Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. október 2002 Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðvrkiubænda: Afnám tolla Helgi segir aö eftir úrskurð Sam- keppnisstofriunar fyrir tveimur árum hafi grænmetishluti greinarinnar verið í uppnámi. Bændur og fyrir- tæki þeim tengt voru sökuð um verðsamráð og fleira miður fagurt athæfí. Lítið bar hins vegar á þeirri staðreynd í umræðunni að verð til framleiðenda hefði lítið eða ekkert hækkað á undangengnum árum þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir. Landbúnaðarráðherra setti á stofn svokallaða grænmetisneffid. Hún átti að finna ráð til þess að lækka verð á grænmeti en tryggja jafhframt stöðu innlendrar grænmetisframleiðslu. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að afnema tolla af tómötum, agúrku og papriku en taka upp beingreiðslur til bænda til að aðstoða þá í sam- keppninni. Aður höfðu þessar þrjár grænmetistegundir verið án inn- flutningstolla frá 1. nóvembertil 15. mars. Það ákvæði kom með EES samningnum. Nú eru þessar tegundir tollfijálsar allt árið. Þá leggur ríkið ffam fé til þróunarvinnu og markaðssetningar. Þar er um að ræða ákveðna upphæð árlega í tíu ár sem á aö gera greinina samkeppnis- hæfari. Raforka til lýsingar er niðurgreidd að hluta og styrkur er veittur til kaupa á lýsingarbúnaði. Einnig er hægt að sækja um styrk til úreldingar gróðurhúsa fyrir þá sem vilja hætta í greininni eða eru með ó- arðbærar einingar. Þannig standa garðyrkjubændur nú ffammi fyrir því vali að nýta þau tækifæri sem þessi samningur gefur til ffam- þróunar eða þá að nýta sér úr- eldingarstyrk og hætta. Mikil breyting -Það er að vísu ekki komin löng reynsla á þetta ketfi en hefurðu hugmynd um hvernig það kemur út fyrirykkur garðyrk/ubœndur? „Menn eru enn að fikra sig áffam í breyttu umhverfi. Þegar tollamir voru teknir af lækkuðu agúrkur mikið í verði, en þær eru framleiddar hér allt árið. Þá spurðu menn sig hvers vegna og hvort þessi aðgerð hefði lækkað heimsmarkaðs- verð á gúrkum eða hvað hefði í rauninni gerst. Verðið hélst mjög lágt ffam í sumarbyrjun. Þá var eins og menn áttuðu sig á því að þessi verð stóðu ekki nema að hluta undir ffamleiðslu- og dreifingarkostnaði. Nú þegar langt er liðið á upp- skerutímann virðast ffamleiðendur ætla að ná svipuðu skilaverði og undanfarin ár fyrir tómata og gúrkur en heldur lægra fyrir papriku, og verð út úr búð hefúr lækkað umtalsvert. Þá gerðist það um leið að salan jókst og það gefúr okkur svigrúm til að ffamleiða meira með sömu ffamleiðslutækjum sem er hagræðing. Salan hefúr verið góð í sumar en sólarleysi í ágúst og september hefúr dregið nokkuð úr ffamleiðslu. Það bar talsvert á inn- fluttu grænmeti í verslunum fyrri hluta sumars og var verðið á þeim vörum mjög lágt. Verðin voru off Helgi Jóhannesson, garðyrkjubóndi að Fiúðum, tók við sem formaður Sambands garðyrkjubænda þegar Kjartan Ólafsson alþingismaður lét af því starfi sl. vor. Innan Sam- bands garðyrkjubænda eru grænmetisframleiðendur, blómaframleiðendur, garðplöntuframleiður og kartöflu- framleiðendur. Hver þessara greina hefur sitt félag sem síðan mynda sambandið. Bændablaðið hitti Helga að máli og ræddi við hann um málefni garðyrkjubænda á líðandi stundu. Helgi hefur um árabil verið í forystusveit garðyrkju- bænda og setið í stjórninni í nokkur ár og þekkir því málefni garðyrkjubænda mjög vel, auk þess að vera garðyrkjubóndi sjálfur. Sambandið hefur skrifstofuaðstöðu í Garðyrkju- miðstöðinni í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi, en þar eru Uka tveir garðyrkjuráðunautar á vegum Bænda- samtaka íslands. Þar með er búið að koma á einn stað flestum þeim fagaðilum sem að garðyrkjumálum koma. svo lág að greinilegt var að verslanir voru að greiða með vörunni eða selja hana á sléttu. Þrátt fyrir þetta tóku íslenskir neytendur okkar vöru ffamyfir og minna bar á þessum innfluttu gjöfúm þegar leið á sumarið. Gæðavitund neytenda virtist þó ekki sú sama gagnvart papriku því innflutt paprika af öðrum og þriðja gæðaflokki er enn mjög áberandi í verslunum. Okkur sýnist af byrjuninni á þessu kerfi að það ætli að skila því sem að var stefnt, þ.e. að lækka verðið, og að bændur muni geti lifað af sinni ffam- leiðslu," segir Helgi. En nú verða íslenskir bændur að taka sig á og að- greina sína vöru betur ffá þeirri erlendu. Ef neytandinn vill frekar íslensku vöruna verður hann að geta gengið að gæðunum vísum og kyrfilega merktum. Helgi segir að það hafi verið orðið nauðsynlegt fyrir garðyrkju- bændur að komast út úr því nei- kvæða umhverfi sem þeir voru komnir í. Það er mjög erfitt að starfa undir því ámæli að vörur okkar séu alltof dýrar. Sú sátt sem virðist vera að skapast um þessa grein er því afar kærkomin. Blómaframleiðendur í erftðleikum -Snúum okkur að stöðu blóma- ffamleiðenda, en þeir kvarta talsvert um þessar mundir. „Það er rétt að þeir eru í nokkrum erfiðleikum. Þeir hafa með aukinni tækni, betri lýsingu og fleiru aukið ffamleiðsluna verulega og líka stækkað stöðvar sínar. Aftur á móti hefúr salan ekki aukist að sama skapi því markaðurinn hefúr ekki stækkað. Blómaffamleiðendur búa því við oflfamleiðslu, ekki síst á sumrin þegar blómaffamleiðsla er mest en salan minnst. Þeir búa líka við afar óheppilegt sölukerfi þar sem þeir fá alltof lítinn hluta af endan- legu söluverði blómanna til sín." -Eru einhverjir blómaframleið- endur að bregða búi vegna þessa? „Einhverjir bændur munu nánast komnir í þrot og verða að hætta. Blómastöðvar hafa lent í gjaldþroti, lánastofúanir taka þær yfir, afskrifa stóran hluta af skuldunum, og selja þær síðan affur. Þeir sem kaupa standa mun betur en hinir sem áffam þurfa að bera sínar skuldir í samkeppni þar sem ofífamleiðslan heldur áfram. Þetta er ójafn leikur og það sem verra er að aðilar sem reka blómaverslanir eða dreifingaraðilar kaupa upp gjaldþrota stöðvar. Það eru niðurgreiddir vextir í Lánasjóði landbúnaðarins og ef það er sami aðili sem ffamleiðir vöruna austur í Hveragerði og á blómabúð á höfúð- borgarsvæðinu þá getur hann skammtað sér ffamleiðsluverðið og þar með líka búnaðargjaldið að einhveiju leyti og þá fær hann hlutfallslega meiri niðurgreiðslu vaxta á sín lán. Þetta er því komið í nokkrar ógöngur." Helgi segir það ekki góðan kost að blómabændur almennt stofhi eigin blómaverslanir eins og nokkrir hafa þegar gert. „Þetta er þó virð- ingarverð tilraun til að brjóta upp úrelt og óhagstætt sölukerfi. Það er hins vegar öfúgþróun að bændur aki hver á effir öðrum í kaupstað með blómin sín og selji þau á torgum. Haldi sú þróun áfram fara þeir að bjóða niður hver fyrir öðrum og enginn hefúr fyrir ffamleiðslu- kostnaði þegar upp er staðið. Menn verða að standa sameiginlega að dreifingu á blómum, draga úr of- ffamleiðslu og bæta aðgengi neyt- enda að blómum. Þó ég hafi ekkert út á blómaverslanir að setja eru þær einar og sér alltof dýr leið að neyt- andanum." Minnkandi neysla á kartöflum -En hvernig er staðan hjá kartöflubœndum um þessar mundir? „Hún er heldur slæm því kart- öfluneysla í landinu hefúr minnkað umtalsvert undan farin ár. Neyslu- venjur í þjóðfélaginu virðast kyn- slóðabundnar. Eldra fólk borðar mikið ef kartöflum, miðaldra fólk minna og yngsta fólkið minnst. Sú þróun hefúr orðið í kartöfluræktinni að búunum hefúr fækkað en þau stækkað. Það er með kartöflubændur eins og blómabændur að hlutur jteirra af útsöluverði er of lítill, eða um einn þriðji. Það fer þó aðeins eftir því effir hvaða leiðum þeir selja. Af verði út úr verslun fá þeir ekki nema einn þriðja." -Hverjir eru það þá sem fá tvo þriðju afkartöfluverðinu út úr búð? „Það er pökkunarkostnaður, dreifing í heildsölu og verslunar- álagningin. Það hefúr gerst hér á landi og víðar að hlutdeild ffam- leiðenda í landbúnaði minnkar en hlutur milliliðanna eykst. Síðan er ffamleiðendum alltaf stillt upp við vegg ef samkeppni í smásölu er lítil." Helgi segir að þeir kartöfluffam- leiðendur sem eru með annan búskap með kartöfluræktinni standi e.t.v. betur. Þeir geti samnýtt hús vélar og tæki með annarri starfsemi en þeir sem eingöngu ffamleiða kartöflur séu ekki í góðum málum vegna samdráttar í sölu. Það þarf að kenna yngri kynslóðinni að meta kartöfluna. Hún er mun hollari kol- vetnisgjafi en pasta og hrísgrjón. Með fjölbreyttari matreiðslu og auknu markaðsstarfi er kartaflan affur komin í sókn í nágranna- löndunum. Ahugi Islendinga á alvöru matargerð eykst stöðugt og þar á kartaflan sín tækifæri. Kart- öfluverkmiðjan í Þykkvabæ hefúr unnið gott starf við þróun kart- öflurétta og forsoðinna kartaflna sem er svar við tímaskorti neytenda. Garðplöntuframleiðendur -Garðplöntuframleiðendur eru líka innan sambandsins, hvernig er staða þeirra? „Þeir eru nokkuð sér á báti. Þeir eru margir með sína eigin plöntu- sölu. Flestir garðplöntuffamleið- endur selja sína ffamleiðslu beint til neytenda þannig að minna er um milliliði í þessari grein. Þó er nokkuð um að ffamleitt sé fyrir stærri verslanir á þessum markaði. Höfúðverkur garðplöntuffam- leiðenda var lengi vel samkeppni við opinber eða hálfopinber fýrirtæki, eins og Skógrækt ríkisins og Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur. Þetta hefúr breyst því opinberir aðilar hafa að mestu dregið sig út úr ffam- leiðslunni. Síðan er það mjög jákvætt fyrir garðplöntuffamleið- endur að áhugi á ræktun er að aukast út um allt land. Bæir og sveitarfélög auka hjá sér skrúðgarða og skógar- reiti. Sumarbústöðum fjölgar og fólk plantar þar út trjám og blómum og á höfúðborgarsvæðinu plantar fólk út trjám og blóm eru í görðum og á svölum húsa. Þannig að garð- plöntuffamleiðendur horfa ffam á stækkandi markað sem ekki sér fyrir endann á." Helgi segir að ef einhver land- búnaður eigi rétt á sér á íslandi sé það garðyrkjan því hún hafi þraukað hingað til styrkjalaus þrátt fyrir mun meiri innflutning og samkeppni en tíðkast í öðrum greinum. „Eina vopn okkar í sam- keppninni eru gæðin, en ég held að óhætt sé að fúllyrða að menn grípa ekki upp gull í þessari grein," sagði Helgi Jóhannesson. Vélaver áformar afl byggjaí Smðlflnduni Nýlega fékk Vélaver hf. út- hlutað tæplega tveggja hektara lóð hjá Reykjavíkurborg. Lóðin er við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar í svokölluðum Smálöndum. Segja má að þessi staðsctning sé einstök fyrir þessa starfsemi því gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsveg- ar eru einhver fjölförnustu gatnamót iandsins og oft kölluð gatnamót Islands. Auk þess liggur 15. brautin á golfvellinum í Grafarholti að lóðamörkum. Vélaver hefúr heimild til að byggja allt að 9.500 m2 á lóðinni, en áformar að byggja 2.500- 3.000 m2 í fyrsta áfanga. Aður en langt um líður verður byrjað að hanna nýja húsið en á þessari stundu er ekki hægt að segja hvenær verk- legar framkvæmdir hefjast. Vélaver hefúr lengi áformað að byggja yfir starfsemina og hefur átti inni umsókn um lóð hjá Reykjavíkurborg síðan 1998. Mjög hefur þrengt að starfsemi fyrirtækisins á undanfomum árum í Lágmúlanum og leigir fyrirtækið húsnæði og aðra aðstöðu af þremur aðilum. Atvinnustarfsemi á núverandi athafnasvæði Véla- vers hefúr tekið miklum breyt- ingum á liðnum árum. Þetta hefúr haft í for með sér að oft hafa við- skiptavinir átt erfitt að komast að fyrirtækinu á annatímum. Fréttatilkynning. Uppskeruhátíö garðyrkjunnar Uppskeruháb'ö garöyriqunnar veröur haldin laugardaginn 16. nóvember nK aö Hótel Örk í Hverageröi. Gert er róö fyrir matarveislu meö dagskrá og dansleik. Kostur er á gistingu. - Verð á gistingu (í tvíbýli), 3ja rétta veislukvöldverði, dansleik og morgunmat er kr. 8.790. - Ef gist er í einbýli er verðið kr. 11.040. Verð án gistingar er kr. 4.490. ÞEIR SEM Æ7LA AÐ GISTA ÞURFA AÐ TILKYNNA UM ÞÁ7TTÖKU FYRIR 23. OKTÓBER. Þátttöku þarf aö ööru leytí helst aö tilkynna 10 dögum fyrir veislu. Mælst ertil þess aö tilkynningar um þátttöku veröi helst sendar á netinu á netfangiö haukur@reykirjs eöaífæd á númerlö 480A323. Slæðivörn VÉLAVAL-Varmahlíö hf S: 453 8888 fax: 453 8828 vefur: www.velaval.is netpóstur: velaval@velaval.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: