafa
þeir verið að saga niður Síberíu-
lerki. Viðskiptavinir þeirra eru
einkaaðilar sem vantar ákveðnar
viðartegundir í ákveðnum stærð-
um. Eins er mikið af því að menn
sem em að gera upp gömul hús
leiti til þeirra Úlfars og Sigur-
steins.
„Sem dæmi get ég nefnt að við
söguðum niður allan við í
klæðninguna á Sesseljuhúsi á Sól-
heimum í Grímsnesi í fyrra, en þar
var um lerki að ræða. Að undan-
fömu höfúm við verið að saga
niður við í klæðningu á safnahúsið
á Blönduósi. Þjóðminjasafnið
hefúr leitað til okkar líka og svo
hefúr þetta lerki sem við erum að
saga niður verið notað sem parket
á gólf," segir Úlfar.
Erfitt að selja girðingarstaura
Hann segir að erfitt sé að eiga
við að saga rekavið yfir veturinn.
Þeir vinni því mest í þessu á vorin
og grípi svo í þetta yfir sumarið ef
tími gefst til. Þeir reka báðir hefð-
bundinn búskap á jörðum sínum
þannig að timburvinnan er eins
konar hliðarbúgrein. Úlfar var
spurður hvers vegna þeir sagi lítið
niður í girðingarstaura.
Hann sagði að mjög erfitt sé að
selja girðingarstaura úr rekaviði.
Nú væru girðingarstaurar fluttir
inn og síðan sæju duglegir sölu-
menn um að koma þeim á markað
og gengi vel, jafnvel þótt innfluttu
stauramir séu mikið dýrari en
rekaviðarstaurarnir og mun lakari
vara, að sögn Úlfars. Hann segir
að þeir sem nota rekaviðarstaura í
rafgirðingar telji sig spara mikla
peninga á því, auk þess sem það
séu bestu stauramir.
Á félagsbúinu Lundi á
Austur-Héraði eru tvær ær sem
hafa verið mjög ffjósamar
undanfarin ár, en þær munu
báðar vera af hinu svonefnda
Þokukyni sem er úr Skafía-
fellssýslu og er frægt fyrir frjó-
semi.
Jón B. Sigurðsson bóndi á
Lundi sagði þegar tíðindamaður
Bændablaðsins spurðist fyrir um
þessar ær að Skrauta 95-068 sem
er svartflekkótt að lit, væri
undan Sveppi 85-941 og Blesu
90-190, en hún er ffá Litla-Hofi í
Öræfúm. Skrauta var tvílembd
sem gemlingur en síðan hefur
hún verið tvisvar sinnum þrí-
lembd, tvisvar sinnum fjórlembd
og tvisvar sinnum fimmlembd,
eða samtals átt 26 lömb á 7
árum.
Hin ærin heitir Tign 90-169
og er grá að lit. Hún var keypt í
fjárskiptum frá Litla-Hofi í
Öræfum. Tign hefúr verið mjög
frjósöm því hún hefúr verið átta
sinnum þrílembd, tvisvar fjór-
lembd og einu sinni tvílembd, en
það var sl. vor þegar hún var
orðin 12 vetra. Þegar hún var
gemlingur lét hún lömbunum
þannig að á 12 árum hefúr hún
eignast 34 lifandi lömb.
Undan henni hafa verið
settar á 13 gimbrar. Þær hafa
allar verið tvílembdar og
stundum þrílembdar, en þó ekki
eins ffjósamar og móðirin.
Úlfar Eyólfsson á Krossnesi (t.v.) aö saga og Sigursteinn Sveinbjörnsson
Litlu-Ávík tilbúinn að taka á móti.
Er skilningarvit hunda
betra en við höldum?
Fuglar og nagdýr gera sér
grein fyrir því hvort einn hlutur er
stærri en annar, en til að telja þarf
dýrið að átta sig á að einn hlutur í
röðinni svari til eins númers og að
síðasti hluturinn í röðinni svari til
heildarfjöldans.
Tilraun meó reiknigáfu hunda
Margir mannapar hafa þessa
reiknigáfú, en vísindamann einn í
Brazilíu grunaði að hundar hefðu
hana einnig. Til að prófa þetta
beitti hann aðferð sem notuð
hefur verið til að rannsaka hvort 5
mánaða böm geti talið. Aðferðin
er fólgin í því að ákveðinn fjöldi
af dúkkum er settur fyrir ffaman
bömin og tjald síðan dregið fyrir.
Bamið fylgist síðan með því að
dúkkum er fækkað eða fjölgað
áður en tjaldið er dregið frá. Hafi
tilraunamaðurinn hins vegar
einnig laumast til og íjarlægt eða
bætt við dúkkum á bak við tjaldið
án þess að bamið sjái, horfir það
miklu lengur á dúkkumar, líklega
vegna þess að það hefur reiknað
fjöldann út og hann passar ekki
við væntanlega útkomu.
Bjarni E. Guðleifsson,
Möðruvöllum
Urríki
náirunnar
9. þáttur
Brasilískir og breskir vísinda-
menn gerðu sams konar tilraunir
með leikfangakúlur á 11 kyn-
blönduðum hundum. Og vissu-
lega störðu hundamir lengur á
kúlumar ef fjöldinn gekk ekki
upp. Hundamir skiptu sér lítið af
því ef ein plús ein kúla urðu tvær,
en ef þær urðu til dæmis þrjár
vegna þess að einni var laumað
inn, þá rugluðust þeir og störðu
lengur.
Forfeður hunda
þurftu að telja óvinina
Hundar eru
afkomendur úlfa sem
hafa ekki einungis
stóran nýbörk (þann
hluta heilans sem
spendýr ein hafa og
stýrir rökhyggju),
heldur lifa þeir í
flokkum, em hópdýr.
Því hefur reikningsgáfa
þeirra eflaust verið
þeim gagnleg við að
reikna út fjölda vina og
óvina í hópnum. Þeir
hafa því þróað með sér
talningarvit.
Rannsókn á gelti
hunda
En það kunna að
vera fleiri ástæður fyrir því að
hundar em skynsamari en við
héldum. Atferlisfræðingar hafa
hingað til talið að gelt hundanna
væri einfaldlega aðferð þeirra til
að ná athygli. Nýjustu rannsóknir
sýna hins vegar að hundar hafa
mismunandi gelt fyrir mis-
munandi aðstæður. Bandarískur
dýralæknir hljóðritaði gelt 10
hunda af 6 tegundum. Með því að
greina róf yfir 4600 gelta komst
hann að því að hundar nota
mismunandi gelt við mismunandi
aðstæður. Þegar hundar em
einangraðir ffá eigendum sínum
nota þeir hátíðnihljóð í einu gelti.
Þegar dyrabjallan hringir er lægri
tíðni í geltinu og það er grófara
og rennur yfir í lengra "ofúrgelt".
Þegar hundurinn er í leik kemur
hátíðnigelt með misjöfnu millibili
og oft í hrynum. Með þessum
upptökum og rófgreiningum hefúr
tekist að tengja 80% af hundsgái
við sértækar athafnir.
Heimildir:
Muir& Mason. Secret lives of dogs. New
Scientist 3 August 2002. p. 20
Unsðknai1-
Mrum
Mig til
jarðabúta
Minnt er á að frestur til að
sækja um framlög til jarðabóta
árið 2003 styttist óðum en
hann rennur út 1. nóvember.
Umsóknareyðublöð birtust í
Bændablaðinu 16. tbl. 1.
október 2002, fást hjá ráðu-
nautum eða á netinu, slóðin er
www.bondi.is.
Það sem fæst framlag út á, en
verður að sækja um em viss atriði
tengd eftirfarandi: aðlögun að
lífrænum búskap garðyrkju og
ylrækt, komrækt, skipulagi úthaga-
beitar, ferðaþjónustu, aðbúnaði
búfjár, upphreinsun eða dýpkun
ffamræsluskurða, kölkun ræktunar-
lands og neysluvatnsveitum.
Loforð um ffamlög ffá í fyrra
gilda til 15. nóvember nk. og því
þarf að endumýja umsókn ef
óskað er eftir framlagi á næsta ári.
Bændasamtök Islands