Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. október 2002
BÆNDABLAÐIÐ
9
IVðmskeið um jarð-
w
I
Félag Kornbænda í Skagafirði,
Leiðbeiningamiðstöð Skaga-
fjarðar og Landbúnaðarhá-
skólinn á Hvanneyri gangast
fyrir námskeiði um jarðvinnslu
24. og 25. október. Námskeiðið
verður haldið að Löngumýri í
Skagafirði. Þangað munu koma
fulltrúar helstu búvélainn-
flytjenda og kynna nýjustu tæki
til jarðvinnslu. Námskeiðið er
öllum opið. Gunnar Sigurðsson
bóndi á Stóru-Ökrum í Blöndu-
hlíð er formaður félags korn-
bænda í Skagafírði. Tíðinda-
maður blaðsins bað hann að
segja ögn frá nám-
skeiðinu.
„Kveikjan að nám-
skeiðinu var sú að okkur
langaði til að stilla betur
saman strengi bændanna
sem vinna verkin, þ.e.
plægja, herfa, sá og upp-
skera, og söluaðilanna, sem
fá fyrstir í hendur
upplýsingar um nýjustu
tækni, vélar, tæki og
aðferðir. Við leituðum til
helstu innflutningsaðila
dráttarvéla og jarðvinnslu-
tækja og buðum þeim að
vera með á námskeiðinu og
að koma með fyrirlesara
ffá þeim fyrirtækjum sem
bóndans sé ansi löng, þannig að
notkun tækjanna verður jafnvel
röng þar sem leiðbeiningar vantar.
Fyrirlesarar á námskeiðinu
verða Bjami Guðleifsson á Möðru-
völlum sem fjallar um jarðvegslíf,
Ríkharð Brynjólfsson frá Land-
búnaðarháskólanum á Hvanneyri
sem fjallar um jarðvinnsluþáttinn
og frá Bútæknideildinni á Hvann-
eyri verður Grétar Einarsson, en
erindi hans verður um aflþörf við
notkun ólíkra jarðvinnslutækja.
Einnig koma tveir erlendir fyrir-
lesarar á vegum Véla og Þjónustu
hf.
Sett verður upp vélasýning í
samstarfl við innflytjendur. Einnig
verður boðið upp á reynsluakstur
véla og tækja. Þannig gefst þátt-
takendum gott tækifæri til
skoðanaskipta við þessa aðila.
Hvemig verður námskeiðið
uppbyggt?
„Við áætlum að byrja kl. 12.30
á fimmtudeginum með vélasýn-
ingu. Þá koma fyrirlestrar og síðan
umræður og fyrirspumir. Aætlað
er að ljúka fyrri deginum um
klukkan fímm. Seinni daginn
verða fleiri fyrirlestrar og síðan
reynsluakstur véla og tækja. Þá
hyggjumst við nýta útlendingana
og láta þá segja okkur til, ekki síst
um hvemig við eigum að fara að
því að vinna mismunandi jarðveg
o.s.ffv.
Mér fmnst vélainnflytjendur
hafa verið áhugasamir um þetta.
Eg held að þeir sjái með þessari
tilhögun ákveðið sóknarfæri.
Þama gefst tækifæri til að hitta
bændur og skiptast á skoðunum.
Eins og flestir vita hafa véla-
sýningamar sem inn-
flytjendur fara með um
landið verið misjafhlega vel
sóttar og oft er takmarkaður
tími til skoðanaskipta og
ekki síst að sýna tækin við
vinnu. Ég vil nota tækifærið
og þakka vélainnflytjendum
ánægjulegt samstarf við
undirbúning námskeiðsins.
Kombændur í landinu
eru um tvöhundruð og við
vonumst svo sannarlega til
að sem flestir þeirra gefí sér
tíma til að koma og ffæðast
um þennan þátt búskaparins,
en námskeiðið er að
sjálfsögðu opið fyrir alla sem
áhuga hafa á málefninu,"
selja þeim tæki. Ofl fmnst Gunnar Sigurðsson bóndi (t.v.) og Eiríkur Loftsson sagði Gunnar Sigurðsson
manni að leiðin ffá þeim ráðunautur standa að undirbúningi námskeiðsins. bóndi á Stóru-Ökmm./ÖÞ.
sem hanna ný tæki til ________________________________Bændablaðið/örn
Er ræktun á maís til fóðurs
möguleg á íslandi?
Fimmtudaginn 24. október nk. kl. 21:00 kynnir sérfræðingur
frá írska fyrirtækinu IP-Europe nýjustu aðferðir sem notaðar
eru erlendis við ræktun á maís til fóðurs. Kynningin fer fram
að Löngumýri í Skagafirði og er í boði Véla og þjónustu og
Kornræktarfélags Skagafjarðar.
LBH ENDURMENNTUN
sími: 437 0000 - fax: 437 0048
netfang: helgibj@hvanneyri.is
Jarðvegur og jarðvinnsla
Námskeið haldið að Löngumýri í Skagafirði
24.-25. október 2002
í samvinnu við Kornræktarfélag Skagafjarðar og
_________Leiðbeiningamiðstöðina í Skagafirði_____
♦ Viðfanqsefni: Notkun og aflþörf helstu jarðvinnslutækja.
Ólíkar jarðvegsgerðir, áhrif vinnslu á þær, smádýralífið og
skilyrði til ræktunar.
♦ Námskeiðið er byggt upp sem fyrirlestrar og útivinna þar
sem fram fer skoðun á jarðvegi í unnu landi. Kynning á
jarðvinnslutækjum og prufuakstur með þau í vinnslu.
Námskeiðið hefst með vélasýningu.
Fyrirlesarar verða sérfræðingar frá LBH og RALA ásamt
erlendum vélasérfræðingum.
Skráið ykkur á áhugavert námskeið
Nánari upplvsingar í síma 4557100 eða hiá LBH
Austurvegi 69 • 800 Selfossi • Sími 482 4102 • Fax 482 4108
RBK Flexifeed er öflugur
fóðurtætari sem getur rifið
niður rúllu og stórbagga
jafnt frosna sem ófrosna.
Kostir Flexifeed
Þegar gæðin skipta máli
. Opnanleg hliðarhurð
auðveldar innsetníngu fóðurs.
2. Botnfæriband
getur snúist í báðar áttir.
3. Gaddavais
heldur á móti og snýr rúllum.
4. Tromla með sérhertum hnífum
sér um að tæta fóðrið niður.
Hægt er að fá rúllutætarann
staðbundinn, sjálfkeyrandi eða
á braut.
RBK FLEXIFEED
IMffH'BávéliPit
www.buvelar.is