Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 10
10
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. október 2002
BændablaðtO ræöir viö Sveinn Rnnölfsson, landgræöslusQúra, sem hefur veriö i forsvnri landgræðslu i prjá áratugi
r
■ lg tel að Landgræðslan hafi náð góðum tökum á
því hvernig á að stöðva jarðvegsrof, græða upp og
J—Jbæta land. Hins vegar er það mitt mat að
stofnunin hafi ekki enn náð settum markmiðum varðandi
verndum gróðurs og jarðvegs. Hér á ég við að nýting lands
sé almennt með sjálfbærum hætti," sagði Sveinn Runólfs-
son, landgræðslustjóri í samtali við Bændablaðið.
-Til hvers á að nota landið?
„Það er eðlilegt og sjálfsagt að nýta vel gróin lönd, þ.m.t
afrétti, til beitar, ef nýting þeirra telst sjálfbær og
fjárhagslega hagkvæm. Hins vegar er ástand gróðurs og
jarðvegs því miður þannig víða á landinu, bæði á láglendi
og hálendi, að það ætti alls ekki að nýta það til búfjár-
beitar. En það er hægt að nýta það á ýmsan annann hátt,
t.d. til útivistar. I hugum margra er ónotað land það sama
og ónýtt land. Ég er því ósammála. Það að friða land og
horfa á það eru fullkomlega ásættanleg not. Við verðum að
muna að við erum með landið að láni frá komandi
kynslóðum og miklu skiptir hvernig við nýtum það.
Uppistöðulón og skógrækt eru t.d. afar afgerandi form
landnýtingar þegar til lengri tíma er litið. Ég tel brýnt að á
næstu árum verði Iagt mat á það hvernig farsælast er nota
einstök landsvæði, með heildar hag þjóðarinnar og
komandi kynslóða í huga. Árið 1986 kom út skýrsla á
vegum landbúnaðarráðuneytisins, með þátttöku
fjölmargra hlutaðeigandi aðila, um helstu forsendur fyrir
gerð landnýtingaráætlunar fyrir allt Island. Því miður
hefur ekki orðið framhald af þessari vinnu, nema að þeim
hluta til er varðar miðhálendi landsins. Landbúnaðar-
geirinn ætti að mínu mati að hafa frumkvæði að gerð
langtímaáætlunar um landnýtingu, og þá er ég ekki
eingöngu að tala um nýtingu landsins til beitar heldur
fjölþætt landnot allra landsmanna."
-Hvað felst í nýrri
landgræðsluáœtlun?
„Á síðasta Alþingi var sam-
þykkt áætlun er nefnist Efling
byggða og landgæða, sem er
nokkurs konar rammi um land-
græðslustarfið til næstu 12 ára.
Þama kemur ffam það viðhorf land-
búnaðarráðherra, Landgræðslunnar
og landbúnaðarráðuneytisins að
landgræðslustarfið eigi að treysta
byggðir landsins. Þar er tvinnað
saman hlutverkum bænda, sem
gæslumanna landsins, og land-
græðslustarfinu," Þegar Sveinn tók
við starfi landgræðslustjóra árið
1972 var hann eini starfsmaður
Landgræðslunnar sem hafði numið
landgræðslufræði við háskóla. Ár-
sverk voru um 100. Nú eru árs-
verkin 50-60 og 25 starfsmenn
Landgræðslunnar hafa lokið há-
skólaprófi í náttúruvísindum.
„Starfsemi stofnunarinnar hefúr
tekið miklum breytingum á liðnum
árum. Þannig taka nú mjög margir
bændur - og aðrir landsmenn -
virkan þátt í starfinu," sagði Sveinn í
samtalinu. En þrátt fyrir áhuga
bænda og alls almennings segir
landgræðslustjóri að "landlæsi"
fólks sé verulega ábótavant. Al-
mennt skilji landsmenn ekki hve
gróður og jarðvegur séu í slæmu
ástandi miðað við það sem veðráttan
og önnnur ytri skilyrði gefa tilefni
til. „Við sættum okkur við það eins
og eitthvert náttúrulögmál að stór
hluti landsins sé auðnir eða gróður-
tötrar sem samspil manns og náttúru
hafa mótað á undangengnum öld-
um. Það er engu líkara en fólk fari
staurblint um landið og setji ekki í
samhengi ömurlega gróðurásýnd og
landhnignun sem hófst með eyðingu
skóganna á fyrstu öldum búsetunn-
ar. 1 kjölfarið stuðlaði hungursneyð
og harðræði að því að harkaleg beit
búsmala árið um kring kom í veg
fyrir að skjöldur svarðarins gegn
óblíðri veðráttu, þ.e. kjarrið, næði að
endumýja sig og sama gilti um
annan gróður. Uppblástur fylgdi í
kjölfarið, sem enn á sér stað allt of
víða þótt stórkostleg afrek hafi verið
unnin í stöðvun eyðingarinnar. Mér
finnst ömurlegt þegar menn dásama
"fegurð" eyðimarka sem við höfúm
sjálf skapað með búsetu okkar. Enn
meiri blinda er að tönnlast á að
íslensk náttúra sé ósnortin. Það ber
vott um lítið landlæsi. Við erum svo
lánsöm að búa við mikla
náttúrufegurð en hún er sko alls ekki
ósnortin. Nær allt landið er spjallað
af búsetu okkar í ellefu aldir.
Eftir því sem ég ferðast meira
um landið þeim mun meira rennur
mér til rifja hvemig fákunnátta og
hörð lífsbarátta neyddi forfeður
okkar til að nýta náttúmna ótæpi-
lega. Við sem nú nýtum landsins
gæði höfum enga slíka afsökun. Þeir
sem á eftir okkur koma eiga þá
kröfu til okkar að við misnotum
ekki landið með beit eða umferð eða
á annan hátt. Enn göngum við þó á
hag náttúmnnar á margvíslegan hátt.
Augljóst dæmi er ofbeit af völdum
hrossa. Þess ber þó að geta að mikið
hefúr áunnist í bættri meðferð
hrossahaga og forsvarsmenn hags-
munaaðila hrossaeigenda em ein-
huga um að það beri að koma í veg
fyrir ofbeit. Þeir hafa einnig hmndið
af stað gæðavottun í hrossaræktinni
sem er jákvæð þróun. Það er hins
vegar enn fjöldi illa ofbeittra hrossa-
beitarhólfa út um allt land."
- Nú hafa menn rœtt í mörg ár
margar leiðir til að sporna gegn
landníðslu.
„Já, það er rétt og með aukinni
umræðu um umhverfisvemd hafa
viðhorfin batnað á allra síðustu
ámm. Akvæði laga er varða gróður-
vemd, þ.e. Landgræðslulögin frá
1965, lög um skógrækt frá 1955 og
lög um afféttarmálefni, fjallskil o.
fl., m. a. um ítölu með áorðnum
breytingum frá 1986 hafa því miður
reynst algjörlega haldlaus til að
takast á við alvarleg ofbeitartilvik.
Ég hef t.d. tekið þátt í að koma á
ítölu í a.m.k. 11 afréttarsvæðum en
sú vinna skilaði nær engum árangri.
Við höfúm einnig reynt að koma á
ítölu í einstakar jarðir. I raun gera
lögin ekki ráð fyrir því og það hefúr
aðeins einu sinni tekist fyrir þremur
ámm síðan. Hlutaðeigandi landeig-
andi hefúr nánast á allan hátt
hundsað ítöluna og komist upp með
það vegna ófúllnægjandi laga-
ákvæða. Vandinn er einnig sá að al-
menningur og þ.m.t. bændur virðast
sætta sig við að það sé illa farið með
landið. Hluti skýringarinnar er sú að
fólk les ekki landið, virðist ekki
skilja hvað er eðlileg ásýnd þess
miðað við hóflega og sjáfbæra
landnýtingu.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar
að Landgræðslan hafi ekki staðið
sig nógu vel í því að ná samstöðu
við bændur um vemdun illa farinna
gróðurlenda. Landgræðslan og
búnaðarffæðslan hafa
enn ffemur ekki náð
að sinna ffæðslu-
hlutverkinu sem
skyldi. Þetta á ekki
síst við um ffæðslu til
þeirra hrossaeigenda
sem hafa alist upp í
þéttbýli og flutt út í
sveit, eða búa enn á
mölinni en eiga
stóðhross á jörðum,
oft undir oflitlu
eftirliti. Vissulega em
til margar ánægju-
legar undantekningar
en of margir í þessum
hópi hafa ekki í
blóðinu þá tilfinningu
sem þarf til þess að
umgangast landið af
nægri virðingu. Hross
í eigu þessara aðila hafa stundum
valdið miklum gróðurskemmdum."
- Vantar eins konar
"landlögreglu"?
„Nei, það tel ég ekki. Á síðari
fást við þá aðila sem níða bæði land
og skepnur. I ffumvarpi til laga um
landgræðslu sem landbúnaðarráð-
herra hefúr lagt ffam á Alþingi er að
finna leiðir til að takast á við þau
tilvik þegar landnýting af völdum
beitar er komin í algjört óefni. Þó að
ffumvarpið sé ekki mjög ffamsækið
hvað varðar gróðurvemdarmál þá
vona ég svo sannarlega að það verði
afgreitt sem lög ffá þinginu í vetur.
I starfi mínu verð ég var við
sívaxandi óánægju ræktunarfólks
vegna ágangs búfjár. Æ fleiri
árekstrar verða og þeim mun fjölga
ef búfjáreigendur gæta ekki betur
að búfé sínu. Mér finnst að viðhorf
þéttbýlisbúa til bænda og búaliðs
hafi Satnað geysilega á undan-
fömum ámm og bjartsýni og
skörungsskapur núverandi land-
búnaðarráðherra á þar stóran hlut að
máli. Skattgreiðendur gera sér betur
grein fyrir erfiðri stöðu bænda.
Lausaganga búfjár má ekki verða til
þess að skapa aftur gjá á milli þjóð-
félagshópa, en á því tel ég verulega
hættu m.a. vegna þess að "nýir"
landeigendur og skógræktarfólk una
því ekki til lengdar að kosta
girðingar til að ffiða sitt land fyrir
ágangi búfjár. Þeir tímar em ein-
faldlega liðnir að búfjáreigendur geti
treyst á að hross
og sauðfé njóti
þeirra forréttinda
í aðgengi að
landi sem hefúr
verið. Því miður
em nokkur dæmi
enn um það að
bændur eigi búfé
langt umffam
það sem þeirra
arðir bera og
taki langtum
meiri nytjar en
þeim ber af sam-
eiginlegum rétti í
afféttarlöndum.
Ef ffiður á að
haldast verður að
koma í veg fyrir
lausagöngu
búfjár í áföngum,
fyrst á þjóðvegum landsins og síðan
á þéttbýlli svæðunum."
- Hvað með afréttina og beit á
þeim?
„Það er önnur hlið á gróður-
Mér finnst ömurlegt þegar menn dásama
"fegurð" eyðimarka sem við höfum sjálf
skapað með búsetu okkar. Enn meiri blinda
er að tönnlast á að íslensk náttúra sé
ósnortin. Það ber vott um lítið landlæsi. Við
erum svo lánsöm að búa við mikla
náttúrufegurð en hún er sko alls ekki
ósnortin. Nœr allt landið er spjallað af
búsetu okkar í ellefu aldir. “
ámm höfúm við tekist á við þessi
vandamál með ffæðslu og leið-
beiningum, en það em samt alltof
margir sem láta sér ekki segjast og
það vantar í löggjöfina ákvæði til að
vemdarmálunum. Ég tel ffáleitt að
nýta illa fama affétti til beitar, en
margir bændur benda réttilega á að
gróður á afféttum sé í ffamför. Ég
hef á stundum sagt að þegar illa
farið land, eins og er t.d. á Rangár-
vallaaffétti með aðeins um 6 %
gróðurhulu, er að batna eða gróður
þar sé í ffamför sé það fyrst og
ffemst hagstæðu tíðarfari að undan-
fömu að þakka og réttlæti ekki á
neinn hátt nýtingu afféttarins til
beitar, enda sé hann að mestu
auðnin ein. Sauðfé á slíku landi
þýðir mikið beitarálag á þeim til
þess að gera fáu beitarplöntum sem
þar em. Þó afféttir, t.d. á Suðurlandi,
séu í ffamför þá er ástand þeirra,
með tilliti til gróðurs og jarðvegs
fjarri því að vera viðunandi. Ég vil
ekki alhæfa um ástand þeirra en ég
tel raunar óásættanlegt að nýta flesta
sunnlensku afféttina til beitar.
Svæðin em svo illa farin eftir
uppblástur og gróðureyðingu liðinna
alda. Bændur á þessum slóðum
þurfa yfirleitt ekki að nýta þá, þó þar
séu vissulega undantekningar. Mér
sýnist einnig að sauðfjárræktin
standi víða ekki undir kostnaðinum
við að nýta þá. Ofl er hluta
kostnaðarins velt yfir á landeigendur
sem ekki nýta afféttina til beitar og
margir þeirra eiga engar kindur.
Landgræðslan er t.d. að greiða
vemlega upphæð árlega, hlut
Gunnarsholts í fjallskilakostnaði á
Rangárvallaaffétti, sem við teljum
að ætti að vera alffiðaður. Vissulega
er rík hefð fyrir nýtingu afféttanna
og göngur og réttir hafa skapað sér
ríkan sess í félagsmálum margra
sveita. Það er þó misjafnt eftir af-
réttum, víða er erfitt að manna
göngur, sums staðar hafa björgunar-
sveitir leyst vandann en annars stað-
ar em réttimar sveipaðar ljóma
fagnaðar og heföar."
- Viltu loka afréttunum?
„Það er ekki stefna Land-
græðslunnar að bændur hætti að
nýta velgróna affétti, eins og t.d. í
Vestur-Húnavatnssýslu. Víðaerþó
vaxandi kurr vegna þáttöku bænda
og annarra landeigenda eða útsvars-
greiðanda í fjallskilum hvort sem
þeir eiga fé á fjalli eða ekki. Stefna
Landgræðslunnar er afar skýr, það
er að aðeins þeir afféttir og önnur
beitarlönd séu nýtt til beitar þar sem
landnýting getur talist sjálfbær.
Þessi viðhorf endurspeglast einnig í
síðasta búvömsamningi um sauð-
fjárafúrðir. Þar var m.a. samið um
að þeir sem ffamleiddu undir
merkjum gæðasfyringar og í sátt við
landið fengju meir af skattfé og
opinberum stuðningi en hinir. Auð-
vitað eiga aðeins þeir sem búa í sátt
við landið að fá opinber fjárframlög
og styrki. Það er viðurkennd stefna
fjölmargra þjóða og við eigum ekki
að vera þar nein undantekning.
Afféttunum verður ekki lokað
fyrir beit með valdboði, en ég er
sannfærður um að bændur munu
sjálfir taka þær ákvarðanir þar sem
þörf krefúr, vonandi fyrr en síðar.
Bændur í Hvolhreppi og Vestur
Eyjafjallahreppi, nú Rangárþing
eystra, hafa t.d. samið við Land-
græðsluna um ffiðun á Emstmm og
Almenningum og vinna þar að land-
bótum."
- Samstarf bænda og
Landgræðslunnar?
„Ég hef lifað og starfað með
bændum í nærri hálfa öld. Eignast
meðal þeirra fjölmarga vini og